Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 8
Eftirleikur styrjaldarinnar: fátæklingarnir, sem verio naia vítni að hruni keisaraveldisins, sækja sér eldivið í Vinarskóga. eftir að hafa fyrst skotið til bana sextán ára gamla ástkonu sína, Marie von Vetsera barón- essu, í veiðiskála sínum að Mayerling nálægt Vínarborg. Við fyrstu athugun hafði þessi atburður — ef frá eru talin hin sorglegu endálok hans — til að bera ÖU þau málsatvik er finna mætti í söngleik eftir Lehár. Þarna var glæsilegur prins og yndisleg barónessa — „sérkennilega fögur stúlka og vel vaxin“ að sögn brezks liðsforingja, sem þekkti hana. Ástarævintýrið átti sér stað í efsta þrepi þjóðfélagsstigans með valsa, einkennisbúninga og tryl'lta ungverska tónlist á bak sviðinu. Rúsínan í pylsuend- anum var svo skrautlegur veiðiskálinn langt inni í Vín- arskóginum, þar sem elskend- urnir hittust í hinzta sin.n. Það var allt svo dapurt og óend- anlega rómantískt, að þetta unga fólk skyldi hafa dáið vegna ástar sinnar. Sögnin um Mayerling er svo sem nógu auð skilin. En atburðurinn var, eins og þjóðfélagið, sem hann átti sér stað í, aðeins geðfelldur á yf- irborðinu. Hann var vægast sagt ógeð^legur og í hann óf- ust sterkir þættir geðveiklun- ar. Þeir sem næstir stóðu harm- leiknum þegar hann var upp- göijvaður, skynjuðu þetta og nokkur tilraun var gerð til að breiða yfir sanmleikann. Lík stúlkunnar var flutt á brott í vagni, fullklætt og látið sitja upprétt á milli tveggja frænda hennar. Eftir ofsalega ökuferð í rigningunni var það grafið í skyndi hjá gömlu klaustri í Heiligenkrauz. Ástæðan fyrir verknaði Ru- dolfs átti mjög lítið skylt við ást, eða við Mariu Vetsera. Hún stóð þó vissulega í sam- bandi við kynlíf og öllu meira í sambandi við hina einkenni- lega samsettu manngerð, sem hann var. Rudolf var undar- legur, þjáður og öryggislaus ungur maður, vansæll í hlut- verki sínu sem erfingi Habs- borgarkrúnunnar. Gagnstætt föður sínum var hann (þó það hljómi kynlega) gjörhyglismað- ur, sem fann að hann var kom- inn í úlfakreppu milli tveggja heima. Annarsvegar lifði hann í gleðileikjum keisaraborg- arinnar, sleppti sér lausum með bóhemum og ungum aðalsmönn um og flögraði, eins og Anatol Schnitzlers, frá einu ástarher- fanginu til annars. Á hinn bóg- inn átti þessi ungi maður í sí- felidri leit að einhverju til að réttlæta hina einskisnýtu til- veru sína. Hann lagði lag sitt við framsóknarsinnaða Vínar- búa og blandaði sér í ungversk ar stjórnmálaflækjur og sýndi á margan hátt óánægju sína með afturhaldskeiminn í stjórn föður síns. Eitt sinn skrifaði hann reyndar mjög opinskátt bréf til vinar síns, sem var rit- stjóri Neue Wiener Tagblatt. Þetta bréf innihélt athyglis- verða spá um framtíðina. „Það hlýtur að koma mikill og vold- ugur afturkippur", skrifaði hann, „þjóðfélagsleg bylting, sem ný Evrópa mun rísa og blómigasit úr, eirus og eftir lang- vinnt veikindatimabil". Atburðurinn í Mayerling átti sér ekki rætur í ást, heldur ör- vílnun — og taugaveiklun. Það sýnir ljóslegar en mcirgt ann- að hugarstríð og óvissu tíma- bilsins, að upp úr þessum jarð- vegi er Sigmund Exeud vaxinn. I bréfi sem Freud skrifaði árið 1892 er setning, sem ve'l gæti átt við harmleikinn í Mayer- ling: „Taugaslen eða líkir taugasjúkdómar eru engir til sem ekki stafa af truflun á kyn- lífinu.“ í starfi sínu sem prófessor í taugasjúkdómafræði við háskól ann í Vín í nærfellt fjörutíu ár, hélt Freud áfram að leita und- ir yfirborð tilverunnar og finna þar óvissu og vansælu. í skilgreiningum hans á sá'iar- lífi hinna hrjáðu Frúa og Frök- ena sem honum bárust til læknisfræðilegrar athugunar, mátti sjá upplausn og ágrein- ing Vínarborgar eins og í hnotuskurn. Að áliti Freuds var yfirborð tilverunnar mark- leysa ein, það sem lá hulið und- ir því skipti öllu máli. Það er vissulega engin tilviljun að maðurinn sem uppgötvaði und- irvitundina var Vínarbúi, því hvar annarsstaðar í heiminum duldist jafnmikið af skuggaleg- um og óviðráðanlegum öflum undir hinu glitrandi yfirborði? Það var í Vínarborg, sem ör- eiginn Hitler uppgötvaði stjórnmálalega möguleika Gyð- ingahatursins. Á síðari hluta nítjándu aldarinnar var borgin lífvænlegur griðarstaður fyrir Gyðinga, sem sóttu hugsvölun í vitundina um að yfirstéttln f Vín leit með lítilsvirðingu á hið ruddalega við Gyðingahatur. Hinsvegar hafði Karl Luger, sem var borgarstjóri í Vín frá 1897 til 1910, byggt vald sitt á háværum and-Gyðinglegum á- róðri, sem hann beindi til lægri stéttanna — fólksins, sem er á allt var litið, átti litla hlut- deild í hin'U ljúfa lifi þeirrar Vínarborgar, sem umheiminum var sýnileg. Síðarmeir hrósaði Hitler Luger fyrir „rétt mat á hinum þjóðfélagslegu öflum“ og fyrir skilning hans á því að „stjórnmálalegur baráttumáttur yfirstéttarinnar er hverfandi lítill“. Hin óhrjálegu umbrot urðu ekki bæld niðri til 'lengdar og að lokum komu örvæntingin, ráðþrotið og upplausnin fram á sjónarsviðið í Vín. Lífsviljinn var þorrinn og með honum krafturinn til að stjórna. Þeg- ar tuttugasta öldin rann upp var Franz Jósef einfaldlega orð inn otf gamail. Hann hafði orð- ið að þola of margt: árið 1867 hafði bróðir hans Maximilian verið tekinn af lífi í Mexico, sonurinn Rudolf hafði framið sjá'lfsmorð, níu árum síðar var kona hans, Elizabeth myrt af stjórnleysingja, og árið 1914 var frændi hans Franz Ferdi- nand svo myrtur í Sarajevo. sálgreiningarinnar, Freud, boð- inn og búinn til að veita hjálp sína fórnardýrum hins sjúka og kynlífsspillta þjóðfélags. „Guð“, sagði hinn aldni þjóð- höfðingi, „hann hefur ekki hlift mér við neinu“. Gáfaðir menn tóku að gera sér grein fyrir því, að ein- hverju var senn að verða lokið og að þeir gætu ekki lengur lifað á frauði og tálmyndum. Líkfylgd Franz Josefs gengur hægt út úr höllinni árið 1916. Líf mitt licfur engan ávöxt borið“, sagði keisarinn sannspár er liin tortímandi heimsstyrjöld brauzt út, „ég liefi lifað til einskis“. 40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.