Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1969, Síða 6
Dr. Þorsteinn Scemundsson, stjarnfrœðingur:
Nærmynd tekin úr Apollo 10 yfir fyrirhuguðum lcndingarstað. Svæðið sem myndin nær yfir er
um 70 km á hvorn veg. Lendingarstaðurinn á að vera innan ferningsins, sem teiknaður er á
myndina.
STIGIÐ Á TUNGLI®
VIÐ skulum byrja á því að
setja okkur í spor þess manns
sem fyrstur stígur fæti sínum
á tunglið. Það er morgunn á
lendingarstaðnum, sólin er lágt
á lofti, svo að ójöfnur yfirborðs-
ins koma skýrt fram í skini og
skuggum. Himin-ninn er svart-
ur, því að þarna er ekkert loft
til að dreifa ljósinu og valda
bláma. í iofttóminu heyrist held
ur ekkert hljóð, nema það sem
berst með titringi eftir jarðveg-
inum. Tunglfarinn hreyfir sig
með mestu varúð. Hann er að
vísu léttur á sér, vegur aðeins
einn sjötta hluta af því sem
hann vó á jörðinni, en hlífðar-
> búningurinn er fyrirferðarmik-
±11, og margs konar útbúnaður
í bak og fyrir. Ætla mætti að
tunglíaranum yrði auðvelt um
gang vegna þess hve hann ;r
léttur, en það er öðru nær,
hanm verður miklu svifaseinni
en á jörðinni. Að vísu gæti hann
komizt hraðar áfram með því
að stökkva eins og kengúra, en
fyrsti tunglfarinn mun áreiðan-
lega ekki hætta á neitt slíkt.
Ef svo illa skyldi fara að hann
hrasaði og rifi gat á hinn loft-
þétta búning á klettanibbu,
myndi lofttæmið valda því að
hann missti meðvitund á fáein-
um sekúndum og léti lífið áður
en þrjár .mínútur væru liðnar.
En tunglfarinn veit um hættuna
og fer að öllu með gát.
Af hitasveiflum á tunglinu
fara mikílax sögur, svo að menn
kynnu að halda að tunglfarinn
eigi á hættu að stikna í sólinni
eða helfrjósa í skugganum. Að
þessu leyti eru aðstæðurnar þó
* ekki eins slæmar og af er lát-
ið. >að er að vísu rétt, að yfir-
borðshitinn sólarmegin kemst
stundum upp fyrir 130 stig á
Celsius, og á nóttunni getur hit-
inn fallið niður í 4- 150 stig,
en þessar tölur segja ekki alla
söguna. í fyrsta lagi mælist há-
markshitinn aðeins á svæðum
við miðbaug tunglsii.s, og þá að-
eins meðan sólin er hæst á lofti.
Annars staðar er hitasveiflan
mun minni. í öðru lagi verða
menn ekki varir við hita og
kulda í sama mæli og á jörð-
inni þar sem loftið getux leitt
varmann að eða frá líkaman-
um. f loftleysinu á tunglinu er
ástandið líkast því sem er milli
laga í hitabrúsa, þar sem varm-
inn flyzt aðeins með geislun
nema þar sem bein snerting á
sér stað. Ef skór tunglfarans eru
nægilega einangraðir þarf hann
ekki að óttast kulda. Hitinn er
meira vandamál, einkum ef stað-
ið er lengi í sólinni, en búning-
urinn, sem er hvítur, endurkast-
ar mestu af sólarljósinu, og
auk þess er í honum kælibúnað-
ur með vatni sem haldið er
nærri frostmarki. Sólskinið er
sterkt, tvöfalt sterkara en á
jörðinni, því að ekkert gufu-
hvolf er til að draga úr birt-
unni. Hafa því sumir fullyrt,
að tunglfarinn muni fá ofbirtu
í augun af því að horfa á yfir-
borð tunglsins. Þetta virðist
heldur ósennilegt, því að yfir-
borðið er dökkleitt víðast hvar,
mun dekkra en gerist og geng-
ur á jörðinni. Auk þess hafa
tunglfarar sólhlíf sem er áföst
hjálminum, og geta brugðið
henni fyrir ef þörf krefur.
Þá er það hið margumtc-laða
loftsteinaregn. Eins og kunn-
Ugt cr, er tunglið berskjaldað
fyrir loftsteinum, sem lenda á
því með geysihraða. Flestir þess-
ara loftsteina eru þó svo ör-
smáir að þeir myndu ekki valda
teljandi skaða, jafnvel þótt þeir
lentu á tunglfaranum. Líkindin
til þess að tung'lfarinn verðifyr-
ir stærri steinum eru hverfandi
lítil.
Útfjólubláir geislar og rönt-
gengeislar frá sólinni falla ó-
hindrað á tunglið. Þessi geislun
er vissulega afar sterk og myndi
stórskaða óvarið hörund eða
augu, en búningur geimfarans
veitir honum fullkomna vörn
gegn sliku. Öðru máli gegnir
um geimgeislana, hinar hrað-
fara rafagnir utan úr geimnum.
Til þess að verjast þeim yrðu
menn að líkindum að grafa sig
undir yfirborð tunglsins. Sem
betur fer er geimgeislastreymið
venjulega ekki svo mikið að um
bráða hættu sé að ræða, heldur
öllu fretmur vandamál sem taka
þarf tillit til við langdvalir á
tunglinu. En einstöku sinmum
ber það við, að mikill fjöldi
geimgeisla flæðir yfir tunglið.
Þessir geislar eiga upptök sín
á sólinni, myndast þar við ó-
venjulega sólblossa og berast til
tunglsins 10-30 mínútum eftir
að blossimn sést í sjónaukum.
Aðvörunartíminn er allt of stutt-
ur til þess að tunglfararnir geti
komizt til móðurskipsins sem
bíður á braut um tunglið, og
þar sem tunglferjan sjálf veitir
ekki nægilega vernd, yrði helzta
ráðið að leita skjóls í skorningi
eða hellisskúta. Það er bót í
máli að sólblossar af þessu tagi
eru sjaldgæfir (þeir sjást tæp-
lega einu sinni á ári) svo að
hættan er ekki ýkja mikil.
Af öryggisástæðum hafa
fyrstu tunglfaramir fyrirskipun
um að fara ekki lemgra en 100
metra frá tunglferjumni. Hundr-
að metrar eru stuttur spölur á
landssvæði sem er álíka stórt að
flatarmáli og Norður- og Suður-
Ameríka til samans. Samt sem
áður gera menn sér vonir um,
að í þessari fyrstu ferð fáist
svör við mörgum spurningum
um þessa merkilegu veröld,
sem í vissum skilningi er sjö-
unda heimsálfa jarðarinmar.
TILGANGUR TUNGLFERÖA
Hvaða erindi eiga menn til
tunglsins? Þetta er spurning sem
margir hafa velt fyrir sér upp
á síðkastið, ekki sízt þeir sem
hafa séð nýlegar myndir frá
tunglinu og heyrt geimfara
lýsa þessu ríki auðnarinnar.
Eins og menn vita er það ekk-
ert smáræðis fyrirtæki að
koma mönnum til tumglsins;
kostnaðurirm við tunglferða-
áætlun Bandaríkjamanna mun
nú þegar kominn yfir 20 mill-
jarða dala. Það vill svo til að
þetta er nokkurn veginn sú upp-
hæð sem við fengjum með
því að raða þ úsundkrónaseðlum
hverjum við endann á öðrum
frá jörðinni til tunglsins. Skref-
in á þessari leið eru því býsna
dýr. Ef seðlunum væri staflað
í bunka, yrði sá bunki um 200
km hár. Er vafasamt að íslenzka
ríkið hefði efni á að láta prenta
seðlana, hvað þá meir. Það er
von að menn spyrji, hvað tungl-
ferðir gefi í aðra hönd. Er það
gull eða gimsteinar, platína eða
úran?
Áður en við förum að hugsa
um námugröft á tunglinu er
vissara að athuga kostnaðar-
hliðina. Hún er ekki sem glæsi-
legust. Þeir útreikningar sem
gerðir hafa verið benda til þess
að kostnaðurinn vegna vinmu
eins manns á tunglinu muni
verða um 7 milljónir króna á
klukkustund, og að kostnaður-
irm við að koma áhöldum þang-
að verði um 1 milljón krónur á
kílógrammið. Með öðrum orð-
um: námugröftur á tunglinu
verður ekki arðbær atvimmuveg-
ur í náinni framtíð. Til saman-
burðar er vert að minmast þess,
að menn hafa ekki enm séð sér
hag í að nýta Suðurskautsland-
ið til námuvinnislu, þótt aðstæð-
ur séu þar stórum aðgengilegri.
Ávimnimgurinm af því að kom-
ast til tunglsins, að svo miklu
leyti sem við getum séð hann
fyrir, er fyrst og fremst vísinda-
legs eðlis. Rík ástæða er til að
ætla, að á tunglinu megi finma
svör við fjölmörgum djúpstæð-
um gátum sem stjömufræðing-
ar, eðlisfræðingar og líffræðing-
ar hafa lengi glímt við. En þótt
engar slíkar forsendur hefðu
verið fyrir hendi, myndu menn
samt hafa stefmt að því að kom-
ast til tunglsins af einskærum
metnaði og ævintýraþrá. Löng-
un mannsins til að kanna hið
óþekkta verður seint fullnægt,
hvorki á heimskautum jarðar,
á hæstiu fjallatimdum eða í und-
irdjúpunum. Geimfarar nútím-
ans eru beinir arftakar lamd-
könnuðanna sem fumdu ný lönd
og heimsálfur. í raunimni getuam
við ekki, fremur em landkönn-
u'ðirniir áðuir fymr, sagt fyrir
um, hvaða gagn geti orðið að
himum nýju landvinninguim. Ef
til vill vitum við ekki meira
um framtíðarnot tumglsins en
Leifur heppni vissi um fram-
tíðarmot Ameríku. Em ýmislegt
sjáum við þó, sem ástæða er
til að ræða nánar.
ÁSÝND TUNGLSINS
Tunglið sjálft er merkilegt
rannsóknarefni og býr yfir
mörgum óleystum gátum. Yfir-
borð þesis eT að fla'tarmáli á
við fjórðung af þurrlendi jarð-
ar. Áður en geimtæknin kom til
sögunnar hafði sú hlið tuingls-
ins sem að jörðu snýr verið
könnuð og kortlögð af mikilli
vandvirkni með sjónaukum. Sið-
ustu þrjú árin hafa svo Orbit-
er-flaugar Bandaríkjamanna
•sent til jarðar nærmyndir af
öllu yfirborði tuniglsins, svo að
segja má að meran hafi nú eins
mikil gögn um landslag þar
eins og á jörðinni sjálfri. Því
er þó við að bæta, að úrvinnsla
þessara nýju gagna er aðeins
skammt á veg komim og mun
sjálfsagt taka áratugi.
Þegar horft er á tunglið í
sjónaúka, virðist það fljótt á lit-
ið hvítleitt eða örlítið gulleitt
(guli blærinin stafar af ljósdreif-
ingu í andrúmslofti jarðarinn-
ar). Að öðru leyti er þar emga
liti að sjá við fyrstu sýn. Lýs-
ing geimf aranna í Apollo 8 virt-
ist staðfesta þetta; þeiir töliuð-u
um hvítgráa auðn, líkasta gipsi.
En þeir sem mest og bezt hafa
kannað tunglið í sjónaukum,
með Ijóssiíun og öðrum aðferð-
um, hafa löngum haldið því
fram, að þar væri ýmsa liti að
finna, einkanlega brún og gul
svæði. Geimfararnir í Apollo
10 staðfestu þetta eindregið.
Samkvæmt lýsingu þeirra eru
sum svæðin skínandi hvít, önn-
ur nær kolsvört, og þar við
bætist svo sérkennilegur ljós-
bt-únn litur sem víða kemur
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. júM 1969