Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 10
Hornið: Grundarstígur, Spítala stígur, Ingólfsstræti. Hornið: Bergstaðastræti, Spíta lastígur. Sr. Gísli Brynjólfsson Nú skulum við punta Ósköp lætur hann lítið yfir sér — Spítailastígurinn — þessi spölur neðan ■'rá Þingholts- stræti og upp á óðinstorg. Það er ekki svo vel, að honum sé einu sinni gert svo hátt undir höfði, þessum garnla stíg, að til hans sé talið húsið sjálft, sem hann er kenndiv: við — Far- sóttarhúsið, sem Sjúkrahúsfé- lag Reykjavíkur reisti og af- henti Sjúkrasjóði bæjarins til eignar og reksturs og tók til starfa í október 1884 — það stendur á horni Spítalastígs og Þingholtsstrætis og er númer- að með tölunni 25 við þá virðu- legu götu. — Svo segja gamiir menn og fróðir (más'ke er það lí'ka ein- hversstaðar á pranti) að fyrir eina tíð héti þessi gata Eiríks- tröð, kenr d við Eirík í Eiríks- bæ. Hann stóð þar sem nú er autt ovæðj sunnan við stíginn mil'li hússnna 2 og 6. En hvað um það, Firíkur er horfinn og bærinn hans og ekkert sem ber nafn eða á hann minnir. Hins- vegar mun hið reisulega sjúkra hús standa um ófyrirsjáanleg- an tíma og löngu eftir að það er jafnað við jörðu mun heiti götunnar minna á tiliveru þess. Ekki stendur nein kirkja við Spítalastíg. (sem varla er held- ur von). En það væri samt synd að segja, að þessi stutta gata fari á mis við öll andleg- heit borgarinnar. Á horninu við Ingólfsstræti stendur hús Guðspekir.ga og gegnt því er hátt nús á horni Grundarstígs þar sem skilti í gluggum á þriðju hæð gefa til kynna að þar sé Dulsp ekiskólinn til húsa. Ofan hinna índkannalegu gatnamóta: Ingófsstræti — Grundarstígur ■— Spítalastígur — og upp að Bergstaðastræti eru ekki nema fáein hús sitt hvoru megin stíg.uns. Þetta get- ur maður sagt, að sé aðalkafli þessarar litlu götu. í nitt þeirra eigum við er- indi þ.e. til að afla efnis í þetta greinarkorn, en aður en við íberjum þar að dyrum sikulum við litast örlítið um á næsta horni þar sem hin gamla, fjöl- menna gata, Bergstaðastrætið, breiðir sig yfir Spítalastíginn áður en hann heldur leið sína til enda upp á Óðinsgötu. Á þessum gatnamótum, sem að eðlilegum hætti skyidu hafa fjögur hús, standa bara tvö — hin horfin bæði — Brennu og Litlugrund, sem voru lítil hús með stóra kálgarða — hafa nú bílar borgaranna lagt undir sig fyrir löngu. — Enn er í minni að vera staddur hér á þessum krossgötum regnmildan þorra- dag fyrir tæpum 48 árum — 15. febrúar 1921. Um morguninn hafði hið háreista timburhús Karls Lárussonar brunnið til kaldra kola á tæpri klukku- stund og 15 ára mjtur brunnið inni. Af fölskvuðum glæðum rústanma stíga hvítir miekkir upp í h'láku'gráan vetrarhim- ininn. FóTk stendur í smáhópum og ræðist við — það er samúð í svip þess, sorg í Strætinu. En erindið hingað er ekki að rifja upp minningar um horfin hús þessa bæjarhluta heldur að ræða við gamlan mann — einn í þeim fjölmenna hopi, sem hefur unnið að því að byggja þessa borg — gera hana að því sem hún nú er — höfuðborg ís- lands. — Hann á heima á núm- er þrjú við Spítalastíg — einu af þessum mörgu, litlu húsum Reykjavíkur, sem eru byggð úr timbri, klædd járni en stækkuð með steir steypu, því þá var öld þess byggingarefnis upp runnin þegar fólkið fór að hafa ráð á rýmra húsnæði. Þetfa hús var byggt árið 1917. Smiðirnir voru Páll Lár- usson og Kristján. Jónsson, en fynsiti eigandi Árni bankaritari Jóhannsson. Meðan Árrd var sýsluskrifari á Seyðisfirði var hann mikið riðini við blað Þor- steins Erlingssonar, Bjarka, og svo hugstætt varð honum þetta málgagn Austfjavða að hús sitt í höfuðstaðnum skírði hann í höfuðið á því og Kal'laði Bjarka. Seinna komst húsið í eigu Björns hæstarétta-ritara Þórð- arsonar, síðar lögmanns, sem stækkaði það svo langt sem lóð- in leyfði á neðri kant. Þar bjó Björn Þórðarsoi lengi unz hann fluttist suður fyrir Tjörn. En árið 1930 var húsið til sölu á vegum Jónasar H., sem þá var einn umsvifaríkasti fast- eignasali bæjarins. — Þá keypti þdð núverandi eigandi þess, Sæmundur Tómasson tré- smiður á 26 þúsund krónur — 12 út. Sæinundur Tómasson er Les- bókar-lesendum að góðu kunn- ur af greiinuim eftir hann er birtust á árunum 1957-61. Þá var bað sjórinn, fiskiróðrarn- Sæmundur Tómasson. 42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.