Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Page 21
f kirkjulist fyrri alda
var fæðing Jesú algengt viðfangs-
efni. í nútímanum þekkir hvert manns-
barn í hinum kristna heimi þetta mótíf af
óteljandi fjölda jólakorta, sem þó eru
dálítið hefðbundin eins og kirkju-
listin var áður
Listaineim allra alda og allra þjóða liafa
einatt spreytt sig; á því að sýna fæðiiigu
Jesú í Bethiehern. En eins og allir menn
vilja yfirieitt helzt iialda Drottin alniáttugan
skapaðan í sinni mynd eða því sem næst eins
var það að listamenn í Evrópu á endurreisn-
artímunum máluðu einatt fæðingu Jesú eins
og um samtíma atburð væri að ræða og
klæddu Maríu mey og aðra viðstadda i við-
hafnarklæðnað góðborgara á Ítalíu eða í Nið
urlöndmn og Rauðskinnar í Vesturheimi,
Petsar, Kinverjar og Japanir settu atburð-
inn líka á heimasvið, þótt einnig gætti í sum-
um þeirra töluverðra vestrænna álirifa.
Myndir þessar eru flestar frá endurreisnar-
timunum eða jafnvel síðar. Á miðöldum
sýndu flestar myndir af fæðingu Jesú Maríu
mey rúmliggjandi og Jesúbarnið í jötu fyrir
ofan hana, en á endurreisnartímunum var
meiri álierzla lögð á ýmis aukaatriði, heilag-
an Jósep, fjárliirðana og dýrin og María mey
oftar sýnd sitjandi með Jesúbarnið í kjöltu
sér eða krjúpandi því í lotningu ásamt öðr-
uin viðstikldum.
Þessa mynd gerði Kimi Koseki, sem kunn
er fyrir myndir sínar af sveitalífi og bú-
endum í Norður-Japan. í samanburði við
kínversku myndina er þessi mynd Ko-
seki afskaple.tra heimaleg og fábrotin. —
Jesúbarnið liggur þarna í undarlegri
kringlóttri fléttaðri körfuvöggu en móðir
þess krýpur við vögguna og gælir við
barnið en bin börnin tvö og asninn
vinstra megin liorfa á með velþóknun og
eru eins og heima hjá sér.
Sérstakt viðhorf er til fæðingar Jesú í rúss-
neskum helgimyndum. Atvik söguíinar eru sýnd
sitt í hvoru lagi en tengd með línum og lita-
samræmi. María mey liggur fyrir á myndinni
miðri og virðir ekki barn sitt viðlits og stingur
mjög í stúf við lotningarfulla Guðsmóður Botti-
cellis.
í þessari mynd af fæðingu Jesú sem gerð er I
Indlandi snemma á 17. öld gætir bæði austur-
lenzkra og vestrænna áhrifa. Andlitsdrættir all-
ir á myndinni eru austrænir í fyllsta máta en
uppbygging myndarinnar er talin eiga margt
skylt með myndum þeim af fæðingu Jesú sem
kaþólskir trúboðar og Jesúítaprestar fluttu með
sér um þetta leyti til hirðar indversku Mógúla-
keisaranna.
Þessi mynd er gerð í Persíu á sextándu
öld. Ilún fylgir lýsingu Kóransins á fæð-
ingu Jesú, sem Kóraninn segir fæddan úti
í auðninni, fjarri mannabyggð, en ekki
í fjárhúsi. María styður sig lémagna við
sölnað pálmatré, sem við snertingu henn-
ar fær skyndilega líf á ný, laufgast og
ber ávöxt en lind vellur frá rótum þess
henni -til’ svölunar. Jesúbarnið liggur á
jörðinni rétt hjá trénu og hvílir höfuðið
á logakodda og kemur það heim og sam-
an við vestræna hefð um logabjarta
geislabauginn um höfuð barninu.
Þessi kínverska mynd af fæðingu Jesú er
byggð á fornri kínverskri hefð en lýtur
þó vestrænum lögmálum um lotningu og
virðingu sem sýnd er Jesúbarninu og
móður þess.
Paxspjald nefndist lítil
tafla, sem presturinn
kyssti á við tiltekinn á-
fanga í messunni. Eitt
slíkt er til í Þjóöminja-
safninu. Það er komið
frá Breiðabólstað 1
Fljótshlíð og einn liluti
þess er hér sést, sýnir
fæðingu Jesú. Myndin
er skorin í rostungs-
tönn.
Hérna kemur hluti af
veggmynd sem gert hef-
ur Livingstone nokkur
Sango, afrískur lista-
maður frá Suður-Róde-
síu. Ljós og einföld
myndbygging indíánska
listamannsins víkur hér
fyrir skireytingagleði
listamannsins suðræna.
Myndin er skemmtilega
lifandi og margslungin
og á það kannski ekki
sízt að þakka ósamræm-
inu í stærð manna og
dýra, trjáa og kletta og
miklu stærstum mynd-
ununi af Maríu mey
fyrir miðju og heilögum
Jósep sem er að taka á
móti vitringunum þrem
ur.
22. desem'betr 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21