Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 19
ttmarnlr væru errisir og vandasamir og því æskilegt að allir flokkar yrðu samtaka að ráða fram úr erfiðleikun- um. Margir teldu það úrræði hentugast að mynduð væri þriggja manna stjórn. Væru þeir Þorsteinn komnir með það erindi frá flokkum sínum að bjóða Heimastjórnarflokknum að nefna einn mann í ráðuneyti, en samvinnuflokkarn ir nefndu forsætisráðgjafa og annan til. Jón Magnússon kvaðst ekki hafa vit- að fyrr umræðuefni og hefði því ekki umboð flokksins að ganga að neinu. Hefðu þeir hvorki rætt né ályktað um mál þetta, en aðeins boðið að senda mann til viðtals. Þó gæti verið að flokk ur sinn, Heimastjórnarflokkurinn tæki þessu tilboði, en þó vissi hann ekki, hvernig tekið yrði fjölgun ráðherra, ef ekki næðist samkomulag, og minnti á að skipun efri deildar væri svo, að Heimastjórnarmenn gætu hindrað fram- gang mála. Jón Magnússon hefur haft orð á því, að taka yrði tillit til stuðn- ingsmanna Einars Arnórssonar, ráð- herra, ef mynda ætti „friðarstjórn", því að gott samkomulag yrði að vera á þinginu, ef allir ættu að vera ánægð- ir. Gísli Sveinsson sagði að fylgismenn ráðherra sem flokkur kæmi til greina við myndun nýrrar stjórnar, enda rétt að færa sér í nyt æfingu og þekkingu, er þar væri fyrir. Fylgismenn ráðherra gætu talizt 7 eða 8 þingmenn, þó að sumir þeirra fylltu nú hinn nýja flokk, sem væri samsettúr af mönnum úr ýms- um flokkum og vildi ekki telja hinn inýja Framsóknarflokk „fastan flokk". Þorsteinn Jónsson mótmælti „þeirri sundurliðun", sem Gísli vildi gera á flokki hans. Kristinn Danielsson kvaðst ekki hafa neitt umboð flokksins til við- tals um málaleitun Gísla fyrir ráðherra menn. Minnti hann á að ráðherramenn skiptust á hina aðra flokka eftir því sem hugur hvers og eins stæði til, en eftir væru svo fáir, að enginn flokkur ííæti talizt. Vænti hann að lokum svars í'kki seinna en kl. 5, en Jón Magnússon kvað það hljóða sem úrslitakosti og gælu heimastjórnarmenn ekki látið b\óöa sér það. Þeir væru ekki heldur g nnkeyptir fyrir þátttöku í stjórnar- rr yndun. Var síðan þjarkað um það. Síðar á þessum fundi hefur verið rætt W'i, hvernig þingmenn mundu skipa sér í ílokka og af þeim umræðum má sjá, h 1 e flokkaskipunin hefur verið óviss á Albingi um þessar mundir, enda voru flf kksbrot þá óðum að leysast upp og fl( kkaskipun öll að riðlast. Átökin milli Jainigsuim- ag þveiraum-imiain'nia ýttu mjög urdir stofnun Alþýðuflokks og Fram- só'tnarflokks, en þar voru einnig að verki erlendar stjórnmálastefnur, sem ní.5 höfðu til fslands eins og kunnugt ei. En augljóst má vera, að gamla fh %kkaskipunin gekk sér til húðar um svipað leyti og hyllti undir lausn sjálf- st -eðismálsins, enda var hugur margra bundinn við innanlandsmál, atvinnu- ástand og efnahag. Á viðræðufundinum sagði Kristinn Dmíelsson, að ofsagt væri að kalla timasetningu þversum-manna úrslita- kosti. En hann hafði orðið að skila því, að svars væri vænzt kl. 5 þennan sama da %. Einar Amórsson, ráðherra, hef ði sjí lfur ýtt undir að hraðað yrði stjórn- ar nyndun, en Kristinn kvaðst mundu le/Igja það til við flokk sinn, að lengri fr< stur væri gefinn. Jón Magnússon vi'di fá að vita hversu marga þversum- wim teldu innan vébanda sinna og gaf K' istinn upp töluna 15, þegar Jón M gnússon hafði ákveðið tölu síns fli kka 15. -f. bréfi sem Jóhannes Jóhannesson, bpijarfógeti, skrifar dr. Valtý Guð- m mdssyni meðan á þessum umbrotum Sti ndur, segir meðal annars: „I sama þc 'inu hefur gengið með stjórnina. Þó mí\ telja víst að Bj. Kristjánsson verði rá! iherra þversum og taki að sér fjár- m,' ladeildina. Um nýja flokkinn er ekki afj jört enn, en ég býst við að Sigurður frá Yztafelli sé líklegastur, þó líklega ekki lengur en til næsta þings. í morg- un (23.12) var sá flokkur að hugsa um Benedikt Sveinsson . . . Sú saga gengur að Sig. Eggerz hafi sagt sig úr Þversum flokknum í gær." Áður í sama bréfi seg- ir að Sig. Eggerz hafi verið „lengi að leita fyrir sér um stjórnarmyndun, en þótti víst ekki árennilegt." Daginn áður (22. des.) segir í bréfi Jóh. Jóhannessonar, að sakir standi svo, „að miklar líkur eru til að Jón Magn- ússon geti komið á 3 manna stjórn, er mikinn meirihluta hafi á þingi, en hverj ir verða með honum er ekki afgjört, líklega einn af þversum-mönnum og einn úr nýja flokknum. Einar Arnórs- son má heita algjörlega fylgislaus og er áreiðanlega veikur (af magaveiki og ofþreytu). Hvenær hin nýja stjórn kemst á, er ekki auðið að segja um, en lengi ætti það ekki að dragast." framt, að þess beri að gæta, að þar sem talað sé um „full yfirráð yfir öllum sin- um málum", beri „vitanlega að skilja þau orð á þann hátt, sem tekið er fram í fundargerð Sjálfstæðisflokksins, vit- anlega átt við það markmið að koma þjóðinni í tölu fullvalda (souværen) þjóða." En hann segir að Sj álf stæðismenn, sem hann hafi átt við, hafi verið sér „samdóma um, að það væri hyggilegra að islenzkt ráðuneyti kæmist ekki þann ig að orði á opinberum þingfundi, held- ur á þann varlega hátt, sem í yfirlýs- ingunni segir." Þá getur hann þess, að hann hafi spurt Jón Magnússon „hvort hann telji ekki þessa yfirlýsingu, sem hér um ræðir, í fullu samræmi við stefnuskrá þá, er vér heimastjórnar- menn fylgjum og sem hann sjálfur lýsti haustið 1914. Og ég hefi spurt hann, hvort hann sé ekki fús — ef hann verð- Sveinn Björnsson f „útdrætti úr fundabók Heimastjórn arflokksins", sem þversum-mönnum var sendur og varðveitzt hefur, er sagt að föstudaginn 22. des. kl. 9 síðdegis hafi Heimastjórnarflokkurinn komið tilfund ar í hliðarherbergi efri deildar. Las for maður flokksins upp eftirrit úr gjörða bók Sjálfstæðisflokksins, sem sent hafði verið til hans. Sú fundargerð sem hér um ræðir er um árdegisfund sjálfstæðis manna, sem haldinn var þennan sama dag, 22. des. Þar segir svo: „Voru tek- in til umræðu skilaboð af hálfu heima- stjórnarmanna, er Bjarni Jónsson flutti á síðasta fundi frá formanni þess flokks, að hann vildi taka þátt í að stofna 3 manna stjórn með forsætismann úr sínum flokki. Áleit formaður Heima- stjórnarflokksins, að ekkert mundi því til fyrirstöðu af hálfu heimastjórnar- manna, að sú nýja stjórn lýsti því yfir, að hún mundi af fremsta megni vinna að því, að þjóðin nái fullum yfirráðum yfir öllmn sínum málum og afráði ekki neitt í sjálfstæðismálum þjóðarinnar án vilja og vitundar þeirra þingflokka er veita henni fylgi sitt. Fundurinn ályktar að samþykkja framangreint tilboð, með þeim skilningi, að í orðunum „full yfirráð yfir öllum sínum málum," felist fullveldi (souvær- enitet) landsins og óskar að fá vissu fyrir að aðrir þingflokkar er stjórnina mynda hafi sama skilning í þessu atriði. Samþykkt var að senda Heimastjórn- arflokknum og Framsóknarflokknum þessa bókun og æskja aftur bókunar flokkanna þessu viðvíkjandi." Það er þessi bókun, sem Heimastjórn arflokknum er send og er til athugunar á fundinum „í hliðarherbergi efri deild ar". Formaður Heimastjórnarflokksms skýrir frá því, að hann og einn sjálf- stæðismanna hafi samið yfirlýsingu „eftir vandaða íhugun" og hafi hún hlot ið siairníþyktoi Sjiálfeitæðisftokkisinis. Kveðst hann þess fullviss, að Heima- stjórnarflokknum sé ljúft að fallast á þessa yfirlýsingu. Hann getur þess jafn verða og hefði nokkra fylgismenn — þá kvað Sveinn Ólafsson það enn vera tillögur, að allir þrír flokkarnir kæmu sér saman um að nefna hver sinn mann og gengi síðan allir á sameiginlegan fund og veldu forsætismann. Vildi flokkurinn mælast undan um sinn að ganga á samfund með sjálfstæðismönn- um, gæti það á þessu stigi þótt lýsa of nánu sambandi flokkanna, svo að það felldi þriðja flokkinn frá að fallast á tillöguna. — Þá var sendimönnum með hógværum rökum sýnt fram á, að þessi ráð væru eigi tiltækileg. Ekkert annað gæti flýtt úrslitum en að samvinnu- flokkarnir sýndu nú að þeir héldu fast saman og gengju hiklaust að því að taka að sér stjórnarmyndunina með einum manni, væri þá fenginn stjórnar- formaður, og skyldi hann bindast fyrir því að koma á þriggja manna stjórn og mætti þá halda áfram samkomulagstil- Guðmundur Hannesson ur forsætisráðherra — að aðhyllast þessa yfirlýsingu og kunngera hana. Hann hefur játað þessu hvort tveggja hiklaust og afdráttarlaust." Síðan var þessi málsmeðferð öll sam- þykkt í einu hljóði á fundi Heimastjórn arflokksins. • • En hvað dvelur Orminn langa? Hvern ig stendur á því að gamla kempan, Sig- urður Eggerz, hefur orðið að draga mál ið á langinn. í fundagerð Sjálfstæðis- flokksins 18. des. segir, að þingflokk- urinn hafi rætt svar Heimastjórnar- flokksins „og samþykkt með 10 sam- hljóða atkvæðum, að halda fast kröf- unni að forsætisráðherra sé úr sam- vinnuflokkunum. Hjörtur Snorrason og Kristinn Daníelsson voru sendir til Framsóknarflokksins, sem var á fundi, að tilkynna þeim þessa ályktun og óska að þeir gengju á sameiginlegan fund með sjálfstæðismönnum til að ráða mál- inu til lykta. Þeir komu aftur með þau boð frá framsóknarmönnum, að þeir mundu e.t.v. óska frests til morguns og að þeir hefðu fengið að vita, hvern heimastjórnarmenn hefðu hugsað for- sætisráðherra, og þætti gott að vita einnig, hvern sjálfstæðismenn veldu til þess úr sínum flokki. Voru sömu menn sendir með þá orðsending, að flokkur- inn hefði enn ekki rætt um það né tek- ið neina ákvörðun, en ætluðu að sjálf- sögðu, ef samvinnuflokkarnir mynduðu eins manna stjórn, gengju þeir báðir á fund saman og veldu mann. Eft- ir alllanga bið komu á fundinn sendi- menn Framsóknarflokksins, Þorsteinn Jónsson og Sveinn ólafsson. Hinn fyrr- nefndi hóf máls, og kvað það vilja flokks síns enn að gjöra tilraun til samkomulags við Heimastjórnarflokk- inn og kvaðst eiga að bera fram þá tillögu, að samvinnuflokkarnir veldu sinn mann hvor, og ef ekki næðist sam- komulag um hinn þriðja við Heima- stjórnarflokkinn, skyldi leita til við ein hvern heimastjórnarmann, er til vildi Þorsteinn M. Jónsson raunum við heimastjórnarmenn og nefna til einn manninn. Fluttu sendi- menn flokki sínum þessa tillögu og komu að vörmu spori aftur og kváðu vel hafa verið tekið undir hana í flokkn um og fastmælum bundið að gjöra aðeins enn síðustu tilraun við heimastjórnar- menn, og ef ekki fengist neinn til með skilyrðum þeim, er rétt hafa verið, skyldi á sameiginlegum fundi flokk- anna tveggja á morgun kl. 1, gengið þegar að stjórnarmyndun. Þetta létu fundarmenn sér vel líka og gengu af fundi, er þá hafði staðið 3 kl.tíma — Sig Eggerz — Kristinn Daníelsson." Næsta dag, þriðjudaginn 19. des, kl. 1 e.h. koma svo saman til fundar allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Fram sóknarflokksins, eins og um hafði verið rætt, en nú ber það við, að framsóknar- menn vilja enn fá frest til samingatil- rauna við heimastjórnarmenn, „sem þeir höfðu leitað frekari samninga við, en ekki orðið ásáttir." Þegar fundargjörðin frá deginum áður var lesin upp, bað Sveinn Ólafsson um að sú athuga- semd yrði bókuð við erindisrekstur þeirra sendimanna, „að þeir hefðu heit ið að koma á sameiginlegan fund, en ekki afdráttarlaust að ganga þegarað stjórnarmyndun." Síðan var ákveðinn sameiginlegur fundur eftir þingfund daginn eftir. En eftir að framsóknar- menn eru gengnir af fundi, „ræddu fundarmenn með sér og voru ásáttir um að láta nú ekki dragast lengur en til hafði verið tekið að ákveða stjórnina og ef beðið yrði um frekari frest, að bíða við hálfa stund eða svo, og hyggja þá heldur að að taka þátt í að mynda stjórnina og vera í minnihluta, sem þó er svo mikill, að hann getur látið til sín taka". Næsta dag er svo aftur haldinn sam eiginlegur fundur og komu allir þing- menn Framsóknarflokksins 8, nema Ein ar Árnason („og kosningasambands- menn M.G. og M.P.") og hafði Sveinn Ólafsson orð fyrir þeim og tilkynnti fyr 24. irnaí 1970 LESBÓK MORGUNBLABSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.