Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 12
1 samanburoi við Grænland cr island cins og það hafi hlaupiö í bvotli. Tilefni þessa greinarkorns um Grsen- land er ekki beinlínis ferðamanna- málin, heldur einkum ein 'sú hlið Grænlands, sem a.m.k. ákveðin hópur manna mun hafa áhuga á, en það er gengd vatnafiska þar í landi, þ.e. silungs og lax. Með síhækkandi' verði á veiði hér heima, er ekki ólíklegt að margir hýggi á ferð út fyrir landssteinana, og rétt er að minna á í upphafi, að flug- farseðill til Grænlands og heim aftur kostar vart meira en tveir dagar í sæmi- lega góðri laxveiðiá hérlendis. Allur dvalarkostnaður á Hotel Arctic í Eiríks- firði eða Narsarssuaq, er um 40 danskar krónur á dag. Hótelið sjálft er að vísu ekkert lúxusfyrirtæki, en mjög hrein- Jegt í alla staði, og matur prýðilegur á danska vísu. Dvöl í Grænlandi er því velflestum kleif fjárhagslega, og a.m.k. vill undirritaður fremur eyða fríi sínu og peningum þar, en í rándýra og ósann- gjarna laxveiðileigu hér. Af tveimur ferð um til Grsenlands í sumar, sem báðar voru farnar til veiða að nokkru leyti, lærðist mér þó ýmislegt, sem þeir, sem ' á eftir munu fylgja, munu kannske hafa gaman af að heyra. # SUNNUFERD í JUNÍ Fyrri ferðin til Grænlands stóð í tvo daga og var farin snemma í júní, á veg- um Ferðaskrifstofunnar Sunnu. Sú ferð var í alla staði hin ánægjulegasta, þótt lítið sem ekkert veiddist. Ég vissi um tvær bleikjur, sem fengust, en síðar heyrði ég að þær hefðu verið fimm. Þátttakendur í þessari ferð voru um 40 talsins, og enda þótt veiðin sem slík ' værí ekkí ýkja mikil, og langtum minni en menn höfðu vonast eftir, þá mun flestum hafa. borið saman um, að ferðin í heild hafi verið hin ánægjulegasta. Veður var mjög gott, eins og oftast er í Grænlandi á sumrin, logn, sólskin og blíða. Er við fórum í þessa ferð, var ég búinn að afla mér svo glöggra upplýsinga um silungs- og laxgengd í Grænlandi, sem unnt var hér, og hélt ég satt að segja, að árangurinn yrði betri. Þó svo færi, Rabb um bleikju- veiði í Grænlandi / Eiriksfirbi er gott til fanga fyrir vei&i- menn, fari Jbe/r Jbangoð á réttum tíma að aflinn yrði rýr, fullyrði ég að það hafði verið sökum þess, að ekki var haldið á rétta staði, enda varla unnt á svo skömmum tíma. Farið var héðan snemma á laugardagsmorgni, og komið heim seint á sunnudagskvöld. • UM LAX- OG SILUNGSGENGD Sá almenni misskilningur virðist ríkja hérlendis, að í Grænlandi séu fádæmi af laxi, Salmo Salar. Þetta stafar af því, að Danir kalla yfirleitt flesta vatna- fiska lax. Grænlandsbleikjuna nefna þeir þ'annig „lax" eða „Grönlandslax". Þetta er að sjálfsögðu villandi fyrir ókunnuga. Lax, eins og við þekkjum hann, er tal- inn vera í aðeins tveimur ám á Græn- landi, Kugsuaká í Tasermiutfirði og Kapisigdltit í Godthábsfirði. Hvoruga ána hefi ég séð, en hins vegar þýðir grænlenska orðið Kapisigdltit bleikja, svo bleikjugengd hlýtur að vera í þeirri ánni, enda slíkt alþekkt fyrirbrigði hér að lax og bleikja hafi sambýli í ám, og nægir að nefha Víðidalsá, Fnjóská og Hafralónsá í því sambandi. Bleikjan í Grænlandi er raunar sama bleikjan og hér, þótt flestir muni sjá einhvern mun á henni. Hann er þó ekki annax en sá, að bleikjan aðlagar sig umhverfind á hverjum stað, og getur því verið nokkur fnunur á henni eftir því hvar hún veiðist. En bleikjan hér og bleikjan í Grænlandi heitir á latínu Salvehnus Alpinus, á ensku Arctic Char, ojí er sami nsKurinn. • LIFNAÐARHÆTTIR GRÆNLANDS- BLEIKJUNNAR Það fyrsta, sem menn verða að vita, hyggi þeir á veiðar í Grænlandi, eru nokkur atriði varðandi lifnaðárhætti bleikjunnar þar. Um tvo árstíma er eink- um að ræða til veiðanna, annað hvort snemma á vorin, í maí; eða þá síðla sumars, í ágúst. Þessir tímar eru nokk- uð breytilegir eftir því hve norðarlega menn veiða, þar sem bleikjan gengur seinna upp í árnar aftur. En þar sem Narssarssuaq og nágrenni er það svæði, sem ætla má að flestir hafi í huga í sam- bandi við Grænlandsveiðar, er rétt að miða við þann stað, enda er hann sá eini á Grænlandi, sem ég þekki. Bleikjan í Grænlandi „gengur" tvisvar, eins og það er kallað. Er ísa tekur að leysa af vötnum og ám snemma að vori, gengur hún niður árnar og í sjó fram. Stóri fiskurinn gengur fyrst niður, en hinn smærri heldur seinna. í Narssarss- uaq gengur bleikjan niður í maí. Veiðl getur oft verið mjög góð til átu og öllu óskemmtilegri til veiða en er síðar verð- ur. Hún er ölh gengin til sjávar um mánaðaniótin maí—júní. Niðurganga bleikjunnar stendur I nánu samhengi við annað náttúrufyrir- brigði í Grænlandi. Um þetta leyti fyll- ast allir firðir á SV-Grænlandi af loðnu, sem bleikjan lifir á og fitnar á ótrúlega skömmum tíma. Þeir, sem ekki hafa komið til Grænlands í júní, og séð loðnu gönguna, eiga erfitt með að trúa því hvílíkt geysimagn er þar af þessum smá- fiski. Ég hefi raunar aldrei skilið orð- takið að „sjór sé svartur af fiski", fyrr en ég fór í Sunnuferðina á s.l. vori, og sá þetta með eigin augum. Og þegar veiðiménn, sem kasta fyrir bleikju J sjónum, eru farnir að „húkka" loðnu á spóninn, í öðru og þriðja hverju kasti, þá er magnið orðið töluvert! Þeir sem yeiddu við bryggjurnar í Narssarssuaq í þessari ferð, sáu það með eigin aug- um, að þyrsklingurinn við biyggjurnar leit bókstaflega ekki við þeim loðnum, sem syntuutan við 5—10 cm. frá kjafti hans, heldur aðeins þeim, sem syntui beint upp í hann. Hinum sinnti hanu alls ekki! Það segir sig sjálft, að við slíkar að- stæður getur verið erfitt að fá bleikjuna til a'ð taka spón. Við reyndum yfirleitt allt það „járnarusl", sem hugsanlegt var, ei;. með nánast engum árangri. Fyrri daginn fórum við Þorsteinn Jónsson, flug stjóri, t.d. á hraðbáti inn í botn á Eiríks- ' firði, en þar fellur jökulá í sjóinn. Þarna í fjarðarbotninum er ákaflega fagurt, víðikjarr og grösugt. Síðla sumars fyllt- ist á þessi gjörsamlega af fiski, en nú var ekki kvikindi í henni. -Það eina, sem ég hafði upp úr þessari ferð, var að velta um hrygg í flæðarmálinu, er ég steig út úr bátnum, og þekki ég það síðan af eigin reynslu, að sjórinn við Grænland er kaldur! Morguninn eftir fór hópur manna á stórum báti inn í botn.* Þeir fengu eina bleikju, og hana litla. • BLEIKJAN EINI VÍSIR A.» EIGNARRÉTTI Bleikjan í Grænlandi hefur frá upp- hafi vega verið ríkur þáttur í efnahags- lífi landsmanna, og tel ég það ekkert vafamál, að íslenzku landnemarnir 1 Eiríksfirði hafi á sínum tíma veitt hana í stórum stíl, enda auðvelt um vik, er hún hnappast í árnar síðla sumars. —¦ Grænlendingar sjálfir hafa veitt bleikj- una frá ómunatíð, með því að byggja steingarða í árósunum, í net eða þá rneS því að skutla hana. Rétt er að taka fram, að þeir sem til Grænlands hyggjast fara, ættu að temja sér er þeir koma þangað, að tala ekki um „Eskimóa". Þeim er ekki vel við þá nafngift, en vilja láta kalla sig Grænlendinga, sem og er sjálfsagt. Sem daemi um það, hve drjúgu hlut- verki bleikjan og bleikjuveiðin hefur frá upphafi gegnt í efnahagslífi Grænlend- inga, má nefna það til gamans, að frá fyrstu tíð, og jafnvel allt fram til vorra daga, hafa bleikjuránar í Grænlandi ver- ið eini vísirinn að eignarrétti í frum- stæðu þjóðfélagi Grænlendinga. Akveðn- ar fjölskyldur töidust „eiga" ákveðnar ár, og þær einar höfðu rétt til að nytja þær. Þetta þekktist ekki, og þekkist ekkl enn," um t.d. veiði fugla og sela, svo eitthvað sé nefnt. En um bleikjuárnar gegndi öðru máli. Aðeins ákveðnar fjöl- skyldur máttu veiða þar. Að sjálfsögðu var ekkert við þvi sagt, þótt ferðamaður fengi sér í soðið, > en að um það væri að ræða, að hann nýtti sér árnar frekar en í þeim tilgangi, þekktist ekki. Gætl þetta vafalaust orðið hið merkasta efni í lögfræðilega doktorsritgerð um eignar- rétt. í framkvæmd var þetta þannig, aö ættarhöfðinginn, eða fjölskylduhöfuðiðv stjórnaði ánni með nánast einræðisvaldi. Stundum bar þó svo við, að tengdir menn úr mörgum fjölskyldum slógu sér saman um eina á, og stunduðu veiðar I _ 44 LESBOK MORGUNBLAÐSINS- 3«. tbL 1W4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.