Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 30
>vf norðar sem dregur, þeim mun mikilvægari eru jólin að mínu áliti. Þar á ég ekki við helgi þeirra, því hún hlýtur alls staðar að vera jafn mikil, heldur hátíðarbrigðin. Jafnvel sunnarlega sem í Danmörku eru jólin dásamleg tilbreyting í öllu krapinu og leðjunni, en i Thule fylgir jólunum einnig gleði yfir því, að hið þrúgandi myrkur leggst þá í undanhald. Jólin eru fyrst og fremst há- tíð barnanna og heimsskauta- eskimóarnir varðveita alla tíð sína barnsgleði, sem er svo hlý og rík, að hún hlýtur að hrífa alla, sem henni kynnast. Jólaundirbúningurinn hefst þegar í septemberbyrjun, með- an enn er siglandi um fjörð- inn fyrir ís og snjórinn hefur ekki enn lagzt yfir allan gróð- ur. Einn frostbjartan septem- berdag leggjum við upp ásamt nokkrum eskimóum og höldum þvert yfir fjörðinn til nágrenn is Knud Rasmussens-jökuls, þar sem við vitum að vex kræki- lyng. í þessari för söfnum við krækilyngi í sex sekki og í leið- inni skjótum við nokkra fugla, héra og seli. Krækilynigssekkj- unum komum við fyrir á góðum stað, þangað sem þeir verða svo sóttir skömmu fyrir jólin. Krækilyngið notuim við til að skreyta með greni- stofna og kústasköft, sem þann- ig fá á sig svip ekta danskra jólatrjáa. Desembermánuður líður hjá í einu hasti. Við erum öll önnum kafin við jóalundirbúninginn og eftirvænting litlu grænlenzku sjúklinganna okkar er okkur hvatning til að búa allt sem bezt úr garði. í litlu eldavélinni bökum við heilmikið af alls kyns jóla- brauði, kleinum, brún'kökum, gyðingakökum, hringabrauðum o.fl. o.fl. Við búumst við um 180 gestum yfir jóladagana, og margir þeirra hafa ferðazt 2— 300 kílómetra leið í 40 stiga frosti ,og við ætium ekki að láta þá koma að tómum kofunum hjá okkur. Á kvöldin leiðbein- um við sjúklingunum við að gera hjörtu og kramarhús, þeir skreyta þau eftir eigin höfði og hver vel unninn hlutur vek- ur mikla hrifningu. Lítill drengur vill, að móðir hans fái hjartað, sem Savfak gerði, því það hjarta tekur öllu öðru fram. Rúmlega tvö hundruð hjörtu og kramarhús eru búin til. Síð- an eru þau fyllt af margs kyns góðgæti, góðgæti, sem eski móarnir aðeins sjá og braigða á jólunum. Þegar gestirnir svo halda heim úr boðinu taka þeir eitt hjarta eða kramarhús af grindinni — sumir taka fleiri, því heima bíða vinir og ætt- ingjar, sem ekki áttu heiman- gengt til jólaboðsins. Litlu sjúklingarnir okbar þreytast aldrei á að virða þessi litskrúðugu hjörtu og kramar- hús fyrir sér og barnsandlitin Ijóma í aðdáun og tilhlökkun. Við búum líka til blómsveiga, tökum fram kertastjakana og teiknum stórar jólasveinamynd ir,smám saman fær sjúkrahús- ið á sig hátíðarblæ, sem reynist framar öllum vonum litlu sjúkl inganna og undrún þeirra og hrifning gleðja okkur hjúkrun arfólkið og hlýja okkur svo undarlega vel um hjartaræt- urnar. Aage Gilberg r o Grænlands grund Úrdráttur úr bókinni Nyrzti lœknir í heimi En mestu ánægjuna höfum við hjónin af að útbúa jóla- gjafirnar, búa þær tit og pakka þeim inn sem bezt við kunnum. Þetta eru jólagjafir til allra sjúklinganna, þjónustufólksins okkar og annarra, sem við höf- um mest saman við að sælda. Þessi ánægja er svo ríkuleg, miklu auðugri en ánægjan, sem við fundum til, þegar við heima í Danmörku útbjuggum jóla- gjafirnar til vandamanna okk- ar. Hér setur allur hópurkm traust sitt á gjörðir okkar og við viljum ekki valda neinum vonbrigðum. Mitt í öllu. þessu annríki sitj- um við svo nokkur kvöld við út varpið og hlustum á jó'lakveðj- urnar að heiman. Ég hef heyrt fólk heima í Danmörku hafa orð á því, að það vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af því að hlusta á jólakveðjurnar til Grænlands. — ,,Það er eitthvað svo hrærandi að hlusta á kveðj urnar“, segir það,en hvaða á- hrif haldið þið, að þær hafi á okkur, sem iangt í norðrinu söknum félagsskapar vina og vandamanma? Við eigum ágætis ferðaútvarp og þarna sitjum við; 1200 kílömetra fyrir norð- an heimskautsbaiuiginin og hlustum á hlý orð frá fólkinu heima, það er engu líkara en fólkið sé komið inn í herbergið til okkar og það fer fyrir okk- ur, sem öðrum Dönum í Græn- landi, við klökiknum. Mikið eigum við annars út- varpstækninni að þakika. Af og til getum við samt ekki varizt brosi, t.d. þegar í kveðj- unum til Julianehab og Ivigtut ko.ma fram óskir um, að fólk- inu þar megi lukkast að þreyja myrkrið, því á þessum stöðum, sem eru um 2000 kílómetrum sunnar en Thule, veit fólkið ekki, hvað það er að þreyja myrkrið. Þessar óskir sýna, hvað almenningur í Danmörku veit raunverulega lítið um Grænland. Ég hef það oft á til- finningunni, að almenningur á- líti Grænland vera eyju á stærð við Langaland og haldi því, að í Grænlandi þekki allir alla; að Petersen í Godtháb hljóti að þekkja Hansen í Hvalrosodden, hvað þá Nielsen í Upernavik. Loks rennur aðfangadag- urinn upp, fagur og bjartur. Kvöldið áður, þegar ég bauð börnunum góða nótt, þrýstu þau hönd mína, blikkuðu mig og hvísluðu: „Nakorsak, á morgun koma jólin.“ Klukkan tólf snæðum við hádegisverð með sjúklingunum, þeir, sem rúmfastir eru, eru bornir fram á ganginn svo þeir geti einnig notið máltíðarinnar með hinum. Þegar a'llir hafa etið nægju sína af jólagrautnum, tökum við lagið, bæði á dönsku og grænlenzku, og svo kemur að jólagjöfunum. Aldrei mun gleði þessara litlu grænlenzku barna líða mér úr minni, hrifning þeirra yfir fábrotnum gjöfun- um og hvernig þau drógu mig afsíðis til að sýna mér það, sem þau höfðu fengið. Síðar um daginin fer ég í sjúkravitjun. í öllum litlu jarð- húsunum er þröng á þingi, þar eru jólagestir að norðan og sunnan, al'lt frá kornabörn- um, sem í pokum á baki mæðra sinna höfðu farið sína fyrstu langferð yfir hafísinn, til gam- almenna. Þrátt fyrir stöðugan gestagang eru gólfin í húsun- um tandurhrein og í frumstæð- um stjökum skína nokkur jóla- Ijós, stjakarnir eru ýmist úr mislitum pappír, eða skornir út úr klébergi. f mörgum húsanna hanga líka uppi nokkur hjörtu eða kramarhús, sem íbúarnir hafa tekið heim með sér úr fyrri jólaboðum í sjúkrahúsinu. Og sumum hefur tekizt að verða sér úti um nokkur jóla- kort, sem þeir skreyta með blað fóðraða veggina. í öllum hús- um hangir skerpukjöt og mat- arlyktina leggur um állt. Því miður hafa gestirnir að norðan smitað nokkra heima- menn af kvefi, tvo unga menn verð ég að láta flytja í sjúkra- húsið, því þeir eru komnir með lungnabólgu, en hini.r sleppa með vægt kvef og sár- indi í hálsi. Allir, sem vettlingi geta vald- ið, sækja kirkju. Vegna nýju sjúklinganna kem ég aðeins of seint, en heyri þó jólaguð- spjallið lesið, bæði á græn- lenzku og dönsku. Litla tré- kirkjan er ljósum prýdd og tvö stór jólatré standa í kór. Og svo er það klæðnaður fólks ins. Alilir eru í nýjum fötuim sem eru falleg og einföld í senn. Allar konurnar eru í nýjum refaskinnsbuxum og síðar um kvöldið, þegar konurnar heim- sækja sjúkrahúsið, gizka ég á, að samanlagt verðmæti kven- buxnanna sé um 50.000 krónur (danskar). Og mér flýgur í hug: Skyldi nokkur maður hafa haldið jólag'leði og fengið til hennar konur í svo dýrum buxum? Prestur í Danmörku getur alltaf átt von á smátruflunum meðan hann flytur jólapredik- un sína, einhverjum verður ó- mótt í þrönginni eða litlu barni liggur of hátt rómur, þegar það spyr móður sína um eitt eða annað. En í Grænlandi verður presturinn að kunna að taka meiri truflunum. Öll fjölskyld- an sækir kirkju og álgengt er að sjá móður taka barn sitt upp úr bakpokanum og leggja það á brjóst. Önnur móð- ir heyrir skyndilega að sér hvíslað: „Mamma, ég þarf að pissa“, og þá dregur hún fram undan kirkjubekknum tóma niðursuðudós, isem barnið piss- ar svo í. Þetta kemur okkur Dönunum einkennilega fyrir sjónir, en enginn annar skeytir hið minnsta um það, því hér þykir þetta ekkert tiltökumál. Guðsþjónustunni lýkur með því, að þríraddaður kór syngur nokkra grænlenzka sálma. Nokkrar kornabarnamæður eru í kórnum og þegar kórinn hefur upp raust sína, hefja börnin sem nú njóta ekki mæðra sinna, einnig upp sínar raddir, en enginn lætur börn- in trufla sig í söngnum, sem hljómar reglulega fallega. Áður en gengið er úr kirkju dansa börnin smástund^ í kring um jólatrén í kórnum. Á meðan 'he'ld ég heim til að ganlga úr skugga um, að allt sé í röð og reglu í sjúkrahúsinu — jú, jóla tréð stendur fagurlega skreytt í stóra ganginum. Litlu sjúkl- ingarnir fá að hjálpa til við að kveikja á kertunum og í næstu andrá streyma gestirnir að úr kirkjunni. Við höfðum að vísu aðeins átt von á vandamönn- um sjúklinganna okkar þetta kvöld, en allir kirkjuigest- irnir koma og dvelja drjúga stund. Þeir brosa ánægðir, þrýsta hendur okkar og l'á/ta gleði sína í ljós á ýmsan máta og við erum önnum kafin við að bera fram súk'kulaði og kOkur. Svo syngja aTllr jðla- sálma og dansa í kring um tréð. Við og við dregur eiinhver gestanna okkur afsdðis, sting- ur hendinni í vasann á hettuúlpunni sinni eða í stígvélalegginn og dregur upp lítinn böggul sem er vafinn dagblaðapappír. Þennan böggul réttir gesturinn ok'kur um leið og hann segir — og augu hanis tindra af eftirvænt- ingu. „Itlit — þetta er handa þér.“ Aldrei hafa nokkrar jóla- gjafir glatt mig meira en þess- ar, lítill hlutur skorinn í rost- ungstönn, stígvélaþvengur tófuskott eða eitthvað annað. Hversu barnalegir gefendurn- ir eru, þegar þeir afhenda gjöfina, og gleðin, sem þeir hafa af því að koma mér á óvart — mér, manninum, sem 1 þeirra auiguim á a'llt, sem hægt var að hugsa sér. Þessar gjafir geymi ég sem dýrmætar minn- ingar. Það er ekki fyrr en um níu- leytið um kvöldið,að við hjón- in fáum tóm til að setjast við okkar eigið jólaborð og snæða hrísgrjónagraut og gæs. Aðlok inni máltíðinni tökum við upp gjafirnar að heiman og þau mörgu bréf sem okkur hafa borizt, sum þeirra eru skrifuð svo snemma sem í júnímánuði. Margir vorkenna okkur að eyða aðfangadags'kvöldinu svo fjarri vinum og ættingjum. Auð vitað mundum við vilja vera hjá þeim, en ókkur kemur sam- an um, að við höfum áldrei áð- ur lifað betri né hamingjusam- ari jól en þessi, sem við höld- um í frosti oig myrkri, með glöðu og hjartahreinu fólki, sem allt er okkur kært. í Evrópu er flestum gjarnt að sýna isína betri hlið á að- fangadagskvöld, en það stend- ur ekki ’lengi — aðeins dauft skin af því mannlífi, sem allt- af ætti að sitja að völdum. f Thule ríkir friður og elska manna í meðal jafnt virka daga sem aðra. Alla jólavikuna eru gestir að líta inin og við að fara í heim- sóknir til fólksins. Öll hjörtun okkar og kramarhúsin ganga út og í staðinn borðum við svo mikið kjöt, að við verðum enn syfjaðri en við eigum vanda til. Hátíðahöldin rísa hæst á Framlhald á bls. 64 62 LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.