Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 20
Vignir Guðmundsson GEISLAR frá gróinni menningu Miss May Morris á rauðum stólpagrip, sem Sigurjón Sumarliðason átti. Hér er komið í langferð á íslandi og setið I sauðsvörtu gæruskinni, með loðhúfu á höfði og kíki á hlið. ER ÞAÐ tilviljum eða eru það örlög, sem valda því að inn til mín hefir fengið að skína það sem ég leyfi mér að kalla „geisla frá gróinni menningu“? Ef til vill er það fjarlægð- in og frægð þess fólks, sem mig langar til að fjalla um í þessu greinarkorni, sem slær á það töfraljóma. Ef til vill er það at- vik frá því er ég, sem finm ára snáði, naut þess heiðurs að fá að taka í hendina á virðulegri enskri lafði. Ég man ég var í all-tof síð- um stuttbuxum. Mér fannst þær ljótar. Þær náðu niður á mitit hné. Ég hafði orð á þessu við mömmu (en svo nefndi ég ávalt fósturmóður mína, Guðrúnu Jó hannsdóttur frá Ásláksstöðum, eiginkomu fóstra míns, Sigur- jómis Sumarliðasonar, pósts.) Ég var hins vegar í jakka, sem átti við þessar buxur, og að því fannst mér mannsbragur. Þegar á allt var litið var ég ekki svo mjög óánægður með sjá'lfan mig, en ég var ákaf- lega feiminn og kveið öll ósköp fyrir að vera kynntur fyrir hin um ensku vinkonum fósturfor- eldra minina. Raunar vissi ég ekkert hvað emakur var, en ég vissi að sá, sem var ernskur, talaði þannig að ég skildi ekki, eins og fósturforeldrar mínir gerðu stundum við matborðið, þegar þau ræddu eitthvað, sem mér kom ekki við. Þar með var ég leiddur fyr- ir þessar náðugu frúr og ég heilsaði þeim og þær sögðu eitthvað við mig. Ég man mér þótti þetta ákaiflega virðiulegt. Þær voru mjög elskulegar. Ég reyndi að hysja upp um mig buxurnar, sýnast mannalegri. Eitt er mér mjög fast í minni, en það var, hve önmur konan var ákaflega stór en Miss Lobb var karlmanns ígildi að vexti. Raunar get ég ekki með sanni sagt að ég muni sjá'lfur öllu meira um þessar ensku hefðar- frúr, sem voru miss May Morr- is og miss Vivian Lobb, lags- kona hennar og félagi. Margt annað um þessar merku konur læddist þó inn í bamshug minn, því þær voru oft til um- ræðu og oft bárust bréf frá þeim og myndir, sem ég á enn í fórum mínum. Það er enginn vafi á því að eftir að sjónvarp kom til sög- unnar hér á landi hefir bók- lestur aukizt. Ég fann það strax með sjálfum mér eftir að ég tók að horfa á Keflavíkursjón- varpið. Menm eru meira heima og þegar eitthvað er í sjón- varpinu, sem maður hefir ekki áhuga á, leitar hugurinn tii bókanna. Sjómvarpið gefur einnig fjölda tækifæra til að grípa bók og leifcast þannig við að kynnast nánar svipmynd þeirra, sem borið hefir fyrir á skerminum. Sama gildir ef horft er á sögulega mynd í kvik- myndahúsi. Heima er ef til vi'll bók, sem fræðast má af nánar um þainm atburð, sem nýlega hefir þotið fyrir augun. Ég á það m.a. miss May Morr is að þakka að ég hef oft getað safct forvitni mína í þessu efni. Hún var sem sé mikill vinur fósturforeldra minna og fóstri minn var fylgdarmaður henn- ar í löngum ferðum hér um landið. Við fráfalfl. hennar ánafn aði hún þeim miklu af bókum, sem komu í stórum kössum frá BnglandL Langmest af þessum bókum fór þó til Amtsbóka- safnsins á Akureyri og geri ég ráð fyrir að þar séu þær enn. Nok'krar urðu þó eftir á heim- ili mínu svo sem glæsileg Eng- landssaga, myndabókaverk frá Englandi, alfræðibók og frá- sagnir um siði flestra þjóða heirns með fjölda mynda, lista- verkabækur og skáldverk. Þannig hefur þessi geisli frá gróinni menningu, menningu hins mikla skálds og 'listamanns William Morris (1834—1896) og Islandsvinar leitað fyrir sjón- ir mínar. Hann átti sem kunn- ugt er drjúgan þátt í að þýða íslenzkar fornbókmenntir á enska tungu og hann kom hing að til lands og kynntist landi og þjóð af eigin naun með ferða lögum um landið. Miiss May Morris var dóttir þessa merka manns og hún tók sama ást- fóstri við land okkar sem fað- ir hennar. (Merk grein er um William Morris í Lesbók Mbl. í júli 1967 eftir A'lan Boucher) í gömlum bréfum og blöðum fóstru minnar hef ég fundið ým islegt um þau Morrisfeðgin. Til ofurlítils fróðleiks læt ég sumt af því fljóta hér með. Hún rit- aði greinarkorn í Lesbók Mbl. 1954 um William Morris og vitna ég því ekki til hennar. Um fynstu kynni sin af miss May Morris segir hún svo á eiinum stað: „Árið 1925 kom May Morris hingað til lands í annað sinn. Því miður veit ég ekki hvenær hún kom í fyrsta sinn og hver þá var 'leiðsögumaður hennar hér á landi. En í þessari ferð var bóndi minn fylgdarmaður hennar. Ég minnist þess, þegar hann kom heim úr ferðinni, seg- ir hann mér að ensku konurn- ar hafi orðið eftir á Akureyri, (þau bjuggu þá á Ásláksstöð- um), en bætir síðan við: „En þær koma á morgun og dveflja hér nokkra daga“. Mér varð ekki um sel. Lét ég orð um það falla að ekki gæti ég gert til hæfis útlendum konum, bæði tignum og ríkum. „Þú hefir Á áningarstað á ferðalagi. Frá vinstri: Sigurjón Sumarliða- son póstur, míss Lobb og miss Morris. Kelmscott Manor, herragarður Morrisfeðginanna. 52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.