Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 5
Formanna- vísur frá Kópanesi að Austmannsdal í Arnarfirði FYRRI HLUTI (L/ Formannsvísur þær, seon hér fara á eftir, hefi ég séð í þremur handritum. Ber þeim öllum saman um, að þær séu ortar af Guðrúnu Jónsdóttur, sem oft var kennd við Stapa- dal í Arnairfirði. Hún var fædd um miðja átjándu öld á Vatns- dalsbökkum. Ólst hún þar upp hjá föður sínum Jóni Ulfssyni, en fór svo með honum að Ósi í Mosdal í Arnarfiréi. í»ar hætti Jón faðir hennar búskap og fluttist á Barðaströnd. En Guð- rún giftist og bjó um hríð á Ósi, unz hún missti mann sinn. Flutti hún þá að Stapadal í Arnarfirði, til Jóns Bjarnason- ar hneppstjóra. Tók hún sér þar dvöl sem „próventukona" Þar var hún samfleytt í 25 ár. Með Jóni fluttist hún þá í Hringsdal í Amarfirði og dó þar um 1850, en jörðuð á Álfta- mýri. Guðrún var kunn um Vest- firði fyrir gáfur og þótti val skáldmælt. Um hana orti Bjarni Þórðarson skáld á Siglunesi á Barðaströnd þessa vísu: „Mestur vandi Sóns um sjá sýnir andann ríka; Vesturlandið ekki á eyju banda slíka1'. Það er vissa fyrir því, að Guðrún hafi ort mikið af ljóða- bálkum og lausavísum. Margt af þessu er algerlega glatað, en sumt er varðveitt í handritum. Má t.d. rrefna það, að á Lands- bókasafninu eru til: „Rímur Af Bragða Mágusi Jarli“, sem hún hefir örugglega ort. Þessar rím- ur e<ru skrifaðar á árinu 1843 og fullyrt, að þær séu með eig- in hendi skáldkonunnair. Þótt hún sé sennilega á níræð- is aldn'i, þegar hún skrifar þess ar rímur, er höndin styrk. Þessar rímur eru afar langar og því mikið verk. En hún virðist hafa verið afkastamikil á sviði skáldskaparins. Hún var gáfuð, orðsnjöll og kunn- ug ýmsum kenningum, sem al- mennt voru notaðar í rímna- kveðskapnum. Sjálf mun hún hafa gert fremur lítið að því að búa til kenningar. T. d. virð- ast þær kenningar, sem hún notar í Formannavísunum, yf- irleitt vera aðfengnar. En hún er snjöll að nota þær. Gaman væri að eiga orða- lykil yfir kenningarnar í For- mannavísunum. Ef til vill verð- ur einhverntíma gerður slíkur orðalykill. í stað þess að gera slíkan orðalykil, hefi ég leitast við að fá u pplýsingar um þá for- menn, sem nefndir eru í vís- unum. Þar hefi ég orðið að njóta aðstoðar margra Arnfirð- inga og skal ég nefna aðeins fáa þeirra sem dæmi um það, hvert leitað hefir verið upp- lýsinganna: Ingivaldur Niku- lásson fræðimaður, Guðmund- ur V. Jónsson, fyrrv. skip- stjóri, Samúel Jónsson listamað- ur, Þórður Njálsson bóndi, all- ir í Arnarfirði. Nokkuð greinir á um það, hvenær þessar vísur muni vera ortar. Sighvatur Borgfirðingur, hinn kunni fræðimaður, segir þær ortar 1791, en t.d. Ingi- valdur Nikulásson fræðimaðuir telur þær ortar nokkru síðar. Við samanburð á handritunum verður vart nokkurs orðamis- munar í sumum vísunum. Eftir því, sem ég hefi kynnt mér, virðist handrit Ingivaldar bezt, svo að ég mun fylgja því að mestu. Eg vil svo geta þess, að við leit mína að upplýsingum um þá, sem í rímunum eru nefnd- ir, hefi ég stuðst mikið við kirkjubækur, en þær eru víða illa farnar, einmitt frá þessu tímabili, svo að ekki er unnt að lesa sum nöfnin þar. Samt hafa þær orðið mér að öðru jöfnu til mikillar hjálpar, þar sem þær eru greinilegar. Skal iíú tekið til við vísurn- ar. í þeim er fólginn mikiil fróðleikur um arnfirzka sjó- menn frá löngu liðnum tíma. En víst er um það, að margir Arn- firðingar, bæði heima og heim- an, eiga sér forfeður meðal þeirra, sem í vísunum eru nefndir. Gríðar hvessir gustur nú geð af sessa láði, Úrnis-messu byrjar brú brag í vessa ráði. Firða snjalla í fræði skal fingramjalla-selja formenn allt úr Austmannsdal að Kópfjalli telja. Skúli arfi Guðmunds glaður græðis-tarfi stýrir, í formannsstarfi fullhugaður fróns um karfamýri. Skúli Guðmundsson bjó á Neðrabæ í Selárdal,, og var kominn þangað með foreldrum sínum frá Uppsölum í Selárdal. Hann tók við búi á Neðrabæ 1791, en fluttist að Holti í Fífustaðadal 1794. Hann kvænt ist fyrst Guðríði, dóttur Odds bónda Magnússonar að Holti í Fífustaðadal. En hann missti hana eftir fremur stutta sam- búð. Skömmu síðar kvæntist hann Ingibjörgu, systur Guð- ríðar. Skúli var smiður og sjó- sóknari mikill. Hann var hreppstjóri í Ketildölum. Hann var fæddur að Uppsöl- um í Selárdal um 1763, en dó að Holti 25. maí 1840. Síðustu ár ævinnar var hann blindur. Dröfn ósmá þó drífi fley dælu á með hölum, hefring bláan hræðist ei Hallur frá Uppsölum. Hallur Hallsson var mikill sjósóknari og hinn mesti dugn- aðarmaður í hvívetna. Hann bjó fyrst að Uppsölum í Sel- árdal, en fluttist síðan (líklega 1794) að Neðrabæ, en síðast að Skeiði í Selárdal. Hann átti 'fyrir konu Ingveldi Guð- mundsdóttur, systur Skúla í Holti. Hallur og Ingveldur áttu m.a. þessi böm: Guðrúnu, Guð- ríði og Hall. I»ó æsi vimur Ægis-kvon, éls að kima væðist, Jón frá Rima Sigurðsson svaltcigs brim ei hræðist. Jón Sigurðsson býr að Rima í Selárdal árið 1790, ásamt konu sinni Halldóru Þorsteins- dóttur og börnum þeirra Bjarna og Guðrúnu. Þá er Jón 51 árs. Helgi á Skeiði flýtir för fram á reiðavalinn, handagreiður hleypir knör hlés um breiða salinn. Helgi Björnsson er 57 ára 1790. Þá býr hann á Skeiði með konu sinni Guðrúnu Þorkels- dóttur (49 ára) og börnum þeirra Jóni og Þórdísi. Frá Kirkjubóli bóndinn Jón, bör orms-stóla mætur, súðaljón (hjól?) um fiska frón frægur róla lætur. Hér mun vera átt við Jón bónda á Kirkjubóli í Fífustaða- dal, föður Þorsteins á Kirkju- bóli, föður Guðmundar smiðs á Fífustöðum og Skeiði. En sá Guðmundur var faðir Guðríð- ar á Sveinseyri í Tálknafirði, sem gift var hinum kunna at- orkumanni Guðmundi Jónssyni hreppstjóra. Ég hefi talið formenn frí flóðs við svalar bríkur í Yztadal, og annað því óðarhjalið víkur. Sperðlahlíðar-Sigurð senn sels um víða jörðu mega lýðir líta enn, létt sá kvíðir hörðu. Sigurður þessi hefir verið bóndi í Sperðlahlíð í Suður- fjörðum, ásamt Bjarna nokkr- um, árið 1789, en árið 1790 er aðeins Bjarna getið sem ábú- anda, en ekki Sigurðar. En svo á árunum 1791 og 1792 er Sig- urður talinn í Sperðlahlíð, en búlaus, þar nefndur Sigurðs- son. Þar virðist hann vera allt til ársins 1794, en þá er Sig- urður Sigurðsson talinn í Trostansfirði. Þar er hann tal- inn síðast 1820. Hann bjó á 714 hundraði. Eftir það finnst hann hvergi í bændatali Suð- urf j arðahrepps. Af Krosseyri Ólafur álmafreyr, með skyndi áfram keyrir óliræddur áls um leira strindi. Olafur Bjarnason var orð- inn bóndi á Krosseyri í Suð- urfjarðahreppi 1788, en síðast er hann talinn þar 1812. Trostansfjarðar-Bjarni þrátt bárujarðar dýri, geyst við harðan gjóluslátt gautur barða stýrir. Bjarni Bjarnason var bóndi í Trostansfirði 1789—1820. En 1821 er Sigríður Bjarnadóttir tekin þar við búinu. Er ekki fjarri að álíta, að hún hafi ver- ið dóttir hans. Af Fífustöðum seggir sjá sílatröðum nærri, Sigurður löðurs-essi á elfu-röðull fjærri. Mun vera Sigurður Jónsson, sem 1790 er bóndi á Fífustöð- um. Kona hans er Guð- rún Magnúsdóttir, en börn þeirra, sem nefnd eru: Nikulás, Guðrún, Vigdís, Halla og Sig- urður. Er Guðmundur einn í för, áls á grundu hýrir, Björns er kundur klóta bör, kólgu-hundi stýrir. Guðmundur Björnsson bóndi í Reykjarfirði í Suðurfjarða- hreppi er kominn þangað 1788, en er talinn þar seinast 1802. Magnús býr í Skógum skýr, skatna dýra jafni; ellin lýr, en ekki flýr elds þó hlýri dafni. Ekki hefi ég getað aflað mér neinna upplýsinga um þennan Magnús. — Þess má geta, að Sighvatur Borgfirðingur bætir inn hér á undan þessari vísu, sem vel virðist eiga heima þar: Magnús arfi mætur Jón mikið þarfur Hvestu, ránarkarfa á reyðarfrón rær með starfi beztu. Um Jón þennan hefi ég ekki getað aflað upplýsinga. f Miðdal ég minnist á menn við svalið hranna: Andrés halur Feigsdal frá flæðarvalinn kanna. Andrés Jónsson, 44 ára, er búandi í Feigsdal 1790. Kona hans var Setselía Einarsdóttir. Sonur þeirra er talinn Bjarni. Ingimundar mögur snar Magnús, þundur skjalda, lætur skunda mastra mar á máfagrundu kalda. Ingimundur dvaldi um skeið á Gróuhólum í Bakkadal og kvæntist þar Ingigerði dóttur Gissurar, sem þar bjó lengi. Ingimundur og Ingigerður fluttus't síðan að Feigsdal, og munu búandi þar, þegar vís- urnar eru ortar. Frá Dynjanda djarfur Páll drafnarbrandi stýrir, góins landa grér forsjáll greitt um Vandils-mýri. Páll Jónsson bjó lengi rausn arbúi á Dynjanda. Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir. Dótt- ir þeirra var Þorbjörg, kona Símonar Sigurðssonar, en þau voru foreldrar hinna nafn- kunnu Dynjandis-bræðra. Eyjólf greina mætan má, menntum hreinum safnar, nesi Steina frægu frá fer Ieið beina drafnar. Eyjólfur Bjarnason var orð- inn bóndi á Steinanesi í Suð- urfjarðahreppi 1788, og bjó þar síðast 1806, en fluttist þá að Fossi í sama hreppi og bjó þar til 1820 eða lengur. Eyjólf- ur virðist hafa verið efnaður bóndi, því að 1814 bar hann hæsta útsvarið í Suðurfjörð- um, 1 vætt og 37 fiska. Fraimihald á bls. 9. 24. miaí 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.