Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 18
AÐDRATTAKAFL íþróttanna felst ekki hvað sízt í því, að hvar sem þær eru stundaðar gerast sí og æ þeir at- burðir tr skapa sögur um vasklega framgöngu, ógleym- anlega keppni. í sögum þessum speglast stundum hríf- andi drengskapur, því sumir þeir er e.t.v. hafa fyrir til- viljun unnið stærstu sigra, kannski örmagna «f þreytu, hafa ekki gleymt þeim er sigraður var. Allir þeir, sem gaman hafa af vasklegri framgöngu, finna sjálfir eitthvað bærast í eigin brjósti er þeir horfa á eða lesa um ógleym- anlega keppni í íþóttum, meta vasklega framgöngu, finna og skilja taugaspenning keppendanna, og þess vegna er saga íþróttanna næstum ótæmandi brunnur lesefnis. Sem drengur að aldri var ég sólginn í slíkar sögur og hef síðar átt þess kost að upplifa sjálfur slíkar sögur ger- ast. Jólaefnið í ár verður því að skyggnast svolítið aft- ur í tímann, til ógleymanlegra samferðamanna. Af miklu væri að taka, en hér er valið af hreinu handahófi. íþróttaframi og frægð hefur skapað mörgum mannin- um blómum stráða framtíðarbaut og ríkuleg laun, en hjá öðrum, sem ekki minni frægð hlutu í íþróttum, hefur framtíðin aðeins borið í skauti sér biturleik og mistök. En það er ekki um það, hvað íþróttirnar gefa iðkendum sínum, sem þessar sundurlausu minningar eiga að fjalla um, heldur hvað afrek á þeim vettvangi og hið spenn- andi augnablik keppninnar gefur öllum almenningi. Sá £sl. íþróttamaður sem bor- ið hefur hróður íslands hvað hæst á lofti var þegar í æsku „undrabarn" á sviði líkamlegra afreka. Fjölhæfni hafði 'hann óvenjulega mikla þrátt fyrir kraftalegt og nokkuð þung- lamalegt vaxtarlag. En snerp- an, mýktin og krafturinn var með ólíkindum, og það ®vo að snöggar hreyfingar mannsins vöktu í augum áhorfenda þeg- ar í stað eitthvert öryggi og traust. Þegar hann gekk fram til að reyna sig, þá fylltust landar hans á áhorfendabekkj- um slíku trausti og sú tiLfinn- ing læddist um menn að í þess- ari keppni gæti ísland ekki tapað. Snemma tók hann að vinna marga sigra og átti ungur stór- glæsileg unglingamet, sem áttu eftir að standa um mörg ár. Og fjölhæfnin var mi'kiil. Hann var léttari á fæti en flestir jafnaldrar hans þrátt fyrir að hann væri þeirra þyngstur. Síðar átti þessi kempa eftir að vinna marga og stóra sigra — sigra, sem £áa hafði dreymt um að íslendingur myndi nokkru sinni vinna. Hápunkt- urinn var er hann varð Evrópu meistari í kúluvarpi í Osló 1946, en þá skyggði það á meist- aratignina, að Evrópa var í sár- um eftir heirrusistyrjöld — heimsstyrjöld, sem íslendingar höfðu vart fundið fyrir og get- að stundað allar símar íþróttir óáreittir af vopnagný og hörm- ungum sem yfir flestar aðrar þjóðir álfunnar dundu. En að öðru Evrópumeistara- móti kom og enn var þessi ís- lenzka kempa meðal þátttak- enda. í undankeppninni að morgni dags 25. ágúst 1950 sté hann í kúluvarpsfhringinn á Haysel-leikvanginum í Brussel. Hann handlék kúluna með sín- um skemmtilegu og snöggu til- burðum, lét 'hana leika létt milli lófa sér, en vætti fing- urgómana til ákiptis á vörum sér. Hann tók sér stöðu í hringnum, leit fram á merktan völlinn. Þarna var 16 m mark- og stund hinna storu sigra ið. Og svo með snöggum, en frumstæðum stíl, tök hann at- rennuna og kúlan flaug 16.29 m — í fyrsta kaisti. Sá sem næist lengst varpaði í undan- keppninni var Bretinn Savidge með 15.54 m. í úrslitakeppninni reyndist fslendingurinn í sérflökki. Hann byrjaði með 16.18 og síð- an kom 16.74 m — nýtt Evrópu- mótsmet. Sá sem næstur honum kom varpaði 15,18. Hann stóð litlu síðar á hæsta þrepi verð- launapallsins og íslenzki þjóð- söngurinn ómaði á þessum stóra velli, sem nú var mótsstaður allra beztu íþróttamarma álfunn ar, og samtímis var íslenzki fán- inn dreginn hægt að húni. Margir af okkar kynislóð líta á þetta sem lítilfjörlegan hlut, en hve dyiggileg laun hefði það ekki verið aldamótamönnun- um og baráttumönnum fána- málsins að fá að horfa á, eða bara heyra um þessa íslenzku hátíðisstund á Haysel-leifcvang- inum. Það var Gumnar Huseby sem þes'sa dáð vann. Met hans átti síðan eftir að standa í 17 ár. Hann var einstæður afrekis- maður, einn af þeim sem ef til vill má segja um, að hafi fórn- að of miklu fyrir íþróttirnar. En af síðari kynnum við Gunn- ar Huseby veit ég, að hans Skapgerð var ætíð sú, að gefa sig allan að verkefninu eða ekki. Það var af því, að um margra ára skeið hafði hann slík-a yfirburði yfir flesta kappa Norðurlanda og álfunnar, að á fjölmörgum mótum gat hann staðið fyrir aftan kúluvarps- hringinn — en sigrað samt. Fyrstu kynui mín af íþrótt- um voru þau að nokkrir ungir piltar — en stórir í mínum augum — voru uppfullir íþróttaáhuga. Höfðu þeir undir höndum áhöld til frjálsíþrótta- iðkana, spjót, kúlu o.fl. í þess- um hópi voru m.a. Sigurður Gunnar Sigurðsson, núverandi formaður IR, bróðir hans Sigur Tveir snjallir tugþrautarmenn: Frakkinn Heinrich tii vinstri og Örn Clausen. Atli Steinarsson ÞEIR EFLDUST VIÐ HVERJA RAUN gísli Sigurðsson og Jóel Sigurðs- son, mesti afreksmaður íslands í spjótkaisti, keppandi í grein- inni á þriðja áratug og hand- hafi metsins enn í dag. Við áttum heima austast í Austurbænum, þar sem sem nú ■heitir Mjölnisholt. En þó við byggjum austarlega, voru nokk ur hús enn austar og sunnar og í einu þeirra bjó hlédrægur ungur drengur, rauðihærður. Hann hefði þó sennilega aldrei vakið athygli okikar, nema fyrir það eitt, hversu léttilega hainn hljóp. Á hverjum degi átti hann leið framihjá heimíl- um ok'kar þá er hann sótti mjólk eða aðrar nauðsynjavör- ur fyrir móður sína. Og alltaf hljóp hann — gekk aldrei. O.g alltaf hljóp 'hann jafn léttilega. Þeir hinir stærri gáfu sig eLnihverntíma á taíl við hann og tókst á einhvem háitt að fá þennan hlédræga pilt til s'kipulegra æfiniga. Árangurinn kom fljótt í ijós, því á skömm- um tíma var hann kominn í fremstu röð hlaupara á milli- vegalengdum og no'kkrum ár- um síðar varð haun ókrýndur konungur ísleudinga á þessu sviði. Á erlendum vettvangi vann hann mörg og glæsileg afrek, en hæst ber 1500 m hlaup hans á óvenjulega sólheitum degi í Osló 1947. Hann barðist þar við kunna hlaupara frá öðrum þjóðum, m.a. Bamdaríkjunum — og þrátt fyrir steikjandi sól- arhitann vann hann sitt glæsi- legasta afrek og setti met, sem lengi stóð, 3:53,4 mín. í 1500 m. hlaupi. Þetta var Óskar Jónsson hlaupari í ÍR. Hann var árum saman í fararbroddi í 800 og 1500 m vegalengdum og reynd- ar 5000 m einnig. Hanin stór- bætti metin og varð fyrstur til að sýna, að í þassum greinum geta fslendingar einnig staðið þeim beztu hjá öðrum þjóðum á sporði, þráitt fyrir öhagstæða veðráttu og storma hér á landi. Allitaf var Óskar jaán hilédræg- ur, en hafði alltaf sinn sér- stæða, fallega og létta stíl — þann sama og hann sýndi þá er hann hiljóp eftir nauðsymjum fyrir móður sína forðum daga. Það var kaldhæðni örlaganna að Óskar sást aldrei í keppni eftir að honum hafði verið vís- að úr keppni í 800 m hlaupi — fyrir tvö þjófstört. Hvort það skeði fyrir handvömm ræsisins eða þrákelkni Óskiars, verð- ur seint sannað. En með hon- Gunnar Iluseby býr sig undir kúluvarp. 50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.