Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Side 47

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Side 47
Fegursta jólasagan mín ann 12. júlí 1986 ók Heinz bróðir minn mér á Benzinum sínum til Seedorf, sem stendur við Schaalvatnið skammt frá Ratzeburg. Með- fram landamærunum gat að líta ógnandi varðturna hinna þýzku bræðra okkar í austri. Ég varð gripinn þrúgandi tilfínningu og var feginn, að Heinz áræddi ekki að beygja af þjóðveginum inn á sýsluveg, sem lá að landamæratumunum. Ég er löngu orðinn þreyttur á að hafa samskipti við fólk, sem álítur okkur andstæðinga sína. Við heimsóttum þorpin, sem ég hafði fyrrum starfað í sem dýralæknir, og ókum einnig framhjá bæ Hillebrands í þorpinu Klein-Zecher. Þá kom mér aftur í hug sag- an,_sem ég ætla nú að segja ykkur. Árið 1944 fylgdi blessunin hún móðir mín, Jóhanna, mér á brautarstöðina í Plau- en. Ég var á förum til Rússlands ásamt síðustu viðbótarherfylkjunum, sem þangað voru send, og ég vildi ekki, að mamma gréti á skilnaðarstundinni. En þar eð okkur voru ljós hin hræðilegu endalok þessa viti firrta stríðs gátum við ekki haldið aftur af tárun- um, hvað sem leið yfirmannabúningi mínum. Tregi gerði vart við sig. Hvaða örlög biðu okkar? Myndum við eiga eftir að sjást? Manni fannst maður vera glataður. Ég var ekki nema 9 ára að aldri þegar ég missti föður minn. Mamma varð að sjá fyrir okkur 3 strákunum alein. Við vorum alræmdir pörupiltar, en gæðakonan hún mamma var okkur kærari en allt annaðr Árið 1945 lauk seinni heimsstyijöldinni. Hinir sigursælu bandamenn höfðu skipt Þýskalandi upp í 4 svæði og hindrað sam- göngur milli svæða, einkum til austurs. Á eftirstríðsárunum höfðu Þjóðveijar ekkert að bíta og engu að brenna; aðeins þeir klók- ustu komust af. Á Dugnaðarforkurinn hann Heinz okkar kom brátt til Treuen í Vogtland, þar sem móðir okkar bjó hjá Páli frænda, þar eð heimili okkar í Plauen hafði orðið fyrir sprengju. Mig vissi mamma öruggan í Flens- burg. Við höfðum aðeins áhyggjur af Hans bróður mínum. Hans-Jochen hafði ekki snú- ið til baka úr lokaorustunni um Austur- Prússland. Ég hafði skrifað mömmu, að ég væri ástfanginn af franskri stúlku, Carmen að nafni, sem gengi með bam mitt undir belti. Handa elsku Carmen minni og frumburðin- um, Hans, hafði ég innréttað notalegt heimili í aflagða bökunarhúsinu í Hollen- bek-sveit í héraðinu, sem kennt er við Lauenburg-hertogadæmið, því vegna Þessi hrífandi fagra jólasaga segir frá ungum manni, sem síðar átti eftirað setjast að á íslandi, en var þá kominn með konu og barn og byrjaður að búa. Þetta var árið eftir stríðslokin. Móðir hans bjó aftur á móti á öðru hernámssvæði, en þráði svo ákaft að sjá son sinn og vera með fjölskyldu hans á jólunum, að hún tók gífurlega áhættu og laumaðistí skjóli myrkurs framhjá rússnesku vörðunum. \ Mynd: Sigrún Eldjárn Eftir KARL KORTSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1987 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.