Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1969, Page 18
sinni tunglferjuna. Ferjan er eig-
inlega í tveim hlutum. Neðri hlut-
inn hefur að geyma goshreyfil
þann, sem notaður var við lend-
inguna, og á honum eru einnig
lendingafæturnir og stiginn. 1
efri hlutanum er einnig goshreyf-
ill, sem notaður verður við flug-
takið. Neðri hlutinn verður þá eft-
ir, og er notaður fyrir nokkurs
konar skotpall.
Armstrong og Aldrin bíða þar
til Collins kemur yfir sjóndeildar-
hringinn í Apollo 11. Þá ræsa þeir
hreyfilinn og halda til móts viö
hann. Ferjan verður þá mun létt-
ari, þar sem neðri hlutinn er eftir,
en þeir félagar munu hafa með
sér nokkur kíló af jarðvegssýnis-
hornum, sem vísindamenn á jörðu
niðri bíða eftir með mikilli óþreyju.
Þeir bíða einnig með mikilli
óþreyju eftir að heyra frásagnir
geimfaranna, sem kunna töluvert
fyrir sér í jarðvegsfræði, enda
hefur Armstrong verið í læri við
Öskju hjá Sigurði Þórarinssyni og
Guðmundi Sigvaldasyni, eins og
sagt er frá annars staðar í blað-
inu.
Þeir Armstrong og Aldrin munu
að sjálfsögðu leitast við að setja
spor sín sem viðast á tunglið, þótt
þeir geti ekki farið mjög langt frá
ferjunni, þar sem súrefnisbirgðir
þeirra endast ekki nema í þrjár
klukkustundir í senn. En hugsið
ykkur tilfinninguna Að standa á
tunglinu og horfa til jarðar.
Þarna er ekkert andrúmsloft,
eins og áður hefur verið sagt.
Það er andrúmsloftið, sem hindrar
og óskýrir stjörnusýn héðan frá
jörðinni, en á tunglinu geta þeir
staðið og starað út í óendanlegan
blámann, í draugalegri, ægifagurri
turiglbirtunni, og séð stjörnurnar
blika i allri sinni dýrð, skærari og
fegurri en við fáum nokkru sinni
að sjá þær. Það hlýtur að
verða bæði undursamleg og ógn-
vekjandi tilfinning að standa í
þessari takmarkalausu auðn, einir,
fyrstir manna á annarri plánetu,
í öðrum heimi.
En þegar Armstrong og Aldrin
verða komnir yfir í stjórnfarið,
verður tunglið kvatt, og haldið
heim á leið til lendingar á Kyrra-
hafi. Geimfararnir þrír fá þó ekki
að hitta fjölskyldur sínar þegar í
stað, ræðurnar og móttökuveizl-
urnar verða að bíða enn um sinn.
Það er talið ólíklegt — en þó
ekki ómögulegt — að á tunglinu
séu einhver lífræn efni, eða „míkro
bakteríur", sem gætu haft óskap-
legar afleiðingar, ef þær „slyppu"
á jörðinni, þar sem það er alveg
eins líklegt, að menn hafi engin
mótstöðuefni gegn þeim. Geim-
fararnir þrír verða því settir beint
í sóttkví með allt sitt hafurtask,
og þar verða þeir að dúsa í þrjár
vikur, meðan gerðar eru á þeim
„hundrað milljón helvítis til-
raunir", eins og einn þeirra komst
að orði. „Þá erum við ekki lengur
geimfarar, heldur vesælar tilrauna-
kanínur". En líklega verður þeim
bætt þetta upp svo að um mun-
ar, eftir að þeir sleppa úr prís-
undinni.
HÆTTURNAR
Fyrri tunglferðir hafa gengið
svo vel, að menn hafa ekki nein-
Teikning', sem sýnir för ApoIIo
11 til tunglsins í stórum drátt-
um.
FERÐAÁÆTLUNIN
1 FÖR APOLLO 77.
TIL TUNGLSINS
Æíing á jörðu fyrir störf á tunglinu, en eitt af ]>vi sem meðferðis
verður, er lof net eins og hér er sýnt. Það verður sett þar -pp og
hé.r æfir Armstrong þá uppsetningu.
þeir fljótlega að byrja að koma
fyrir vísindatækjum, sem þeir hafa
meðferðis. Tæki þessi eru ekki
margbrotin eða þung í vöfum, en
það má gera ráð fyrir að þeim
félögum vinnist ekki eins vel og
ef þeir væru á móður jörð.
Aðdráttaraflið hefur sitt að
segja, þeir verða að venjast því
að hreyfa sig við þessar nýju að-
stæður, og svo eru þeir auðvitað
klæddir í fyrirferðarmikla geim-
búninga og með súrefnisgeyma á
baki, þannig að hreyfingarnar
verða ekki léttar.
Tækin sem þeir koma fyrir eru
jarðskjálftamælir, sólvindsmælir
og spegill fyrir leysisgeisla. Jarð-
skjálftamælirinn verður skilinn eft-
ir, og mun senda upplýsingar til
jarðar, eftir að geimfararnir eru
komnir heim. Hann fær orku frá
sólinni og í honum er geislavirkur
hitari, sem gerir honum kleift að
standast hinar köldu nætur á
tunglinu. Hann á að geta starfað
í eitt ár.
Sólvindsmælirinn verður hins
vegar tekinn með aftur til jarðar,
en hlutverk hans verður að safna
gastegundum, eða gas-sambönd-
um, eins og helium, neon, argon,
krypton og xenon.
Leysisspegillinn er einfaldlega
samsetningur sérstakra spegla,
sem endurvarpa leysisgeislum,
sem beint er frá jörðinni. Með þvi
verður hægt að fá hárnákvæmar
upplýsingar um fjarlægðir milli
jarðar og tungls, og breytingar á
snúningi jarðarinnar.
Þegar tungldvölinni lýkur, yfir-
fara geimfararnir tveir enn einu
Engin skósmíði
Einn af yfirmönnum geimferðastofnunarinnar bandarisku
minntist þess nú, að fyrr á árum var tilhneiging til að
velja flóknar lausnir í stað einfaldra. Öngþveitið, sem af
þessu skapaðist, virtist næstum xíyfirstíganlegt mannlegum
mætti og höfðu menn í huga gagngerar breytingar við
Apollo-áætlunina. Þann 27. janúar 1967 vildi svo hrapalega
til, að þrír geimfarar fórust á æfingu, er eldur kom upp í
geimfarinu á skotp.alli nr. 34 á Kennedyhöfða. Slysið leiddi
til gagngerðrar endurskoðunar á allri hönnun Apollo-geim-
farsins .„Við urðum að fara aftur í tímann og hugsa allt frá
rótum,“ segír einn af verkfræðingunum. „Og fyrst við gerð-
um það, því þá ekki að hæta við öllu því, sem við gjarnan
hefðum viljað h.afa með.“ Það var að vísu dýru verði keypt
en slysið v,ir hugsanlegur grundvöllur þess, hve Apollo-
áætlunin síðar gekk vel. Eldsvoðinn leiddi í ljós, að menn
höfðu ekki vandað sig sem skyldi. Dr. Wernher von Braun
hefur minnz.t þess, að kvöldið eftir slysið sagði forseti
Boeing-flugfélagsins, William E. Allen: „Kannski þetta
verði til þess að fólk skilur, að við erum ekki í neinni skó-
smiíði.“
1 þjálfun geimfaranna er gert
ráð fyrir ótrúlegustu atriðum.
Hér er Aldrin geimfari í fötum,
sem hann hefur s.jálfur búið til
úr fallhlíf sinni.
ar sérstakar áhyggjur af því að
eitthvað komi fyrir. En hætturnar
eru þó alltaf á næsta leiti, ná-
kvæmlega eins og í fyrri ferðum.
Nákvæmnin er svo mikil að hvergi
má muna sekúndum, sums staðar
ekki einu sinni sekúndubrotum.
Þetta hefur oft verið talið upp,
en þó er rétt að gera það enn
einu sinni.
1. Ef hreyflar Apollo 11 starfa
ekki rétt, nákvæmlega rétt, þegar
verið er að beina honum á braut
umhverfis tunglið, getur farið svo
að aðdráttarafl þess beri sigur af
hólmi og geimfarið splundrist á
yfirborði þess.
2. Ef hreyflarnir starfa ekki
rétt þegar verið er að losa það
af umferðarbrautinni, eru þeir
dærndir til að fara þar á eilífðar-
braut, og myndu deyja eftir 14
daga af súrefnisskorti.
3. Ef áfallshornið er ekki rétt
þegar þeir koma inn í gufuhvolf
jarðar, eru þeir dauðadæmdir. Ef
hallinn er of mikill, brennur geim-
farið upp, ef hann er of lítill,
skoppar það á yztu mörkum
hvolfsins, eins og verið sé að
fleyta kerlingar, og sendist fram-
hjá jörðinni.
Við þetta bætast svo nýjar
hættur í sambandi við tunglferj-
una og lendingu hennar. „Gufu-
hvolfsleysi" tunglsins hefur það I
för með sér að loftsteinar — mis-
munandi að stærð — sem sífellt
eru á ferð og flugi um himingeim-
inn, geta óhindrað lent á yfirborði
þess. Þeir myndu hins vegar
brenna upp í gufuhvolfi jarðar-
innar, áður en þeir kæmust alla
leið. Vísindamenn vita, að á
tunglinu er stöðug hríð loftsteina
og þeir skella niður með allt að
150 þús. km hraða á klst. Sem
betur fer eru þeir fæstir stórir, og
búningar geimfaranna eru það
traustir að þeim er ekki talin nein
sérleg hætta búin — nema þeir
verði óheppnir. Við skulum vona
að svo verði ekki, og að þessari
mestu ævintýraferð allra tíma
Ijúki farsællega.
Öli Tynes Jónsson tók saman.
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. júli 1969