Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Qupperneq 8
Húsið á Eyrarbakka. bjóða skipi sínu. 1 mis- jöfnu veðurútliti er hann eld- fljótur að gera það upp vxð sig, hvort honum þykir róandi eða ekki, á það mest við sjálfan sig, en lætur ekki aðra hafa þar áhrif á sig. Á Nori'ónu hef- ur valizt með honum einvala lið. — Ég þakka ekki sjálfum mér lán mitt á sjónum, nema að litlu leyti, segir Jóhann. — f>að á ég Guði mest að þakka, og þar næst skipsfélögum mín- um, vil ég sérstaklega nefna sameignarmann minn, Jón Jakobsson í Einarshöfn. Ég hef ekki séð Jóhann öllu glaðari, en þegar hann minnist fyrstu formannsára sirrna, og áranna þar á eftir, þegar hann festir ráð sitt og fyrstu börn þeirra hjóna fara að stiga við stokkinn. -— Ég stundaði mikið ferða- lög, segir Jóhann. — Nokkurn búskap hafði ég jafnan með höndum, en var þó oftast að heiman, til sjós, við jarðyrkju- störf eða í flutningaferðum. Heimilisstörfin hvíldu mikið og þungt á konunni minni. Ekki veit ég hvernig híin fékk ann- að öllum sínum störfum. Henni auðnaðist það samt. Henni féll aldrei verk úr hendi. Jóhann lærir snemma að fara með plóg. Hann nemur jarðyrkjustörf hjá Jóni Jóna- tanssyni, alþingismanns, ásamt fleiri ungum mönnum. Ferðast þeir félagar um Árnessýslu vor og haust, með fjóra hesta og tvo plóga (Ólafsplóga, sem þá þóttu mjög góðír), á vegum Búnaðarfélags Islands. Eftir þetta leggst það mikið niður að pæla garðlönd með skóflu. Þykir sjálfsagt að nota plóginn í garðlöndunum. Vorið 1908 kemur Geir Gunnarsson frá Háeyri heim frá Danmörku, ásamt dönskum manni, og hafa þeir félagar meðferðis mjög góð jarðverkfæri. Jóhann er í félagi með þeim um jarðyrkju- vinnslu. Hann er plægingar- maður meðan hestum er beitt fyrir plóg, og fylgir þróuninni í jarðyrkjunni, fer að vinna með vélum 1937, og lengi þar á eftir. Já, Jóhann „stundar ferða- lög.“ Víða liggja spor hans um héraðið sem jarðyrkjumanns, þar vinnur hann brautryðj- endastarf, eins og þegar hann kaupir einn af fyrstu mótor- bátunum til Eyrarbakka. Enn eru ótaldar flutningsferðir hans milli Eyrarbakka og Reykjavíkur, sem hann stund- ar árum saman. Hann flytur varninginn lengi vel á kerru- hestum. 1 slæmri ferð á vetrum, verður oft að setja þrjá hesta fyrir fremstu kerruna, til að ryðja brautina. Jóhann situr ekki I ekilsætinu í þessum flutningaferðum, en gengur við hlið fremsta kerruhestsins. Þau eru ótalin sporin hans um Flóann, Hellisheiðina og Svína hraunið. Honum hrökkva þessi orð af vörum við mig: — Stundum verður mér á að hugsa, til hvers fólk hefur fæt- ur nú til dags. Oft lendir Jóhann í svarta- byl í þessum flutningaferðum. Þá þykir honum gott að sjá ljósin á Kolviðarhóli, þegar hann kermxr neðan Svínahraun, og þeim mun betra að komast í húsaskjól, og njóta gestrisni þeirra góðu hjóna, Valgerðar og Sigurðar Daníelssonar. Bílaöldin gengur í gai-ð. Og enn er Jóhann í flutn- ingaferðum milli Eyrarbakka og Reykjavikur. Árið 1919 fest ir hann kaup á vörubifreið. Og enn vinnur hann brautryðj- endastarf. Hann er með fyrstu mönnum, sem ekur þessa leið á bifreið. Yfirleitt ganga bílferð- irnar sæmilega, þó ekki sé um annað að ræða en kerruvegi, örmjóa og æði hlykkjótta. Oft springur, oft þarf að skipta um hjóL Jóhann minnist þess, að eitt sinn er Vilhjálmur S. Viihjálms son með honum í bílnum til Reykjavíkur. Vilhjálmur er þá unglingur að árum, og gott ef þetta er ekki fyrsta ferðin hans suður. Hvað um það, ferð- in verður ekki tíðindalaus. Þegar þeir félagar eru komnir upp í miðja Kamba, losnar annað framhjólið. Jóhanni hafði orðið litið við í ekilsæt- inu nokkru fyrr, og séð þá hvar ríðandi maður hafði farið af baki spottakorn neðar í Kömbunum, hirt eitthvað upp af veginum, og haldið síðan áfram ferð sinni. Jóhann efast ekki um, að maðurinn hafi fundið hringgorminn, sem halda á hjólinu föstu, tekur þegar á rás á eftir mann- inum og hleypur sem hann má. Verður úr þessu mikill eltinga- leikur. Jóhann nær ekki manninum fyrr en niður undir Kotsti'önd. Og það er sem hann grunar; reiðmaðurinn greip gorminn upp af götu sinni. Með an öllu þessu fer fram, verður Steini, eins og Vilhjálmur var kallaður i uppvextinum, að hír ast einn i opnum bílnum. Ann- ars þykir fint að sitja í fram- sætinu, miklu fínna en á pall- inum, þar sem varningurinn er hafður . . . Nú, þessi ferð geng- ur svo tíðindalaust til Reykja- víkur. Sundið Jóhann er með Norrónu x ellefu ár, en þá er skipið farið að láta sig, og hann ákveður að verða sér úti um annan far- kost. Hann falar tólf tonna bát af Akranesi (1926) Trausta, gott sjóskip —, og heldur enn sínu einvala liði. Trausta má bjóða meira en Norrónu, og neytir Jóhann þess fyllilega. En engá stund gleymir hann því, að ströndin, þar sem hann lendir skipi sínu, er hafnlaus, eða svo gott sem. Brimgarðurinn ýfir sig strax og vindar, og sundið verður ótryggt. Langt er að leita hafrx ar, ef ekki verður komizt i gegnum sundið og inn á lónið. Öll suðui'ströndin er þá eitt foi-að, og ekkert skipalægi að hafa, nema farið sé fyrir Reykjanes eða út i Vestmanna- eyjar. Veðurfar og sjólag á þessum slóðum, er fyrir löngu runnið Jóhanni í merg og blóð. Sjald- an bregður svo skjótt til hins verra, að hann viti það ekki á sig með nokkrum fyrirvara. En stundum er sundið orðið æði ljótt þegar hann bi'ýzt í gegnum það á skipi sínu. * Nína Björk Arnadóttir Vonbrigði Þama situr þú í reykjarmekkinum með hárið svoixa og augun svona og hendumar og glasið og vínið og þau eru öll þama líka og þau eru öll einhvern veginn öðruvísi en þú Það veiztu og aldrei að vita hvað þau myndu gera ef þau vissu hvemig þú værir þama situr þú með hárið með augun og glasið í reyk j armekkimxm. Renna blómin blá í blóðlækjum frá hjarta til horfinnar gleði. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.