Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 9
Ég greng niður auð'a götuna. Ég Iæðist meðfram veggjum húsanna. Eltir mig einhver? Læðist einhver á eftir mér meðfram veggjunum. Lútandi höfði eins og ég sjálfur. Ég þori ekfei að líta við. Það er niðdimmt. Hjartað byrjar að hamast. Ég heyri hvíslað: — Maður. Ég finn klæðafald konunnar strjúkast við mig. Ég lit ekki upp og þó veit ég að liann er svartur. Og ég veit að hún er hrein mey og ég veit að brjóst hennar Iyftast. Hún grípur hönd mína. Hönd hennar skelfur. En hún þrýstir sér að mér, upp að mér og hvíslar: — Maður. Við klifrum yfir timburhlaða, við förum upp tröppur, við þrengjum okkur undir þakglugga. Hún tekur af sér slörið. Ég sé stór undarleg augu. Hún lyftir upp faldinum, liendur hennar skjálfa. — Sjáðu, segir hún. Er þetta fallegt? Og hún þrýstir sér að mér og hún strýkur eftir andli ti minu, hálsi mínum, brjósti mínu, öllum líkama mínum. Með mjúkum, hikandi höndum. Og þessar hendur hvísla: — Blind. — Nina Björk Árnadóttir, þýddi. Sigbjörn Qbstfelder Margir hefðu getað tekið undir með Karli Kraus um að Vín væri „tilraunastöð“ hnignandi heims. Kraus var ritstjóri Die Fáckel, sem var dagblað stofn- sett 1899 og helgaði sig rann- sóknum á hrörnun keisara- veldisins. Atlögur voru gerðar að hræsni og skinhelgi mi'lli- stéttarinnar úr öllum áttum og Kraus sá með beiskju að lost- inn hafði tekið sæti ástarinnar og réttvísin hafði vikið fyrir spillingu. Viðhafnarsýningar keisara- borgarinnar megnuðu nú ekki lengur að dylja hinar grimmi- legu staðreyndir. í sameiningu urðu þrjár þeirra Habsborgar- veldinu til falls: fátækt fjöld- ans, kröfur nýrrar iðnmenning ar og vaxandi þungi þjóðern- isstefnunnar. Þrátt fyrir vopnaglam sitt og ytra skraut var austuríska keisaraveldið lítið annað en „þjóðafange'lsi". Lífið í keisaraborginni bar á ótal vegu vott um átökin milli hins forna skipulags ættar- valdsins og hinna nýju frels- is- og framfaraafla, sem losn- að höfðu úr læðingi á átjándu öldinni. Þessi átök voru aug- ljós í öllum löndum Evrópu á þessu timabili — að minnsta kosti þegar litið er aftur. En vegna gerfimennsku keis- araborgarinnar varð þessi tog- streita meira áberandi þar en víða annarsstaðar. Það heyrir ti'l þverstæðna, að sumar hinna nýtízkulegustu stefna í ev- rópskri list og hugsun sáu fyrst dagsins ljós á máluðu leik- tjaldasviði Vínarborgar Franz Josefs. Skýringin kann jafnvel að liggja í tilgerð borgarinnar. Eins og málarinn Oskar Kok- oschka heldur fram enn þann dag í dag, þá hafi hið forna keisaraveldi verið nógu stór- kostlega áþreifanlegt til að rísa gegn. Ferill hans er prýði'legt dæmi um þetta: hann var rekinn frá lista- og handíðaskólanum í Vínarborg eftir hneykslið, sem fyrsta listsýningin árið 1908 olli. Verk Kokoschka voru ekki einungis andsvar við útþvældri stofulist málara á borð við Hans Makart. Hún var jafn- framt andsvar við Art Nouve- au skreytingalist Gustavs Klimt (en hann var einmitt skólastjóri lista- og handíða- skólans) Hin safaríka og íburð armikla mynd Klimts „Koss- inn“ sýnir glöggt í hverjar ó- göngur listin í Vinarborg hafði ratað við upphaf tuttugustu ald- arinnar. Kokoschka var fæddur árið 1886 og var af tékknesku og austurrísku foreldri. Hann hafði orðið fyrir nokkrum á- hrifum af frönsku impression- istunum, sem héldu sýningu á verkum sínum í Vín í fyrsta skipti um aldamótin. Eins og þeir vildi Kokoschka leggja á- herzlu á skyldleika listarinnar við hversdagslífið og samband hennar við raunveruleika þess. Svo virðist einnig, sem Kok- oschka hafi viljað „hrista upp í karlfauskunum". Og það var nákvæmlega það, sem hann gerði með auglýsingunni, sem hann teiknaði fyrir sýninguna 1908: hún var með trúarlegum blæ, grófgerð Pietá (mynd af Maríu guðsmóður með barnið) og sýndi konu „rauða eins og blóðsugu með náhvitan Kok- oschka í kjöltunni.“ Arkitektinn Adolf Loos keypti leirhöfuð, sem Kok- oschka hafði gert fyrir sýning- una. Það var þakið æðum og tauganeti og harla lítið geðfellt í dekoratívum skilningi. En Loos sá í Kokoschka tjáningu nýs timabils. Hinn ungi málari varð alþekktur á augabragði, blöðin voru andvíg verkum hans og mil'listéttin leit á hann sem lifandi dæmi um ábyrgðar- leysi nútimalistar. En í borg þar sem slen og offágun höfðu orsakað stöðnun, („Ekkert gerist hér, alls ekk- ert“, sagði Hermann Bahr) leit Kokoscbka með lifandi bjart- sýni til tuttugustu aldarinnar. f borg hinnar skrautkökulegu formfestu vann Kokoschka með offorsi að því að útrýma öll- um hefðbundnum formum. „Við ættum að brjóta hvert bein í hans skrokk,“ sagði Franz Fer- dinand erkihertogi einhverju sinnL Mikil bylting var í uppsigl- Framhald á bls. 60 23. des- 1968____________________________________________________________LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.