Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 9
Rainer Maria Rilke PÁFUGLSFJÖÐRIN Bragi Ásgeirsson þýddi. Á meðan fólkið (á októberhátíðinni í Miinchen) gekk um, hló, glettist og reyndi að ná til hvert annars og kitla með löngum páfuglsfjöðrum, gekk ég um aleinn með mína fjöður, sem var alltof stolt til að kitla nokkurn. Og því lengur sem ég ráfaði um með fjöðrina, því meir beindist athygli mín að spengileik forms hennar, hvemig hún vó á hinum sveigjan- lega stöngli, og hinu fagra höfði hennar með „páfuglsaugað“ sem myrkt og dularfullt rýndi á mig. Þú getur hugsað þér, livað páfuglsfjöður þýðir fyrir málara, sem hefur allt aðra afstöðu til litanna en við, hve mikið hann getur lært af henni og hve mikla gleði samræmið í fjölbreytileik sínum og mergð litatóna, sem eru samankomnir á jafn litlum fleti getur veitt honum. En veizt þú hvað mér var hér aðalatriði? Það, að ég sá enn einu sinni, að flest fólk heldur á hlutum í liöndum sér til að fremja einhverja vitleysu, í stað þess að athuga hvern hlut, og í stað þess að spyrja um þá fegurð, sem honum heyrir til. Og því er það, að flest fólk veit alls ekki, hve fagur heimurinn er og hvílík dýrð opinberast í hin- um minnstu hlutum, í sérhverju blómi, steinvölu, trjáberki eða birkilaufi . . . Og þó væri það hið fegursta ef fólk allt glataði ekki hæfileikanum til að gleðjast jafn innilega yfir birkilaufi eða fjöður páfugls eða svifi krákunnar og af hrika- legu fjalli eða dýrðlegri höll. Hið smáa er jafnlítið smátt og hið stóra er stórt. Það gengur mikil og eilíf fegurð gegnum veröld alla og henni er réttlátlega dreift yfir stóra og smáa hluti. í>að er flaggað í landi, ef landtaka er talin ófær. For- mönnum ber að hlýða þessari ábendingu skilyrðislaust. Að flagga frá, slíkt er ekki gert fyrr en í ýtrustu nauð- syn. Þeir atburðir gerast, að bálur ferst, áður en flaggað er írá. Aldrei á skipstjórinn i meiri vanda, en þegar landtakan er tvisýn. Hann og skipverjarnir eru ekki einir um baráttuna. Jóhann gleymir því enga stund, að á ströndinni bíða skyldmenni hans og vinir, að ailir þorpsbúar biða á milli vonar og ótta. Allra augu bein ast að brimgarðinum og sund- inu. Stundirnar, sem formaður- inn bíður lags, verða honum ekki eiginlegur biðtími. Hann man ekki tímann, en lifir allur í sjólaginu. Ólögin ríða yfir hvert af öðru. Hann fylgir þeim eftir með skarpri sjón, og mest skerpist sjón hans og at- hyglisgáfa, og hver taug er sem þaninn strengur, er lög verða á sundinu. Er þetta lagið, sem hann hef- ur beðið eftir, eða gefst honum annað betra? Svarið kemur eins leiftur- snöggt og spurningin, játandi eða neitandi eftir atvikum. Aldrei reynir meira á sjómanns lund hans en í tvisýnu á sund- inu. Eitthvað, sem honum er yfirsterkara, ræður yfir hon- um, frumkraftarnir í lífi hans stjórna gerðum hans. Hann bíður lags á sund- inu —, og lagið kemur. Stundum sér hann aðra báta hverfa frá. Hann hverfur ekki frá í þau tuttugu ár, sem hann er íormaður. Hefði kannski stundum verið réttara að hverfa frá? Lengi er hægt að verja bát áföllum á rúmsjó, en brotsjóir taka sig hvarvetna upp, þegar sjór er reiður, og ekki bara á sundinu. Enginn getur dæmt um það með fullum rétti hvar hættan er mest. Eru menn i landi færari um að fella slíka dóma, en formaðurinn? Ég legg ekki slíkar spurn- ingar fyrir Jóhann. Um þessa hluti ræðir hann einvörðungu við sjálfan sig; þó segir hann þetta: — Enginn minna manna fékk svo mikið sem skeina á hönd, mína formannstíð, eða varð fyrir neinu, sem slys getur heitið. -— Þú hættir skyndilega for- mennsku á bezta aldri, segi ég. — Ég ætlaði ekki að hætta. Ég vildi ekki hætta. Ýmsir örð- ugleikar réðu þvi að svona fór. Eftir þetta var ég nokkrar ver- tíðir á togaranum Þórólfi, og líkaði sæmilega. En eftir að ég hætti sjálfstæðum atvinnu- rekstri, finnst mér, að ég sé eins og klár, sem sóttur er i haga að morgni, og skilað aft- ur að kvöldi. Jóhann heldur áfram eftir nokkra þögn: — Nú var þess skammt að biða, að ég missti konuna mína frá ungum börnum. En ham- ingja mín var ekki öll. Til mín kom starfsöm og góð kona, Anna Sveinsdóttir, og stóð fyr- ir heimili mínu meðan henni entist líf og heilsa. Hún lézt íyrir þrem árum. Ég tel mig mikinn lánsmann, að hafa átt samleið með báðum þessum konum, og fæ seint þakkað þeim samfylgdina. Jóhann stendur á fætur, sýni iegt í svip hans, að hann hefur nærtæk verkefni í huga. — Ég finn ekki til þess, að ég sé orðinn gamall, segir hann. — Ekki get ég hugsað mér lifið án vinnunnar. Það er sem hvert sandkorn og strá á þessari strönd kalli á mig til samstarfs. — Hvað á nú að fara að gera? spyr ég. — Það er ekki til að minn- ast á það, en ég ætla að ná saman þessum fáu skjátum mínum og hirða af þeim reifið. Fleira er ekki sagt. Þessum skrifum er lokið. 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.