Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 24
Björn Vignir rœðir við Einar Hákonarson Ein þekktasta grafíkmynd Einars. GRAFÍK eða svartlist er göm- ul og rótgróin Iistgrein í flest- um menningarlöndum veraldar, en skammt er síðan íslenzkir myndlistarmenn uppgötvuðu hana, og það er reyndar fyrst nú, að hún tekur að festa hér rætur. En áhugi manna á þessu tjáningarformi fer ört vaxandi, og nú orðið kunna flestir myndlistarunn- endur nokkur skil á grafík. Því þykir okkur ekki úr vegi að rek.ja sögu grafík-listarinn- ar í gegnum liðnar aldir, í von um að einhverjir hafi af því nokkra ánægju, enda þótt stikl- að verði á stóru. Einar Hákon- arson hefur verið einn helzti talsmaður þessarar greinar myndlistar hérlendis, og feng- um við hann til að segja okkur frá sögu grafíklistar. Einar hélt nýlega sýningu á grafíkmyndum í Unuhúsi við á- gætar undirtektir, og flutti á sama tíma fyrirlestur um graf- ík. Þá hefur hann átt grafík- myndir á ýmsum erlendum sam- sýningum, og um þessar mund- ir hanga til dæmis myndir eftir hann á alþjóðlegri grafíksýn- ingu í Buenos Aires í Argen- tínu. Einnig hefur honum ný- lega borizt boð um að sýna í grafíksýningum, sem haldnar verða í Júgósiaviu og Frakk- landi á næsta ári. En snúum okkur þá beint að efninu. Grafík er samheiti tré- ristunnar, kopargrafík og litó- grafíu eða steinþrykks, eins og hún hefur stundum verið nefnd á íslenzku. Tréristan er elzt þessara þriggja aðferða, og um hana segir Ein-ar: „Um uppruna tréristunnar er allt á huldu, en sennilega hef- ur hún orðið til af sjálfu sér eins og vísan, einhvern tíma í grárri forneskju. Við vitum, að útskornar tréplötur h-afa verið notaðar frá ómuna tíð til þrykk ingar á vefnaði og klæðnaði, til stimpilgerðar og í ýmsum öðr- um tilgangi, þegar nota þurfti sömu munstur á fleiri en einn hlut. Og heimildir eru til um það, að Kínverjar hafi strax á tíundu öld þrykkt bækur, þar sem öll bókarsíðan var skorin út í tréstykki. Eru þær þvi á- þekktar svokölluðum blokk- bókum, sem notaðar voru fyrir daga Gutenbergs, þannig að tréristan er í þessu tilfelli ná- skyld prentlistinni. Og það má geta þess, að i British Museum í London er til kínversk bók frá árinu 868, „Diamond Sutra“ sem hefur að geyma eiztu tré- ristuna, sem vitað er um. Þó eru fyrir því heimiidir, að Jap- anir hafi unnið að þessari list- grein fyrir þann tíma. — Hvenær kemur grafík svo fram á sjónarsviðið í Evrópu? — í kringum 1300, eða um leið og pappír fer hér almennt að komast í notkun. Fyrsta tré- ristan og koparstungan koma þá fram hér svo að segja sam- tímis í formi spila og helgi- mynda, og tel ég ósennilegt, að nokkur önnur grein mynd- listar hafi strax í upphafi þjón að jafn ólíkum guðum. — Nú höfum við rætt nær eingöngu um tréristuna, en hvað um kopargrafík? — Hún kom til sögunnar tveimur öldum síðar. Erfitt er að segja til um það, hverjum beri heiðurinn af því að verða fyrstur til að taka þrykk af „etsaðri" plötu, en vitað er um áritaða „etsingu“ eða sýru- brennda plötu eftir Albert Du- íiÉmÆt Þessi kopargrafia eftir Einar ber nafnið „Eitthvað um mann Og konu“. rer 1512. Þá eru og heimildir til um úrsmið einn í Sviss, sem ráfaði þar á milli borga og „etsaði“ plötur, sem hafa ártal- ið 1513. En þessi aðferð varð brátt mjög almenn, og listamemn í ýmsum löndum þróuðu „etsing- barst „etsingin" með Wenetzel Hollar um miðja 17. öld, en hann var gífurlegur afkasta- maður og liggja eftir hann um 3000 plötur, aðallega landslags- myndir. Öld síðar kemur þar fram einn dáðasti grafíklista- maður allra tíma, skáldið og Einar Hákonarson við listsköpun sína. una“ áfram frá koparstungunni, sem byggist á því að grafið er beint í málminn. Ef við víkjum ofurlítið að einstökum lista- mönnum, sem tóku grafíkina upp á arma sér, þá ber fyrstan að nefna Rembrandt (1606- 1669). Hann hefur stundum ver ið nefndur meistari grafík- listamanna, enda þótt ekki tíðkist að veita meistaratign í myndlist, og það eitt er víst, að ævintýri er líkast að skoða myndir hans. Til Englands málarinn William Blake. Verk hans voru aldrei metin að verð- leikum af samtím-amönnum hans, en grafíkmyndir hans höfðu þó gífurlega þýðingu fyrir þróunina, sérstaklega hvað tæknilegu hliðina snerti. Þá má ekki gleyma spænska listamanninum Goya (1746— 1828), sem er þungur á metun- um þegar menn líta á sögu grafíkmyndlistarinnar. Víg- vallamyndir hans eru til að mynda í tölu þess dýrmætasta, 56 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.