Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 2
AHÆTTA KÆRLEIKANS að hann vilji dveljast þar æv- inlega. Hún vill ekki missa hann frá sér. Táknin, sem urðu við fæðing hans, eru orðin henni áhyggjuefni. Jafnvel kon ungstign mundi ekki færa hon- um annað en áhyggjur og hætt- ur, heldur hún. Fyrir því er bezt, bæði fyrir hann og for- eldrana, að hann verði aldrei annað en timbursmiður í Naz- aret. Og hún vonar, að Guð velji einhvern annan til stór- ræðanna, en lofi sér að halda honum hjá sér. Og þegar hún síðar fær að vitað að hann hafi hvað eftir annað lagt út í tví- sýnu máttarverksins, eingöngu af elsku til annarra, af því að hann þoldi ekki að sjá rétt- lætið undirokað, né sannleik- ann ofurliði borinn, né hinum fátæka vera misboðið, og henni skilst, að hann sé allur með hugann hjá hinum snauðu, sem hann þrái að hjálpa, og þess í milli niðursokkinn í að hugsa um hinar óskiljanlegu ráðgátur tilverunnar, þá græt- ur hún í sífellu. Sá grátur hófst, er hún hélt að hann væri týndur. Og sagan endar þann- ig: „Þau gengu alla nóttina, og móðir hans grét í sífellu. Þeg- ar elda tók saigði sveinninn: Hví grætur þú? Ég hef eigi leitað míns heiðurs, en Guð hefur látið mig gera undur, af því að hann vildi hjálpa þess- um þrem manneskjum. Og jafnskjótt og ég heyrði rödd þína, sneri ég aftur til þín. . .“ „Sonur minn“, svaraði móðir in, „ég græt af því að ég hef samt sem áður misst þig. Þú mun aldrei framar tilheyra mér. Héðan í frá mun réttlætið verða viðleitni lífs þíns, og þrá þín mun verða Paradís, og kærleik- ur þinn mun umlykja alla menn á jörðu.“ Já, áhætta kærleikans — nú var hún að komast inn í líf hans. En þótt þessi skilningur skáldkonunnar á Maríu fari vafalaust nálægt hinu sanna, þá hlýtur móðir hans oft að hafa staðið með lotningarfull- um ótta frammi fyrir siðferði- legri tign hans og heilagleik, aem ósjálfrátt minnti menn á, að hann væri ekki af þessum heimi. Var ekki eitthvað í fari hans, sem vakti upp minning- una um dýrlegu orðin: „Kraft- ur hins hæsta mun yfirskyggja þig, fyrir því mun það, sem fæð- ist, verða kallað heilagt, sonur Guðs.“ Hafði eigi eitthvað guð- dómlegt flutzt með honum inn á lítiifjönlega heimiilið í Nazar et? Hversu mun hún hafa beð- ið fyrir honum, þegar hann sjálfur var fjarri og gat ekki heyrt það. Hvað hún hlýtur að hafa þjáðst hans vegna, eftir að hann var tekinn að kenna og lenda í hverri stælunni eft- ir aðra við prestana, og kross- inn tók að koma í ljós. Hve móðurelskan hefur reynt að bjarga honum, þegar hún fór af stað til að biðja hann að hætta við allt saman og koma heim aftur, en hún gat ~ ekki náð fundi hans fyrir mannfjöldan- um. Hvað ætli hún hafi hugs- að, er hann lagði í síðasta sinn upp til Jerúsalem, og þeg- ar hún heyrði hósíanna-hróp- in, og þegar hún sá eða heyrði sagt frá hreinsun musterisins, og því næst, er hann var tek- inn höndum, húðstrýktur, hæddur og kvalinn? Eða hver fær lýst hugarkvöl hennar, er hún sá hann negldan á kross- inn? Jóhannes guðspjallamað- ur segir svo frá, að hún hafi sjálf verið þar viðstödd. Undarlega áhætta kærleik- ans! Var þetta að vera sælust allra kvenna? Var þetta að njóta náðar Guðs? Var hún ekki grátlega óhamingjusöm? Mater dolorosa, móðirin sorg- mædda. Hefði ekki verið betra, að hún hefði aldrei alið hann og aldrei kennt honum að nefna nafn Guðs, ef þetta áttu að vera endailokin, að limir hans yrðu brotnir og höfuðið elskulega, sem hafði hvílzt svo oft upp við brjóst hennar, yrði marið sundur? Var nú ekki harmur hennar orðinn meiri en gleðin hafði verið áð- ur? Var þetta merki Guðs náð- ar, að vera kjörin til að vera móðir harmfcvælamannsins? Það er þessum harmi sem svo vel er lýst í hinu merkilega fornkvæði „Lilju“: Augun tóku að drukkna drjúgum döpr og móð í tára-flóði. Fjöldi málara hefur reynt list sína og ímyndunarafl á að gera mynd af Maríu, móður Jesú, ekki sízt í sambandi við krossdauða hans. Hin sorg- mædda móðir hefur verið þeim hugnæmt efni. Einna minnis- stæðust er mér sú Maríumynd- in, er ég sá í málverbasafni í Lundúnum fyrsta sinn, er ég kom þangað. Þar er María á leið heim frá gröfinni og held- ur á þyrnikórónunni í hend- inni. Það var eini minjagrip- urinn, sem hún hafði heim um soninn. Hún var ógleym-anlegt tákn þess, í hvílíkri kvöl elsk- an getur átt á hættu að lenda. Nýja testamentið talar lítið um harm hennar, eins og það er yfirleitt fremur fáort um hana, en vér þekkjum svo til- finningar móðurhjartans, að auðvelt er að gera sér grein fyrir þessu. Fyrir fram hafði henni ekki komið til hugar, að þetta væri fólgið í því að vera ambátt drottins í bezta skilningi þess orðs. Og að öllum líkindum fannst henni við dauða Jesú allt hafa unnið verið til ónýtis. En þegar páskamorgunninn var liðinn, var sem nýtt ljós rynni upp. Þegar fregnirnar komu um upprisu meistarans, og lærisveinarnir báru þær hver til annars, fór að rofa til fyrir hinni sorgmagddu móður. Þá kom svarið frá Guði himn- anna. Þetta voru launin fyrir þrjátíu ára stritið og vonirnar og bænirnar. Þá tók henni að skiljast, að hún hefði ekki unn- ið til ónýtis. Og hvað mun henni hafa fundizt, er hún sjálf fluttist inn 1 æðri tilveru? Hvað mun henni nú finnast? Heyrir hún himneska söngva sungna honum til vegsemdar? Ætli hún skilji ekki nú, hve mikill sigur var unninn á Gol gata? Yar það eigi jafnframt hennar eigin sigur? Var ekki þjáning hennar fólgin í þján- ingu hans, og því vegsemd hans jafnframt vegsemd hennar? Son urinn hennar dýrlegi hafði haft á réttu að standa: Sá, sem hyggst að bjarga lífi sínu, hann mun glata því, en sá sem glatar lífi sínu mín vegna, hann mun bjarga því.“ Hún hafði reynt það sjálf. Hún hafði liðið fyrir það að hlýða Guði og beygja sig undir hans vilja. En fyrir það varð hún hin sælasta með- -al allra kvenna. Merkur maður, sem uppi var á miðöldum og lifði m-unklífi, hafði þann sið er hann mætti konu á förnum vegi, að hann vék til hliðar og laut höfði, m-eðan konan gekk frarn hjá. Þegar hann var spurður, hvers vegna hann gerði þetta, svar- aði hann: „Af því að hver kona minnir mig á Maríu móður drottins míns.“ Með öðrum orð- um: minningin um hana helig- aði kveneðlið, sérhverja konu í augum hans. Hvar sjáum vér karleðlið bezt? Þar sem það kemur fram með fegurstum hætti á æðsta stigi. Kveneðlið sjáum vér þá líka bezt, þar sem það kemur fram á hæsta stigi. Og er nú ekki María sönn ímynd hins fegursta í kveneðlinu? Er til fegurra dæmi hins þolanda kveneðlis? Er hún ekki fyrir- mynd allra líðandi kvenna? Hlutverk karls og konu hef- ur allt til þessa verið mjög ólíkt. í sem fæstum orðum má auðkenna þann mismun með því að segja, að karlmaðurinn sé aðallega framkvæmandi, kona þolandi. Ekki svo að skilja, að þau starfi ekki bæði. En öll andleg reynsla auð- kennist af þessu. Karlmaðurinn starfar aðallega úti, úti í líf- inu, úti í stormum lífsins og orsakar líka storma lifsins og kemur oft af stað öldugangi og róti. En konan vinnur í skugg- anum og þolir og líður í kyrr- þey. Karlmennirnir berjast fyr- ir hugsjónum sínum og áhuga- málum. Þeir rita um þau í blöð og ræða um þau á mannfund- um. Þeir gera atlögur að því, er þeim þykir illt og ranglátt. Og þótt mikið erfiði fylgi slík- um bardaga og þótt hann gangi erfiðlega og þeir fari oft hall- oka þá er þó einhver fróun fólgin í sjálfu átakinu og þeirri vitund að vera að berjast fyr- ir góðu málefni. En hversu erf- iðara finnst oss kanlmönnun- um hitt að verða fyrir marg- endurteknum þrautum og hörm ungum, þar sem ekkert verður aðhafzt, en öll kiarlmennstoan verður að koma fram í því að taka slíku með þolinmæði, þeg- ar ekki er unnt að gera neitt annað en að elska, vona og biðja fyrir framgangi þess, er vér getum engan þátt tekið í sjálfir. En þetta er einmitt vanalegast hlutskipti kvenn- anna.Það á við margar konur þetta, sem Ibsen lætur Agnesi segja: „Hæg er þraut við hregg að sjá, hæg er þraut, sem kappinn á: gæt að mér, sem morna og sit mæðunnar við f ugla krit, mér sem hverja stranga stund still-a hlýt og sefa lund: gæt að mér, sem má ei stríða, mér, sem hlýt að þola, bíða: gæt að mér, sem allt er annað en það minnsta hlutverk bannað: gæt að mér, sem hírist heima, hlýt að mu-na, vil þó -gl-eyma“. Kona á vanalega miklu auð- veldara með að gera lif annarra að sínu lífi. Hugsið um allar þessar þolinmóðu og trúföstu sálir, sem verja mestum tíma sínum frá ársbyrjun til ársloka til að binda um og græða sár mannanna, er halloka fara á vígvelli lífsins, og gleðja þá og telja kjark í þá og eyða þokuskýjunum sem setjast vilja að hugum þeirra. Þær leggja til trú og hugrekki, þótt þær fái sjálfar aldrei að standa á þeim orrustuvelli, þar sem stríð ið er háð. Hversu mörg konan ber harm í huga og sára kvöl í hjarta, af því að hún elskar svo mikið — eiginkonan vegna mannsins síns, móðirin vegna sonar síns. Hversu grátlega illa fer margur maðurinn í lifinu, af því að hann fer svo illa með líf sitt. En kemur það sárara niður á nokkrum en konunni hans? Hún verður að þola fyr- ir þao, og kvöl hennar er því meiri, því meira sem hún elsk- ar og reynir að varðveita þann, sem aðrir fyrirlíta ef til vill. Hugsið til sumra kvenna hér á landi, sem giftar hafa verið drykkjumönnum. Eða hugsið um móðurina, sem ekkert elsk- ar eins og soninn, sem leiðzt hefur út í óreglu eða jafnvel glæpaleiðina. Hún heldur áfram að unna honum og líða með honum, þótt aðrir líti á hann sem ræfil eða afhrak. ís- lenzkar bókmenntir hafa ný- lega eignazt minnisstæða mynd slíkrar konu. En það eru marg- ar Álfhildar með öllum þjóð- um. Já, hversu mörg konan stendur að baki manni sínum og ber í hljóði byrðar hans, þótt ekkert beri á. Öll von- brigði hans, óhöpp og allt það sem honum er rangt gert, kem- ur ef til vill enn sárara á hana, af því að hún lifir hans lífi fyr- ir elskuna. Hún þolir og líður svo að segja fyrir hann. Og nú er eðlilegt, að þú spyrjir: Hvert gagn hlýzt af hinum líðandi kærleiika? Fer hann ekki oft algerlega til ónýt is? Hefur þú unnið fyrir gýg, sem hefur liðið með öðrum og fyrir aðra? Uppsker konan ekkert fyrir öll tárin, sem hún hefur grátið mannsins vegna? Verður enginn árangur af bæn- um móðurinnar fyrir hinum glataða syni? Jú, á sínum tima dýrleg upp- skera. Öll sú ást, sem þú hefur lagt til, a'llar bænir þínar, sillt þitt hjartablóð kemur einhvers stað ar fram. Með því hefur þú ver- ið að sá. Og það, sem upp af því sprettur, birtist á sínum tíma. Það kemur fram í lífi þeirra, sem þú leiðst fyrir, og það kemur fram í þínu eigin lífi. En að fullu fáum vér eigi að sjá ávöxtinn fyrr en í eilífð- inni. Og eitt er vist: allar Álf- hildar eignast einihvem tím-a hlutdeild í vegsemd ummynd- unarljómans. Oss er kennt að ekkert kórn efnis glatist, ekkert duftkorn, engin moldarögn. Efnið sýnist hverfa, en hverfur þó ekki, segja vísindin, heldur breytist í annað efni -eða tekur á sig aðra mynd efnisins. Þótt læk- ur þorni upp í sumarhitunum, þá er vatnið eigi orðið að engu. Það er breytt í aðra mynd. Það hefur gufað upp og orðið að lofti. En það fellur síðar aft- ur niður á jörðina sem regn eða kafald eða hagl. Vér eigum líklega eftir að sannfærast um, að á æðra stigi lífsins séu hugsanir áþreif-an- legar sem hlutir, og að fyrir því geti engin hugsun glataz-t, af því að allt hið andlega er jafnverulegt og hið efnislega. Á það bend-a sterklega aðrar eit^s staðreyndir og það, að nú hefur mönnum tekizt að skapa með hugsun sinni myndir, sem ljósmyndavél hefur náð. í sömu átt benda fjarhrif hugsananna, sem stundum eru sannanleg. Og eigi minnka líkurnar fyrir þessu, ef sú verður reyndin á, að vér hrindum af stað sérstök- um bylgjum í eternum með hugsunum vorum. Sé svo, þá er það jafnóhugs- anlegt,að nokkur kærleikshugs un eða ástarorð verði að engu, eins og hitt, að nokkur ögn efnisins glatist. En ef svo er, þá ert þú ekki óstarfandi, þeg- ar þú ert að líða með öðrum eða fyrir aðra í kærleika. Þá ertu að leiða fram starfandi, blessandi, varðveitandi öfl. Þá ertu líka að vinna með Guði, þó að þér finnist þú ekki fá tækifæri til að afkasta neinu. Áhrif koma fram af hverri hugsun, af hverju orði. Þess vegna kemur alt til reiknings á sínum tíma fyrir Guði. Það, sem þú sáir, munt þú uppskera. #Eigi alllítill hluti af starf- seminni fyrir, guðsríiki er ein- mitt fólginn í því að þola og líða. Það hefur margsýnt sig á öllum öldum. Og ekkert nýtt framfaraspor v-erður stigið á braut guðsríkis nema með því að einhverjir, karl eða kona, þoli og líði fyrir það. Engin framför án fórnar. Og án fram- fara getur guðsríki eigi haldið áfram að þroskast meðal vor. Kyrrstaða er visnun og dauði. Fyrir því má enginn ætla, að líf hans sé ónýtt líf, þó að það sé þolandi líf. Það er öðru nær en svo sé. Því lengra sem þú kemst í því að líða með öðrum, því áreiðanlegra er það, að þú ert að eignast hinn guð- dómlega kærleika. Hin æðsta sæla fæst aðeins fyrir sjálfs- afneitun og sjálfsfórn. Það er Maríu-leiðin. Og hver sem hana fer leggur ævinlega út í áhættu. En svo sannarlega sem Guð er réttlátur og tilveran góð, eiga allir þeir sem þola og líða, hvort heldur er fyrir menn eða máiefni,_ sína pástoa- gl-eði í vændum. Áhætba kær- leikans er undarleg. Vér get- um markað það af því, að hann sem elskaði alla og vildi fús eiga al'lt á hættu fyrir það, hann endaði á Golgata. Svo mikið getur kærleikurinn átt á hættu, þegar hann verður nógu víðfaðma. En áhætta kærleik- ans er aðeins stundleg. Fyrir því vex hún þeim ekki í aug- um, sem horfa á hið eilífa. Nú eru kjör kvenna hér á landi að breytast að því leyti, að þeim er leyfð hluttaka í öllu framkvæmdalífinu. Þær hafa eignazt jafnrétti við karl- menn. En verður helgasta hlut- verk þeirra samt eigi hið sama og áður: að vaka með ást og það oft líðandi elsku, yfir arni heimilisins? Fær konan nokkru sinni veglegra starf en það, sem María hafði? Það er hin þolinmóða elskan, sem annast ómálga barnið og syngur það í værð og gerir hlýtt kringum það með kær- leiksríkum hugsunum, orðum og verkum. Það kann að þykja meira í munni að sitja í bæj- arstjórn eða á löggjafarþingi, en fær það jaínast við veg- semd þeirrar konu, sem fórn- ar sér fyrir börnin sín, líður með þeim og ber þau á örm- um innilegnar bænar og með Framhald á bls. 61 34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.