Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 6
Gullsnúrulagður húsarakafteinn sveiflar dömu sinni í flóknum vínarvalsi á hinum áriega dansleik, sem haldið var við hirð Franz Josefs. erei“ er munúð Vínarbúa, sem oftar en ekki kemur fram í matargerðarlistinni. Borgin er næstum bókstafleg eftirlíking á sælkeralandi Tchaikowskys. Hinn frægi þeytti rjómi frá Vín þekur ótölulegar tertuteg- undir, allt frá Sachertertu og Doboschtertu til hinna viða- meiri tegunda eins og Schön- brunnentertu og Johann Strausstertu eða a'llt upp í himnaríkisbita eins og Pistazi- eneistertu Stephanie og Span- ische Windtertu, en sú síðast- talda er marengs-skel skreytt endalausu rósaflúri og fyllt með jarðarberjum og þeyttum rjóma. „Was essen wir heute?“ („Hvað fáum við að borða í dag?“) er ósjaldan spurt í Vín og á dögum keisaraveldisins gat svarið oft verið æði íburðar- mikið. Á hinum árlega Hirð- dansleik voru nær þrjú þúsund gestir trakteraðir á bezta fáan- lega laxi, humar og^heilag- fiski. Þar var kalt borð með kjúklingasteik, tungu og gæsa- lifur, og dádýrakjöti tilreiddu á áilt að 35 mismunandi vegu. Gestirnir gátu, ef þeir vildu, tekið heim með sér hálft kíló af konfekti í pappírspokum með myndum af keisarafjöl- skyldunni. Önnur minniháttar sam- kvæmi voru nákvæmlega jafn íburðarmikil, einkanlega tón- listarkvöldin sem eru Vínarbú- um svo hjartfólgin. Hver sóma- kær fjölskylda hafði kvartett- leik að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Kvöldverð- urinn var byggður upp utan- um tónlistarflutninginn og þannig samsettur að stjarna kvö'ldsins mætti vel una sínum hag. Paganini eða Scarlatti þurftu að fá pollo alla romana, séð var fyrir kavíar handa Rússunum og ef til viLl pólsk- um blómikálsrétti handa Cho- pin. Þar sem áhugi manna snerist yfirleitt um mat og kökur var eðlilegt að miklum tíma væri eytt á kaffihúsunum, sem voru sérlega mikilvægar stofnanir í augum Vínarbúans. Samkvæmt hefðinni á hið fyrsta að hafa verið opnað í Vín rétt eftir umsátrið 1683. Svo sem ve'l hæfir var stofnandi þess serb- neskur njósnari, sem hafði kom izt yfir eitthvað af kaffibaun- unum, sem Tyrkirnir höfðu ski'lið við sig á flóttanuan. Um síðustu aldamót voru kaffistof- urnar orðnar rúmlega sjö- hundruð að tölu, hver um sig notailegiur griðastaður úr krist- al og marmara og fáðu mahóní, þar sem „Schlamperei" var alls ráðandi. Þær voru af öllum gerðum, frá hinni frægu Café Landtmann rétt hjá Ballhaus- platz til Café Griensteidl, þar sem rithöfundar eins og Her- mann Bahr og Hugo von Hoff- mansthal komu saman, og Café Central í Herrengasse, sem fræg var fyrir skákmenn sína og þar sem Trotsky sat og beið þess að hans stumd rynmi upp árin fyrir fyrri heimstyrjöld- ina. Sú árátta að taka enigan hlut alvarlegan hefur lengi verið einkennandi fyrir allar stéttir þjóðfélagsins í Vínarborg. Þeg- ar árið 1843 gat austurrískur rithöfundur sagt: „Allsgáðum áhorfanda virðist svo sem íbú- ar Vínarborgar séu undir stöð- ugum áfengisáhrifum. Að eta, drekka og vera glaður eru þrjár höfuðdyggðir og mesta á- nægja Vínarbúans. Þar er einn endalaus sunnudagur, eilíf jól. Allstaðar er tón'list. óteljandi krár eru þéttsetnar svöllurum daga og nætur. Hvarvetna sjást hjarðir af spjátrungum og tízkubrúðum". Eilífðarjólin héldu áfram inn í tuttugustu öldina. Þung á- herzla var lögð á þjóðfélags- lega yfirburði og sífellt var verið að sviðsetja nýjar íburð- armiklar viðhafnarsýningar. Á yfirborðinu var lífið eitt sam- fel'it ævintýri, dagar og nætur voru upptendruð af skrautleg- um einkennisbúningum, lúðra- sveitum, óperusýningum og hirðdansleikjum. Eitt með öðru var hin stór- fenglega ríkisópera í Vín. Sjálfri byggingunni var lokið árið 1869 oig óperan Don Gio- vanni eftir Mozart varð fyrir valinu sem vígslusýning. Það skrjáfaði í silki og glampaði á eðalsteina í löngu súlnafordyr- inu, þar sem stóðu höggmynd- ir af 'listagyðjunum níu, í for- salnum, skreyttum gyllingu og gipsmálverkum og á hin- um tignarlega breiðstiga með rauðu ábreiðunni. Undir stjórn Gustavs Mahlers, sem var stjórnandi óperunnar til ársins 1907, tók hvert stórverkið við af öðru: Fidelio eftir Beethov- en, La Bohéme eftir Puccini og Madame Butterfly. Eitt- hvert kvöldið árið 1911 hefði verið hægt að lifa aftur æv- intýraljóma Austurríkis á dög- um Maríu Theresíu með því að fara og sjá Rósariddarann með tónlist eftir Richard Strauss og texta eftir Hugo von Hofmanns thal. Byrjunaratriðið þar sem tvær konur sjást saman í rúmi, þótti dásam'lega tvírætt og djarft. Einnig var úr mörgum léttari skemmtunum að velja, svo sem frjálslegum söngleikj- um Franz Lehárs, Káta ekkjan (1905) og Greifinn af Luxem- bourg (1909) og glettnum þjóð- félagsskopleikjum Arthurs Schnitzlers, Anatol (1893) og Liebelei (1895). Munaðurinn og sællífið virt- ist engan enda ætla að taka. Þessa glöðu daga í Vínarborg keisaraveldisins, við bjarma frá kristals'ljósakrónum og fiðlutóna, varð hann flestra hugum áleitinn valsinn um „Vín, minna drauma borg ... “ Um aldamótin voru fáir í Vín sem skynjuðu að nóttin var að skella yfir og brátt myndi þessi draumaveröld hjaðna svo varla yrði eftir tangur né töt- ur. Svo einkennilegt sem það er, var borgin aldrei glæstari en á þessu skeiði rotnunar. Gleði- leikurinn hélt áfram þar til yf- ir lauk. Hjá lífverðinum við Hofbung-lhölil fór daiglega fram afleysingarathöfn. f tígulegum sjálfsþótta reið ungverska líf- varðarsveitin brott á sínum gráu hestum með silfurbeizlin, í átt til barok hallarinnar eft- ir Fischer von Erlach, sem var aðsetur þeirra. Ekki var einn einasti þeirra neðan við kaft- einstign og voru þeir klæddir skartatsrauðum húsarabúning- um, bryddum silfurknippling- um, háum loðhúfum með hegra- fjöðrum og gulum leðurstígvél- um, á herðum þeirra héngu hlébarðaskinn. f Hofburg-höll var spánskur reiðskóli þar sem mjallhvítir gæðingar dönsuðu reiðballett eftir kammermúsik. í reiðsaln- uim (sem einnig var teiknaður af Fisciher von Erlacfri í barok stfl) frömdu hlnlr glæsllegu Lipizzaner-hestar hverskonar stökklistir sem unun var á að horfa og var þetta eitt af ver- aldarundrum Vínar. Þá var það maí-ferðin, þegar vagnar óku í fagurri skrúð- fylkingu eftir Ringstrasse og gegnum Prater. Hattar kvenn- anna voru skreyttir marglitum fjöðrum og liðsforingjar úr Lichtenstein dragónasveitinni í hvítum viðhafnarbúningum fleygðu blómsveigum yfir vini sína og kunningja. Franz Jos- ef reið í eigin persónu út um aðalhlið Schönbrunn hallar, milli túlipana- rósa- og sýr- ingabeðanna, umkringdur hirð- gæðingum og aðstoðarmönnum í hundrað mismunandi einkenni isbúningum. Enn má telja Skírdags há- tíðahöldin, sem hófust klukkan fimm að morgni á því að tutt- ugu og fjórir keisaralegir vagn ar með einkennisbúnum þjón- um óku út úr hallargarðinum í Hofburg ásamt ríðandi fylgd- armönnum. Ökuþórarnir voru með gríðarstór.a þríhyrnda hatta með silfursnúrum og klæddir gulum og svörtum frökkum með hvítum loðbrydd ingum. Vagnarnir óku sjald- farna leið í átt til fátækra- hverfa Vínarborgar. Þar biðu tólf gamlir menn og tólf gaml- ar konur þess að vera ekið aft- ur ti'l hallarinnar til þess að taka þátt í ævagamalli fóta- laugunarathöfn og veizlumál- tíð, sem þau myndu verða allt Richard Strauss (sitjandi) og Hugo von Hofmannsthal sömdu vinsælar skemmtióperur, þar á meðal Rósariddarann, sem er bráðskemmtileg skopádeila á þjóðfélagslega metorðagirnd. Rúdolf krónprins, einkasonur keisarans fyrirfór sjálfum sér og ástkonu sinni í veiðiskála árið 1889, eftir stutt og fánýtt líf sem eirðarlaus erfingi hins dauðadæmda ríkis. 38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.