Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 25
sem heimslistin hefur eign azt. Loka vil ég nefna Bandaríkja- manninn James Whisitler, sem lézt 1903. Hann var mjög mik- ilis rnetinn af samtíð sinni, og átti eftir að hafa veruleg áhrif á hinn komandi ensfea skóla, sem svo er nefndur, og fæddi af sér listamenn, eins og Sey- mor Haden og Frank Short. .— Og þá er komið að litó- igrafíunni. Hvenær kom hún til sögunnar? — Um aldamótin 1800, og hana megum við þakfca manni að nafni Alois Senfelder. Hann var leifeari og rithöfund- ur í Múnchen, og þurfti að finna sér aðferð til að þrykkja sjálfur leikrit sín, þar sem hiann fékk engan útgefandaað þeim. Hann fann hentugia fealk- steinstegund í námunda við heimabyggð sína Solnhofen í Bæjaralandi, og var óþreytandi við að gera tilnaunir með hana unz hin liangþráða stund rann upp 1798, að hann gat lyft af- þrykki af steini. Og þannig hef- ur hann skrifað nafn sitt óaf- máanlega í sögu grafíklistarinn ar, enda þóft hann hefði vart lifað sína eigin kynslóð sem rithöfundur. Ef við víkjum frefear að að- ferðinni, þá getum við sagt, að hún byggist í stórum dráttum á því, að fita og vatn skilji sig frá hvoru öðru. Myndin er teiknuð eða máluð á stein- inn með sérstökum krítum, pennum og bleki. Eftir mjög flókna meðhöndlun á steinflet- inum er myndin völsuð inn með þrykklit. Festist þá liturinn aðeins á þeim flötum, sem fita ietr á, þ.e.a.s. á teiknuðu og máluðu flötunum. Goya kemur einnig mikið við sögu þessarar yngstu greinar igrafíklistarinnar, því að hann var í hópi hinna fyrstu sem tók litógrafíuna upp á arma aér. Síðan koma fleiri frægir málarar til sögunnar, Frakkarn ir Delacroix, Cérioault og Dau- nier, en myndir þess síðast natoda eru enn þann dag í dag eitt hið ferskasta og marg- . slungnasta í sögu grafíklistar- innar. Enn síðar kemur svo lit-litógrafían til sögunnar, og hjá mönnum eins og Lautrecs, Munchs og Bonnards varð hún aðferð hinna ótakmörkuðu möguleikia. hessu naest víkjum við talinu að frágangi grafíklistamannsins á myndum sínum, og spyrjum Einar, hvort listamaðurinn áriti öll eintökin eða þrykkin, þótt upplagið kunni að vera mjög stórt. — Já, nú orðið gera þeir það. Áritunin er þó tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Fyrr á öldum árit- aði listamaðurinn í mesta lagi á sjálfa plötuna, og þrykkjiar- inn þá oft einnig. En það mun hafa verið Saymor Haden, sem fyrr er nefndur, er datt það snjallræði í hug að árita graf- ískar myndir sem einskonar staðfestingu á því, að hann væri ánægður nreð verk sitt, Að númera þrykkin kemur svo enn síðar til sögunnar. Þegar listamaðurinn hefur sett áritun sína á þrykkið, hefur hann þar með lýst yfir bless- un sinni með myndina, númerið sýnir svo hvar í upplaginu við- komandi mynd er. Þetta hvort tveggja segir okkur líka, að hér sé „original" eða upphaifleg graf íkmynid á ferðinni. Ég hef orðið var við, að ýms- ir halda að grafík sé ekkert annað en massaframleiðsla á myndum, og vildi ég hér reyna ,að leiðrétta þann misskilning. Grafísk listaverk eru þrykkt á pappír frá þrykkplö'tu, sem listamaðurinn hefur sjálfur unnið í myndina að ýmsum hætti eftir eiginleikum plötunn- ar eða steinsins. Það er raun- ar augljóst, að því færri sem eintökin eru, þeim mun verð- mætari veo-ða þau. En myndir fraegra myndlistar- manna þrykkjaist oft í hundr- uðum eintaka, og dreifast síð- an um 5 heimsálfur og til imi 100 þjóðlanda, þannig að hvert eintak getur orðið fágætt í hverju landi. Nú, og svo eru auðvitað einstaka seríur aðeins þrykktar í 10-20 eintökum, og verða þannig margfalt verð- mætari hinum. — Vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur í nútíma mynd- list á síðustu árum, heldur Ein- ,ar áfram, — að verkin hafa breytt um svip og eiga e.t.v. ekki heima á heimilum almenn- ings, eins og áður var og geta þar af leiðaindi ekki orðið lista- mönnunum sú tekjulind, sem áð ur hafa margir frægir nútíma- listamenn lagt grafík fyrir sig og aflað sér tekna á þann hátt. Nú á dögum eru haldnar geysi- stói'cir grafíksýningiar víða um heim, þar sem þessum lista- mönnum gefst kostur á að kyinna myndir sínar. Má þar inefna Tokyo-biennalinn og Bi- ennalinn í júgóslavnesku borg- inni Lgubliana. Nágrannar okkar á Norðurlöndum eiga mjög góða grafíklistamemn, er hafa kynnt myndlist landa sinina víða um heim með þess- um hætti, en það er einmitt einn af mestu kostum grafík- myndanna, hve auðvelt og ó- dýrt er að senda þær milli landa og koma þexm þannig á framfæri á þessum alþjóðlegu sýningum. Að síðustu vikjum við stutt- lega að grafík á íslandi, og um hana segir Einar: — Hér hefur verið reynt að koma á lifandi grafik, en í fyrstu ná&u þær tii- raunir ékíki nægilegri fótfestu, enda þótt mér virðist viðlhorfið vera mjög að breytast nú. Jón Engilberts og Bragi As-geirsson eru þeir myndlistarmenn, sem mest hafa reynt að ryðja grafík braut á íslandi og koma henni á framfæri, og nú síðar hafa fleiri bætzt í hópinn, til að mynda eru sumir af okkar þekktustu málurum farnir að kynna sér þær aðtferðir, sem notaðar eru í grafík. Þess vegna er það von mín, að grafísk list nái n,ú loks fram að iganga á íislandi. Tæknin, sem notuð er við gerð þessarar myndar, nefnist kopargrafik. Sigríður Björnsdóttir Söknuður Þú getur bæði gefið — þegið, glaðst og hryggst á sama degi. En verra er að vakna — og sakna — sinna drauma. Sjá þá kannski fölna — hníga. — Síga. — Eins og lítið laufblað lágt i moldu móðurjarðar. Sjá það leggjast ljúft að mosa, líta upp og jafnvel brosa. Horfa stjörfum augum á það eilífð taka, — aldrei fá það. G/eð/n á v/ð öllu svör Sefa, — sefa, — sorgir þagga, — setja bros á barnsins vör gefa — gefa — gevma, vagga: gleðin á við öllu svör. Hanna Kristjónsdóttir Nef Dubceks Þetta glaða nef hefur speglað frelsisþrá heillar þjóðar, steypiregn komu ofan og stormar blésu og buldu á því nefi, en það féll ekki því það hafði í sér sannleika. Nú hefur nefið glatað gleði sinni það er ekki til lengur þeir klipptu það af í KremL Richard Beck Ljóð jólanna Jólanna ljóð er ljóssins óður; ljómar oss, húms að baki, fagur, vorbjartur nýrra vona dagur. Megi það ljóðið kærleik kveikja köldum í hjörtum manna barna, hefja þeim sjón til himins stjarna. Jólanna ljóss — og lífsins óður láti í ösku hatrið brenna, friðarins dag af djúpi renna! 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 57

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.