Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 17
á Alþingi. Þorsteinn Gíslason segir um þessa för ráðherrans. „En að hans (Harinesar) ráðum mun það hafa verið, að konungur kvaddi síðan þrjá þing- menn úr meirihlutaflokknum á sinn fund, þá Einar Arnórsson, Guðmund Hannesson og Svein Björnsson." En Jón Krabbe segir að snemma í janúar 1915 hafi hann fengið „sem einkamál fyrirspurn frá Hannesi Hafstein um það, hvort ég áliti ékki unnt að ná friðsamlegri lausn, sem ísland gseti sætt sig við og ég svaraði því skilyrð- islaust játandi, eftir að hafa leitað upp- lýsinga hjá Krieger." Og Kristján Al- bertsson segir: „Hannes Hafstein símar 13. febrúar Jóni Krabbe og Jóni Svein- björnssyni svar við bréfum frá þeim; segist hafa ráðgast við miðstjórn Heima- stjórnarflokksins og þingmenn flokks- ins búsetta í Reykjavík, og óski mikill meirihluti þeirra þess, að stjórnarskrár- breyting og fánamál verði staðfest fyr- ir þing, og að konungur feli sér undir- rituðum að taka við ráðherraembætti í þessu skyni; er beðið um að þetta sé konungur látinn vita . . . Jón Krabbe svarar skeyti Hannesar Hafstein sam- dægurs með þeim skilaboðum, að kon- ungur biðji hann að koma til viðtals við sig. Hannes Hafstein siglir daginn eftir til Kaupmannahafnar. Um viðræður hans við konung er ekkert vitað; þó virðast þeir hafa orðið sammála um, að rétt væri að konungur talaði nú við einhverja af áhrifamönnum innan þing- flokks sjálfstæðismanna, og heyri hvað þeir leggi til; vitað er af orðum Hann- esar Hafsteins eftir heimkomu hans, að rætt hefur verið við hann um leið til málamiðlunar, og ekki annað líklegt en að hann hafi átt þátt í að leggja á ráð- in. Meðan Hannes Hafstein er á heim- leið, biður konungur Einar Arnórsson, Guðmund Hannesson og Svein Björns- son að koma á sinn fund." Jón Krabbe segir að það hafi verið hann, sem nefndi þremenningana, „sem að mínum dómi væru heppilegir samningamenn, og kvaddi konungur þá þremenninga síðan á sinn fund." Krieger konungsritari hafði spurt Krabbe, hvaða stjórnmálamenn á fs- landi konungur ætti að hans hyggju að kalla til viðræðna um ástandið, „og svaraði ég honum þá í samræmi við þau viðhorf mín sem rakin eru að fram- an, að væru Danir viðbúnir að sýna lipurð, þá væru í meirihlutaflokknum — sem að sjálfsögðu yrði að halda sér að — ýmsir ungir, mjög vel gefnir alþing- ismenn; ég áliti að það væri líklegra um þá en gömlu þingskörungana í flokkn- um, sem hæglega gætu þótzt of bundn- ir af fyrra orðalagi, að þeir kynnu að geta komið stjórnarskrármálinu fram og bundið enda á þetta 10 ára gamla deilumál um ríkisákvæðið." Og Hannes Hafstein segir í viðtali við Lögréttu að það sé sannfæring sín, að ef þre- menningarnir „sýni ekki algeran skort á samningalipurð, þá sé auðfengin stað- festing stjórnarskrárinnar á þeim grundvelli, sem allir hljóta að una vel við." Hannes Hafstein er spurður að því, hvort hann hafi ekki verið að greiða götu andstæðinga sinna, og svar- ar: „Þegar ég er kominn út fyrir land- steinana er ég aldrei lengur flokks- maður; þá er ég aðeins íslendingur." Lítill efi er á því að Hannes Haf- stein hefur ætlazt til þess að verða ráð- herra 1915 og eru því áhyggjur þær, sem birtast í fundagerðarbók Sjálfstæð- isflokksins, þegar hann fer á konungs- fund með Botníu, á rökum reistar. En konungur og danskir stjórnmálamenn sýna nú mikil klókindi þegar þeir hafna Hannesi, en leita í þess stað til þeirra ungu þingmanna innan Sjálfstæðis- flokksins, sem líkur voru á að hægt væri að semja við um málamiðlun. Þeir eru orðnir þreyttir á því, hve lítið mið- ar undir stjórn sjálfstæðismanna og vilja ekki að heimastjórnarmenn fái Jón Magnússon heiðurinn af að leysa hnútinn. Þeir semja um að fá staðfestingu á stjórnar- skránni, en láta hugsjón flokks síns lönd og leið í bili. Þeir komast fljót- lega að niðurstöðu um lausn vand- ans og samkomulagi við Dani um orðalag, sem báðir aðilar gátu sætt sig við til bráðabirgða og batt hvorki hendur Dana né íslendinga. Þá hefur dönskum stjórnmálamönnum verið ósárt um að sjá fylkingu höfuðandstæðing- anna á fslandi, Sjálfstæðisflokkinn, riðlast og forystumenn þeirra rífast um þær leiðir sem fara ætti. Og áreiðan- lega hefur það einnig skemmt heima- stjórnarmönnum. En Einar Arnórsson hefur verið þess fullviss að flokkur sinn væri kominn í úlf akreppu sem yrði að leysa hann úr, þótt einhverju þyrfti að fórna í bili — og lausnin stæði nær hugmyndum heimastjórnarmanna en flestra sjálfstæðismanna. En réttindi fslands hafi a.m.k. verið „ótvirætt varð- veitt" í höndum langsum-manna, eins og Guðmundur Hannesson komst að orði. En miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er nóg boðið, að gengið skuli vera svo freklega fram hjá gömlu þingskörung- um flokksins og þykir það í senn ein- kennilegt og tortryggilegt að konung- ur skyldi ekki hafa snúið sér beint til miðstjórnar flokksins. En auðvitað vissu Danir af langri reynslu að ekk- ert hefði þýtt að tala við „gömlu þing- skörungana" eins og á stóð — enda voru það þeir sem mótuðu alla afstöðu Sigurðar Eggerz, þótt Danir hafi ekki fylgzt jafn nákvæmlega með því og við getum nú gert með fundagerðarbók Sjálfstæðisflokksins í höndunum. Kristján Albertsson segir að aðal- atriði í samkomulaginu, sem þremenn- ingarnir gerðu við danska ráðamenn, hafi verið á þá leið, ,,að í stað þess að konungur lýsti yfir því um leið og stað- festingin fari fram, að íslenzk mál skuli áfram borin upp í ríkisráði unz sam- þykkt verði sambandslög, skuli hann lýsa yfir því að uppburður málanna skuli haldast í ríkisráði og megi alþingi ekki vænta þess, að á því verði breyt- ing í stjórnartíð konungs, „nema önnur skipun, jafntrygg þeirri sem nú er, verði á ger"." Kristján segir ennfrem- ur að þremenningarnir hafi farið frá Kaupmannahöfn 1. apríl, „en hafi áður símað miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að því er virðist mjög ógreinilega frétt af þeirri málamiðlun, sem upp á er stungið." En þó að fréttin um málamiðl- unina hafi virzt „mjög ógreinileg", er ekki annað að sjá, en miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins hafi skilið hana nógu vel til þess að hafna henni á svip- stundu, með örstuttu skeyti. Þá segir Kristján Albertsson enn- fremur að þennan vetur hafi „að nýju tekizt góður kunningsskapur með Sigurður í Yztafelli Hannesi Hafstein og ólafi Björnssyni". Hann skrifar Hannesi, 31. marz 1915: „Háttvirti vin! Algerlega confidentielt leyfi ég mér samkvæmt því er ég lofaði þér um daginn, að skýra þér frá því, að okkur — miðstjórninni — hefur borizt skeyti frá þrímenningunum í dag, þar sem þeir gera ráð fyrir, að hugsanlegt sé, að lausn fáist með því móti, að ís- landsráðherra í ríkisráði lýsi íslenzka skilningnum en Zahle þeim danska. Konungur „declares theoretical question still remains unsettled," en lýsir yfir við íslendinga, að málin skuli borin upp í rikisráði sína stjórn- artíð. Þessar umræður í ríkisráði skulu birtar í Danmörku með „signature" Zahles. — Þessu skeyti var svarað svo af miðstjórninni í dag, að henni litist ekki á þessa lausn — eins og hún er." Allt kemur þetta heim og saman við funda- gerðarbók Sjálfstæðisflokksins. Hannes hefði vart getað vitað betur um átökin í flokknum, þótt hann hefði verið við- staddur fundina. Af bréfinu má sjá, hvílík óvissa ríkir innan Sjálfstæðis- flokksins um þessar mundir og hve 6- heilindin ríða þar húsum. En ekki er undarlegt, þótt Ólafur hallist á sveif með þremenningunum, hefur viljað fylgj a bróður sínum að málum. Sveinn Björnsson skýrir frá því, að þremenningarnir hafi varla verið stign- ir á land, nýkomnir frá Kaupmanna- höfn, þegar „sumir flokksmenn okkar neru okkur landráðum um nasir." Eins og af fundagerðarbókinni má sjá, hafa margir fundir verið haldnir eftir að þremenningarnir komu heim, og hús sjálfstæðismanna þá skekkzt á grunni. Svo rammt kvað að þessum illdeilum að Guðmundur Hannesson fær loks ekki orða bundizt, en segir að þversum- menn vilji „ekkert samkomulag og eng- an skilnað! Ekkert nema tómt orða- gjálfur og sífelld illindi milli þ]óð- anna!" Og gamla sjálfstæðisblaðið fsa- fold lýsir þversum-mönnum á þá leið að þeir telji okkur „þann stjórnmálagrund völl hagkvæmastan og að öllu leyti beztan: að lifa í eilífu, óþörfu rifrildi við Dani" sem hleypi „óþarfri kergju í sarhbúð þjóðanna, og sambúðina innan- lands sömuleiðis." • * 18. sept. 1915 sendir stjórn Sjálfstæð- isflokksins frá sér ávarp vegna atburð- anna, sem þá hafa orðið, og þykir nú mikið við liggja, að haldið sé utan um flokksbrot þversum-manna og því aukið fylgi. Átökin hafa klofið Sjálfstæðis- flokkinn í rótina. Ávarpið sýnir vel, hvar Sjálfstæðisflokkurinn, eða þversum-menn, standa, eftir afsögn Sig- urðar Eggerz og skipun Einars Arnórs- sonar í ráðherraembætti. Drög þess eru í fórum Björns Kristjánssonar og eru svohljóðandi: „Heiðraði flokksbróðir! Eins og yður mun kunnugt vera, hefur flokkur vor sj álfstæðismanna á þingi klofnað með því að nokkrir menn hafa með núver- andi ráðherra horfið frá hreinni sjálf- stæðisstefnu, eins og hún var mörkuð á siðasta þingi, og tekið þann kost að gugna fyrir skoðunum og kröfum Dana í sjálfstæðismáli voru. Og þar sem blað- ið ísafold, sem verið hefur aðalflokks- blað vort, hefur snúist í lið með þeirri undanhaldsstefnu, þá er oss, sem vilj- að höfum halda fast við stefnuna hreina,, ekki til fullnustu kunnugt, hver áhrif þetta hefur haft á sjálfstæð- ismenn út um land, til að villa hug- myndir þeirra og kunnugleika á því, hvernig nú er komið málum, og snúum oss því um það til yðar og annarra góðra flokksmanna, sem vér berum fullt traust til að séu oss sammála um að öll spor í undanhaldsáttina beri að varast, hvað miklum gyllingum sem yfir þau er varpað. En með því að vér erum nú um sinn flokksblaðslausir til að fylgja fram mál- staðnum og skýra hann fyrir þjóðinni, sem við vonum þó að bót ráðist á, þá tökum vér það ráð til bráðabirgða að kynna flokksbræðrum vorum nú þegar málið sem bezt með því að senda þeim aðalræður þær, sem voru haldnar í stjórnarskrármálinu í .báðum deildum Alþingis og fáorða, en glögga skýrslu, um úrslit þau, sem urðu á málinu og afstöðu þingmanna til þess. Og þess viljum vér láta getið, að 4 þingmenn áður í Sjálfstæðisflokknum og 2 konungkjörnir (umboðslausir, ef stjórnarskráin kemur í gildi) og 1 þjóðkjörinn utan flokks, hafa í fullu heimildarleysi í blaðinu ísafold gefið út stefnuskrá í nafni Sjálfstæðisflokksins, og það enda þótt 2 af þessum 4 fyrrv. sjálfstæðismönnum, ráðherra og Sveinn Björnsson, hefðu báðir gengið úr flokknum framarlega á þingi, samkv. fundarbók flokksins, treystum vér því að þetta villi engum sjálfstæðiskjósanda í landinu sýnir. Þingflokkur vor hefur því að vísu minnkað og kraftarnir dreifst að sinni. En vér treystum, að hinn góði málstað- ur, sjálfstæðisvörn þjóðarinnar, safni þeim nú sem áður saman aftur. Vér höf- um í ársbyrjun fulla ástæðu til að vona, að kröfum vorum yrði framgengt, er svo sterkur meirihluti stóð að baki. En nú fór svo, sem yður er kunnugt, að þeir 3 menn, sem fóru á konungsfund með tilstyrk minnihlutans, Heimastjórn- armanna og nokkurra annarra, hafa gengið fram hjá kröfum Alþingis og gjört að vilja Dana og hefur það þann- ig verið minnihlutinn á þingi 1914, sem ráðið hefur úrslitum málsins, en það fer algjörlega í bága við sjálfsagða þing- ræðisreglu. En þótt nú verði ekki umþokað það, sem orðið er, og svo búið verði að bíða að sinni, þá skiptir miklu máli að allir sjálfstæðismenn í landinu haldi fast saman, ekki síður nú en áður, til þess að draga úr illum afleiðingum þessa verks og afstýra framvegis öðru, sem sjálfstæði voru getur verið hætta búin af og vinna méð sameinuðum kröftum fyrir stefnu vora. Treystum vér því, að þér sem áður, séuð oss samdóma um þetta og snúum oss því til yðar og annarra þekktra sjálfstæðismanna til að leita ráða og upplýsinga hjá yður, sem vér væntum, að þér sendið einhverjum af oss undir- rituðum. Einnig eru það tilmæli vor, ef sjálf- stæðismönnum tekzt að koma á fót blaði, sem óumflýjanlegt er, að þér vilduð beitast fyrir að útbreiða það og fá aðra góða menn til þess og benda á ötula og skilvísa útsölumenn (helzt í hverjum hreppi). Gerum við ráð fyrir, að beztu flokks- menn vorir mundu í blaðið rita. En allt þetta erfiði vort verður ár- angurslaust, nema flokkur vor og 24. miaí 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.