Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 2
Borghildur á Brady sínum í reiðskólanum. Kennari hennar heldur í tauminn. in, það ætti að byrja að spila bridge hjá henni kl. 8 um morg- uninn. En því ekki að morgni? Þá er svalara í þessu suð- læga landi og lífið byrjar snemma dags. Borghildur á að vera komin í skólann klukkan hálf átta og Ingvar fer um svip- að leyti í vinnu. Anna borðar morgunverð með þeim, ekur Borghildi í skólann og síðan getur hún tekið til við sín áhugamál. — Á þessum tíma er svalara. Milli kl. níu og tíu get ég t.d. farið út að ganga, en ekki seinna, segir Anna. Meðan ég lék tennis, gerði ég það kl. 6 á morgnana. Þá er rétt orðið bjart og yfirleitt svalt. Aðrir leika eftir kl. 5 síðdegis. Um miðjan daginn getur hitinn farið upp í 37 stig, en hann getur farið niður í 20 stig á svalasta tímanum. Nú spila ég fremur bridge. Við konurnar komum saman kl. 9—1 á morgn ana og spilum. Stundum bjóðum við í hádegisverð og þá er hald ið áfram til kl. 2—3. Hitinn er erfiður, en maður verður bara að læra á hann, gæta þess að klæða sig rétt, erfiða ekki mik- ið, fá sér sturtubað oft á dag og fara í sund. Útlendar kon- ur eiga bágt með að vinna í hitanuim. Maður verður heitur, sveittur og skapstirður. Marg- ir leggja sig alltaf síðdegis vegna hitans. — Maður kemur sér fyrir eins og bezt er við þessar að- stæður og mér líkar þetta ágæt lega, segir Anna. Ég hefi tvær stúlkur í húsinu. Önnur þvær og tekur til, hin lagar matinn og hjálpar til við meiri háttar hreingerningar. Þó oft gangi illa að kenna stúlkumim okkar siði, þá er það léttara en að vinna sjálfur. Þeirra siðir og þeirra venjur eru svo ákaflega ólíkar okkar. Stúlkurnar eiga því að venjast að búa í léttum kofum, hirða lítt um hreinlæti og laga allt annan mat. Þeim gengur illa að læra að búa til' mat við okkar hæfi, af því þær vilja ekki bragða á honum með- an þær eru að elda. En hér eru miklir þvottar vegna hit- anna og þarf mikið að þrífa. Við verðum líka að hafa næt- urvörð um húsið, annars er brotizt inn. Og garðynkjuimað- ur sér um garða fyrir nokkur hús. Skordýr valda nokkrum erfið leikum í þessu hitabeltislandi. Moskitoflugurnar eru verstar. Þær koma á kvöldin og sækja í ljósið. Þess vegna verður stöðugt að sprauta með DDT eða halda þeim burtu með köld um herbergjum. Svefnherberg- in eru Loftkæld hjá þeim Öninu og Ingvari og þau hafa komið sér upp litlu sjónvarpsherbergi með kælingu, til að sitja í á kvöldin. Þar hefur Ingvar líka skrifborðið sitt. Og þau hafa kælingu í bílnum. Þó er til fólk í Bangkok, sem fellur illa kald- ur blástur í herbergjunum vill heldur sprauta eiturefnum á skordýrin og hafa net í glugg- um. Nokkrum sinnum hafa kom- ið slöngur í garðinn. Þá kemur garðyrkjumaðurinn til hjálpar og fjarlægir þær. Þetta er ólíkt daglegu lífi á íslatnidi og þar veldur hitinn mestu. Ingvar vinnur feikilega mikið og fer oft í ferðalög út á land. Viðfangsefni eru ekki mörg fyrir konurnar í þessum löndum, en Anna ferðast oft með manni sínum, ekur þá bílnum á móti honum. — Maður finnur sér verkefni, segir hún, heldur sér uppteknum við kiúbba og alls konar góðgerðarstörf. Svo er mikið um að fyrirtækin fái heimsóknir, og þá taka konurn- ar að sér að sýna gestum Bang- kok og umhverfi og sjá um þá. Um helgar förum við gjarn- an niður á ströndina og upp í fjöllin. Við leigjum kofa og ég elda. Við ströndina fer ég á sjóskíði, Borghildur leigir kannski hest og Ingvar tekur myndir, milli þess sem við syndum og liggjum í sólinni. A HESTBAKI VIÐ KWAIFLJÓT Borghildur, sem er 15 ára gömul og há og myndarleg stúlka, hefur sín viðfangsefni. Hún fer á fætur kl. 6, og er í skólanum kl. 7.30 til 1.45. Þá getur hún farið að sinna sínu aðaláhugamáli, hestamennsku Kl. 3 er hún fjóra daga vik- unnar komin í reiðskólann og þar unir hún sér til kl. 6.30. Reiðskólann rekur þýzk kona, frú Lee Rhodes, sem leggur áherzlu á hinn hefð- bundina, evrópska reiðstíl í kennslu, enda hefur hún próf í hestamennsku frá reiðskólanum í Berlín. Hún hefur margs kon- ar tegundir af hestum, 120 tals- ins, mest tailhesta blaindaða ásitrökíkiu he&taikyni. Tvær teg- undir af þeini og svo stærri hesta. Og hún þjálfar hesta og nemendur í almennri reið- mennsku, meðferð hests ogreið tygja, ásetu, stökkum og hand- leiðslu manns á hesti með ströngum aga. Hún kom til Bangkok árið 1939 og setti upp þennan reiðskóla í tengslum við póloklúbb, sem þarna hafði verið frá 1916. Á hverju ári eru haldnar sýningar og keppnir í reiðmennsku og milli- landakeppnir. Borghildur er einn af beztu nemendunum í reiðskólanum, og hefur hlotið mörg verðlaun fyrir reiðmennsku á sýningum og keppnum. Hesturinn hennar, Brady, stór og glæsilegur jarp- ur fákur, var haltur, er ég var þarna og Borghildur mjög leið yfir því. En þaið var bót í imáli, a(ð um næstu helgi áttu nemendur úr reiðsikólamuim aö fá &S fara í 10 daga í sumarbúðir við Kwaifljót, sem allir kannast við úr kvikmyndinni um brúna yfir Kwai. Og þar átti að stunda útilíf og reiðmennsku og hlakkaði Borghildur mikið til. Borghildur gengur í amerísk- an skóla. í honum enu mörg út- lend börn, og hún sækir æsku- lýðsskóla. Hún hrærist því í all alþjóðlegu umhverfi, auk þess sem hún hefur búið í fleiri löndum með foreldrum sínum. Það hlýtur að vera góð byrj- un í lífiniu að kynmaist og læra að skilja annað fólk og aðra siði. I Tailandi kynnist hún fólki sem er mjög ólíkt henn- ar eigin fðliki. Hún dainsar tai- dans og hefur komið fram í sjónvarpi þar. Hún talar tai og getur því haft eðlileg sam- skipti við fólkið í landinu. Það gerir Ingvar líka og Anna tal- ar nægilega mikið, til að geta farið allra sinna ferða úti á landi, þar sem enginn talar annað mál. ÁHYGGJULAUST FÓLK — Jú, ég hef að sjálfsögðu kynnzt Tailendingum eftir svo langa dvöl í landi þeirra, svar- ar Anna spurningu minni. — Þetta er hlédrægt fólk. Mennt- aðir Tailendingar eru skemmti- legir, hlýlegir og gestrisnir. Almenningur býr við fátækt. En hér er engin neyð. Allir hafa mat og þak yfir höfuðið. Þetta er gjöfult land. Hér er alltaf hlýtt, svo að engum verð- Framhald á bls. 8. Borghildur með tailenzkan stráhatt og Anna í tailenzkum búningi. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. nuaií 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.