Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 12
Feiðrik Sigurbjörnsson m®m í gömlum ritum standa þessi spakmæli: „Gakktu með sjónum, sé þér langt: sittu við eldinn, sé þér krankt. „Ef að þín er hyggjan hrelld, hlýddu mínum orðum: Gakktu við sjó og síttu við eld, svo gerði ég forðum". Flestir eigna álfkonu þessa visu. En Grímur Thomsen kunni hana þannig, og munu vafalaust flestir kunna hana á þessa leið: „Þegar lundin þín er hrelld, þessum hlýddu orðum: Gakktu með sjó og sittu við eld, svo kvað völvan forðum." • Líklega hafa þessi ljúflings- stef úr grárri forneskju mikinn sannleik í sér fólginn. Margir hafa reynt á ævi sinni sann- leiksgildi þessara orða. Yfir mann færist ró og friður, þeg- ar setið tr framan við skíðlog andi eldstæði. Logarnir teygja sig spýtu af spýtu, eða kolum, eldmyndirnar eru óteljandi og engin annarri lík. Sama er uppi á teningnum, þegar gengið er með sjó. Einn- ig þá róast hugurinn, hvort sem logn er á eða þá öldurnar æða á land. Því veldur hljóðið, hreyf ingin, að sál manns öðlast jafn vægi, sem ekki sízt er nauð- synlegt henni til sáluhjálpar á þessum síðustu tímum hraða og tækni, tímum sem alls ekki allt- af þarf að vera að hnýta í og kalla hina síðustu og verstu. Svo margt hafa þeir fært mann kindinni til þæginda, ef henni þóknaðist að meta það rétti- lega. • Sjálfsagt myndi það varla kallast góð latína á þess- ari geimvísindaöld, að bæta við einu spakmæli, hnýta aftan við orð völvunnar forð- um og segja, m.a.s. full- yrða, að hún hafi gleymt einum hlut í upptalningu sinni Ér sálu bótaraðferðum, nefnilega því — að ganga niður með á, hvort sem hún er stór eða smá. Slík Fossarnir neðan við brúna. ganga veitir máski hinn mesta frið í hjarta og sál og hugkin með. Niður vatnsins, þungur eða léttur, jafnan stöðugur, stund- um hvellandi eins og bjöllu- hljómur, stundum dimmur, hol- ur eins og barytónn, eilífur og endalaus, hluti af almættinu, — þannig síbreytilegur frá upp tökum til ósa. Máski er þessi árniður ein- hver mesta samsvörun mann- legum tilfinningum, sem um get ur. Að ganga niður með ánni er alltaf eitthvað sérstakt. Ekki þarf maður að vera í neinum veiðihugleiðingum, aðeins að vera opinn fyrir dýrð hinnar frjálsu náttúru, aðeinsað skynja fordómalaust unað hinnar nótt- lausu voraldar veraldar, sem umlykur alla jafna íslenzk fall vötn. • Stundum drynur hátt í foss- um og hávöðum, en sama, hvar á er litið, hvar niður er borið — þá er gangan niður árbakk- ana, frá upptökum til ósa, eitt heillandi ævintýri, hefur í sér fólgið seiðmagn, sem helzt er að líkja við álfasögur, eða þá trölla, eins og t.d. þegar tröll- in takast á í Dettifossi og Gull- fossi og ekki hvað sízt í Tröll- konuhlaupi, en upp á síðkast- ið er það til siðs að temja þessi tröll, semja þau að siðum okk- ar manna til þénustu og þæg- inda. Þessi endalausi straumur, frá sólarorku upprunminn, hefur 'löngum orðið skáldum að yrkis efni, stundum tengdur á skáld- legan hátt mannsævinni, eins og kemur fram í þessu vísu- korni: Allt fram streymir endalaust, ár og ðagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Ekki þykir mér nauðsyn á að hafa lengri formála að þessari jólagrein minni, og kem mér því beint að efninu. Mig langar til þess, lesendur mínir, að bjóða ykkur í gönguferð niður með einni lítilli bergvatnsá, hár í næsta nágrenni höfuðborgarinn ar, ganga með mér eftir bökk- um hennar, skoða hyljina og strengina, kanna örnefnin, sem á leið okkar verða, hyggja að sögum um þessa staði og kvæð- um. Áin þessi, sem ég hef í huga heitir Kiðafellsá, og aðskilur Kjalarnes og Kjós, og þessvegna nokkurskonar landamæri, en á þeim landamærum ríkir jafnan friður. Þar þarf engan Berlín- armúr. Fyrir mér er áin kær, og mörg á ég sporin á bökkum hennar, ótalmörg, þúsundum saman, allt frá barnæsku til fu'llorðinsára, og fæ mig aldrei fullsaddan. Oft hef ég sagt við vini mína: „Má ég ekki bjóða þér í göngutúr niður með ánni? Ég lofa þér heilsubótargöngu. Vel getur svo farið, að þú veið ir ekki par, en hvað er að fást um það. Þú færð því meir af hei'lsubót, sem þú lætur meira í friði það líf, sem í ánni lifir." Kiðafellsá er engin stórá, og ég hygg, að á Norðurlandi og Suðurlandi myndi hún aðeins teljast lækur. Samt þarf hún engan kinnroða að bera fyrir hinum stærri fljótum. Hún veit af sér, áin sú litla, stolt á sína vísu. Hún var þekkt allt frá Ingólfsdögum, jafngömul land- náminu, nafn hennar var fært í letur í árdaga, hún var af aðlinum, þótt laxinum þóknist ekki nema endrum og eins að hnusa að henni, og geri aðrar ár það betur, nú á dögum, sem jafnvel eru keyptar upp á okurverði, rétt til að sýnast. Litla áin, sem við ætlum að heilsa upp á, hefur efni á að sýn ast ekki. Hún er söm og jöfn og býr yfir ótrúlegri f jölbreytni. Matthías Jochumsson kvað hafa ort lofkvæðið til Skaga- fjarðar: Skín við sólu Skaga- fjör'öur", — á einni dagstund heima hjá sér á Sigurhæðum á Akureyri og leyfðist að spyrja „Hvar skal byrja? Hvar skal standa? Hátt til fjal'la, lágt til stranda?" Eins fer mér. Hvar skal nú byrja? Ég vel þann kostinn að segja í stuttu máli frá upptökum henn ar. Þau eru tvennskonar. Hún á fyrstu upptök sín í Hrúta- dal í Esju en fær viðbótarnær- ingu úr Kerlingargili í sama 1» Jfjalli. Mig langar síðar að skrifa um þessa staði nánar, og sleppa því núna. Læt ég því nægja að byrja þar sem þessi bakkaprúða á renmur í ótal hlykkjum ofan Mið dal eða Mýdal, hvort nafnið, sem menn vilja hafa fyrir satt, en hann er einn endalaus dal- ur á mörkum sveitanna áður nefndu. Þessar beygjur á ánni sýna okkur, að hún er komin til ára sinna, sú litla, en lætur þó ekki á sjá sinni iðju að fleyta vatn inu frá f jöllum til f jöru. „Hún er iðin, sú litla", sagði Guðvalenius frændi minn um litlu lindina í brunninum. Eiins má segja um Kiðafellsá, þar sem hún rennur fram hjá Miðdal, Morastöðum og báðum Tinds- stöðum, en þar rétt fyrir neðan mætir hún fyrsta stalli sínum Helluvaðinu. >ar myndast fyrsti fossinn. Hann er Mp 1 ekki hár í loftinu, gæti varla knúið rafal að neinu gagni, en þetta er prúður foss, og hér held ég, að lækj arlontan hætti að nenna að sækja upp í móti, en láti sig í þess stað reka undan straumi, „beygi af eins og Beyg ur kvað", og Ibsen -lagði fóstur barni sínu, Pétri Gaut, í munn, þeim landshoirnaflakkara. Næst rennur áin ^Etir þröng- um gljúfrum, fromhjá stóxa steininum, sero m«our heldur alltaf, að sé að detta niður í ána, ekki ósvipaðfar Staupa- steini, „prestinum" við Skeið- hól, þar innar með firðinum. Kétt þar hjá var jaspísnáman, sem ég hjálpaði honum Einari sáluga á Morastöðum að vinna. Hann fékk jafnmarga kolapoka og jaspíspokarnir urðu margir, sem hann seldi úr námunni, en því miður þraut námuna fyrr en varði. Einar þessi var á marg SæSjiSSrSM™ Efsta fossinn höfum við kallað Brúarfoss. 44 LESBÓK MORGUNBLABSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.