Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Page 16
Sé litið um öxl yfir sögu mannkynsins, eru trúarbrögð og trúar- líf jafnan efst á baugi meðal þeirra sköpunarafla, sem mótað hafa líf og sögu Iiðinna aida og skiptir þá litlu hvort dæmi eru tekin úr sögu kristinna manna eða annarra. Engum dylst livern regin- þátt guðstrúin og þjóðfélagsleg beiting hennar liefur átt í andlegri mótun einstaklinga og þjóða, enda liefur kirkjan löngum teygt arma sína til veraldlegra valdastóla og skammtað þaðan trúarlegt og siðferðilegt frelsi manna. Svo er guði fyrir að þakka, að sagan geymir annað og betra en veraldlega valdbeitingu trúarinnar. Við fslendingar áttum Ey- stein Ásgrimsson, Hallgrím Pétursson og Jón Vídalín. I>ött allir væru þeir börn síns tíma, eru þeir ógleymanleg dæmi um trúarlegt samband einstaklingsins við æðri mátt, um frálsræði mannsins til að sækja kraft og hiíggun til guðs, án milliliða, án forskriftar. Ástæðulaust virðist að draga í efa, að hið beina samband ein- staklingsins við guð gegnum bænina liafi verið það hálmstrá, sem gaf forfeðrum okkar von og kjark til að halda í horfinu meðan verst gegndi á liðnum öldum. Á íslandi og víðast livar hafa viðliorf manna til kirkju og trúar mjög breytzt á síðari tímum. Hin nýju viðhorf eru vafalaust auð- skýranleg í ljósi breyttra þjóðfélags- og lífsliátta, þótt ekki verði farið náið út í það hér. Kirkjuiegt vald er á fallandi fæti og menn láta gjarnan í Ijós siðferðilegt og trúarlegt sjálfstæði sitt með því að sniðganga gamla hefð eða beinlínis með því að ögra henni með alls kyns andhverfu hátterni. I>etta birtist ekki sízt meðal ungs fólks víða um lieim í yfirfærðri trúardýrkxm á „pop“-stjörnum, í flótta til eiturlyfjaneyzlu og „hippa“-lífs, svo eittlivað sé nefnt. Fiestir vilja skýra þetta fyrirbæri sem uppreisn gegn „viður- kenndum“ félagsháttum og siðferðilögmálum. Jafnframt virðist augljóst, að hér er á ferðinni djúpstæð löngun til nýrrar lifs- túlkunar og að baki þessari uppreisn býr sterk triiarþörf, þörf til að finna „það bezta í sjálfum sér“ . Gallinn er liins vegar sá, að þetta sama framúrstefnufólk virð- ist stefna blindandi niður í móti — í öfuga átt við andlegan þroska — líkt og vatnið, sem leitar hinna lægstu leiða, sé það ekki liamið, myndar loks öfluga strauma, sem skilja eftir auðn og eyði leggingu í fari sínu. Þessa sömu strauma mætti nýta mönnum til heilla væri skynsamlega að farið og stefnt í rétta átt. Sú spurning hlýtur að vakna hvort hamingja komandi kynslóða sé ekki ein- mitt undir því komin hvernig þeim tekst að hemja þessa öflugu strauma, hvort þeim tekst að beizla þá andlegu orku, sem í mann- inum býr, hvort þeim tekst að fiiina í sér þá æðri skynjun, sem er öllum líkamlegiim skilningarvitum fullkomnari. — Um aldarað- ir hafa trúaðir menn leitazt við að þroska með sér æðri skynjun, þótt aðferðir þeirra hafi ekki lilotið viðurkenningu raunvísinda manna. Þó er svo komið, að margir eru famir að viðurkenna, að hin líkamlegu skiiningarvit mannsins séu harla takmörkuð á mælikvarða tilverunnar. Eitthvað meira verður að koma til ef við eigum nokkru sinni að skilja eðli og rök alheimsins, okkar eigið hlutverk og tilgang. Þeir, sem þekkja mátt trúarinnar af eigin reynslu, telja enga leið vænlegri til þekkingar og þroska en að leita sambands við æðri mátt, enda virðist allt mæla með því, að með manninum búi hæfileiki til að tengjast æðra afli, því innra með honum sjálfum leynist óslökkvandi þrá í þá átt að breyta sjálfum sér í eitthvað æðra og betra. I Hafnarfirði gnæfir myndar legt hús byggt á bjargi efst í bænum, einstætt í sinni röð vegna þess starfs, sem þar fer fram innan veggja. Hér hafa fimmtán Karmelsystur frá Hol- landi haslað sér völl til að helga líf sitt guði og iðka bæna gjörð og hugleiðslu öðrum til bjessunar og sáluhjálpar og sjálfum sér til andlegs þroska. Sá, er þetta ritar, hefur átt þess kost að heimsækja syst- urnar og ræða við þær um hinn innri tilgang klausturlífs- ins. Þær hafa verið svo vin- samlegar að gefa svör við ýms um spurningum, sem gjarnan koma upp i huga leikmannsins, er hann reynir að gera sér grein fyrir hvað veldur því, að fólk dregur sig þannig i hlé frá almennu samfélagi. Til skamms tíma tíðkaðist að hafa grindur um þvera gesta- stofu systranna, þannig að þær sátu fyrir innan en gestir fyrir framan grindurnar. Nú hefur þessu verið breytt, grindurnar eru horfnar og við augum blas- ir vistleg, teppalögð stofa með myndum á veggjum, stofublóm um og þægilegum nýtízku hús- gögnum. Hér andar nýjum blæ og greinilegt er, að hin frjálsa formhyggja nútímans hefur sigrað gamla hefð, sem staðið hefur öldum saman lítt sem ekki breytt. Klæðnaður klaust- ursystra hefur einnig tekið stakkaskiptum til frjálsara forms, einkum höfuðbúnaður- inn, sem nú leyfir hárinu að njóta sín óhindrað. Ýmsar aðr- ar breytingar hafa átt sér stað, sem allar miða að þvi að opna og auðvelda sambandið við um heiminn. Það er glaðvær og broshýr hópur, sem gengur inn í stof- una til móts við gestinn og hann má hafa sig allan við að anna öllum þeim glettnislegu spurningum og svörum og and ríku athugasemdum, sem á hon um dynja. Svo sannarlega fylg- ir þessum konum ótrúleg, geisl andi gleði, samfara djúpu æðru leysi, sem er svo smitandi að undrun sætir. Hópurinn skipar sér í hring, og þegar stærstu móttökuöldurnar lægir, kemur fyrsta spurningin eins og af sjálfu sér: „Hvers vegna hafið þið gert þessar breytingar, sem nýlega hafa átt sér stað í klaustrinu?" „Þessar breytingar eru túlk- un á þeim nýja anda, sem á rætur að rekja til kirkjuþings ins (Vaticanum II) í Róm i tíð Jóhannesar páfa XXIII, sem kvað svo á, að hið innra mikil- vægi klausturlífsins skyldi haldast sem fyrr, en ýmislegt á hinu ytra borði, sem orðið væri úrelt eða á annan hátt óæskilegt, skyldi hverfa. Þetta leiddi til sjálfsgagnrýni og nýrra tilrauna innan reglunnar og taka þurfti afstöðu og mynda viðhorf gagnvart þeim „I>ess vegna gerðist ég nunna” Ingi Karl ræðir við Karmelsystur í klaustrinu á Jófríðarstöðum i Hafnarfirði Unnið við innrömnnm mynda. í samkomustofunni sitja systurnir við ýmiss konar hannyrðir. Svipmynd úr gestastofunni, — tvæv svstui' í áköfum samræð- um. Út nm þennan glugga er fagurt útsýni yfir bæinn og f jörðinn. ýmsu nýjungum, sem til greina gátu komið. Kirkjuþingið lagði jafnframt ríka áherzlu á þjón- ustu kirkjunnar við mannkyn- ið, og þessa hugsun hefur Karm elreglan einnig tileinkað sér. Hér og þar hefur meira að segja sú spurning vaknað, hvort ekki væri réttara að hefja störf utan klausturmúr- anna í þjónustu almennings. Flest klausturfólk er þó þeirr- ar skoðunar, að æskilegast sé að inna af hendi andlega þjón ustu i þágu heimsins með bæna haldi i kyrrlátu skjóli klaustr- anna. Síðast en ekki sízt hafði það áhrif á líf okkar Karmel- systra, er kirkjuþingið ákvað að segja skilið við hina ka- þólsku guðfræðikenningu um tvískiptingu (dualisma) likama og sálar. Maðurinn er ekki gerður af líkama annars vegar og sál hins vegar, heldur er hann líkami gæddur sál, sem taka verður tillit til í heild. Þar af leiðandi beinist um- hyggjan ekki eingöngu að sál- inni, heldur að manninum öll- um samkvæmt hinni nýju skil- greiningu. í sambandi við þessi nýmæli langar okkur að vitna í um- mæli Jóhannesar páfa 13., sem komst að orði eitthvað á þessa leið: „Djúp íhugun kirkjunnar um sjálfa sig, um tilvist sína og tilgang, hefur leitt hana til þeirrar sannfæringar, að henni beri að opna glugga sina og dyr gagnvart heiminum og gera öllum mönnum ljóst, að þeir séu velkomnir, því allir eru þeir bræður hennar og systur. Hún vill boða þeim fagnaðar- erindið fyrir opnum tjöldum en ekki einangra sig.“ Fyrir okkur táknaði þetta í reynd: Engar svartar, langar slæður framar fyrir andlitinu og engar grindur framar á milli okkar og þeirra, sem koma i heimsókn. Þótt við litum fyrst 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. destemiber 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.