Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 26
í umsjá Baldvins Jónssonar og Sveins Guðjónssonar Upptölcur og f Rœtt við Andrés Indriðason Andrés Indriðason er flestu ungu fólki vel kunnur fyrir störf sín á undanförnum árum. Andrés lauk stúdentsprófi frá M.R. 1063 og hóf hann þá starf á Morgunblaðinu við blaða- mennsku, auík þess sem hann hóf nám í ensku við Háskóla íslands. Einnig kenndi hann við Gagnfræðaskóla verknáms. 5>á var hann ásamt Markúsi Erni Antonssyni, með þátt í Hljóðvarpinu sem hét „Með ungu fólki. Einnig hefur hann séð um uniglingasíðu í Vikunni sem ber nafnið „Etftir eyranu'*. Þennan unga og athafnasama mann hittum við að máli í byrj un desember og ræddum við hann um starf hans við Sjón- varpið, en þar hefur hann unn- ið síðan það tók til starfa. — Hvernig vildi það til, að þú réðst til starfa hjá Sjón- varpinu? — I>egar mér var boðið starf- ið, var ég búinn að ákveða að fara ti'l Englands til að læra þjóðfélagsfræði og var ég bú- inn að fá skólaivist þar. En ég hætti við það strax og mér var boðið til Sjónvarpsins og sá ég ekki eft.ir því. — Hvernig byrjaði svo starf þitt þar? — Fyrst fór ég til Árósa og var þar í 3 mánuði á námskeið- Um fyrir sjónvarpsstarfsmenn. Síðan var ég í Kaupmannahöfn í 2 mánuði 1966. >ví næst kom ég heim og var þá lokaundir- búningur hafinn hjá Sjónvarp- inu en það byrjaði svo útsend- ingar 30. sept. — Hvaða upptökur eru á döf inni hjá þér í desember? — Það eru fimm þættir, sem allir verða sýndir um jólin og áramótin. Fyrst er spurninga- þáttur með nýju sniði, sem hef- ur hlotið heitið „Fjölskyldurn- ar“. Þessi þáttur verður flutt- ur annan í jólum. Spyrjandi verður Markús Á. Einarsson, veðurfræðinigur, en dómari pró- fessor Bjarni Guðnason. Síðan er söngur Kennaraskólakórsins undir stjórn Jóns Ásgeirsson- ar. Kórinn, sem telur hvorki meira né minna en hundrað manns, syngur að þessu sinni jólalög, og verður þátturinn fluttur 28. des. Síðan tekur við önnur kórupptaka: Pólífón kórinn syngur jólalög í Krists- kirkju, og verður sá þáttur fluttur á aðfangadagskvöld. Þá eru eftir tveir skemmtiþættir, hinn fyrri með hljómum, en þeir munu flytja vinsælustu lögin, sem út hafa komið á ísl. plötum á þessu ári — og verð- ur sá þáttur fluttur annan í jólum. Hinn skemmtiþátturinn er Áramótaskaup, sem Flosi Ól- afsson og Ólafur Gaukur hafa sameiginlega umsjón með að þessu sinni. — Þetta eru mjög ólík við- fangseíni. — Það er nú einmitt það skemmtilega við starfið. Við- fangsefnin eru síbreytileg og maður er alltaf að fást við eitthvað nýtt. Því er samt ekki að neita, að það getur verið bagalegt að hafa marga þætti í takinu í einu. En við erum sem stendur aðeins tveir, sem eigum að sjá um upptökur á öllu efni utan fræðsluefnis, Tage Ammendrup og ég, og við verðum að skipta upptök- um á milli okkar. Tage er ein- hver mesti vinnuforkur, sem ég hef kynnzt um dagana, og þess vegna er mér ekki stætt á neinni ástæðu til að barma mér, þegar ég hugsa til þess, hverju hann fær áorkað! — Upptökurnar eru væntan- lega skipuliagðar langt fram í tíman? — Yfirleitt fjórar ti'l sex vikur. Fyrirvarinn er jafnvel meiri, ef um viðamikliar upp- tökur er að ræða, eins og t.d. leikrit. Mestur tími fer í skipu- lagningu upptökunnar. Þegar á hólminn er komið verður allt að vera klappað og klánt. Þá hefur stjórnandinn gert sér fullkomna grein fyrir því, hvemig á að haga upptökunni og skýrt tæknimönnum og flytj endum frá því. Það væri hið mesta glapræði að brjóta heil- ann um slíkt í sjálfri upptök- unni. í sjónvarpinu má segja með sanni, að hver mínúta sé dýrmæt, þegar þess er gætt, að við hverja upptöku starfa um tuttugu manns fyrir utan þá, sem koma fram. Ábyrgðin, sem á stjórnandanum hvílir er því ekki svo líti'l. — Hvaða upptökumöguleik- ar eru fyrir hendi, þegar á- kveða á, hvernig eigi að taka upp einhvern ákveðinn þátt? — Annars vegar er upptaka í upptökusal, eða stúdíói, eins og við segjum gjarna, og hins vegar kvikmyndun. Á þessu tvennu er nokkur munur, og sá helztur, að við stúdíóupp- töku eru notaðar þrjár töku- vélar eða fleiri samtímis, og upptakan fer inn á myindsegul- band. Kvikmyndataka tekur yf irleitt lengri tíma, bæði hvað snertir undirbúning og tökuna sjálfa, en aðalstarfið hefst þó raunar ekki fyrr en að töku og framköllun lokinni, þ.e. þegar iað klippingu myndarininar er komið. Sé um hljóðupptöku að ræða samtímis, þarf að yfir- færa hljóðtökuna af hinu venjulega segulbandi yfir á 16 mm tónband — og þegar ö'll filman hefur verið bútuð niður, er hægt að hefja klippinguna eða samsetninguna og samhæía myndina hljóðinu. — Margir hefðu áreiðanlega áhuga á að vita, hvernig upp- taka gengur fyrir sig. Gætirðu lýst því í stuttu máli, hvernig stúdíóupptaka fer fram. — Við getum tekið fyrir einhvenn ákveðinn þátt, til dæmis Áramótaskaupið, sem nú er í undirbúningi. Flosi Ólafs- son og Ólafur Gaukur hafa um- sjón með þættinum, eins og það heitir. Það merkir, að þeir leggja til handritið og frum- hugmyndir að gerð þáttarins, en síðan er mitt verk að vinna úr því. Nú er það svo í þessum þætti, að atriðin eru ýmist kvikmynduð eða tekin upp í stúdíói — og það telst mitt verk, að dæma um, hvor upp- tökuleiðin skuli farin hverju sinni. Þátturinn verður sem- sagt samsettur úr ótal smáþátt- um, sem síðan verða tengdir saman í eina heild. Upptaka í stúdíói mun fara fram 16., 17. og 18. des., en handritið fékk ég með hálfsmánaðar fyrirvara. Á þessum hálfa máinuði frá því handritið er ti'lbúið og þar til upptakan fer fram gerist þetta: Flosi sér um að æfa allla leik- þætti, en við höfum í næsta húsi lítinn æfinigasal, sem við nefnum Hollywood! Ólafur Gaukur æfir músikina, semur eitthvað sjálfur, útsetur allt og æfir með sínu fólki og er til- búinn í hljóðupptöku tveimur dögum áður en myndupptakan fer fram. Meðan þetta fer fram er mitt verk að skipuleggja fyrir myndaupptökuna, fylgjast með æfingum, þar sem ég geri mímar athugasemdir, ef þörf er á. Leikþættirnir eru æfðir eftir annarri formúlu en fyrir leiksvið, þ.e. fyrir tökuvé'larn- ar þrjár, og við Flosi vi-nnum í sameiningu að staðsetningum leikaranna. Síðan merki ég í handritið hvar hver myndavél á að vera staðsett hverju sinni og hvað vélarnar eiga að gena. f því sambandi þarf að taka ýmislegt með í neikninginn, til dæmis linsustærðir, en á hverri tökuvél eru fjórar linsur og er útbúnaður á vélunum til að skipta yfir á hverja þá linsu, sem nota þarf. Linsurnar eru ólíkar í eðli sínu, eftir því, hvaða stærð á í hlut. Þegar gleiðar linsur eru notaðar, má færa vélina fram og aftur og út á h'lið, en þegar þrengri lins- urnar eru notaðar, er ekkert hægt að hreyfa vélamar. Þeg- ar ég svo veit nákvæmlega, hvernig staðsetningarmar verða, geng ég á fund teikmyndateiknarans, Bjöms Bjöjrnssonar, og skýri honum frá mínum þörfum varðandi sviðsmyndina. Hann skipuleggur síðam sviðsmyndina og teiknar hana inn á sérstakt „stúdíóplan“. Næst gerist það, að stjómandi heldur fund með tæknimönnum og leikmyndaiteiknara. Þeir tæknimenn, sem fuindinn sitja, eru ljósameistari, hljóðupp- tökumaður og einn hinma þriggja myndatökumanna. Á fundi þessum skýrir stjórnandi frá því, hvernig hann ætlar að haga upptökunni, og síðan er rætt um stúdíóplanið með tilliti til lýsingar, hljóðupp- tökunnar, þ.e. hvar hljóðnem- ar eiga að vera, og mynda- tökumaðurinn vill fá að vita, hvernig á að haga myndatök- unni. Samþykki fundurinn stúdíóp'lanið, getur leikmynda- deildin hafizt handa um smíði leira tjalda, ef um slíkt er að ræða, svo og útvegunn þeirra leik- muna, sem etv. þarf að möta. Og svo rennur upp sú stund, þegar upptakan skal hefjast. Undirbúningsstarfinu er lokið. f upptökusalnum eru mynda- tökumennirnir þrír komnir að vélunum, og aðstoðarmenn þeirra, svokallaðir kapladrag- arar, eru líka á sinum stað. Myndatökumennirnir hafa heyrnartól og eru í sambandi við stjómandann, sömuleiðis sviðsstjórinn, en hann er í rauninni tengiliður milli stjórn andans og þeirra, sem koma fram. Sem stjórnandi upptök- unnar sit ég í stjórnkiefanum. Mér til hæigri handar situx að- stoðarstúlka mín, Sigrún Dung- al, sem hefur ýmsum störfum a'ð gegna, á vinstri hönd er svo- kallaður „mixer“, en hann hef- ur fyrir framan sig takka og sleða, sem hann ýtir á, þegar hann „klippir á milli mynda- vélanna" eftir fyrirmælum stjórnandans. Við hlið þessa „klippara“ si'tur svo tæknifræð ingur, sem sér um að mynd- irnar, sem myndavélarnar gefa frá sér, séu í góðu lagi, og við hlið tæknifræðingsins er svo ljósameistarinn við sitt um- fangsmikla Ijósborð. Allt þetta starfs'lið situr við langt borð en fyrir framan það er fjöldinn aflilur af skermum, fjórir fyrir myndir frá myndavélunum, og nokkrir fyrir myndir frá kvik- myndasýningarvélum og mynd- segulbandi. í öðru herbergi situr hljóð- upptökumaðurinn umgirtur seg ulbandstækjum, plötuspilurum, tökkum og sleðum. Á öðrum Stað eru einnig myndsegulbandstækin tvö og kvikmyndasýningavélarwar fjór ar, þrjár fyrir 16 mm filmur og ein fyrir 35 mm. Þetta er nú orðin löng og mikil romsa, en kannski gefur þetta nokkra hugmyind um allt umstangið! — Og hvernig fer isvo upp- takan af stað? — Þegar al'lir, sem að upp- tökunni vinna, eru tilbúnir, gefur stjórnandinn merki um að hálf mínúta sé tifl. upptöku. Þá er öllum gáttum að stúdíó- New Christy Minstrels vöktu athygli fyrir skemmitilegan söng og góða sviðsframkomu. Úr þættinum „Vor Akureyri", sem kvikniyndaður var á Akureyri. Þetta var fyrstí skemmtiþátturinn sem tekinn var á kvikmynd að öllu leyti. Það erú þeirAndrés og Rúnar Gunnarsson kvikmyndatökumaður sem snúa baki að mynda- vélinni. 58 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.