Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 48

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 48
aragrúa flóttamanna var sérhver íverustað- ur tvískipaður og aðeins þeir, sem gátu sýnt fram á, að þeir hefðu þak yfír höfuðið, fengu leyfl til að flytjast milli herteknu svæðanna. Bændumir greiddu fyrir dýralæknisað- stoð mína með afurðum. Jafnvel á tímum verstu hungursneyðar sveltur enginn dýralæknir. Framanskráð hef ég látið fram koma til þess að þú, lesandi góður, vitir hvemig ástandið var í þá daga. í framhaldinu mun ég leitast við að greina sem gleggst frá ævintýri, sem móðir mín rataði í. : i l 1 i I Sagan Sjálf Árið 1946 var móðir mín 63 ára að aldri! Það var á aðventunni fyrrgreint ár, sem mamma varð gripin þrá eftir því að fá að sjá okkur. Okkur hafði ekki veist tækifæri til endurfunda frá því við skildumst á braut- arstöðinni í Plauen. Meira en 2 ár voru liðin síðan þá, tími angistar og áhyggna. Mamma vissi úr bréfum frá mér og frásögnum bróð- ur míns, Heinz, sem hafði heimsótt mig í Flensburg, hvemig okkur reiddi af. Aðventa merkir það að koma. Já, mamma ætlað að flnna mig aftur og koma til okkar til Hollen- bek, til þess líka að líta Carmen mína og drenginn okkar augum. Vegna hættu- ástandsins á hinni ófullkomnu jámbraut og leiðarinnar yflr mörkin milli hemámssvæð- anna réðu allir ættingjamir mömmu frá því að fara þessa glæfraför. En því, sem kona af Helling-ættinni hafði einu sinni ákveðið, varð ekki breytt. Og hver sá sem einhveiju sinni hefur þráð þekk- ir jafnframt þjáninguna. Varfæmislega aflaði mamma sér upplýs- inga um leiðina. Sérstaklega varð hún að gæta þess, að enginn rauðliði fengi veður af áformum hennar. Með hjálp Heinz voru matvörur hamstraðar. Já, mamma gekk mjög skipulega fram í undirbúningnum. Hentugan klæðnað varð hún að hafa með- ferðis, sem hvorttveggja í senn varð að vera hlýr en mátti þó ekki verða til trafala, þeg- ar hlaupið yrði yfír mörkin milli hemáms- svæðanna. Sterklegir skór, bakpoki, taska. Útlit hennar var fífldjarft, en það gilti hana einu; velklætt fólk var í þá daga ævinlega grunsamlegt. Einasta hugsun mömmu var: „Ég ætla til Helmuts míns!" og ofan í bak- pokann varð að troða jólaluktinni, sem Emil afí hafði skorið út. Að kvöldi 9. desember 1946 var haldið af stað. Heinz fór með mömmu að lestinni og gaf henni góð ráð um það, hvemig hún skyidi haga sér á hemámssvæðamörkunum. Heinz gat ekki farið með, þar eð einhver varð að hugsa um Pál gamla frænda. Mamma var tilneydd að skipta 6 sinnum um lest en allt í allt tók lestarferðin um Leipzig, Stendal, Wittenberge, Ludwigslust að Zarretin, þar sem fara átti yfír svæða- mörkin, 3 daga. Oft svaf hún á bekk á einhverjum brautarpallinum í desember- kuldanum eða í sóðalegum biðsal, af því hún varð að bíða eftir lest, sem kæmi henni í rétta átt. Hvílíkt þrekvirki móður, sem var styrkt af þeirri þrá, sem návist jólanna kveikti í brjósti hennar, eftir bömunum. Á jámbrautarstöðvunum slæptist alls kyns lýður, en enginn dirfðist að angra hina tötrum klæddu rosknu konu. Ég hafði komið heimilisfangi kollega míns, dr. Schneiders í Zarretin, til mömmu, en við hann stóð ég í bréfaskriftum, þar eð hann hafði haft dýralækningar með hönd- um í Lauenburgárhéraði fyrir skiptingu Þýskalands. Dr. Schneider þekkti málavexti og var mjög hjálplegur mömmu, sem var ekkja eftir starfsbróður hans. Mamma dvaldi í 2 daga hjá Schneider- hjónunum til þess að hvfla sig og búa sig undir hina erfíðu ferð yfír landamærin. Án þess að mikið bæri á hafði hún verið látin vita af húsi tengiliðs, sem hafði lifíbrauð sitt af því að fylgja fólki að landamærunum að nóttu til. Maður þessi hét Liebert, fyrrver- andi nasisti, en áhrifalaus, sem Rússamir höfðu svipt embætti og virðingum, en þó ekki sent í Síberíuvist. Sem laun honum til handa hafði mamma tekið með Plauenar- voð, sérdeilis verðmæta, þar eð hún hafði verið í eigu móðurafa míns. Þann 14. desember 1946 var nýtt tungl. Það hafði stytt upp. Veðrið var hentugt. Fyrir miðnætti fylgdi Schneider, starfs- bróðir minn, móður minni til umrædds staðar nærri skóginum, þar sem ung flótta- hjón voru mætt. Allir gerðu grein fyrir sér, ekki hvað síst til að vita deili hvert á öðru, því í þá daga var ekki óalgengt, að þeir, sem reyndu að fara yfír landamærin, væru rændir og myrtir. Þegar allt kom til alls bar þetta fólk öll sín verðmæti með sér. Liebert útskýrði legu landamæranna og leiðina. En hann tók jafnframt strax fram, að hann mundi ekki fylgja þeim lengra en að varðtumunum við hina aflögðu jám- brautarteina hinna gömlu lesta þriðja ríkis- ins. Og vegna hættunnar mundi hann ekki fara vestur yfír landamærin. Móðir mín blessuð var sér þess hreint ekki meðvitandi, að hér var raunverulega teflt á tvær hættur. Kjark til að ráðast í þessa för veitti hin sterka guðstrú henni! Hlaðin pinklum gengu þau eftir dýraslóð í gegnum greniskóginn. Af og til var stans- að til að leggja við hlustir í kvöldkyrrðinni. ívan gat jú verið að ráfa um. Landamæra- skógurinn var eins og allir vissu fullur fjandskapar. Aðeins myrkrið veitti ferða- fólkinu vemd. Milli trjátoppanna gat það greint stjömu jafnskjótt og ský dró frá. Ef til vill hvarflaði hugurinn til jólasögunnar til leiðarstjömunnar meðal stjamanna, sem veitti þeim von líkt og mannkyninu öldum saman. Aftur og aftur vom eyrun sperrt, gengið hljótt til þess að koma ekki upp um sig, hrokkið í kút, ef grein brast undir fæti. Kalt vatn rann milli skinns og hömnds af ótta við að verða uppgötvuð. Mamma vissi, að Rússamir höfðu einnig dæmt eldri konur til refsingar. Sífellt varð erfíðara að komast áfram, af því að skógarþykknið vamaði vegarins. Eftir að hafa læðst áfram í tvo tíma var komið að skógaijaðrinum. Liebert, fýlgdar- maðurinn að landamæmnum, gaf litla hópnum sínum merki um að stansa og hvflast. Framundan var skógarvegur, sem lá að rökkurhjúpuðu engi, þar sem greina mátti toppa varðtumanna bera við árroðann úr austri. Loftið lyktaði af brenndu timbri varðeldsins; ívan gat sem sé ekki verið langt undan. Liebert skýrði frá því, að skógarveg- inn mætti sjá frá varðstöðum Rússanna, en væri full aðgát höfð mætti komast klakk- laust yfír. Hér var teflt á tæpasta vað. Liebert rétti mömmu og unga fólkinu hönd- ina, óskaði þeim allra heilla og hvarf út í náttmyrkrið. Ákveðið var að leysa upp hópinn, ganga dreift og safná saman öllu hugrekki til að yfírstíga síðasta spölinn yfir landamærin. Unga flóttafólkið fór á undan. Mamma gat fylgst með hreyfíngum þeirra til hægri í norðausturátt. Jörin var köld í desember- nóttinni og dögg draup af stráum. Ekki var lengi sætt. Eftir að mamma hefði fengið sér brauðbita og sopa af maltkaffi blönduðu rófusaft til að sæta það (baunakaffí og syk- ur var ekki til á þessum neyðartímum) tók hún bakpokann á bakið og töskuna sér í hönd, því hún varð að flýta sér til að ná takmarki sínu. Mamma ákvað að stefna ögn meira til suðurs. Hin góða tilfínning hennar leiddi hana brátt að gömlu jámbrautartein- unum, þar sem fjöldi flutningavagna stóð og ryðgaði. Jámbrautin til vesturs var í sundur. Vart hafði mamma lokið við að gæta að umhverfínu, þegar hún heyrði rússneskar raddir. Ljósker birtust og lýstu upp nágrenn- ið. Hafði sést til unga flóttafólksins? Mamma skreið undir einn vagninn og lá kyrr, þar til alger kyrrð var komin á. Aðeins í krónum tijánna, sem stóðu meðfram jám- brautinni, mátti heyra vindinn þjóta. Það gat ekki verið mjög langt til vestursvæðis- ins, já, í fjarska sá hún Ijósin í þorpi nokkru. Það hlaut að vita á gott; þangað ætlaði hún að hraða sér. Það heyrðist ekkert til rússnesku varð- anna, aðeins úr íjarska hljómuðu trega- blandin ljóð útlendinganna. Mamma læddist milli eika og bjarka, þeg- ar jörðin lét óvænt eftir undir fótum hennar og hún rann niður leimgt gil ofan í grunn- an læk. Hún lét sér í léttu rúmi liggja, þótt hún væri rennandi blaut í fætuma, en gætti þess þó, að farangurinn gégnblotnaði ekki. Hinum megin lækjarins klöngraðist hún yfír girðingu og stóð þá á stóru engi. Á þessu sama engi Hillebrands bónda hafði ég oft bundið kýmar við ávaxtatré, til þess að ganga úr skugga um, hvort þær væru með kálfí. Nú hlaut hún að vera komin vestur yfír! Kæri guð, ég þakka þér, fætur hennar skulfu af áreynslu, kulda og hræðslu. Hugrökk hélt hún í áttina að næsta ljósi. Hundamir á bænum lögðu til atlögu, þegar mamma nálgaðist fyrsta húsið. í fjósinu logaði ljós, því fólkið var við injaltir. Þegar tækifæri gafst til hafði ég sagt þeim bændum, sem bjuggu í Klein-Zecher næst landamærunum og vom mér sérstak- lega handgengir, að ég ætti von á móður minni að austan. Klukkan var 5 að morgni 15. dags des- embermánaðar 1946. Mamma bankaði hikandi á Qósdyrnar hjá Hillebrandshjónunum, síðan hneig hún nið- ur. Kraftar hennar vom á þrotum. Frú Hillebrand var dugnaðarkona; ég man enn gjörla eftir henni, þótt nú séu lið- in rétt 40 ár. Sér til styrkingar fékk mamma flóaða mjólk. Skór og sokkar vom þurrkaðir. Allt til þessa dags lifír minningin um þetta góða fólk í Klein-Zecher í huga mér. Á slaginu 8 var hringt í okkur: „Móðir þín er komin heilu og höldnu!" Við réðum okkur vart fyrir kæti. Ég gangsetti skrölt- andi tvígengisbifreiðina mína, sem var af DKW gerð. Carmen vildi skilyrðislaust koma með, þrátt fyrir að hún bæri annað bam okkar, Harald, undir belti, og væri komin röska 5 mánuði á leið. Hansa, vel vafínn reifum, hafði hún í kjöltu sér. Á holóttri þorpsgötunni varð ég að aka varlega, jafn- vel þótt minn innri maður ræki stíft á eftir mér. Við féllumst í faðma og táruðumst af ánægju. „Og héma, mamma, eiginkona mín, tengdadóttir þín, hún Carmen okkar,“ kynnti 'eg, „og þetta er fyrsta bamabamið þitt, Hans!“ „Ah, gullin mín, ah, gullin mín,“ fleiri orðum náði amman ekki að stynja upp. Síðar sagði hún okkur frá öllu því, sem ég hef hér að framan skráð. Gleymdar vom hrakningamar. Öll vomm við í góðu skapi. Það var sérstaklega ind- ælt að hljóta blessun mömmu! Carmen varð samstundis hjartfólgin mömmu og sagt var, að báðar væm þær eins og góðar systur. Skömmu fyrir jólahátíðina nappaði ég beinvöxnu grenitré úr skógrækt. Piparkökur vom bakaðar. Frá Kofahlshjónunum í Kog- elermyllunni gat ég orðið okkur út um fullorðna gæs, sem hátíðarsteik. Á aðfanga- dagskvöld hafði mamma stillt upp luktinni frá Emil, og tréð var skreytt eins og lög gerðu ráð fyrir. Á borðum var einnig gott baunakaffi, sem keypt hafði verið á svörtu hjá Tommy, sem og jólakaka með rúsínum; gjöf frá Schamweber bónda. Hansi, nú 11 mánaða, babblaði sín fyrstu orð af ánægju yfír ljósunum, svo tróð hann af gömlum vana sængurhominu í munn sér. Að morgni jóladags hafði snjóað. Við ókum til guðsþjónustu til Seedorf og við þökkuðum guði fyrir að hafa staðið okkur við hlið. Það var ástin og orkan um jólaleytið sem hafði leitt okkur saman og veitt okkur hina dásamlegustu hátíð. Eftirmáli Ég hef aldrei aftur komið á æskuslóðim- ar. Með þeim glataði ég leikvelli æsku minnar. Fyrir 3 ámm, þ.e. 1983, hefði móðir okk- ar, sem einnig væri orðin amma og lang- amma, orðið 100 ára. Við munum ætíð hugsa til hennar með. þakklæti! Ritað á þýzku af syninum Karli Korts- syni á aðventunni 1986. Ingi Ingason kennari, sneri á íslenzku. Karl er fyrrverandi héraðslæknir í Rangárvalla- umdæmi og býr á Hellu. Hann fluttist til (slands 22. maí 1950 og var þá settur dýralæknir í fyrstu og síöan skipaður. Karl erfæddur 1915. Hann var sæmdur riddarakrossi hinar íslensku fálkaorðu 1. janúar 1986. Leið oss, ó faðir um hjarn leið ágimd burtu úr sál öfl þau er eyða, villa og hrekja hvert barn leið oss um hjarn leið oss um skuggahjarn. Megi í sérhverri hjörð sérhverri höll heitt brenna trúarbál. Komi fljótt kátu kærleikans heilögu jól með þitt, ó faðir, í Ieiftri meitlaða sanna mál. Höfundurinn er hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. KARLÍNA HÓLM Hátíð Um gjörvalla jörðu slær bjarma af birtu frá sál. A ungbamsins jötu stimir stimir frá stjörnu um ból. Brátt mun öll jarðarmjöll öðlast sitt friðarskjól. KRISTINN MAGNÚSSON Jósef og María Útí stjömubjart kvöldið bárust endurteknar afsakanir: Ekkert skjól fyrir bam undir bijósti — Góða ferð Og Jósef hætti höggum á hurðir gistihúsanna með stafpriki sínu. A elleftu stundu kom skipun frá Maríu: Jata — jata Jósef. Höfundurinn er prentari og stöðumæla- vörður i Reykjavík. GERÐUR KRISTNÝ: Kvæði um jólatré Við bæinn er sitthvað bogið, það birtist í hegðun okkar. Mér fmnst að fólki logið, sem fíflar það og lokkar að grænni norskri grenispím gríllandi [ eigin tým. Fátækt í landinu leynist, lítið um farsæld og fé. Ég ráðvillt f spumingu reynist er ræna í svona tré? Er ljós þess lifna í fyrsta sinn og af lífi fyllist miðbærinn, þá horfir fólkið hungrað á, hér er kannski mat að fá. Og fólkið með lotningu lítur á lýsandi jólatréð. Svo greinar með gætni það brýtur, í grenið það varlega bítur. Þið þurfið ei lengur að líða langvarandi skort né kvölum af sulti að kvíða, er kvæði þetta er ort. Því í vetur, þá er versnar hríð við munum mæta betri tíð, með grænni norskri grenispím grillandi í eigin tým. Höfundurinn erung Reykjavíkurstúlka. -Z. 48 -í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.