Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Page 23

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Page 23
imarheimiU og vera þar mán- uðum saman. Einhver snilling- ur hefur sagt, að þegar fólk hyggur á hjónaband, þá sé það elcki svo mjög uppfylling and- legra framavona, sem það gengst fyrir, eða sameiginlegur smolckur, sem það sækist eftir, heldur upplyftingin, tilbreyt- ingin. Það er alveg rétt. Yfir höfuð að tala, þá er maðurinn að vinna allan daginn. Sama er að segja um konuna. Þegar þau hittast á kvöldin, vilja þau vera laus undan oki vinn- unnar. Þá er það, sem þau breiða úr fjöðrunum. Ef þau geta leikið sér og slæpzt um í vitleysu, þá getur þeim liðið vel. Lífið er mestan part eintal í einni og sömu tóntegund. Það er, þegar að raddbrigðunum kemur, að fólk viil hvort ann- að. Það viH hafa pipar í lífs- ins plokkfisíki . . . Ef þú og einhver kona getið notað sama tannburstann í 25 ár og hún getur enn feomið þér á óvart, þá er allt í lagi með ykkur, bæði tvö . ..“ „En, góði, bezti, hvað kemur þessi ósmefeklega hugmynd þín um tannburstann St.Clair Ohasséloup við?“ „Bfekert. Ég er bara að tala.“ „Ég heyrði það. Segðu mér nú hreinskilnislega. Mundir þú segja, að hann og kona hans, Aimée, heitir hún það ekki? — ættu sér einhverja sameiginlega upplyftingu?" „Já.“ „Og hver er hún?“ „Bach.“ „Jóhann Sebastían Bach! Hvað ertu að segja? Colin St.Clair Chasseloup! Bach!“ „Þér finnst það skrýtið, er það ekki? Þú þekkir hann og hefur séð hana. Þú manst, hvernig hann er, allur eins og fjörlaust kjötstykki, óhræran- legt flikki. Maður, sem hugsar ekki um annað en lyftitól og tvöfaldan skota. Og þú hefur séð hana, aðalborin i hundrað ættliði, yfir sig tilfinninganæm, vandfýsin, svolítið sérleg, hald in ástriðufullri hrifningu á allra nýtfizikulegustu músík, Coué, Montessori, einu og öllu, sem fyrirvaralaust skýtur upp feollinum. Þau eiga ekkert sam- eiginlegt, býst ég við þú segir. Hann er að heiman allan dag- inn, spilar golf, og lætur sér leiðast það, eða slæpist í felúbbnum. Hún spilar á píanó, Ravel, Debussy eða einhverja af þessum undarlegu rússn- esku náungum. Annars er hún að finna upp einhver snjallræði í sambandi við upp- eldi blessaðra barnanna. Hann skiptir sér ekkert af þeim, hún skemimiir þau á of mikliu dálætii. Ef þú sæiir þau saman, mund- irðu líklega segja, að þau væru tvær persónur, sem hefðu misst af síðasta strætó og yrðu að ganga heim, og bæði hugsuðu með sér, að það væri hinu að kenna. En samt, Skal ég segja þér, þau eru einu manneskjumar, sem hæfa ein- mitt hvor annarri. Þeim er sam eiginlegt að meta mikils til- breytinguna, upplyftinguna, Þau mætast í hinum tignu tóna hæðum Bachs ...“ „Ekki trúi ég því, að Colin sé hrifinn aí Bach.“ „Það gerW ég heldur ekki. Ég komst að þessu hjá vini mínuTn, Paul Furtwangler, sellóleikaranum. Hann fer til þeirra nokkur kvBTtf I vwcu — hún borgar honum ríflega — og hann spilar ekkert nema Baeh. Það sefar grimmdina i dýrinu. Það heldur honum heima, róar hann og fær hann til að láta viskýflöskuna eiga sig. Það er dásamlegt. Hann getur ekki þolað Chopin eða alla þá ómerkilegu skemmtun- armúsiík, sem skrælingjar eins og ég og þú höfum gaman af. Það er eitthvað í Bach, held ég, reglufestan, nákvæmnin, hið feerfisbundna verk, hin hátíð- lega bygging, sem einmitt græð ir það sálarmein, sem hann verður að Mða fyrir vegaia hims sorglega ágalla síns. Hún drif- ur hann til St.Anne-kirkjunn- ar í Soho til að hlusta á óra- tóríur. Þau síelta Bachkórinn út um allar þorpagrundir, og sjálf spilar hún Baeh, þó að hún sé ekki mikill snillingur. Þess vegna fær hún Furtwangel og stundum Stinzel-kvartettinn. Þegar þau eru að hlusta á Baeh saman, þá mætast þau í gjörsamri vellíðan og alsælu. Auðvitað hafði stríðið ekki góð áhrif á hann. Hann haltraði stöðugt að og frá ráðuneytun- um, með hlægilega hugmynda- dellu um loftvarnir, og hann horfði oft með beiskjusvip á gamla félaga, sem skálmuðu maskaralegir eftir götunum, sæ barðir og saltbitnir utan af Norðursjónum. Hann var þó reyndar góður strákur í þá daga. Hann drafek ekki og bara nöldraði og nuddaði. Gerð um við það ekki allir? . . . Það er þetta, sem ég álít um fólk, -— gift fólk sér í lagi, þú get- ur aldrei sagt um það, hvort þvú líður vel eða ekki. Við verð um allir að lifa okkar eigin lífi á okkar eigin hátt. Kátu hjón- in, sem ganga um syngjandi: Ha hopsa sa og Tjú, tjú trala la, og sem kyssast á almanna- færi og segja elsku þetta og elsku hitt, þú kemst venjulega að þvl, að þau eru að læðu- pokast við framhjáhald annað hvort eða bæði, með feofekapíu eða bilstjóra. Svoleið is þurfti Colin endilega að verða, og konan skilur hann. Hún kærir sig ekki um hann öðruvisi. Einmitt af þvi að hann er þannig, hefur hún fyllra kverkatak á honum, þar sem hún veit, að engin önnur kona mundi skilja hann né um- bera. Og þær gera það ekki. Auðvitað rifast þau stundum, og hann stekkur að heiman og lætur tímunum saman eins og bölvuð bestía. En hún veit, að hún er örugg. Hann kemur áreiðanlega vælandi heim til hennar aftur eins og barinn rakki. Og hann þreifar eftir henni í myrkrinu, og hún held- ur í höndina á honum, og þau hlusta á hina hátíðlegu tóna í fúgu eftir Baeh og verða skelfi lega dapurlynd og hyldjúpt snortin og einhvern veginn gjörsamlega alsæl. Þannig er nú fólk, og þau eru svona. Það er ekki til neins að munn- höggvast um það. Ég verð að fara. Ég ætla i tyrkneskt bað með Smithers." Um stund varð mér hugsað til Squidge í tyrkneska baðinu með Smithers, sem var að springa úr offitu, en síðan hvarflaði hugur minn að Chasseloup, og fjandinn hafi það, það var ekki hægt annað Löng verður biðin eftir birtunni. Myrkravofur og feigðarfuglax munu hreiðra um sig. Veðrahamurinn gerast nærgöngulíl. Hið lífseiga vonarblóm, sem þrífst í myrkri, mun þá í góðu tómi ná að festa dýpri rætur. Lengi verður þreyð og lagt í tvísýnu á djúpa ála. Ekkert lausnarorð mun fást. En dagsbrúnin, handan myrkranna, mun roða draum þeirra, sem bíða. Þóra Jónsdóttir Skammdegi 22. diesemiber 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.