Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 27
Svanhildur og ólafur Gaukur á æfingu fyrir þáttinn „Hér gala Gaukar“. SOUL drottningin inu harðlæst og merki gefa til kynna, að upptaka sé að hefj- ast. Aðstoðarstúlkan setur skeiðklukkuna af stað og „tel- ur niður“ 30 sekúndur, 25 sek- úndur, en þegar kemur að 20 sekúndum segir hún „Ampex start“, sem merkir, að þeir sem stjórna myndsegulbandstælc- inu, skuli láta spóluna rúlla. Það tekur spóluna um 20 sek- úndur að ná sér á strik. Og áfram er haldið niður á við. 15 sekúndur, 10 sekúndur. Sviðsstjórinn endurtekur tö'l- urnar, svo að þeir, sem fram eiga að koma, vita hvenær þeir birtast á skerminum. Fimm sek- úndur fjórar, þrjár, tvær ein og þá segir stjórnandinn eitt- hvað á þessa leið: Tilbúinn á vél eitt, tilbúinn að gefa merki. Svo birtist mynd á skermi frá imyndavél númer eitt og sviðs- Stjórinn gefur merki um að upp- taka sé hafin. — Þið notið talsvert af er- lendum fagorðum. — Já, hjá því verður ekki komizt. Við höfum reynt að ís- lenzka sum þessara tækniorða og fyrirmæla, en það hefur ekki tekizt enn. f sumum til- vikum höfum við leyst má'lin með því að snúa út úr erlendu orðunum, eins og til dæmis, þeg- ar skal ,,superimposera“ eða leggja eina mynd yfir aðra, (þ.e. tvær myndavélar em á í einu), þá notum við gjarna sögnina að súpa, — súpa eitt yfir þrjú merkir að myndir frá vélum nr. 1 og mr. 3 eigi að koma saman. — Er eins mikið stúss í kringum þætti, sem teknir eru á kvikmynd og þá, sem tekn- ir eru upp í stúdíói? — Það vinna mun færri að kvikmyndatöku en stúdíóupp- itöku. Að sjálfri tökunni starfa þrír, auk stjórnandans, þ.e. kvik- myndatökumaðurinn, hljóðupp tökumaðurinn og aðstoðar- stúlka stjómandans. Hér gild- ir hið sama og með stúdíó upp- tökuna, að þeim mun betri sem undirbúningur hefur verið, þeim mun skemmri tíma stend- ur sjálf upptakan yfir. Að lok- inni töku og framköllun er mikil vinoa eftir við að klippa myndina saman, samhæfa hljóð og mynd og síðan tónsetja. Fi'lman er klippt í sérstöku klippiborði með tveimur rásuim, aðra fyrir filmuna, hina fyrir tónbandið, en segulbandsupp- takan er yfirfærð á 16 mm 'tón- band, sem rúllar samhliða film- unni. Klippistarfið ann.ast svo- kallaður „klippari“ eftir fyrir- sögn stjórnandans. Klipping kvikmynda er mik- ið nákvæmnisverk. Oft hefur sama atriðið verið tekið oft, en síðan er það bezta valið úr. Við klippingu á kvikmynd ber að hafa ótal reglur í huga, því að ekki er sama, hvernig atriðin eru skeytt saman. Þá þarf að viðhafa mikla gætni, þegar filman er meðhöindluð því að minnsta rykkorn getur váldið rispuim á filmunni. Þeir, sem klippistarfið annast, hafa þessvegna alltaf hanzka á höndunum, þegar þeir með- höndla filmuna. — Jólaþáttur Hljóma er kvikmyndaður, er það ekki? — Jú, hann er tekinn á kvikmynd, að mestu leyti úti. Þetta var nokkrum vandkvæð- um bundið, því að ekki er töku- bjart úti í desember nema tak- markaðan tima dagsins, eða milli klukkan 11 og hálf þrjú. í þættinuim eru um 20 ólík atrlðl, þannig að við þurftum að vera snör í snúningum með hvert atriði. Mestur tími fer raunar í að koma sér fyrir á hverjum stað, koma fyrir myndavélinni og hljóðtækjun- um o.s.frv. — Þú hefur stjórnað upp- töku á mörgum þáttum. Hvaða þættir eru þér nú minnisstæð- astir? —Ég vil nefna til dæmis þátt „New Christy Minstrels", en þar var einstak'lega skemmti legt fólk á ferð. Fyrsta upp- taka á ieikriti, sem ég hafði með höndum, verður mér líka lengi minnisstæð. Það varleik- ritið Þjófar lík og falar kon- ur eftir Dario Fo. Þegar sú upptaka fór fram, höfðum við aðeins eitt myndsegulbands- tæki, og við gátum hvergi stöðvað í upptökunni. Ef eitt- hvað fór úrskeíðið í upptök- unni, urðum við að hætta og byrja aftur frá byrrjun. Nú höfum við hins vegar tvö myndsegulbandstæki, þar af er annað með útbúnaði, sem gerir kleift að vinna stúdíóupptök- ur í áföngum. Ég hef líka haft mikla ánægju af að vinna með Ólafi Gauk að þáttum hanis. Sömuleiðis vil ég nefna minn góða vin Ingimar Eydal og hans fólk. Upptökur með h'ljóm sveit hans hafa alltaf verið hinar skemmtilegustu, ekki hvað sízt upptakan, sem var gerð fyrir norðan í haust. Við þökkum Andrési fyrir þann tíma sem hann veitti okk- ur í þetta viðtal og einnig þær miklu og góðu upplýsingar sem hann gaf okkur um starf sitt hjá sjónvarpinu. En eins og sjá má þá er það ekki lítilll undirbúningur sem að baki er hverjum þætti, sem tekur svo kannski 20-30 min. að sýna. Við verðum því að óska sjónvarps mönnum og komurn til ham- ingju með þann árangur sem þau hafa náð á 2 árum. Að lokum óskar GLUGGINN les- endum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. B.J. Árið 1967 varð ár mikillar byltingar í sögu pop-tónlistar- innar í heiminum. Á því ári hófst Fiower-Pov er æðið og tónlistin breyttist að sama skapi en Sgt. Pepper L P.-plata Bítl- anna endurspeglar þann þátt þróunarinnar. Jim Hendrix kom fram á sjónarsviðið og modern blues fór að sjást ofar lega á vinsældarlistunum. Á þessu sama ári varð Soul-mus- ilkitn vinsæilasti þáttur pop- tónlistarinnar í Bandaríkjunum Ein af þeim sem þar stóðu í broddi fyiking ir var Aretha Franklin sem að nú hefur feng- ið viðurnefnið ,Soul-Drottning in“. „Soul er tilfinning“, segir Aretha, „Og sá eiginleiiki að sýna hvað er að gerast hið innra með þeim sem túlkar soul. Það skiptir ekki máli hvaða lag verið er að syngja heldur tján ingin og það hvcrnig lagið er sungið. Fyrir mig er það nauð- synlegt að trúa á það sem ég er að syr.gja um, annars væri tilgangslaust fynr mig að reyna það“. Aretha er fædd í Memphis árið 1942. Á s.l. tveim árum hefur stjarna hennar farið sí hækkandi í Band'>ríkjunum og reyndar Evrópu Mka og nú sel- ur hún fleiri p'lötur en nokkur önnur söngkona vestan hafs. Af þeiim lögum sem hún hef- ur sungið inn á heldur hún mest upp á SWEET BITTER LOVE textans vegna og RE- SPECT vegna laglínunnar en það lag hefur orðið hvað vin- sælast af þeim lögum sem hún hefur sent frá sér. Aretha var nú nýlega kjörin bezta söngkona heims af blaðagagn- rýnendum í Bandaríkjunum en meðal þeirra er álitið að hún sé nú rétt að byrja feril sem að eigi eftir að verða eitthvað í líkingu við hinn stórglæsi- lega feril jazz-söngkonunar góð kunnu Ellu Fitzgera’ld. Nýlega var haldin mikil tón listarhátíð í New York. Meðal skemmtikrafta þar var Aretha Franklin. Það sem markverðast þótti við þessa tónleilka var það, sem Aretlha sýndi yfir öðr- um skemmitilkröft'um sem þarna komu fram, en í þeirra hópi voru m.a. ekki ómerkara fólk en Gene Pitney Sammy Davias Jr., Jefiferson Airplane og Cream, svo að eiitthvað sé nefnt. Þegar Aretha hóf að syngja lagið YOU MAKE ME FEEL LTKE A NATURAL WOMAN var eins og sprengja hefði fallið í salinn. Þeir karl- menn sem þarna voru stadd- ir misstu gjörsam'ega stjórn á sér og ruddust að sviðinu en í þessum hópi m"t.ti bæði sjá óharðnaða unglinga jafnt sem virðulaga heimilisfeður á öll- um aldri. Aretha brast í grát og lögreglan gekk í málið en látunum var líkt við það sem oft gerðist á hljómleikum þeg- ar Bítlarnir voru upp á sitt bezta. Þannig sru áhrifin frá Arethu Franklin. Úr þætti Hljóma sem sýndur var nýlega. Uppsetning og sviðs- myndin var einföld og stíllinn yfir þættinum fágaður, eins og lög Hljóma í þættinum. \ en sögur um afrek og minnis- stæðir menn eru vissulega i öll- um greinum íþrótta. Briisselmótið var einstætt mót fyrir Islendinga. Við hlutum jafnmarga meistara í karlagrein um og Sovétríkin hlutu. ísland varð 8. í röðinni hvað sti'g snerti hlaut 28 stig en 14 þátttökuþjóð ir — margfalt stærri en ísland — urðu aftar í röðinni. Tveir Evrópumeistairar, 5. sæti í 100 og 200 m. hlaupi, 5. sæti í 4x100 m. boðhlaupi og 4. sæti í 400 m. hlaupi eru afrek og árangur sem stærri þjóðir gætu verið stoltar af. íþróttirnar eru og eiga að vera almenningseign. En afreks- mennirnir eiga sannarlega skil- ið að afrekum þeirra sé á lofti haldið. Afrekin vinnast aldrei án undangenginna þrotlausra æfinga og fórna. Til eru þeir ■sem finnst litið til íþróttaafreka konia og fjargviðrast yfir til- standi í sambandi við iþrótta- keppni og mót. En eitt er víst, að íslenzkt þjóðfélag, íslenzk menning væri fá-tækari miklu og snauðari, ef ekki væru til minnin'gar um afrek eins og hér hefur verið getið, en vissulega er sá hópur miklu stærri og fjöl mennari sem gert hefur garðinn frægan, en þeir fimm, sem hér hefur verið á minnzt. Gleðileg jól. A. St. ÍÞRÓTTIR Framlhald af bls. 5il ið fram í hugann þegar litið er til baka. Að einungis frjáls- íþróttamenn skildu að þessu sinni komast að, er hending ein, 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.