Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Qupperneq 13
A U S T A N U M H E I Ð I Að byggja upp eða brjóta niður Hitt má hverjum manni ljóst vera, að lýðræðið gjörir afar strangar kröfur til allra borgara um skipulega umgengnishætti. Einstaklingar, flokkar og fylkingar mega einfaldlega ekki ganga nær hvert öðru en hóf er að, ef lýðræðið á að standast. Mikilvægast alls er, aðiáður nefndir farvegir hinna ýmsu mála séu virtir að fullu, að menn eigist lög við, en láti það ógjört að elta hver annan uppi á víðavangi og knýja fram ótímabær úrslit ágreiningsefna að eigin geðþótta fyrir opnum tjöldum. Eftir séra HEIMISTEINSSON M argvísleg öfl togast á í mannheimi. Tvö eru þeirra sterkust: Annað byggir upp. Hitt brýtur niður. Manninum er eðlislægt og áskapað að byggja upp. Markmið þeirrar hvatar er að koma á skipulögðum samfélags- háttum og efla „menningu“ í orðsins víðtækustu merkingu. Uppbyggingarþörfín leitast við að sigra glundroðann, sem að öðru leyti einkennir tilveruna. Sá, sem bygg- ir upp, stefnir að því að kveða niður sundrungu og tvístring. í stað upplausnar og örvinglunar vill hann renna stoðum und- ir samheldni, festu og öryggi. Góðir menn hafa löngum haldið því fram, að grundvallareinkenni alverunnar væri sú „regla", er birtist í gangi himintungla og háttbundinni hrynjandi árstíðanna, að ógieymdri þeirri nákvæmni og skilvirkni, er prýðir sköpunarverkið allt, auga manns- ins, stikil blómjurtar og atferli dýra, svo að einhvers sé getið. Viðleitni mannsins til að byggja upp er í samræmi við þessa „reglu í alheimi". Upp- byggjandinn er samverkamaður lífsins. Sá sem trúir á Guð, áréttar síðast greinda setn- ingu og segir: Uppbyggjandinn er sam- verkamaður Guðs. Tortímandinn Gegn þeirri uppbyggingarhneigð, sem nú var lýst, rís annað afl, er brýzt fram í sund- urleitum myndum. Takmark þess virðist vera að eyðileggja allt, sem upp hefur verið byggt. Það biýtur niður skipulagða sam- félagshætti og stefnir að því að tortíma menningu. Glundroði er gleði þeirra, sem haldnir eru þessari eyðingarfýsn. Upplausn og örvinglun eru hamingja tortímandans. Eyðingaraflið er andsætt ofanritaðri reglu í alheimi. Það getur ekki talizt mannin- um eðlislægt. Miklu fremur mætti nefna það óeðli, enda vinnur það gegn lífínu og leitast við að afmá lífíð. Eyðingaraflið er blind og stjómlaus ónáttúra, sem að lyktum ryður eyðandanum sjálfum úr vegi. Sá, sem lýtur eyðingaraflinu, þjónar dauðanum. Hann er samverkamaður mjrrk- ursins. Ef þú byggir lífsviðhorf þitt á Einar Jónsson: Úr álögum. kristnum skírskotunum, munt þú ítreka hið síðastnefnda og segja: Tortímandinn er sam- verkamaður hins illa. StríðOgFriður Auðvelt er að finna framangreindum ábendingum stað, ef einhver skyldi vefengja þær. Líklegt er, að tuttugasta öldin hafí augum litið umfangsmeiri uppbyggingu en flestar aldir aðrar. Jafnframt hefur sama skeið einkennzt af svo vitfírrtri tortímingu, að litun mun að öðru eins í sögu manna. Um margra áratuga bil hefur „menning" verið efld með markvísari hætti en fyrr. Alþýðufræðsla og hvers konar ytri umbún- aður mannlegs félags haldast þar í hendur. Samtímis hafa styijaldir afhjúpað óeðli mannsins svo mjög, að undrun sætir. Hvort tveggja á sér stað enn þann dag í dag: Þjóð- ir heims leitast við að halda til haga þeirri skikkan skaparans, sem bezt gegnir. Af- vegaleiddir örvæntingarmenn styðja lífí og reglu í skipulagslausum og ólinnandi hem- aði og tortíma sjálfum sér um leið, vitandi vits, ef um vit er að ræða í fari þeirra yfír- leitt. Heizta bjargræðið andspænis þeirri öldu óskipulegrar eyðingar, sem birtist í hemað- arátökum síðustu áratuga, er fólgið í skipulögðum vömum. Hermdarverkamönn- um og öðrum tortímendum verður því aðeins haldið niðri, að fulltrúar uppbyggingar séu sífellt á varðbergi og kappkosti að taka í taumanna, hveiju sinni sem upplausnaröflin fara á kreik. Jafnframt hlýtur uppbyggjandinn ævin- lega að búa yfír nægilegri sanngimi til að sættast við tortímandann, ef hinn síðar nefndi tekur sinnaskiptum og hverfur frá villu síns vegar. Enginn er óskeikull, upp- byggjandinn ekki fremur en aðrir. Allir eiga leiðrétting orða sinna og gjörða, ef unnt er úr þeim að bæta. Tortímandinn er ekki að eðii til verri en aðrir menn. Hann hefur ein- ungis gengið til þjónustu við framandi vald hins illa, beygt sig fyrir því torráðna óeðli, er vinnur að því að sundra sköpunarverk- inu. Ef hann afneitar þessu óeðli í orði og sýnir iðrun sína í verki, ber að fyrirgefa honum. InnriUpplausn Margt bendir til, að öflum eyðingar og upplausnar vaxi fiskur um hrygg á Vestur- löndum. Að jafnaði taka þau ekki á sig þær hrikalegu myndir, sem getið var hér að framan. En þau eru iðin við kolann allt að einu og leita sér færis hvarvetna. Samskiptahættir manna hafa breytzt. Málefnaleg umræða verst í vök. Stóryrði hafa leyst skilmerkilega ígrundun af hólmi. Yfírsýn er látin lönd og leið. í hennar stað henda menn á lofti meintar ávirðingar ann- arra, slíta þær úr samhengi og slöngva „niðurstöðunum" í andlit náungans. Ljóst er, að slíkt framferði hlýtur fyrr eða síðar að leiða til enn alvarlegri árekstra. Þá er ferill upplausnarinnar fullkomnaður. I réttarríkjum er hveiju máli ætlaður ákveðinn farvegur. Því aðeins stenzt rétt- arríkið, að menn láti sér þann farveg nægja. Hitt verður þó æ algengara, að ofvöxtur hlaupi í einstök álitamál eða ágreinings- efni. Þau flæða þá yfír bakka sína og rása um víðan völl eins og jökulár í hlaupi. Hveiju sinni sem aftur sjatnar, kemur í ljós, að farvegir þeir, sem ætlað var að veita vandanum framrás, hafa þolað hnekk, jafn- vel umtumazt. Þannig er smám saman grafíð undan réttarríkinu sjálfu. Til eru menn, sem beinlínis hafa það að daglegri iðju að gjöra hvers konar upp- byggingu tortryggilega. Enginn maður og ekkert málefni em svo vanzalaus, að eigi verði fundinn á þeim höggstaður. Spuming- in er einungis, hvort verið er að leita að höggstað eða að homsteini, m.ö.o. hvort skemmdarfysnin ræður ferðinni ellegar löngunin til uppbyggingar situr við stjóm- völinn. Tortímendur eiga ætíð auðveldan leik á borði einfaldlega af því að það er svo miklum mun léttara verk að eyðileggja en að byggja upp. Það er til almælis haft, að sú þróun, sem hér hefur verið vikið að, sé smám saman að bijóta niður lýðræðisríki Vesturlanda. Einnig mætti orða sömu hugsun á þann veg, að hér opinberist innbyggður veikleiki lýðræðis á öllum öldum: Stjómleysið er skuggi lýðræðisins, á sama hátt og duttl- ungafull kúgun er skuggi einveldis. INNRA ÖRYGGI Sjálfsagt munu fáir beinlínis óska þess, að lýðræðisleg stjómskipan Vesturlanda hiynji í rúst. Þeir menn, sem hagnýta sér leikreglur lýðræðisins, svo sem tjáningar- frelsið, til að dansa línudans yfír hengiflugi stjómleysisins, eru ekki líklegir til að vilja koma lýðræðinu á kné. Þann dag sem lýð- ræðið er sér endanlega til húðar gengið, fæðist einræði. Ætla má, að upplausnaröfl gjöri sér ljóst, hveijir yrðu fyrstir látnir dingla á þeim degi. Tæpast er því ástæða til að gjöra ráð fyrir, að þau stefni vísvit- andi að slíkum úrslitum. Hitt má hveijum manni ljóst vera, að lýðræðið gjörir afar strangar kröfur til allra borgara um skipulega umgengnishætti. Ein- staklingar, flokkar og fylkingar mega einfaldlega ekki ganga nær hvert öðm en hóf er að, ef lýðræðið á að standast. Mikil- vægast alls er, að áður nefíidir farvegir hinna ýmsu mála séu virtir að fullu, að menn eigist lög við, en láti það ógjört að elta hver annan uppi á víðavangi og knýja fram ótímabær úrslit ágreiningsefna að eig- in geðþótta fyrir opnum tjöldum. Gjaman viljum við líta svo á, íslendingar og aðrir Vesturlandabúar, að lýðræðið okk- ar sé í betra samræmi við regluna í alheimi og við skikkan skaparans en önnur stjómar- form á jörðu. Látum svo vera. En erum við reiðubúin að greiða kaupverð þeirrar gæfu, sem .við teljum hafa orðið hlutskipti okkar? Erum við fús til að beygja okkur fyrir þeim skipulegu umgengnisháttum, sem lýðraeðið hefur að hymingarsteini? Föllumst við á að gæta hófs i málflutningi? Beygjum við okk- ur fyrir farvegunum, sem fyrr vom nefndir? Kunnum við þá list að byggja upp? Eða emm við e.t.v. ávo óðfús orðin að heyja all- ar rimmur tafarlaust til úrslita í beinni útsendingu, að fyrir þá stundargleði eina séum við þess albúin að ganga næst Hfí lýðræðisins, jafnvel bijóta það niður að fullu? Síðast en ekki sízt: Hveijir em á varð- bergi í þeim skilningi, sem hér um ræðir? Hvernig er háttað því innra öryggi, sem er ein af forsendum lýðræðislegs réttarríkis? Hvenær kemur að því, að ótvíræðum eyðing- aröflum verði gjörðir tveir kostir: að snúa aftur og leggja hönd að hollu verki upp- byg?'ngar ásamt öðmm, eða að sæta ábyrgð iðju sinnar? Enginn vafi leikur á því, að framtíð íslenzka lýðveldsins er í ríkum mæli komin undir svömm við þessum spumingum. Von- andi leiðir heilbrigð skynsemi, almenn dómgreind og hversdagsleg góðvild til þess, að við höldum áfram að byggja upp þetta lýðveldi í stað þess að bijóta það niður. Að öðrum kosti má ætla, að okkar bíði einhver þau örlög, sem enginn óskar eftir og ógjöm- ingur er að sjá fyrir endann á. Höfundurinn er prestur og þjóögarðsvörður á Þingvölium. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 21. DESEMBER 1987 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.