Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 14
Neðan við Brúarfoss hafnaði margur bíllinn. í miklum snjóum, að við rökt um minkaspor, alveg ofan frá Brúarfossi og í bakkama neðan við Guðnafljót. Við vorum eins og Indíánar á ferð. Gaman þótti okkur að sjá, hvar minkurinn hafði hvílzt undir ísskör, lík- lega hefur byiurinni verið þá fullsvartur. Síðan hurfu spor- in í snjóholu við eystri bakk- an. Settum við þar niður gildru gilda, héldum heimleiðis og bið um átekta næsta dags. Þá hafði gert foraðsveður á norðaustan. Komumst við við illan leik á þessar slóðir, og var bæði þá fennt yfir gildru og gat. Það var föstudaginn langa, og minki var borgið. Gildran var auk heldur frosin föst. ★ Nú liggur leiðin ofan með • ánni, þar sem hún sveiflar sér sitt á hvað á grasgefnum bökk um árdalsins, sem raunar, þótt ekki komi það þessu máli við, væru tilvaldir með tilbúnum lón um til fiskiræktar. Hér eru ör nefni á hverju strái. Hér er Hólmasund, staðurinn sem ég rnálaði mest við í gamla daga, þegar það var mín tómstund- iðja og bróður míns, að festa olíulíti á léreft eða vatnsliti á pappír. Hólmasund með útsýni til Óshóla varð mér kært yrkis efni þá. Það var nú það. Saga sú er máski ekki með öllu lið- in, og mikið hefur hún minnk- að, en fyrir þetta finnst mér ég alltaf finna til með málur- unum, sem ég stimdum er að heimsækja fyrir Mbl. og oftast ' að eiga viðtöl við. Þeir eru þá allir orðnir þjáningabræður mín ir, og það breytir viðhorfinu sannarlega allmikið, og alla jafn an til hins betra, vona ég. ★ Við höfum nú gengið með- fram Torfumel, Arnarnefi og Mjósundum. Þar er sandhrygg- urinn lægstur. Enda brýtur áin árlega mikið magn niður, svo og frost og veðrun. Máske að hún brjóti sér þar einhvern- tíma síðar leið út í gegn? Þessu hefur miðað hratt, en vafalaust eiga hundruð ára eftir að líða þar til allt er komið í kring, og á þeim tíma kann margt að hafa breytzt. Svartibakki er í dag ekki svipur hjá sjón. Þetta var einn helzti veiðistaðurinn fyrr, og þar þreytti maður leik við sæmi lega sjóbirtinga. Fiskasteinn, þar ofan við, þótti líka væn- legur. Háibakki ber fallega moldarliti, en við Skeljabaikka rennur áin á harðri móhellu, sem þakin er skeljasteingerf- ingum. Rauðilækur hét lækur einn, sem rann úr Móhvammi og þar urpu stokkendur í eina tíð. Minkurinn hefur séð fyrir þeim. Rennur nú áin í norðaust ur meðfram klettabelti, þar sem sér á hraunlög, á milli er eld- brunninn jarðvegur, sem vel kynni í að firmast steingerfing- ar, ef eftir væri leitað. Við Helluvaðið snarbeygir hún í austur, rennur á bergi, þar til hún myndar Kerfoss. Þar hefur margur fiskurinn fengizt, bæði á stöng og í net. Kerið er einhver fallegasti veiði staðurinn í Kiðafellsá. Meira að segja hefur hann_ yfir sér hulinn leyndardóm. í berginu eru skessukatlar og þar á berginu er gott að kasta línu, láta reka, finna kippinm, þegar bitið er á. Næsta bergstand höfum við kalliað Merarfall. Neð an við er skemmtilegur hylur, en nafngiftin Merarfall er til komin af því, sem nú segir. ★ Eitt sinn var ung hryssa frá næsta bæ við Kiðafell. Hún hafði lent í „iástandinu“, verið eilítið frí upp á lagið, og lagzit til fylgilags við föngulegan fola frá næsta bæ, og enduðu þeirra samvistir með því að hún varð fylfull a útmánuðum. Þá þótti Rauði þeim fola hann ekki þurfa að vera við eina fjöl felidur, heldur lagði ástir sín ar við hryssu á hinum bænum hið næsta. Æ, það er alltaf þessi eilífi þríhyrningur. Skyldi stærð fræðingnum, sem í gamlia daga fann upp regluna um þríhyrn- inginn, ekki líða illa út af öllu þessu þríhymingsstandi? Nema það, að hryssan þessi gerðist afbrýðissöm, fylltist hug arvíli, sem vonlegt var, fann engan útveg, enda hafa mæðra laun, fæðingarstyrkir og fjöl- skyldubætur aldrei viðgengizt með hrossum enn, hvað sem síð an verður, — svo að hún skokk- aði niður Kerbarð, fram á Merarfall, horfði dulúðgum augum til vesturs, — sólarlag- ið var hið fegursta, purpura- rautt og fjólublátt með gulu og grænu ívafi — og sagði við sjálfa sig: „Ég umber þetta ekki lengur. Hann hefur svikið mig“. Stökk blessuð merin með það sama út í hylinn, og lét þar lífið fyrir einn kvennabósa í folastétt. Nú er að segja frá því, að beinin fundust í hylnum, svo skír, að létt var að vita, að hún hafði verið fylfull, þegar hún fórst. Seinna fannst svo höfuðkúpan, hvít og skinin nið ur í fjöru, fínpússuð af mar- flóm, — og ég notaði hana síð- an sem lampafót. í .berginu á móti, niðurundan Kerhólnum er mikið um stórar fj allköngulær. Þar vefa þær sína vefi, sem hvorki eru góbelínvefir né rögg varfelldir, heldur miklu fremur í ætt við síldarnætur og kraft- blakkar enda fengsælar _á flug ur og önnur skordýr. Ég hef það fyrir satt, að köngulóavef- ir séu eitt af mestu undrum náttúrunnar, og erfitt sé þar eftir að líkja. Það er líka sér- lega skemmtileg iðja að fylgj- ast með dagfari Fj allkönguló- arinnar þarna í gljúfrunum á sólheitum sumardegi. Menn læra mikið á þeirri viðkynningu. ★ Nú tekur við hátt standberg á hægri hönd, siem hefur í sér fáséðan hlut fólgin, en það er einstaklega skýr hringstuðull. Hægt er að mynda hann hinu- megin árinnar frá, enn í þetita sinn tók ég nærmynd af hon- um. Slíkir hringstuðlar eru ser- ið sjaldgæfir, og þeirn mun bet ur ber okkur að varðveita þá. Víðihríslur prýða bergið, en of anvert er eitt af jarðsöguundr- unum, lóðréttur bergveggur með jökulrispum, þar sem jökullinn hefur ekið sér meðfram, en ekki ofan á. Þá er máski' komið niður að skemmtilegasta hluta árinnar. Tekur nú við Litla Ker, um leið og áin sveigir í vestur. Þar er eyja í ánni, sem okkur hefur stundum dottið í hug að tjalda á, til þess að sofna við árniðinn. Við höfum undanfarið gengið eftir hinum neðri gljúfr- um árinnar og þau eru stórkost legri og fallegri en hin efrL 'Á hægri hönd er blágresis- brekka, sem til stendur að friða og rækta tré innan um blá- gresið á næstu árum. Allskon- ar berglög er þarna um að ræða, og isvo lendir þá áin að lokum á hinum fræga jökul- ruðningi við Herskipalægið, sem okkur var tamt að nefna þann fagra stað, vegna áhrifa frá hernámi Breta og Bandaríkja- manna í seinni heimsstyrjöld- inni. Hið betra nafn, sem við völdurn því, myndi verða Jökul fljót með tilliti til hins skýra jökulruðnings, sem þar er, og er svo sannarlega þess verður, að sé notuð sem kennslubók fyrir nemendur í jarðfræði og vænti ég þess að kennslan myndi bera lífvænlegri og betri árangur en ella. Óshóllinn, 60 metrar á hæð, þegar við Samúel Eggertsson vorum að kortleggja jörðina, er líka eitt af náttúruundrun- um þarna. Óshóllinn er að mestu órannsakaður einnig ósbrekk- urnar og melarnir. Þeir bíða síns tima. Við JokulfTjót beygir áin til norðurs í mjög krappri beygju. Þar upp af má finna margan fallegan jökulrispaðan steininn, en svo beygir áin og myndar nýjan hyl, sem við höf um kallað Álasund, og er til sú saga um þá nafngift, sem nú segir: ★ Eitt sinn að kvöldlagi vor- um við Kjartan, seinni maður- inn hennar ömmu minnar, elsku legrar, góður vinur minn og gamall sjómaður, að koma frá því að vitja um netið okkar í Ósnum. Gengum við upp með á að Álasundi. Segir þá Kjartan: „Sérðu álinn?“ Ég svara því ját andi, og af því að við vorum veiðimenn þá, segir hann: „Gríptu hann báðum höndum". Ég læddist út á bergið vestan- vert og hugðist nú góma fisk- inn, sem Kjartan sagði gómsæt an til átu. Lagði ég mig allan fram, miðaði á álinn, sem lá við bakkann, henti mér yfir hann, — og viti menn, ég hafn aði í hylnum holdblautur, greip í tómt, enginn varð állinn milli handa minna, og lá ég á mag- anum í ánni. Síðan nefndi ég hylinn Álasund, og er réttnefni samkvæmt Náttúrunafnakenn- ingunni. Er þá næstum komið niður í Ós. Er aðeins eftir Sjáv arhylur, þar sem ég hef veitt lax, en einnig séð gráðugan sel synda fram og aftur, að iauki böðum við okkur þar stundum. ★ Um ósinn myndi ég sjálfsagt yrkja dýrðarljóð væri ég ljóð- skáld. Hann ætti það margfalt skilið. Ósinn hefur um langan tíma ævi minnar, verið mér annar heimur, griðastaður, para dís á jörð. Mér finnst ég vera honum nátengdur. Eins og all- ar leiðir í gamla daga lágu til Rómar, liggja flestar leiðir okk lar, sem þarna eigum okkar annað heimili, niður í Ós, og við þreytumst aldrei á þeim ferða- lögum. Ósinn var í gamla daga nefnd ur Báshvammur, þar var upp- sátur og útræði og stutt að róa á fiskimiðin. Enn sér þar á rústir af naustinu hans lang- afa míns. Á sléttu flötinni inn an við kambinn, væri hægt að útbúa ágætis leiksvæði fyrir allskyns knattspil. Úti við sjó- inn, sunnanmegin, eru skemmti legir klettar. Þar er hægt að renna fyrir ufsa í flóði. Úti fyrir er oft gaman að sjá lax- ana stökkva á kyrrum kvöldum í seilingarfæri. En hann er treg ur að bíta á, sá silfraði, enda bara á leið inn í Laxá, rétt svona að lykta af ánni, vita hvort það kynni að vera hún, sem hann var uppalinn í. Er- um við þá komin að leiðarlok- um. Við tekur sjórinn, ekki síð ur iskemmtilegur, fjaran alltaf jafn dulúðug og heillandi. Aðeins er eins hlutar ógetið, og það er að segja frá því, þegar við bræðurnir, Björn og ég, létum verða af því einin sólardag í breyskjuhita, að kanna ána á nýjan hátt, með því að sigla niður hana á tveim vindsængum. Er þar þá fyrst til að taka, að við blésum vindsængur okk ar upp fyrir neðan Foss. Þýð- ingarlauist var að hætta liífi sánu þar fyrir ofan. Okkur bar sæmi lega yfir. Við ýttum okkur frá grjóti og sandeyrum, létum svo ekkert á okkur fá, þótt eilitlir hávaðar mynduðust, jafnvel „penir“ fossar. Að vísu vöknuð- um við ögn, en hvað er að fást um það í þvílíkum vísindaleið- angri. Meira að segja gekk okkur allsæmilega niður, Kerfoss, og síðan átti leiðin að vera greið fær. O'kkur bar framlhjá Litla- keri, köllúðumst á, sigldum oft samsíðis, — við vorum raunar ákaflega samrýmdir — og við þóttumst himin höndum hafa tekið að mega fyrstir manna láta okkur reka niður eftir alhi á. Jökulfljót eða Herskipa lægi var brátt að baki, og við komum brátt í lygnuna í hyln um í Álasundi, og áttum ekki eftir nema steinsnar niður í Ós, og sannast sagna leið okk ur eins og landkönnuðum, að kanna ný lönd og nýjar leiðir. . Þá skyndilega, rétt á móts við minkaholumar við Ósinn, — gerðist óhappið. Vindsæng- urnar okkar bar í sama mund á oddhvassa steina, og með það var é augabragði lo-ftið úr þeim og við bræðurnir lágum eftir á köldum árbotninum. í fyrstu brá okkur, síðan hlógum við, og sjálfsagt höfum við sagt með sjálfum okkar: „Svona eru þessir erfiðu vís- indaleiðangrar, ýmist skin eða skúrir“. Við hughreystum okk- ur við það gamla spakmæli, er segir: „Enginn verður verri, þótt hann vökni ögn.“. Og þar með líkur þessari jóla grein minni um gönguna með- fram ánni. Ég gæti sagt helm- ingi rneira, en læt samt hér staðar numið að sinni. Að lok- um: Gleðileg jól, mínir ástkæru lesendur og þolinmóðu. — Kerfoss. Neðan við til hægri handar er Merarfall. 46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.