Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 6
EINKASONURINN Smásaga — Eftir Finn Gerdes — Lórens, þú ættir að fara og hjálpa pabba þínum við að bera brennið inn og stafla því, sagði móðir hans. — Sjálfsagt, sagði Lórensvin gjarnlega. Það lítUf annars út fyrir, að þú haldir að hægt sé að gera margt í einu. — Ja, ég meinti nú að þú ætt- ir að hjálpa föður þínunn þegar þú hefðir tíma, sagði móðirin. Hún hafði svo sem séð, að Lór- ens var að vefja sér sígarettu. Brennið gat vel beðið þangað tii hann var búirai að vefja haina og þá líka þamgað til hamn var búinn að reykja ha/raa. Bera þurfti inn mikið af brenni og stafla því. Brennið lá í stórum haug, bak við hlöð- una. Það hafði verið sagað ein hvern tímann um vorið. Viðar bútarnir höfðu aðeins verið klofnir einu sinni, þannig að safinn þornaði upp. Tréð þorn- ar sæmilega, ef börkurinn er ekki alveg utan um það. Að vor inu þurfti aðeins að kljúfa það einu sinni, en að vetrinum var það klofið í mátulega búta eft- ir því sem með þurfti. Faðir Lórens hafði gert það sem gera þurfti á bænum. — Faðir hans og móðir. Það var ekki vegna þess, að Lórens væri ekki nógu viljugur til að taka til hendinni öðru hvoru, en hann þurfti bara alLtaf að ljúka við eitttivaið annaið fyrst, og þau verkefni voru alltaí óhemju mikilvæg. Faðir hans og móðir gátu ekki alltaf séð, hvs mikilvæg þau í rauninni voru, en Lóreinis hélt stíft við að þau væru áríðandi og eyddi oft löng um tíma í að útskýra það. Þau höfðu annað að gera, en að hlusta lengi á úfcskýringar. End irinn varð því alltaf sá, að þau tóku verk Lórens á sínai herðar. Lórens vissi sannarlega hvernig hann átti að haga Orð- um sínum. Þegar hann-var lítiHl, sagði faðir hans með stolti: — „Hann verður áreiðanlega þing maður." Smám saman kom það þó í ljós, að Lórens varð hvorki þingmaður né neitt annað. Þá hætti faðir hans að sagja þetta, og yfirleitt hætti hann að segja nokkurn skapaðan hlut uim son sinn. En þrátt fyrir allt þótti þeim mjög vænt um hann. Hann var eina barnið þeirra. Eitt sinn vildi móðirin gjarn- an, að hann yrði prestur, en það kærði Lórens sig ekki um. Eitt var víst, að ekki var hægt að nota gáfur og mælsku Lór- ens til þess að moka flórinn með. Þess vegna lagði faðirinn til að hann yrði kennari, og Lórens leizt bebur á það. Svp var Lórens í kennaraskóllanuin í hálft ár og á þessum tíma kjaftaði hann frá sér allt vit. Þá kom hann heim og sagði að nú væri ekki haagit að kenna honum meira. Hann hafði lært nóg til þess að láta foreldra sínja dást að sér, en keinnari var hann ekki orðinn. Satt að segja hafði Lórens nóg að gera við að gæta þesa að gömlu hjónin ynnu sina vinnu sómasamlaga. Það var sannarlega ekki lítið starf að gæta rekstursins á 65 hektara jörð. í mörg horn var að lita og Lórens þoldi ekki að jörð- in færi í niðurniðslu. Auk þess voru visis störf, aem hann vann sjálfur og treysti ekki öðrum fyrir. Lórens var mjög góður við dýr. Til að mynda gaif hann köttunum ailtaf mjólk eftir mjaltirnar. Það var að vísu móðir hans sem mjóTkaði kýrn ar, en alla vega þurftu kett- irnir að fá mjólk og þeim var alveg sama hver hafði mjóSkað. Aftur á móti stóð þeim eikki á sama um, hver færði þeim mjólkin'a. Það varð aið vera Lórems. Þess vegna raiöiLuðu þeir ailltaf, þegar þeir sáu hann og nugg- uðu sér utan í hann. Þeim var þó ekki alltaf greiður að- gangur að mjólkinni, því Lór- ena hélt oft í skottið á þeim, en það fyrirgáiu þeir honum gjarnan. Yfirleitt þótti Lórens gaman að fóðra dýrin. Það gerði hann helzt milli mála. Hann hafði ekki áhuga á hinni reglulegu gjöf, enda sá pabbi hans um hana. En það var einhver ánægja við að sikjóta einni og einni rófu að einhverri kúnni. Það heyrðist matarlegt hljóð, þegar kýrin hámaði í sig róf- una, og Lórena varð aiHtaf svangur af því að hlusta á það. Því varð hann alltaf að fara inn í búrið á eftir og sefa hungur sitt með einhverju. Þegar var búið að bera hluti af brenninu inn í eldiviðanskúr inn og sbafla því upp. Faðir Lórems kom fyrir hlöðuhomið. Hann rogaðist með stóra tága körfu, fulla af eldivið. Lórens stóð og hal'laði sér upp að veggnum á íbúðarhúsinu. Hann var búinn að kveikja í sígar- ettunni og hafði þegar reykt nokkuð af henni. — Ég kem og hjálpa þér eft- ir augnablik, pabbi, sagði Lór ens. Eg ætlla bara að reykja þessa sígarettu fyrst. Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. maí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.