Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 14
að nein andstaða eða gagnrýni komi fram innan Sjálfstæðisflokksins á gerðir hans, hvorki af hendi þeirra þremenn- inga sem síðar fóru til Danmerkur né annarra. f augum sjálfstæðismanna kem ur Sigurður Eggerz heim með hreinan skjöld og hefur „tryggt sig gegn öllu ámæli" — og þá væntanlega ekki sízt eigin samvizku. Hitt er svo annað mál að rétt er það sem Jón Krabbe full- yrðir, að „sú sjálfhelda sem málið var komið í eftir hina árangurslausu til- raun Sigurðar Eggerz var ekki sæm- andi, hvorki fyrir Danmörku né fsland — fyrir Danmörku sakir þess að 1903 hafði þess verið krafizt (af ráðgjafa ís- lands, Alberti) að ríkisráðsákvæðið (þ.e. að íslenzki ráðherrann skyldi bera upp mál sín til staðfestingar konungs í danska ríkisráðinu) væri tekið upp í ís- lenzk lög, þar sem það átti ekki heima, og einkum vegna þess að nú hafði fs- land rétt fram höndina til sátta, með því að fallast á ákvæði um að íslenzk lög væru borin upp fyrir konungi, þar sem hann ákvæði og látið það uppi að fallizt yrði á ákvörðun konungs, eins þótt hann óskaði að málin væru borin upp í ríkisráði." Aftur á móti fullyrðir Krabbe að ríkisráðsákvæðið hafi „vax- ið og náð fráleitri fyrirferð á íslandi, út frá því sjónarmiði að verið væri að afsala sér réttindum landsins." Mikil tíðindi hafa því að sumra áliti orðið af litlu tilefni, þegar Sigurður Eggerz sagði af sér ráðherradómi eftir Kaupmanna- hafnarförina og Sjáifstæðisflokkurinn klofnaði. En sú ákvörðun ráðherrans var táknrænn viðburður, sýndi að ís- lendingum var full alvara, þegar þeir lögðust gegn uppburði íslenzkra sér- mála í ríkisráði Dana, sem slík ábend- ing var hún í senn merkur og mikil- vægur viðburður, ekki sízt þegar þess er gætt að ríkisráðsákvæðið hafði ávallt verið íslendingum mestur þyrnir í augum, þótt það hafi sýnt sig „að hér ríkti þingræðisreglan, hvað sem leið uppburði mála í ríkisráði Dana," eins og Gísli Jónsson, kaod. mag. kemst að or'ði í bók sinni „1918". Krabbe segir ennfremur að ísland hafi að sínu viti haft á réttu að standa og unnt hefði verið að koma málinu fram „með svolítið lipurri og lagnari formælanda en Sigurði Eggerz." Hann- es Hafstein og heimastjórnarmenn höfðu ávallt litið á uppburð íslenzkra mála í danska ríkisráðinu sem formlega nauð- syn eins og ástatt var en þetta atriði var einn helzti ásteitingarsteinn sjálf- stæðismanna alla tíð. Sú staðreynd skýr ir hvers vegna Sigurður Eggerz og flokksmenn hans vildu „alls engum ráð- leggingum taka sem breyttu einum staf- krók í formi hins eðlilega fyrirvara ís- lendinga, og þar með í andmælunum af konungshálfu" (Krabbe). En heima- stjórnarmenn reyndu að sjá fram hjá þesau „formi" og ná þeim réttarbótum, sem í boði voru hverju sinni. Og þá leið fóru sj álfstæðismenn að lokum undir for ystu Einars Arnórssonar, þó að hvorki honum né fylgismönnum hans hafi ver- ið það ljúft. Björn Jónsson verður að sætta sig við að ekkert þokast í átt- ina, meðan Sjálfstæðisflokkurinn stjórn ar undir forystu hans 1909—'11. Að því leyti lenda þeir Sigurður Eggerz í sama báti. Stefna Sjálfstæðisflokksins virðist því haldbetri í stjórnarand- stöðu, en þegar hann situr að völdum. Þá er eins og ekkert gerist. Það veit Einar Arnórsson, þegar hann slítur af sér flokksviðjarnar. En til þess að sýna hvílíkur þyrnir ríkisráðssetan er í augum fslendinga er ekki úr vegi að vitna enn í Björn Krist- jánsson, sem allt frá aldamótum var í forystuliði sjálfstæðismanna og fjórði ráðherra þeirra — í fyrstu samsteypu- stjórninni se<m mynduð vair 1917. Hamm minnist á þetta atriði í ævisögu- broti sínu og er mjög harður í horn að taka og ákveðinn af svo gömlum manni að vera, og þá ekki siður ef haft er í huga hve langt er um liðið. Björn er fyrst kosinn á þing í Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1901, og var þingmaður þess kjördæmis óslitið um 30 ára skeið. Um fyrsta þingið sem hann sat, 1901, segir hann m.a.: „Þriðja stór- málið á þessu þingi var stjórnarskrár- málið. Sjálfstæðismenn (hann kallar Val týinga svo) með dr. Valtý Guðmunds- son þá í broddi fylkingar, báru fram þetta mál. Var sjömanna nefnd sett í það, sú nefnd klofnaði, klufu heima- stjórnarmenn sig frá með Hannes Haf- stein í broddi fylkingar og báru þeir fram annað frumvarp um sama efni. Var slíkt mjög óvanalegt. Álit þessarar nefndar var í tveimur köflum, A og B á þingskjali C 120, frá meiri- og minni- hluta. Frumvarp sjálfstæðismanna var samþykkt við þriðu umræðu í neðri deild með 12 atkvæðum gegn 10 og í inni er full alvara, því hún tekur fram í ástæðunum við frumvarpið, að Alþingi megi ekki skoða frumvarpið sem neinn samningsgrundvöll, sem gera megi breyt ingar á, heldur sem tilboð, sem Alþingi geti aðeins gengið að eða frá. . . Þessu frumvarpi tóku heimastjórnarmenn eða foringjar þeirra tveim höndum, sem kom izt höfðu í meirihluta við alþingiskosn ingarnar 1902. Ekki sáu sjálfstæðis- menn sér fært að skera sig úr, þrátt fyrir óánægju með frumvarpið. Hættan var líka e.t.v. nokkru minni af því að samþykkja frumvarpið, þar sem það var með sínum göllum kúgað inn á þingið. Frumvarpið var því samþykkt í neðri deild með öllum atkvæðum, í efri deild var frumvarpið einnig samþykkt í einu hljóði. Það dylst ekki í áliti nefndarinnar í neðri deild hversu óánægðir allir nefnd- Jrey&m^,'//-* ' 7Zf*&, 1**m, ^>-Ý^i^^é^ A^*S-oÁ, ^<Æ^áo« / Y#k "7 ££'/.'/^*** ^> s**?s c^> y&~^L~„ S^*" Uppkast að fregnmiða frá Ingólfi 1915 • /? ¦ efri deild var málið endanlega sam- þykkt með 6 atkvæðum gegn 5. Frum- varp heimastjórnarmanna var fellt í neðri deild frá 2. umræðu með 12 at- kvæðum gegn 5. Aðalágreiningurinn milli flokkanna í málinu var um það, hvort danska stjórnin mundi samþykkja frumvarp Sj álf stæðisf lokksins. Hægrimanna- stjórnin'var að fara frá um þær mund ir í Danmörku, og gerðu sjálfstæðis- menn sér vonir um að nýja stjórnin þar mundi samþykkja frjálslynt stjórnar- skrárfrumvarp, en það reyndust von- brigði, því stjórnm mieitaði uim sam- þykki." Um aukaþingið 1902 segir Björn Kristjánsson: „Eins og áður er getið, samþykkti Alþingi stjórnarskrár- frumvarp Sjálfstæðisflokksins, en synj að var um staðfestingu á því. í því frumvarpi voru engin ákvæði um það, hvar ráðherra skyldi bera frumvörp Alþingis upp fyrir konungi, hvort þau skyldu borin npp í ríkisráðinu eða utan þess. íslendingar voru í lengstu lög að forð ast að viðurkenna að ísland væri einn hluti úr Danaveldi, forðast að viður- kenna stöðulögin (sem sett voru 1871, að íslendingum fornspurðum, þar sem sagt var að ísland væri óaðskiljanleg- ur hluti Danaveldis), sem Danir höfðu einhliða sett um stöðu íslands í ríkinu. Stjórn Dana sér nú leik á borði, er hún sér hversu míkið fslendingar lögðu upp úr því -að fá ráðherra búsettan í land- inu, sem tali og skrifi íslenzku, að hún ber nú sjálf fram stjórnarskrárfrum- varp, þar sem tekið er fram, að íslands- ráðherra skuli bera öll mál fslands upp í ríkisráði Dana. Og dönsku stjórn- armennirnir voru með frumvarpið, en skorti þrek til að andmæla því. Þessi mikla eftirlátssemi Alþingis við dönsku stjórnina, leiddi af sér nýja vakningu hjá þjóðinni fyrir því að hefja nýjar tilraunir til að tryggja sjálfstæði landsins og stofnuðust ný félög ogblöð í því skyni, t.d. blaðið Ingólfur og Land varnarflokkurinn." . Af þessu má sjá að Birni Kristjáns- syni er mikið niðri fyrir og enn logar í gömlu sj álf stæðisglæðunum, þegar hann horfir til baka yfir hátt í hálfa öld, og metur starf samherja sinna og andstæðinga. En af þessum orðum hans m.a. má sjé, hvílíkiur þymir ríkisráðsá- kvæðið var í aogiu/m sjálfstæö'isimiainoa, oig tilraun Sigurðiar HJgigerz til að fá það burt numið, studdist við rök þeirrar stefnu, sem hann var fulltrúi fyrir, og sögulegan og hugsjónalegan bakhjall Sjálfstæðisflokksins. Hitt er svo annað mál, að tvær hliðar eru á máli þessu eins og öðrum. Á sama hátt og Heima- stjórnarflokkurinn þurfti á að halda að- haldi andstæðinga sinna til að sofna ekki á verðinum í valdavímunni, þannig misheppnast sj álf stæðismönnum að aka seglum eftir danska vindinum, þegar þeir komust í ráðherrastól, hvort sem liðsoddar þeirra hétu Björn Jónsson, Kristján Jónsson (studdur af heima- stjórnarmönnum í ráðherraembætti, þótt hann hefði verið fylgjandi sjálfstæðis- mönnum fyrir átökin við Björn Jóns- son út af Landsbanka fslands, sem kunnugt er) eða Sigurður Eggerz. Sjálfstæðismönnum var betur ágengt í stjórnarandstöðu, þegar þeim þótti mik- ið við liggja að stöðva mál, er þeir töldu hættu á ferðum, eins og þegar mikill meirihluti þeirra kom í veg fyrir samþykkt Uppkastsins 1908. Hefur þó verið um það deilt, hvort heppilegra hefði verið að fella Uppkastið eða sam- þykkja og ekki allir á eitt sáttir um það. Þorsteinn Gíslason segir til að mynda: „Hugsum okkur nú, að við hefð um enn átt að búa við stöðulögin frá 1871, og stjórnarskrána frá 1874; Danir hefðu neitað öllum breytingum og skiln- aði sömuleiðis. Þá er hætt við, að þeir, sem felldu frumvarpið frá 1908 hefðu fengið harða dóma. En rás viðburðanna varð sú, að fall frumvarpsins flýtti fyr- ir lausn sambandsmálsins og því geta nú frumvarpsandstæðingar þrátt fyrir allt litið ánægðir yfir framkomu sína 1908. En ekki vissu þeir og gátu engar hugmyndir haft um það 1908 og 1909, að eftir 5 ár kæmi upp heimsstyrjöld, sem kollvarpaði ríkjaskipun norður- álfunnar og gerbreytti öllum hugsunar- hætti manna og skoðunum, sem rót- grónar voru í heiminum, þegar sam- bandslaganefndin gamla sat á rökstól- um. En það var þetta, sem leiddi til þess, að við fengum fullveldisviður- kenninguna 1918." • • Þegar litió er á þau örlög, sem Björn Jónsson hlaut 1911 — og þá ekki sízt fyrir tilstilli flokksbræðra sinna — er harla einkennilegt að lesa ummæli Hannesar Hafsteins, sem hann við- hefur í svarræðu sinni, er Skúli Thor- oddsen hafði gert harða hríð að honum við umræðurnar um vantraustið á hann 1909: „Ég veit eigi hvort ég á að vera að þreyta þingið með þvi að anza slík- um sleggjudómum (þ.e. sleggjudómi Skúla Thoroddsens). Ég hugði hann, sem kunnugur er starfi mínu, t.d. í milli landanefndinni, mundi þó að minnsta kosti ekki fara að tyggja upp þá tugg- una sína frá undanförnum þingum; en hann hefur nú litið öðruvísi á velsæm- ið. Ég er ekki hræddur um að ummæli hans um þetta atriði verði langær dóm- ur sögunnar, enda hygg ég að öðrum sé hættara við því en mér, að heykj- ast í hnjáliðunum fyrir Danskinum eða kengbeygja bakið fyrir útlendum vald- höfum, og mun það síðar sjá." Með þessi áhrínisorð að veganesti tekur Björn Jónsson við ráðherradómi og þá verða það ekki sízt gamlir samherjar hans, sem telja að hann hafi „heykzt í hnjáliðunum," þótt hann hafi varla ann að til saka unnið en bjóða Dönum upp á stefnu sem þeir skelltu ávallt skoll- eyrum við. Afleiðingarnar verða þær, að næsti ráðherra, sem eingöngu er studdur af Sjálfstæðisflokknum, Sig- urður Eggerz, stendur í stanzlausu sím- skeytasambandi við flokksbræður sína heima, meðan hann dvelst í Danmörku, vegna þess „að hann er svo kvíðinn og hræddur við að taka ákvarðanir." Þessi kviði eða ótti við óeiningu og klofning virðist alla tíð baga sjálfstæð- ismenn meira en menn geta gert sér í hugarlund fijótt á litið. Voru þeir þó, hvað sem öðru líður, heilir í afstöðú sinni til fullveldis íslands, en sáust ekki alltaf fyrir, og þurftu því stundum að kenna á hinu fornkveðna: að sá er eld- urinn heitastur sem á sjálfum brennur. Þeir lögðu allt kapp á að gera upp sakirnar við Dani og beindu spjótum sínum að þeim. Heimastjórnarmenn und- ir forystu Hannesar Hafsteins lögðu höfuðáherzlu á viðreisn innanlands eft- ir sigurinn 1904 og þar til uppkasts- nefndin tók til starfa eftir heimsókn Friðriks VIII hingað 1907. Ef við tækj- um dæmi frá okkar tímum, þótt það sé engan veginn sambærilegt, gætum við sagt að sjálfstæðismenn vildu annað hvort allt landgrunnið í einu eða ekkert, en Hannes Hafstein og fylgismenn hans létu sér nægja þær sjómílur, sem til boða stæðu hverju sinni; að sigur þeirra 1904 hafi verið álíka mikill og viðurkenning á tólf milna landhelgi okkar 1961. En þrátt fyrir óbilgirni sjálfstæðismanna oft og tíðum naut 1 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24. mflí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.