Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 1
'Mmpmbl *&sfa*0 c 20. tbl. 24 l".»i 1970, 45. árg. í ríki Síamskonungs Eftir Elínu Pálmadóttur Tailaind — það er eitthvað óraunverulegt yið þetta fjar- læga land. Það er land kóngs- ins í Síam eða hennar Sírikít prinsessu, með skrautlegum gullhöllum og hofum. Þar á maður ekki von á að hitta mann frá Norðfirði og konu af Ár- skógströndinni. En þarna búa þau In.gvar Níelsson verkfræð- ingur og Anna kona hans, ásamt Borghildi, þessu 15 ára heimsbarni, sem talar jöfnum höndum, íslenzku, ensku særasku og eitthvað í þýzku. Það var óvænt gaman að fá að kynnast íslendingum í tailenzku uimlhverfi sínu, þegar ég dvaldist nýlega í viku í Bangkok. Því tíndi ég til samtalsbrot, sem ég átti við þau á heimili þeirra, á ferðinni með Önnu í kældum bílnum þeirra á leið til hinna stórkostlegu fornu tailenzku rústa í Ayudha og gylltra sum- arhalla kóngsins, í reiðskólan- um hennar Borghildar og víð- ar. Því að við vorum öll á fleygiferð, ég til að skoða og átta mig á þessu framandi landi, þau við að sinna sínum störfum og sýna mér. Satt að segja hafði ég ekkert til þeirra þekkt áður, en nú vildu þau allt gera fyrir þennan landa sínn — sem rak svo óvænt á þeirra fjörur. Ingvar og fjölskylda hans eru reyndar ekki einu íslend- ingarnir í Tailandi. Þar býr Erna Graint frá A'kureyri, ásamt dönskum manni sínum, Finn Henriksen og tveimur son um, en þau reka stórt danskt bakarí í Bangkok. Áður voru þar fleiri. Bjarni Gíslason loft- skeytamaður og Guðný kona hans voru t.d. í Bangkok í ár. Og Valborg Hermannsdóttir er nýflutt til Danmerkur eftir margra ára dvöl í Tailandi, ásamt manni sínum Kurt Sein- ager, sem rak þar lyfjaverk- smiðju. Þetta fólk frá köldu og fjarlægu landi hélt oft hópinn, og Anna sagði mér að hún saknaði þeirra, sem farnir væru. HANN KÆLIR ÞÁ, I HITABELTINU En hvað skyldu þessi ís- lenzku hjón, Ingvar og Anna, vera að gera í Bangkok? Ing- var starfar hjá svissneska fyr- irtækinu Zullig, sem hefur m.a. Sabroekælivélar og setur upp frystikerfi og loftkælingar- kerfi, seoi nóg not eru fyrir í landi, þar sem að jafnaði er 35 stiga hiti. Að undanförnu hef- ur hann verið að setja upp geysimikið kæli- og frystikerfi á Bangkokflugvelli. En nú ætl- ar hann að flytja sig um set, ráðast í enn stærra viðfangs- efni í Manilla fyrir sænska fyr- irtækið Stal, sem hann vann fyrir áður. Þar ætlar hann að sjá um uppsetningu á vélum fyrir stóran nýjan matarmark- að, Great Manille Food Mark- et, en þar verður yfir 8000 hestafla frystikerfi. — Stærsta viðfangsefni af þessu tagi, sem ég hefi séð, sagði Ingvar full- ur af áhuga. En í framhaldi af því mun hann setja upp mið- stöð fyrir sænska fyrirtækið fyr ir alla Suðaustur-Asíu, senni- lega með aðsetri í Singapore. Umdæmi hans nær þá til Man- illa, Singapore, Jakarta, Kuala lumpur, Bangkok, Phnom Penh, Vientiane og Honig Kong, allra þessara borga, sem hafa svo ævintýralegan hljóm í okk ar eyrum. f þessum heitu lönd- um er sannarlega mikið verk- efni við að kæla, frysta og loftræsa. Og Ingvar verður deildarstjóri Stal fyrir Austur- lönd. — Mér lízt feikilega vel á þetta. Ég hefi aldrei femgizt við svona stórt verkefni, segir Ingvar. Heim? Nei, ekki strax. Ég býst við að við séum með þessu búin að ráðstafa tíma okkar næstu 6—8 árin. Það er ekki hægt að byrja á svona verkefni nema fylgja því eftir. Það er engin tilviljun að Ingvar hefur áhuga á kæli- kerfum og frystingu. Hann er sonúr Níelsar Ingvarssonar Páljnasonar, fyrrum alþingis- manns, og Borghildar Hinríks- dóttur, og f aðir hans stóð . fyr- ir byggingu tveggja frystihúsa á Norðfirði, þegar hanh var að alast upp. Ingvari var þetta því í blóð borið, ef svo má segja, og hann hafði í huga að sérhæfa sig í frystikerfum, þó að hann legði sig ekki síður eftir að kynna sér hitakerfi, þegar hann var við nám. Eftir stúdentspróf fór hann til Darm stadt í Þýzkalandi og lauk verkfræðiprófi þaðan 1959. Áð- ur en hann kom heim vann hann svo nókkuð við kælibún- að, m.a. í Hamborg. Meðan á námi stóð og eftir það starf- aði hann hjá Landssmiðjunni, en launin voru svo lág, að hann varð að vinna sem teiknari hjá eldri verkfræðingum á kvöld- in. Þau hjónin hröktust milli leiguíbúða með námsskuldir, dótturina og 6700 kr. í mánað- arlaun, segir Ingar. Hann venti því sínu kvæði í kross, seldi gamlan bílskrjóð, sem hann hafði sent heim frá Þýzkalandi breytti andvirðinu í sænskar krónur og hélt til Gautaborgar. Eftir viku var hann kominn í vinnu til fyrirtækisins Stal. Forstjórinn spurði aðeins hvort haran ætti reiknistokk, eftir að hafa litið á skilríki hans og sagði: Farðu bara að vinna. Nóg að gera hér! Ingvar vann svo fyrir Stal í tvö ár, var m.a. á vegum fyrirtækisins í hálft ár í Lomdon einnig Hol- landi og Þýzkalandi. Mér heyr- ist á Ingvari og Önnu, að þau hafi aldrei ætlað að fara frá íslandi fyrir fullt og allt — þau ætla heim einhvern tíma. En „heim" er auðheyrilega allt eins að verða „heim til Evrópu". Okkur finnst við vera komin heim, þegar við komum til Evrópulanda, segir Ingvar. BRIDGE KL. 8 Á MORGNANA Fjölskylda Ingvars býr vel i Tailandi og unir sér prýðilega. Daglegt líf er mjög frábrugðið því sem er hér, þó að Evrópu- búar haldi þar að mestu sín- ¦ um lifnaðarháttum. Fiölmargir útlendingar- búa í Bankok og þ.á.m. margir Danir sem þar festu rætur fyrir löngu með Austur-Asiíufélaginu, Merke- skipafélaginu o.fl. Það kom mér t.d. mjög skrýti- lega fyrir sjónir, þegar Anna sagði mér fyrsta kvöldið, að daginn eftir væri hún upptek- ..::..:.:¦.; ¦¦ý-:'::.:;. :¦:.'; ...;..;..;. .;.;.¦..;.;.;.;.;.¦..¦... ... ..;; :;:;:;:;:;:.:.:;:¦:-:;¦;;:: V.;.-.;;.- :¦¦¦:¦:¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦:¦¦¦¦¦;'¦:: .* Sumarhallir Siamskonungs eru norðan við Bangkok. Húsið til vinstri er logagyllt tailenzkt bænahús.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.