Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 15
Hannes Hafstein vlrðlngar og vlnsælcJa af sndstæðingum sínum, ekki síður en samherjum, og það jafnvel af svo svæsnum og rótgrónum sjálfstæðis- manni sem Birni Kristjánssyni, a.m.k. þegar hann lítur yfir farinn veg. Hanri segir, þegar hann fjallar um þingið 1905 að „þó lítil breyting yrði á afstöðu fs- lands til Danmerkur við gildistöku hinn- ar nýju stjórnarskrá 1903, að því er sjálf- stæði íslands snerti, og sízt til bóta, þá varð hið ytra stjórnarfyrirkomulag þó nokkuð annað, sem sjá má af lögunum um „aðra skipun í æðstu umboðsstjórn íslands," 3. okt. 1903." • • Það fellur í hlut Sigurðar Eggerz að verða fyrsti og eini ráðherra íslands, sem segir af sér, „vegna neitunar um að beygja sig undir vilja ríkisráðsins." Að framan hefur verið reynt að skýra frá því sem gerðist bak við tjöldin, þegar Sigurður Eggerz fær engu áork- að um uppburð sérmála íslands í danska ríkisráðiniu og gerir það sem margur sjálfstæðismaðurinn hefði kos- ið að upplifa fyrr: að islenzkur ráð- herra segði af sér vegna ágreinings við konung og ríkisráð — en ekki Alþingi. Það er því innan ramma þessa yfirlits um Sjálfstæðisflokkinn gamla að skyggja nokkru nánar þá atburði sem til þessa leiddu. Fyrirvarinn, sem fyrr er nefndur eða þingsályktunin, sem fylgdi stjórnar- skrárfrumvarpinu á konungsfund 1914 er flókið stjórnfræðilegt atriði, sem ekki verður brotið hér til mergjar. Þó má segja að höfuðinntak fyrirvarans sé að fá staðfestingu á því að upp- burður íslenzkra sérmála geti ekki ver- ið lagður undir danskt löggjafarvald, heldur íslenzkan konungsúrskurð. Aðalatriði hans er að Alþingi fái við- urkenningu á því að danska stjórnin ráði engu um þetta, heldur kon- ungur einn. En með því yrði viður- kennt það sem Friðrik VIII átti við, þegar hann á Kolviðarhóli 1907 nefndi rikin sin tvö — þ.e. að ísland væri ein- göngu i konungssambandi við Danmörk. Þar með yrði innlimunarkenningin endanlega dauð og fullveldi tryggt eins og siðar varð. „Fáir áttuðu sig þá til hlítar á ágreiningsefninu og enn færri nú," seg- ir dr. Bjarnd BeniedikitiSison í grein um Einar Arnórsson. „Hins vegar er það rétt sem Einar Arnórsson sagði (samkvæmt fyrir fram gerðu samkomulagi við hina dönsku viðsemjendur), að geigur ís- lendinga var „formlegs-fræðilegs eðlis"." En þótt staðfesting stjórnarskrárfrum- varpsins hafi verið með öðrum hætti en ráðgert var í fyrirvara Alþingis 1914, varð hið nýja ákvæði um ríkisráðið „ís- lendingum ekki til baga í framkvæmd, en vinningurinn af réttarbótum stjórn- arskrárbreytingarinnar og gildistöku sérfánans var óumdeilanlegur," segir dr. Bjarni Benediktsson. í hinu nýja frumvarpi var það lagt á vald konungs, hvar málin skyldu upp borin og þótti sýnt að hin gamla venja mundi haldast, að þau yrðu borin upp í danska ríkisráðinu. í þessu stjórnar- skrárfrumvarpi voru einnig margar og miklar umbætur á eldri stjórnarskrá, s.s. að konur fengju kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla, eins og fyrr greinir, kosningaréttur lækkað- ur og fjölga mátti ráðherrum með ein- földum lögum og var það gert við myndun stjórnar Jóns Magnússonar 1917: landsritaraembættið yrði lagt nið- ur, þegar ráðherrum vaeri fjölgað. Fjölga mátti þingmönnum með einföldum lög- um og konungkjör alþingismanna fellt niður, en kosnir í þeirra stað sex menn með hlutfallskosningu um allt land. Þessi eru nokkur helztu atriðin, sem Einar Arnórsson fær staðfest, þegar hann tekur við völdum, og fer með stjórn arskrárfrumvarpið á konungs fund. Áð- ur, eða sama dag og konungur skipaði hann ráðherra 5. maí, var haldinn fundur, þar sem hinn nýi ráðherra mætti og varðist fimlega, enda rökfastur og lögfróður. Hann hafði átt hvað mestan þátt í fyrirvaranum, en nú var sam- þykkt á fundinum tillaga frá Bjarna frá Vogi og Skúla Thoroddsen, þar sem einstakir menn eru harðlega átald- ir fyrir að gerast til þess að semja umboðslausir, eins og í tillögunni segir, „leynilega við konungsvaldið um ágreining milli konungsvaldsins og Al- þingis, og treystir eigi þeim ráðherra, er tekur við stjórn með þeim hætti, sem orðinn er." Þegar Einar Arnórsson, ráðherra, bar upp tillöguna um staðfestingu stjórnarskrárinnar, var konungi gerð grein fyrir, að frumvarpið hefði fengið fullnaðarsamþykkt á þingi íslend- inga á stjórnskipulegan hátt. Þá var konungi birtur fyrirvarinn, en síðan segir: „Þá er Alþingi samþykkti stjórn- skipunarlagafrumvarpið ásamt þar með fylgjandi þingsályktunartillögu, voru því ljósar óskir yðar hátignar um upp- burð íslenzkra sérmála fyrir konungi í ríkisráði; í meðferð stjórnskipunarlag- anna á Alþingi hefur enginn andblást- ur verið vakinn gegn þessu, og erfið- leikarnir við skipun þessa máls hafa eigi varðað það, að málin væru í fram- kvæmdinni borin upp fyrir konungi í ríkisráði. Geigur sá, er fram kemur í þings- ályktunartillögunni (fyrirvaranum) er sprottinn af ótta við það, að auglýsing sú í Danmörku, sem boðuð var um af- stöðu Yðar hátignar gagnvart íslenzk- um úrskurði, mundi verka sérstaklega á ríkisréttarlegt eðli þessa úrskurðar, þar sem hún samkvæmt íslenzkri skoðun, mundi gera íslenzkt stjórnskipulegt málefni háð dönsku löggjafarvaldi eða dönskum stjórnvöldum. í»esisd geigur er formlegs-fræ'ðilegs eðlis, og 1913 hefur þáverandi ráðherra eigi lagt úrslitaáherzlu á hann og því eigi heldur skýrt Yðar hátign frá hon- um. En íhuganir þær, er síðar hafa ver- ið gerðar á íslandí, og einnig hafa kom- ið ljóst fram eftir síðari meðferð máls- ins í ríkisráði, sýna, að á íslandi telja menn þetta formlega atriði svo mikið grundvallaratriði, að þeir álíta jafnvel —¦ öldungis andstætt því, sem til getur hafa verið ætlazt með umræðunum í ríkisráði 1913 — skipun þá, er þá var fyrirhuguð, afturför í réttarstöðu ís- lands, með því að gildandi stjórnskip- unarlög, ásamt ríkisráðsákvæði sínu, eru að lögum, samkvæmt skoðun ís- lendinga, einvörðungu háð löggjafar- valdinu íslenzka. Með tilvísun til áðurgreindrar þings- ályktunartillögu, svo og þess annars, er ég hef látið um mælt, og með hliðsjón til stjórnmálasamvinnu þeirrar hinnar miklu, er fara mundi forgörðum, ef stjórnskipunarmálið næði eigi fram að ganga, skal ég allra þegnsámlegast leggja til, að Yðar hátign vildi stað- festa stjórnskipunarlögin, svo og að gefinn mætti verða út konungsúrskurð- ur, meðundirritaður af mér, og að sam- kvæmt honum verði íslenzk lög og mik- ilvægar stjórnarráðstafanir framvegis svo sem hingað til bornar upp í ríkis- ráðinu." Á Alþingi 1911 hafði einnig verið samþykkt frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. Þar hafði ákvæðið um uppburð íslenzkra mála í ríkisráðinu verið fellt burt án þess það hefði neinar breytingar í för með sér, því að Danir daufheyrðust við öllu slíku þá sem endranær. En svo kemur fyrirvarinn loksins til skjalanna 1913 og fylgir sam- þykkt nýrrar stjórnarskrár. Hann er svohljóðandi: „Um leið og Alþingi samþykkir frum- varp til laga um breytingar á stjórn- arskrá íslands, 1874, og stjórnskipun- arlögunum 1903, ályktar það að lýsa yfir því, að ef svo yrði litið á, að með því, sem gerðist á ríkisráðsfundi 20. okt. 1913, sbr. konunglegt opið bréf, dagsett sama dag, hafi uppburður sérmála ís- lands verið lagður undir valdsvið dansks löggjafarvalds eða danskra stjórnvalda, þá getur Alþingi ekki við- urkennt slíka ráðstöfun skuldbindandi fyrir ísland, þar sem hún bryti í bág við vilja þingsins 1913 og fyrri þinga. Ennfremur ályktar Alþingi að lýsa því yfir að það áskilur, að konungsúrskurð- ur sá, er boðaður var í fyrrnefndu opnu bréfi, verði skoðaður sem hver annar íslenzkur konungsúrskurður, enda geti konungur breytt honum á ábyrgð fslandsráðherra, eins og án nokkurrar íhlutunar af hálfu dansks löggjafarvalds, eða danskra stjórnvalda. Heldur Alþingi því þess vegna fast fram, að uppburður sérmála íslands fyrir konungi í ríkisráði Dana verði hér eftir sem hingað til islenzkt sér- mál." Jörundur Brynjólfsson (Ljósm. Ól. K. M.) Hannes Hafstein telur ekki ástæðu til að hafa fyrirvara með stjórnarskrár- frumvarpinu, Sigurður Stefánsson seg- ist aldrei hafa séð „ónákvæmara orða- lag á nokkru skjali" og Benedikt Sveinsson lýsir yfir því, að fyrirvarinn sé „grautarlegur" — og greiðir atkvæði gegn honum. Meirihluti í báðum deildum Alþingis samþykkir, að rétt sé að hagnýta kon- ungsúrskurðinn um íslenzkan fána frá 30. nóv. 1913 og þremur tillögum hald- ið fram: hvítbláinn, bláfáninn með hvítri stjörnu og þríliti fáninn. Var málið borið undir atkvæði og samþykkt með eins atkvæðis mun svohljóðandi tillaga: „Sameinað Alþingi lýsir yfir því áliti sínu, að flestum fslendingum muni langkærast að sú fánagerð, sem borin var upp á Alþingi 1911 og 1913, haldist óbreytt og yrði staðfest af kon- ungi, en sé þess ekki kostur, vill það mæla með hinum þrílita fána, sem fána- nefndin, sem skipuð var 30. des. 1913 gerði að aðaltillögu." • • Sigurður Eggerz fór með mál þessi á konungs fund að loknu þingi, og voru þau tekin fyrir í rikisráðinu 30. nóv. að undangengnum viðræðum Sigurðar Eggerz við Edvard Brandes, eins og Jón Krabbe skýrir frá í riti sínu: „Þeg- ar Sigurður Eggerz kom til Kaup- mannahafnar dró hann enga dul á það, að hann hefði verið kjörinn til þessa starfa vegna þess að flokksmenn hans treystu honum til að hopa hvergi og vera ákveðinn, og í þeim mörgu og löngu viðræðum sem við áttum um form og aðferðir var það hans fyrsta og síð- asta boðorð að bregðast ekki þessu trausti. En hann hlaut að reka sig á það, að í pólitískum samningaumleitun- um kann það að vera ósköp auðvelt að segja nei, en ólíkt erfiðara að fá viðsenvjandann til þess að segja já. Danska ríkisstjórnin bað Edvard Brandes, fjármálaráðherra, að taka upp viðræðurnar við Sigurð Eggerz um deiluatriðið: það gat verið nógu erfitt fyrir Sigurð að sannfæra mann, sem var jafnútfarinn í rökræðum, en sjálf- ur sat hann fast við sinn keip . . . Samningaumleitunum lauk án árang- urs." Sigurður Eggerz sendi íslenzka stjórn arráðinu 2. des. langt skeyti um við- ræðurnar í ríkisráðinu 30. okt., og seg- ir að „ráðherra íslands skýrði frá til- lögu sinni um staðfestingu stjórnar- skrárinnar. í tillögunni er tekin orð- rétt þingsályktunin (eða fyrirvarinn) og endar tillagan með þessum orðum: ,,um leið og ég tjái mig samþykkan þvi, sem í þessari þingsályktun stend- ur, skal ég samkvæmt þessu og með skírskotun til nefndrar þingsályktunar leggja til, að stjórnarskráin verði stað- fest." Konungur tók því næst til máls: Eins og ég tók fram á ríkisráðsfundi 20. október 1913, er það ásetningur minn að staðfesta frumvarp til stjórn- skipunarlaga um breytingu á stjómar- skrá um hin sérstaklegu málefni ís- lands 5. janúar 1874 og stjórnskipunar- lögum 3. október 1903, eftir að það hef- ur nú verið samþykkt óbreytt af Al- þingi því, er kom saman eftir kosning- ar 11. apríl 1914, en vænti þess um leið að ráðherra íslands leggi fyrir mig úr- skurð þann, sem um var getið á nefnd- um ríkisráðsfundi, um að íslenzk lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skuli bera upp i ríkisráðinu, eins og ég lika vænti þess, að forsætisráðherrann beri UPP fyrir mér, ráðgerða konunglega auglýsingu til Danmerkur um það, sem ég þá tók fram í hinu opna bréfi mínu til íslands. Út af þingsályktun þeirri, sem ráðherra íslands vitnar til allra- þegnsamlegastri tillögu sinni, vil ég taka þetta fram: Það, sem gerðist á ríkisráðsfundi 20. okt. 1913 má, ekki skilja svo, að uppburður sérmála fs- lands fyrir konungi í ríkisráði mínu sé með því lagður undir löggj af arvald Dana eða dönsk stjórnarvöld, en eins og hinu stjórnskipulega sambandi milli Danmerkur og íslands er nú háttað, er uppburður íslenzkra laga og mikil- vægra stjórnarathafna í ríkisráði mínu eina tryggingin fyrir því, að þau séu islenzkt sérmál, og hafi ekki að inni- halda ákvæði, er snerta sameiginleg rikismál. íslenzk lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir verður því framveg is að bera upp í ríkisráði mínu, og á því getur engin breyting orðið, nema lögfest verði sú skipun, sem veitir jafn- mikla tryggingu sem uppburður í rík- isráðinu fyrir því, að ræða megi eða fjarlægja vafaspurningar, sem upp kynnu að rísa frá annarri hvorri hlið um takmörkun milli sameiginlegra lög- gjafarmála og sérmála fslands." Sýna þessi ummæli konungs, hve ólík um augum Danir og fslendingar líta á uppburð íslenzkra mála í ríkisráðinu. Þannig segir konungur að sú leið sé „eina tryggingin fyrir því, að þau séu íslenzk sérmál" og komi ekki við dönsku löggjafarvaldi. Hér er raunar ekki um annað að ræða en mismunandi skilning á orðalagi, þótt auðvitað hafi annað bú- ið undir. Danir vildu ekki samþykkja fyrirvarann af eintómri kergju, enda er hann runninn undan rifjum sjálfstæðis- manna, en þó hefði konungur étt að geta samþykkt hann á örlagastundu, ef hann hefði raunverulega trúað því að uppburður mála í ríkisráðinu væri trygging þess að þau væru íslenzk sér- mál, því að hann hafði það þá í hendi 24. miaí 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.