Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 8
í ríki Síamskonimgs Framhald af bls. 2. ur kalt þó aS húsið sé lélegt. Hrísgrjón er auðvelt að rækta og alls konar ávextir vaxa á trjánum. Svo er fiskur í skurð- unum. FólkiS er léttlynt og brosmilt. Samhjálpin er geysi- mikil. Ef skortur er hjá ein- hverjum í fjölskyldunni, er sjálfsagt að allir hinir komi til hj álpar. — Hinn almenni Tailending- ur gerir sér yfirleitt engar áhyggjur. Við getum lært mik- ið af þeim. Hjá þeim er ekki þessi sífellda streita. Þeir taka lífinu rólega, eins og það kem- ur fyrir. ÞaS er ekki fyrr en fólk er orðið efnað, að það fer að verða okkur líkt hvað þetta snertir og gera sér áhyggjur af öllu. ÞaS fólk hefur þá ferSazt mikiS og séð ýmislegt, og vill fara að líkja eftir lífinu ann- ars staðar. — Jú, öll þessi konungapragt er enn við lýði, þó að konungs- fjölskyldan hafi ekki lengur mikil völd. Tailendingar gang- ast upp í öllum íburði og skrauti. Við brúðkaup kemur þetta vel í ljós. Þá fær maður að sjá alla þessa gimsteina, sem hvarvetna eru til. Tailending- ar safna skartgripum. Þeir eru þeirra fjársjóSur og þeirra bankaininstæða. Flestar þjón- ustustúlkur eiga t.d. gullbelti, sem þær nota gjarnan daglega. Það er þeirra inneign. Fólkið leggur ekki teljandi upp úr húsnæði eða húsbúnaði heldur skartgripaeign og það ekta gripum, úr gulli og með ekta gimsteinum. Ríka fólkið býr aft ur á móti vel, en í landinu er mikil fjármálaspilling, og mút- ur algengar bæði meðal ríkra og fátækra. Siður er að borga undir borðiS fyrir hvaS sem er. Útlendingar og útlendu fyrir- tækin eiga erfitt með að sætta sig við þetta, en reyna stund- um að leiða þetta hjá sér. En þá stendur allt fast, af einhverjum óskiljanlegum ástæSum, þar til sá rétti er búinn aS fá sitt. Þetta er kerfið og Tailending- um eðlilegt. — Konur hér í Tailandi eru meðal menntafólks ekkí verr settar til aS hljóta menntun en fcarlar. Tailendingar eru yfir- leitt latir, en konurnar eru dug legar, það sést t.d. í viðskipta- lífinu. Þær reka fyrirtækin af miklum dugnaði og svo er safn- að fyrirtækjum, til að eiga eitt handa hverju barni. Það er markmiðiS hjá efnaSa fólkinu. Hér er Búddatrú og sumir eiga fleiri en eina konu. Þegar svo er, þá hefur fyrsta konan ófrá- víkjanlega mest völd. Ég spyr Önnu hvort stríSið í Vietnam, Kambódíu og Laos, þarna rétt við bæjardyr Tai- lands, valdi ekki ugg hjá þeim útlendingum, sem búsettir eru í landinu. En Anna segir, að í daglegu lífi verði þau ekki á nokkurn hátt vör við óróleika vegna nálægðar stríðsins. Fólk virðist ekki hafa af því áhyggj- ux, hvorki Tailendimgar né aðrir. Þó eru margir Evrópu- búar, sem eru í landinu um stundarsakir, nú farnir að senda heim búslóð sína, svona til vonar og vara, ef þeirþurfa skyndjlega aS fara. — Ég kem til meS aS sakna Bangkok á margan hátt, nú þegar við erum á förum, segir Anna ennfremur. Maður veit ekki hvað við tekur. Hér hef- ur verið góður skóli fyrir Borghildi og reiðskólinn, þar sem hún unir sér svo vel. Og við höfuim eignazt hér góða vini. En með því aS ferðast, fræð- ist maSur líka mikiS, kynnist venjum fólks og siðum. Verður víðsýnni eða hlýtur að verða það. Ég ferðast oft með Ingvari um Tailand. Meðan hann er í vinnu, get ég notað tímann til að skoða mig um. Einnig höfum við ferðazt svolítið til nágranna landanna, til Hong Kong og Malasíu. Og nú flytjum við til Manilla á Filippseyjum. En fyrst ætlum við að koma heim í frí, stainza á íslamdi og hitta ættingja og vini. Að lokum spurðum við Önnu, sem hefur búið svo víða, hvar henni hafi líkað bezt. — Mér hefur líkað alls staðar, þar sem ég hefi verið, svarar hún og því hefi ég ekki áhyggjur af því að ég kunni ekki við mig í Manilla. Skemmtilegust voru kannski stúdentsárin í Þýzka- landi, loftslagið líkaði mér bezt í Svíþjóð og hér í Austurlönd- um er fjarska ævintýralegt. En maður er alltaf fslendingur og þar er bezt, þó að maður sé svo langt í burtu. Bókmenntir og listir Framhald af bls. 4. Grímur Thomsen fluttist al- farinn til fslands 1967, hóf bú- skap á Bessastöðum árið eftir og varð alþingismaSur 1869. Upp úr því má því segja, að hin persónulegu kynni þjóðar- innar af honum hefjist. Hann var þá nær fimmtugur. Það álit, sem hann virSist almennt hafa haft, er aS hann hafi verið skarpvitur og fjölfróður, mælskur og beinskeyttur, en jafnframt stirður í lund og sér- sinna. Matthías Jochumsson segir frá því í „Söguköflum" sínum, er hann studdi Grím, hreifan og haltan, upp stíg þann, sem nú heitir Bankastræti: „Á leiðinni kvaðst hann játa, að hann hafi verið misendis- maður og einatt grályndur nokkuð, og væri það ætterni. Ég sagði honum, að Þóra Melsteð, frændkona hans, segði jafnan, að hann væri drjúguim skárri maður en orð færi af. „Bless- uð Þóra," sagði Grímur, „hafi hún þökk fyrir það, og má vel vera, að svo sé, sem hún segir." Skapti Jósephsson, ritstjóri Austra, Seyðisfirði, sem var samtíma Grími í Kaupmánna- höfn um skeið, segir svo með- al annars í minningargrein um hann: „Seint mun þeim íslending- um, er heimsóttu Grím í Kaup- mannahöfn, fyrnast, hvað hann gat verið frábærlega skemmti- legur heim að sækja, jafn fræð andi sem fyndinn, glaðvær, lít- illátur og gestrisinn húsbóndi, sem laðaði okkur yngri menn að sér til aðdáunar að alheims- menntun hans og víðsýni á líf- inu og fornum og nýjum fróð- leik og forníslenzkri gestrisni, en þó fyrst og fremst með hin- um töfrandi rammíslenzku kvæðum sínum, sem hann las sjálfur upp fyrir okkur í veizl- um þeim, er hann hélt síðari árin, hver jól, og kallaði Jólna- sumbl, og mun þeim, sem við voru, ógleymanleg endurminn- ing þessarra kvölda, sem ein- hverra þeirra skemmtilegustu og fróðlegustu, er þeir hafi lif- aS, á heimili einhvers hins skarpvitrasta og eirukeninilegasta íslenidinigs þessarar aldar." Magdalene Thoresen er þannig lýst í Dönskum ævi- skrám m.a.: „Hún fylgdi hinni þjóðlegu, rómantísku stefnu og hafði trúarlega, rómantíska lífs skoðun. Henni fannst það lítil- vægt hlutverk að lýsa raun- veruleikanum . . . Hana brást beinlínis kjark til þess aS ausa af djúpum sálar sinnar og lífs- reynslu og ræddi helzt ekki um fortíð sína. Hún var djörf í lífi sínu, en þá sjaldan þaS kæmi fyrir, aS hún væri í persónu- legu sambandi viS viSfangsefni sitt, faldi hún sig á bak við orSatiltæki og vafninga." Ein af nánustu vinkonum Magdalene um langt árabil, sem getiS var í fyrri grein, lýs- ir henni svo í bréfi til trúnaðar- vinar síns, A.F. Kriegers, 1871, meðal annars: „En hvað hún er undarleg persóna, að hálfu villt og að hálfu ofsiðuð." Frú Heiberg taldi, að þaS hlyti að vera tatarablóð í æðum hennar. Það hentaði henni ekki að vera gift og þar með bundin venjulegum skyldum. „Hún er fyrst og fremst hugmyndaflug og skáld skapur, en þessum gáfum hef- ur henni ekki tekizt að þvinga til hlýðni við skyldur, lög og reglur." Hún hlyti því óhjá- kvæmilega að reka sig á í mann legum samskiptum. Hún andaði aðeins frjáls á hinu fyrsta stigi ástarinnar, meðan hún væri ölvuð af ást, án þess að geta látið hana þróast yfir á hin rólegri og göfugri stig, eins og samfélagið krefur. Þetta er í rauninni allmerki- leg persónulýsing og kemst án efa nálægt hinu rétta. Magda- lene var alla ævi óvenjulega ásthneigð og daðurgefin, en í þessu tilfelli verður að leggja allmjög rómantíska merkingu í orðin. Sjálf sagði hún um sig: „Ég hef aldrei verið léttúðug, en aftur á móti gálaus." Magdalene sagði í bréfi til frú Heiberg á efri árum, að þeir þrír menin, seim hefðu skipt sig mestu máli í lífinu, væru þeir Grímur Thomsen, Thore- sen og Björnstjerne Björnsson. Sá síðastnefndi tók við af Ib- sen sem leikhússtjóri í Bergen í desember 1857. Magdalene Thoresen var mjög eldfim og stóð þegar í björtu báli. Séra Thoresen var þá enn á lífi, en mjög gigtveikur. Mönnum ber ekki' saman um það, eins og eðlilegt er, hversu náið sam- band þeirra Björnsons og Magdalene hafi orðið. En eins og að of an greinir, skipaði hún honum sjálf í flokk með þeim Grími og séra Thoresen. Það er því ekki að undra, eins og satt mun hermt, að Magdalene hafi sárnað það mjög, er Björnson allt í einu opinberar trúlofun sína og Karoline Reimers, beztu vin- konu stjúpdætra Magdalene. Rétt er að tilfæra hér tvennt, sem Björnson sagði um Magda- lene, því að það segir mikið um tvær hliSar hennar. Hann sagSi, aS hún væri „gáfaSasta kona, sem ég hef nokkurn tíma kynnzt," en hann kallaði hana einnig, og það urðu fleyg orð, konuna, sem alltaf væri brúð- arklædd. ,,Den bestandig brude- klædte." Án þess að hér skuli dregn- ar nokkrar ályktanir af því, þá er það staðreynd, að á sama tíma og Grímur Thomsen held- ur til fslands 1866 til að undir- búa heimferð sína, þá flyzt Magdalene aftur til Noregs og nú til Kristíaníu, þar sem Björnson bjó. Hún vildi gera tilraun aftur til að verða norsk- ur rithöfundur. En það fór illa. Hún þekkti ekki sín tak- mörk. 1867 skrifaði hún sög- una „Amma mín segir frá." Þar mátti greina þá alla þrjá, sem áður voru taldir, en þó greini- legast Björnscm fyrir hina norsku lesendur. Björnson varð ævareiSur, þetta olli vin- slitum, en sættir tókust þó, þótt seinna yrði. Hér ber að geta þess, að Magdalene bjó 10 árum síðar í Sviss, þar sem sonur hennar stundaði nám. Þá skrifaði hún mikla skáldsögu, sem nefndist: „Herluf Nordal. Saga frá síð- ustu öld." Aðalsöguhetjan, Benedikte, er að talsverðu leyti sjálfsmynd, en í Herluf Nordal má glöggt kenna Grím Thom- sen. Þessi sonur Magdalene, sem hún bjó með í Sviss í 3 ár, var þó ekki sonur Gríms, þótt Axel héti hann einnig. Hún missti elzta son sinn, Thomas 1876, þrítugan að aldri. Hafði hann getið sér talsverSrar frægðar sem söngvari og leikari og menntazt vel sem slíkur. Fór Magdalene þá til yngsta sonar síns, Axels, sem hún hafði kom- ið til mennta í Sviss, þótt efn- in væru kröpp, en Axel var heilsutæpur. Hann var berkla- veikur. Hann lézt 1881, einnig þrítugur að aldri. En hvað varð svo um Axel Peter Jensen, son þeirra Magdalene og Gríms? Eins og áður hefur verið skýrt frá, tók Grímur hann að sér, þegar er hann vissi um til- veru hans, 1851, og kallaði fóst- urson sinn. Ekki er vitað, hvernig Grímur hagaSi upp- eldi hans, en hann sendi hann ekki til systur sinnar til fslands, eins og hann hafSi fyrst ráSagerSir um. VitaS er þó, að hann varð sj óliðsforingi, og að hann var leystur frá starfi í flotanum 1866, sama ár og Grímur hætti hjá utanríkisþjón usfcunnd. Ré'ð bamn siig þá á kaupskip, sem sigldi til Austur- Asíu. Hann er sagður hafa lát- izt í Kína, en óvisst hvenær. Grímur Thomsen giftist 1870, er hann stóð á fimmtugu, Jakobínu Jónsdóttur, Þorsteins- sonar prests í Reykjahlíð. Hún var 15 árum yngri en hann. Þau eignuðust engin börn, en ólu upp tvö systkinabörn Jakob- ínu. Grein þessi, sem orðin er mun lengri en ætlunin var, var upphaflega skrifuS til aS sýna fraim á margs konar rang- færslur í frásögnum af kynn- um þeirra Gríms Thomsens og Magdalene Thoresen. Verður vart annað ráðið af þeim, en að Grímur hafi, ef svo má segja, komiS miSur kristilega fram við barn sitt og barnsmóSur. En samkvæimt fraimanisögðiu verð- uir eíkki séð, að þaS fái á no'kk- urn hátt staðizt. ViS vitum ekki, hverjar eru skýringar á því, hvers vegna hiS nána samband þeirra rofnaSi svo algjörlega, þegar Magda- lene fór til Noregs. Þó getur það aldrei hafa veriS nánara en sama mánuS og þau skildu þá. En ef einhver vill ásaka einhvern í því sambandi og ann aS fremur en hitt, þá færi hann rök aS því. Sá hlýtur aS hafa betri heimildir en hingað til er vitað um. 30. september 1842 situr Finnur Magnússon, prófessor, fjárhaldsmaður Gríms Thom- sens, og ritar föður hans, Þor- grími Tómassyni á Bessastöðum, ítarlegt bréf varðandi náms- og fjármál sonarins, sem hafði verið mjög eyðslusamur. Að bréfinu loknu bætir hann þar við enn nokkru neðanmáls, og þar hegg ég eftir einni auka- setningu. Finnur skrifar: „Þótt ég í dag sé hálfærður af að ljúka við bréf mín með póstkassanum, sem á að lok- ast bráðum, varð ég samt að fást við peningasakir sonaryð- ar, sem í dag flytur í nýtt logis (leturbr. mín) á Hauser- pladsen". (Torg nálægt stúd- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. maí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.