Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 18
stjórnmálastefna njóti sömu samúðar og samvinnu landsmanna nú sem áður, en það hefur jafnan sýnt sig, að hrein og afsláttarlaus sjálfstæðisstefna eðlilega á dýpstar rætur í hugum þeirra; (hér koma útstrikanir en svo er haldið áfram). Það dylst oss eigi, að heims- ófriðurinn getur haft þau áhrif, að aldrei hafi meira en nú verið þörf á samheldni, staðfestu, einbeitni og hyggni til varnar sjálfstæði voru, en síðasta stjórnmálasaga vor sýnir, hvað rétt grannri vér verðum er undan- haldsmennirnir fara með ráð vort. Á varðbergi verðum vér því að standa, sjálfstæðismenn, en það hamlar ekki því, að við snúum oss af alefli að innanlandsmálum, enda er sýnilegt að aukin framleiðsla og bættur fjárhag- ur er ein af aðalstoðunum undir sjálf- stæði voru. Með fullu trausti og einlægri virðingu. í stjórn Sjálfstæðisflokksins, Krist- inn Daníelsson, Björn Kristjánsson og Sig. Eggerz." • • Miðstjórn Heimastjórnarflokksins bauð þremmenningunum, hverjum þeirra sem var, að verja hann gegn vantrausti á næsta þingi, ef hann tæki við ráð- herraembætti og fengi stjórnarskrána staðfesta. Er það e.t.v. skýringin á því, að menn ein,s og dr. Valtýr Guðmunds- son eru fremur tortryggnir í garð Einars Arnórssonar, þótt sízt af öllu sé hann fylgjandi sjálfstæðismónnum að málum. Hann segir í bréfi dags. 15. júní 1915: „Einar Arnórsson er hér (í Höfn) og segja blöðin að nú muni komast lag á íslandsmálin . . . Allt þetta leynimakk þremenninganna (er annars) svo and- styggilegt í mínum augum, að ég vil ekkert um það skrifa. Leynimakk um stærstu velferðarmál þjóðarinnar er óhæfa (eins og Wilson forseti sagði — sjá Eimr(eiðina) XXI, 70), og skritið að 2 floikikœtjórniarm <mn semji baik við flokk sinn og trúa ekki meðstjórnar- mönnum sínum einu sinni fyrir samning- unum. Sagt er að engum nema B.Kr. (Birni Kristjánssyni) hafi verið trúað fyrir öllu saman. Og svo rjúfa þeir flokkinn og hlaupa yfir til andstæðing- anna með þann mann í broddi fylkingar, sem allt bjó út, sem Sig. Eggerz hélt fram. Skömm og óvirðing, hversu sví- virðilegir sem hinir (Voga-Bj(arni) et. Co.) kunna að vera." Og í bréfi 22. júlí sama ár segist dr. Valtýr ekki sjá bet- ur en þremenningarnir „hafi svikið Sig. Eggerz og meginþorra flokks síns í tryggðum og hlaupið yfir til andstæð- inganna; því þó þeir hafi fengið ofur- litlar ívilnanir (sleppt undirskrift for- sætisráðh. (Dana) undir dönsku aug- lýsinguna (sbr. skýringar að framan) eða henni sjálfri formlega), þá er þó spurningin um, hvort uppburður ísl. mála í ríkisr(áðinu) sé sérmál eða ekki látið óútkljáð . . . Og hart má Sig. Eggerz þykjast leikinn af Ein. Arnórss., sem þó gerði ekkert nema halda því fast fram, sem einmitt Einar lagði upp í hendurnar á honum." Hér eru áreiðan- lega túlkuð sjónarmið margra þeirra sem lifðu þessi átök og því ástæðulaust að gera þau að feimnismáli, þótt við lít- um öðruvísi og vægar á nú, enda reynd- ist Einar Arnórsson vel í stöðu sinni, fékk ýmsu áorkað og leysti Gordions- hnút damsk-íslenzks sambands á erfið- um tímum. Má með nokkrum rétti segja að ráðherradómur hans hafi verið und- anfari fullveldis íslands. • * Einar Arnórsson er skipaður ráð- herra 4. mai, og fullyrðir Jón Krabbe að það hafi verið af misskilningi á lestri símskeytis, en um það skal eigi fjölyrt hér, enda skiptir það ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er að Einar Arnórsson sem- ur við Dani í trássi við marga félaga sína og í óþökk miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins, gengur á konungsfund og kem ur stjórnarskránni og fánamálinu í höfn 19. júní um sumarið, eins og fyrr greinir. En um sama leyti klofnar Sjálfstæðis- flokkurinn með brauki og bramli í langs- um-menn og þversum, en báðir kalla sig Sjálfstæðisflokk. „Síðustu dagana í maí víkur minnihluti miðstjórnarinnar (Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Skúli Thoroddsen) meirihlutanum úr miðstjórninni (þeim Brynjólfi Björns- syni, Einari Arnórssyni, Ólafi Björns- syni og Sveini Björnssyni) — með því að einn þeirra, með fylgi hinna, hafi gerzt ráðherra „með stuðningi mót- flokksins"," þ.e. Heimastjórnarflokks- ins, segir Kristján Albertsson. Ekki eru samt heimildir fyrir þessu í fundagerð- ai-bók flokksins frá þessum tíma og raun ar ekki sjáanlegt að neinn lögmætur fundur hafi verið haldinn í miðstjórn- inní í maí. Enda er harla óljóst hvern- ig það mætti vera að minnihlutinn ræki meirihlutann úr miðstjórninni. isráðsmálinu, en þó ekkl mæla gegn því, að það sem nú gerðist í þessu máli, yrði birt í Danmörku, þar sem hann gengi að því vísu, að slík skýrsla muni ekki getað varðað neinu um réttareðli málsins um uppburð sérmála fslands í ríkisráði. Konungur staðfesti þá stjórn- arskrárfrumvarpið og gaf út konungs- úrskurðinn. Jafnframt ákvað hann, að þríliti fáninn skyldi vera sérfáni ís- lands." Deilunni vegna ríkisráðsmálsins var hér með lokið milli íslenzkra ráðamanna og danskra stjórnyfirvalda eftir lang- yarandi þóf og mikil stjórnmálaátök á Islandi framan af öldinni. Má því segja að nú verði þáttaskil í sjálfstæðisbar- áttunni og aðeins eftir að ryðja leið- ina að lokatakmarkinu 1918. • • Auðvitað reyndu þversum-menn allt sem þeir gátu til að koma Einari Arnórs Sambandslaganefndin 1918 á fundi í Alþingishúsinu. Einar Arnórsson og langsum-menn láta herópin ekki á sig fá. Eirear hafði tekið fyrirvara Alþingis upp í tillögu sína um staðfesting stjórnarskrárinnar, eins og fyrirrennari hans hafði gert, enda hafði hann verið upphafsmaður að honum, „en gaf þá skýringu á honum," eins og Þorsteinn Gíslason kemst að orði, ,,að geigur sá, sem þar kæmi fram, væri sprottinn af ótta við það, að aug- lýsingin, sem boðuð væri í Danmörku um konungsúrskurðinn, mundi verka sérstaklega á réttarlegt eðli hans, þar sem hún mundi gera íslenzkt stjórn- skipulegt málefni háð dönsku löggjafar- valdi eða dönskum valdhöfum. Þessi geigur væri formfræðilegs eðlis. En á íslandi teldu menn þetta formlega atriði svo mikið grundvallaratriði, að þeir álitu jafnvel, öldungis gagnstætt því, sem til gæti hafa verið ætlazt með um- ræðunum í ríkisráði 20. okt. 1913, skip- un þá, er þar væri fyrirhuguð, aftur- för í réttarstöðu íslands, með því að gildandi stjórnarskipunarlög, ásamt rík isráðsákvæði sínu, væru að lögum sam- kvæmt skoðun íslendinga, einvörðungu háð löggjafarvaldinu íslenzka. Með til- vísun til þingsályktunarinnar og skýr- ingar sinnar á henni óskaði hann, að stjórnarskrárfrumvarpið yrði staðfest og konungsúrskurður gefinn út um flutning íslenzkra mála í rikisráðinu framvegis eins og áður. Forsætisráðherra Dana kvaðst fallast á þá skoðun, að ágreiningsatriðið væri formfræðilegs eðlis. En danska skoð- unin á þessu færi í þá átt, að því yrði eigi breytt nema ný skipun yrði gerð, sem fæli í sér álíka tryggingu og þá, sem nú ætti sér stað. Einhver ákveð- inn staður yrði að vera til, þar sem ræða mætti og fjarlægja vafamál, frá hvorri hlið sem er, um takmörk hins sérstaka og sameiginlega löggjafar- valds. Hann bað um leyfi konungs til að birta í Danmörku það, sem nú gerðist í þessu máli. — Ráðherra fslands kvaðst halda sér við íslenzku skoðunina á rík- syni frá, og voru þeir í fylkingarbrjósti Skúli Thoroddsen, Björn Kristjánsson og landvarnarmennirnir gömlu, Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson. Þeir reyndu að koma fram vantrauststil- lögu á Einar Arnórsson strax á þing- iniu 1915, e<n hialmia'Sitjór'niarmieinin (Emar hafði verið heimastjórnarmaður áður en hann fyllti flokk sjálfstæðismanna) og langsum-menn snerust á móti, svo að hún náði ekki fram að ganga. Neðri deild lýsti ánægju sinni með staðfest- ingu stjórnarskrár og fána með 14 at- kvæðum gegn 10 og efri deild með 8 atkvæðum gegn 5. Einar Arnórsson mátti því vel við una. Hann sat við völd til ársloka 1917, þegar Jón Magnússon myndaði stjórn sína, fyrstu samsteypu- stjórn á íslandi. Þá urðu enn sögu- leg átök innan Sjálfstæðisflokksins um það, hver skyldi verða ráðherra flokks- ins í þessari fyrstu þriggja flokka stjórn á fslandi. • • Þessi síðustu átök um ráðherrann 1917 eru lokaþátturinn í langri og oft harla illskeyttri baráttu landvarnar- manna og sjálfstæðismanna innbyrðis á fyrstu tveimur áratugum þessarar ald- ar. Eftir mikið þóf 1917 velur þing- flokkur Sjálfstæðisfiokksins (þversum- menn) Björn Kristjánsson ráðherra sinn í stjórn Jóns Magnússonar, en onnur höfuðkempa flokksins, Sigurður Eggerz, verður fyrir sárum vonbrigðum. Hinn 5. ágúst 1916 fer fram landkjör- og er Hannes Hafstein efstur á lista heimastjórnarmanna sem fær 1950 atkv. og þrjá menn kosna. Listi þversum- manna, með Sigurði Eggerz efstum, fær 1337 atkv. og tvo menn kosna. Listi óháðra bænda (fyrsti vísir að Fram- sóknarflokknum nýja) fær 1290 atkv. og kemur að Sigurði Jónssyni á Yztafelli, en langsum-menn með Einar Arnórsson í broddi fylkingar fá aðeins 419 atkv. Eftir kjördæmakosningarnar í október 1916 er Heimastjórnarflokkurinn sterkastur með 15 þingmenn, þversum- merm f& 12. Einar Arnórsson nær kosn- inigu í Árnieissýsl'U, an laogstum-miennirnir Guðmundur Hannesson og Sveinn Báörnsson falla. Einar tilkynnir strax í þingbyrjun að hann muni segja af sér, Hannes Hafstein dregur sig fljótlega í hlé vegna heilsubrests. Laugardaginn 16. des. 1916, kl. 5 e.h. var haldinn fundur í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins (þversum-manna) í fyr- irlestrasial giuiðfræðidieildar Hásikólains í Alþingishúsinu. Allir voru mættir á fundi. „Þorsteinn M. Jónsson kom á fund inn frá bændaflokknum nýja með þá tillögu að valinn væri sinn maður úr hvorum flokki til að eiga viðtal við einn úr Heimastjórnarflokknum, um myndun 3 manna stjórnar með sinn mann úr hvorum flokki og hafði Þor- steinn verið kosinn til þess úr sínum flokki, en Kristinn Daníelsson var kos- inn til þess af sjálfstæðismönnum. Sveinn Ólafsson fór á fund heimastj. manna í þessum erindum og kom með þau boð, að þeir mundu áskilja að einn maður úr ráðherraflokki (þ.e. langsum-menn) tæki þátt í því viðtali, flutti Kr. D. þessi boð á fundinn sem ályktaði að ganga ekki að því að svo stöddu. Meðan á þessu stóð kom Karl Einarsson og kvaddi Björn Kristjáns- son af fundi til viðtals. Kom Björn inn á fundinn aftur með þau orð frá Karli, að hann mundi óskorað ganga í Sjálf- stæðisflokkinn og var það af öllum sam þykkt. Að því búnu var samþykkt að fresta til morguns að afráða um fyrir- hugað viðtal og það tjáð bændaflokkn- um, sem var því fyrir sitt leyti sam- þykkur. Sig. Eggerz — Kristinn Daníels- son." Næsta dag, 17. des., er fundur í Sjálf stæðisflokknum kl. 9 árdegis og eru all ir viðstaddir. í fundagerðarbókinni seg- ir: „Rætt fyrst og síðan gengið til at- kvæða um, hvort ganga skyldi að því, að einn maður af hendi ráðherramanna væri hafður við fyrirhugað viðtal um stjórnarmyndun þriggja flokkanna. Greiddu 4 atkvæði með því og enginn á móti. Var það skoðað svo að flokkur- inn eftir atvikum, þar sem Framsóknar- flokkurinn fyrir sitt leyti hafði heitið því, sætti sig við að þessi maður væri við viðtalið. Var sendimanni flokksins falið að giöra það tilboö. að af siaim- vinnuflokkunum (Framsóknarfl. og Sjálf stæðisfl.) sé tilnefndur forsætisráðgjafi og annar til, en af Heimastjórnarflokki hinn þriðji og vænt svars klukkan 5 í dag. Sig. Eggsrz — Kristinn Daníels- son." Síðdegis sama dag er fundur haldinn, allir við. „Kristinn Daníelsson skýrði frá viðtali sínu og Þorsteins Jónssonar fyrir hönd samvinnuflokkanna við Jón Magnússon af hendi Heimastj.flokksins — og hafði Gísli Sveins?on af ráðherra mönnum verið við það viðtal. Hafði Jón Magnússon tjáð sig ekki hafa umboð til að semja eða ganga að neinu fyrir flokk sinn, en aðeins hlýða á hverjar uppástungur væru gjörðar. Kvað ekki mundu hægt að gefa svar kl 5, en flokkurinn mundi enn fyrst í kvöld eða fyrramálið halda fund og gefa svar. G'sli Sveinsson bar fram, að út frá fyrri pólit'skum l'num bærí að taka fulit tillit til ráðherramanna, en til ^ess tjáðu sendimenn samvinnu"l^kkanna sig ekk^rt umboð hafa. Ræddu fundarmenn þfssí svör og ummæli og hnigu u^ræ'iu'' allar a^ bví að gangi Heima.stj ^enn ekk: að tilboð- inu verði samvínnuflokka'nir að taka að sér stjórnarmyndun og neita liðs- niunar síns. Ráðgiört þó a^S bíða til morguns frekari andsvara og vitneskju um undirtektir Framsóknarlokks'ns. Sig Eggerz — Kr Daníelsson." Til eru minnispunktar Bjorns Krist- jánssonar um vi>>>ræðu,-nar við Jón Magnússon Hófst. sá fundu^ klukkan hálf tvö þennan dag með þv', að Kristnn Danielsson benti á að e-^ginn flokkur hefði meirihluta á Alþingi, sagði að 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.