Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 9
entagarðinum og Sívalaturni.)
Grímur átti að skipun föður
síns að fara með þessu póst-
skipi til fslands, og Finnur seg-
ist einnig hafa ráðið honum til
þess, þótt sér sé það þvert um
geð, en hann komist ekki með
skipinu sökum plássleysis.
En það er einmitt þennan
sama dag, sem Finnur skrifar
bréfið, og Grímur skiptir um
húsnæði, sem fröken Magda-
lene Kragh fer með síðasta
áætlunarbátnum frá Kaup-
mannahöfn til Kristíaníu.
Sveinn Asgeirsson.
Formannavísur
Fraimhald af bls. 5.
Firða hvetur flóðs á land
frá kyrrsetustarf.i
stjórnað getur báru-brand
Bjarni Péturs arfi.
Gæri verið Bjarni Pétursson
frá Hvestu, sonur Péturs Ein-
arssonair og Guðrúnar Einars-
dóttur. Sá Bjarni er 24 ára áriS
1790.
Bendir ýra Þorbjörn þá
þjóð með dýra og valda,
Álftamýrar-fróni frá
fáknum stýrir tjalda.
Þorbjörn átti heimá á Baul-
húsum í Auðkúluhreppi í Arn-
arfirði, og hefir verið með skip
prestsins á Álftamýri, séra Há-
konar Snæbjörnssonar.
Gætir tjörgu Guðmundur
geims á körgu svíni,
var fra Björgum burðugur
báran mörg þó hríni.
Hefir átt heima á Hrafna-
björgum í Auðkúluhreppi.
Annars hefi ég engar upplýs-
ingar um hann. — Sighvatur
Borgfirðingur sleppir þessari
vísu um Guðmund frá Björg-
um.
Frá Karlsstöðum Hrólfur
knár
hrannar löður smýgur
unnar hröðum aski, klár
upp þá röðull stígur.
Þessi Hrólfur á Karlsstöðum
í Auðkúluhreppi vair faðir
Hrólfs þess, sem var ráðsmað-
ur og formaður hjá Siguxði
Jónssyni prófasti á Hrafnseyri,
föður Jóns forseta. Þess Hrólfs
verður getið síðar.
Utgefandí: Hif. Arvakur, Reykjavik.
Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar: Matthfas Johannessen.
Eyjólfur Komáft Jónsson.
Ritstj.fHr.: Císli SigurCsson.
Augiýsingar: Árni Garoar Kri|1im£on.
Ritstiórn: ASalltrseti 6. Simi 10100.
Tómas kundur Konráðar
kólguhundi löngum
hlés á sundi heldur snar
hafnar undir töngum.
Árið 1785 er í Dufansdal í
Suðurfjarðahreppi maður með
þessu nafni. Sé þetta hann,
hefir hann verið um sjötugt,
þegar vísan er ort. Kona hans
hét Herdís Halldórsdóttir.
Flaustri á til ferða snar,
fiskinn smáa í krúsum
girnist sá hinn þrekni þar
Þorsteinn frá Baulhúsum.
Um þennan Þorstein hefi ég
engar áreiðanlegar upplýsing-
ar.
Fífustaða- frækinn Jón,
Fáfnis-traða-álfur,
siglu-vaða lætur ljón
lægis-raða-gjálfur.
Sighvatur Borgfirðingur hef-
ir „svaða" í stað „raða". — Jón
þessi var sonur Sigurðar Jóns-
sonar bónda á Fífuatöðum og
konu hans Guðrúnar Magnús-
dóttur.
Helgi ör í Otrardal
ýtir knör f rá víði,
listaör með virða val
í veiðiför með prýði.
Helgi þessi var Guðmunds-
son, vinnumaður hjá séra
Vernharði Guðmundssyni í
Otrardal. Um þetta leyti var
hann ungur maður, líklega ekki
meira en 25 ára. Hann var mik-
ill selaskutlari.
Listahraður Loftsson Jón
lukkumaður bezti,
stýrir glaður geims um frón
græðis-traða-hesti.
Hann mun hafa átt heima á
Neðrabæ. Kona hans var Sig-
ríðuir Jónsdóttir. Dætuur þeirra
eru nefndar: Ása, Ólöf og
Guðrún.
f Sandvik snar hinn þriðji þá
þundur vararskrúða,
kundur Ara Kúlu frá
keyrir marinn súða.
Guðmundur Arason hrepp-
stjóri á Auðkúlu í Amarfirði.
Hann var afi Guðmundar Krist
jánssonar, sem lengi var skip-
stjóri á Bíldudal, en síðar i
Reykj avík og Hafnarfirði.
Þar er líka Þorlákur,
þar að víkur-hæli
hlés við síki. Hraðvirkur
heima á ríku Bæli.
Veit ekkert meira um þenn-
an Þorlák.
Úlfsson mætur mannval Jón
með ágæti vísu,
í f ormanns sæti svals við f rón
sézt um stræti lýsu.
Jón Úlfsson bjó um hríð á
Vatnsdalsbökkum á Barða-
strönd. Síðar bjó hann í Duf-
ansdal, eða frá því fyrir 1788
til 1792 eða lengur. Þaðan
fluttist hann að Ósi í Mosdal
í Auðkúluhneppi, en síðast aft-
ur á Barðaströnd. Kona hans
var Ólöf Ólafsdóttir, en börn
þeirra voru: Sigurður, Guðrún
skáldkona, Guðbjörg og Guð-
ný.
Býr Ásgrímur virða völ
vítt um Gýmis ranna,
vors um tíma fleytir f jöl
fleygir brima hranna.
Greitt frá Bæli Guðmundur
göltinn dælu hvetur,
hvals um bæli (hæli?)
hraðvirkur,
happasælu metur.
Frá nesi Tjalda Einar ört,
ullur skjalda glaður,
hvítu faldar flæðarhjört,
f rægðar haldinn maður.
Um þessa þrjá síðast nefndu
formenn hefir" mér ekki tekizt
að afla neinna heimilda.
Nikulásar niðja Jón,
nefnir ása-veiði,
lætur rása ranga ljon
um rostungsbása heiði.
Jón Nikulásson var orðinn
bóndi í Dufansdal 1788. í
Reykjarfirði var hann bóndi
1810. 1819—1823 er hann
bóndi á Fossi. Hann var
hreppstjóri Suðurfjarðahrepps
1814—1815. 1823 komst Árni
sonur hans í útburðarmál með
Ragnheiði Pálsdóttur, sem köll
uð var síðan Saka-Ragnheiður.
Voru þau bæði dæmd til Brim-
arhólsvistar og send þangað.
Um þetta leyti bregður Jón
búi. 1824 er honum leyft að
taka lífsnauðsynjar sínar út í
reikning' hreppsins við Bíldu-
dalsverzlun, og virðist þá vera
í Dufansdal. Síðan er Jóns ekki
getið fyrr en 15. október 1835,
að Guðbrandur Jónsson sýslu-
maður úrskurðar, að „fyrrver-
andi hreppstjóri, Jón Nikulás-
son, skuli njóta framfæris
af Suðurfjarðahreppi, ekki
minna en 2% vætt árlega, en
hafa heimili og alla mögulega
umönnun í Neðri-Hvestu í
Dalasveit (Ketildölum) hjá
Magnúsi tengdasyni sínum, og
konu hans Vigdísi dóttur
sinni". Ekki gat þó hreppur-
inn það ár greitt meira af
þessu tillagi en 1 vætt „sök-
um „fátæktar". 1826 „leggst
Jóni Nikulássyni til vökvunar
frá Magnúsi Ólafssyni 24 áln-
ir".
Stefán hóli stöku nær,
— stýrir bóli Lauga, —
hraður rólað flóð á fær,
er firrist Njóla auga.
Sighvatur Borgfirðingur hef
ir þessa vísu þannig:
Stefán gjólu stirt frá slær,
— stýrir bóli Lauga —
æfur rólað flóð á fær
Fenhrings-hjólið bauga.
Engar nánari upplýsingar
um þennan Stefán á Laugabóli
í Mosdal veit ég.
Brynjólfs hér, sem aflar
auðs,
ekki ber af leiðum,
stálagrér frá stöðum Rauðs
stýrir knerri breiðum.
Ekki nánari upplýsingar fyr-
ir hendi um þennan Brynjólf.
Hjálmaþór frá Hokinsdal,
humrakór þótt dafni,
Eyjólf stóra hreystihal
húns ber jór í stafnL
Eyjólfuir þessi var talinn
heljarmenni að burðum og í
daglegu tali kallaður Eyjólfur
sterki. En hann var ekki
heilsuhraustur, eftir því sem
einn heimildarmaður minn gat
um. Sagðist hann í sæku hafa
heyrt minnst á þennan Eyjólf
sterka og oft við hann jafnað,
Krókinn viður vaskur rær
vinds þó hviða harðni,
þorsk á miði þrekinn fær
Þormóðs niður Bjarni.
Móðir Bjarna var Þuríður
Guðmundsdóttir Hóli í Ketii-
dölum, Egilssonar á Baulhús-
um. Þuríður átti síðar Jón
Steinhólm hreppsstjóra í
Stapadal. Bjarini var selaskutl-
ari góður. Hann flutti síðar til
fsafjarðar.
Ólafs kund frá húsum Hóls
hind ber sunda Bjarna,
með vísdómsgrund og
vizkuhjóls
virkta fundinn kjarna.
Þessi Bjarni Ólafsson finnst
ekki í bændatali frá þessum
árum og hefir þess vegna
sennilega verið vinnumaður á
Hólshúsum í Suðurfjarða-
hreppi.
Kann ég greina í Krossavík
kundinn Einars Pétur,
fram óseina flæðarbrík
á flóðið hreina hvetur.
Veit ekkert meira um þenn-
an Pétur Einarsson.
Ingimundar mögur Jón
menn óringa, fráa,
hvetur slingur Ijóst við lón
á landahringinn bláa.
Jón Ingimundarson var bú-
andi á Bakka í Ketildölum.
Kona hans var Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, en börn þeirra:
Guðrún, Guðmundur og Krist-
ján.
Þorsteinn ætíð Egilsbur
Ægis sætir kjörum,
forsjáll, mætur, friðsamur,
flóðs að gætir vörum.
Um þennan hrósverða mann
veit ég ekki nánar.
Ingimund frá Granda grund
gildi þundar nefnir,
brands við lunda á
löðurshund,
landi undan stefnir.
Sennilega er hér átt við
Ingimund Narfason. Kona hans
hét Kristin Pétursdóttir.
Oddur rær f rá Holti knár
höldum kær, aff vana
afla fær um íguls krár
upp úr mæri svana.
Oddur Magnússon varð
bóndi á Holti 1787 og bjó þajr
til 1794. Kona hans var Guð-
rfður Jónsdóttir. Þeirra dætur
voru Guðríður og IngibjÖTg,
sem báðar urðu eiginkonur
Skúla Guðmundssonar hrepp-
stjóra á Holti í Fífustaðadal,
eins og fyrr var getið.
Klúku-Björn, sú kempan rík,
kólguböra ei sparar,
gjálfurs-örn frá Grísavík
gengur tjörn á þara.
Björn þessi var Egilsson.
Kona hans hét Valgerður Guð-
mundsdóttir. Þeirra dætiar
voru Þuríður og tvær Guðrún-
ar.
Ára-gjóð frá Austmannsdal
ern Þo'rmóður setur
á brekaslóð með bragnaval
báruhljóð sá metur.
Þetta mun vera Þormóður
Ásbjörnsson, sem á heima í
Austmannsdal í Ketildölum
1790. Þá er hann orðinn 72 ára,
og má meðal annars sjá af vís-
unni, að það er átt við öldung.
Kona hans var Halldóra
Narfadóttir. Dætur þeirra
voru Sigríður og Kristín.
Leiðin kvæða lokast hér
lyngormshæða-bryggju;
þrjóta ræða þundar fer
þels í svæða hyggju.
Formenn kjörnir flóðs við
tröð
finnast gjðr að nýju,
árabörvar eru í röð
einn og f jörutíu.
Höldar klæðist heiðri mest,
heill og gæða blóma;
vendi ræðu í vilkjör bezt
vísir hæða Ijóma.
Hér með lýkur þessum for-
mannsvísum Guðrúnar. En ég
komst einnig yfir handrit að
öðrum formannsvísum eftir
hana. Þær eru ortar árið 1828.
Hef ég reynt að fara eins að
með þær vísur og aflað mér
upplýsinga um þá, sem þar eru
nefndir. Eru þær upplýsingar
yfirleitt betri, þar sem miklu
munar líka á aldri þeirra.
Jón Kr. ísfeld.
24. miaí 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9