Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 21
ekkert að óttast, kona mín“, segir hann hughreystandi. Og hann hafði rétt að mæla. Þegar ég hafði tekið í hendur May Morris og Vivian Lobb, hvarf mér atlur ótti. Engum geri ég rangt til, þótt ég segi, að betri sálir em þær hafi ég aldrei þekkt. Vinátta þeirra varð mér dýrmætur ávinmingur. Hún ent ist til þeirra endadægurs. Ég ætla að skjóta hér inn 'lifclu atviki. Þegar þær hafa heilsað, lit- ast miss Morris um í litlu stof- unum mínum. Skyndilega nem- ur hún sbaðar við litla mynd, sem hékk á einum veggnum, og se_gir: „Þetta er móðir mín“. Lítið var um veggmyndir á þeim árum og hafði ég klippt myndina úr ensku tímariti.(The Strand Magazine) Mynd þessi var tekin eftir máliverki af Mrs Morris, máluðu af listmálaran- um Rossetti, vini Williams Morr is. Myndin er máluð í hinum fagra garði á Kelmscott Man- or, heimili Morris. Situr frú Morris undir ‘laufskrúði trjánna Málverkið heitir „Daydream". Einnig vil ég geta þess, að þeg- ar May Morris kvaddi mig á Ás láksstöðum, sagði hún: Seint gleymi ég litlu, fallegu stof- unum þínum með rósailminum." Og enn segir í blöðum fóstru minnar: „Heimili miss Morris er víð- frægt sakir fagurra listaverka og mikils bókasafns. Kelmscott er gömul bygging, listafögur. Garðurinn umhverfis stór og rómaður sakir fegurðar og fjöl- breytni. May Morris sagði mér að allt á heimili sínu væri í sömu skorðum og á dögum föð- ur síns. Stórir hópar fólks frá Lond- on og víðsvegar að fara ,,pílagrím;iferðir“ til þessa fræga höfðingjaseturs. Ég á úr klippu úr ensku blaði, þar sem sagt er frá einni slíkri ferð. Fyrirsögn greinarinnar er: „Pilagrímsferð til Kelmscott.“ Þar segir m.a.: „Við lögðum leið okkar til Kelmscott. Kelmscott er skrautleg bygging í Todor- stíl. Garðurinn afburða fagur, mikið blómskrúð, há, fögur tré og flauelsmjúkir grasfletir. Dótt ir skáldsins og listamannsins, miss Morris og statlsystir henn- ar Vivian Lobb, tóku á mót/ okkur af mikilli alúð. Miss Morris líktist mjög móður sinni, sem á yngri árum var rómuð fyrir fegurð. Te var framreitt í hinum fræga garði, þar sem Morris naut félagsskapar vina sinna, listamannanna Burne- Jones, Rossetti og ótal annarra .andans manna. Að lokinni tedrykkju fylgdi húsmóðirin okkur inn í húsið. Við gengum upp afar breiðan eikarstiga, næstum hvítan að lit. Okkur var fylgt úr einum sal í annan. f þeim öl'lum voru listaverk, sem ekki verða metin til fjár. Þar voru listaverk eft- ir þúsundþjalasmiðinn Willi- am Morris teikningar og mál- verk eftir Rossetti og Bunne- Jones, svo eitthvað sé nefnt. Annars er mest af verkum Morr is geymt á söfnum. Þegar við höfum gengið um þetta völundarhús Ustarinnar, förum við aftur út í garðinn. Stakk miss Morris upp á því að sungin væru nokkur af upp áhaldslögum föður síns, sem hún tilnefndi. Var það gert af hrifn- ingu og gleði. Að lokum tóku nokkrir úr hópnum til má'ls og þökkuðu frábærar viðtökur og ógleymanlegan dag. Að kveðj um loknum stigum við upp í bílana. Heim komum við um miðnætti. D.J.D.“ Fóstra mín skrifaði stutta igrein í biaðið íslending á Ak- ureyri árið 1931 undir fyrir- sögninni „Góður gestur“. Þar segir: „Hingað til Akureyrar kom með Lagarfossi 4. júlí miss May Morris, dóttir enska skáldsins og listamannsins William Morr is. W. Morris var hinn mesti íslandsvinur. Kom hann hing- að tvívegis og ferðaðist mikið um 'landið. Ávann hann sér ást og virðingu allra þeirra, sem honum kynntust sakir ljúf- mennsku og göfugmannlegrar framkomu. Dóttir hans miss May er enginn eftirbá'tur föður síns í því að unna íslandi, né held- ur hinu, að vinna hylli fólks. Þetta er í þriðja skiptið, sem hún sækir ísland heim. Hefir hún eignazt hér marga vini og veit ég með vissu, að þeir fagna allir komu hennar. Miss Morris hefir ferðast mik ið um Evrópu og aðrar heims- álfur. En ekkert land, sem hún hefir séð, þykir henni jafnríkt af dásemdum og eyjan okkar norður við heimskautsbaug. Þótt miss Morris sé nú nokkuð við aldur, hikar hún ekki við að leggja upp í löng og erfið ferða- lög um byggðir, fjöll og firn- indi, því að til mikils er að vinna: aukinnar þekkingar á hinu dásamlega íslandi. Miss Morris les íslenzku. Er hún óþreytandi að fletta upp í orðabókinni, því ekki vill hún hlaupa yfir nokkurt orð, án þess að skilja merkingu þess. Hún hefir skrifað í blöð og tímarit um sögueyjuna norður við ís- hafsrönd og flutt um hana fyr- irlestra. Veit ég að þar er ekki hallað hlut þjóðar eða lands. Miss Morris er hámenntuð og marghæf. Heimili hennar Kelm scott Manor er víðfrægt fyrir fögur listaverk, stórt bókasafn og aðra dýrmæta muni. Sjálf er hún yfirlætislaus og ljúf- mannleg í framkomu. Hún hefir verið sæmd Fálkaorðunni. í fylgd með miss Morris er miss Vivian Lobb, vinkona hennar og stallsystir“. Á öðrum stað í minnisb'löð- um fóstru minnar finn ég frá- sögn af þessari komu þeirra miss Morris og miss Lobb. Þá eru fósturforeldrar mínir flutt- ir til Akureyrar og þær vin- konurnar búa hjá þeim, með- an þær dveljast hér á landi. Síðar segir hún: „Það var snemma morguns 4. júlí, að Lagarfoss kom til Ak- ureyrar. Veðrið var dásamlegt. Sólskin og sumarskraut hvert sem litið var. Við hjónin fór- um um borð að taka á móti vinkonum okkar. Lagarfoss kom austan fyrir. Þær sögðu okkur að þær hefðu verið á fótum alla nóttina. Þær máttu ekki missa af neinu, sem hægt var að sjá, meðan skipið skreið meðfram ströndinni þessa fögru júlínótt. Þær voru því þreytt- ar og vansvefta. Eftir þessa heimsókn voru þær í hverju bréfi að bjóða okkur að heimsækja sig. „Nú eruð þið laus við búskapinn og frjáls eins og fuglar himins- ins“, stóð í einu bréfinu. En því miður varð aldrei af því að við sæjum Ke'lmscott Manor. Eftir fá ár fór heilsa þessara göfugu kvenna að bila. Mörg ár eru nú liðin síðan þær dóu. (Þetta hefir fóstra mín ritað árið 1955 þá orðin 77 ára). Var skammt á milli dauða þeirra. Miss Morris dó fyrr. Vivian Lobb tilkynnti okkur fráfall hennar. Hún sagði: „Allir sakna hennar, háir sem lágir.“ Ári síðar var okkur tilkynnt and- lát Vivian. Ég veit með vissu að einnig hennar hafa allir saknað. Skarð var höggvið í vinahóp okkar hjóna, sem ekki verður fyllt.“ Ég hef drepið hér á nokkur atriði úr gömlum minnisblöðum, sem fallið hafa í mína eigu. Þau bregða upp svipmynd af kynnum við mikilhæfar per- sónur, sem hingað fluttu geisla gróinnar menningar. Það hef- ir verið ljúft að kynnast þessu fólki. Mér finnst ég þekkja þess ar konur og jafnvel Wilham Morris einnig. Ég hef lesið mér til mikillar ánægju nokkuð um hann og eftir hann m.a. bók, sem heitir „Tales from Willi- am Morris. Þar fer hann nær- færnum höndum ská'ldsins um sagnir, sögur 'og ævintýri. Hann segir með sínum orðum frá upp fóstri Áslaugar Sigurðardóttur Fáfnisbana og örlögum Heimis fóstra Brynhildar móður henn- ar. Styðst hann þar við Ragn- Framh. á bls. 64 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.