Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Síða 58

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Síða 58
-i ITÚNIS — Þar sem leirbrotin tala — þar sem konumar svífa um í hvítum blæjuhjúp eins og yfirskilvitlegar vemr — var áður fjarlæg eyðimerkurímynd um svarteygða, dulúðga araba þeysandi yfir gulbrún, óendanleg sandflæmi, harðgerða karlmenn sem svifust einskis þegar vestrænar konur áttu í hlut. Eftir ODDNÝJU BJÖRGVINSDÓTTUR Túniskar konur, hjúpaðar blæj- um, auðmjúkar ambáttir karl- kynsins. Tjöld í hillingum úti við eyðimerkur- jaðar. Af hveiju var ímyndin þessu lík? Sat ró- mantísk ástarvella eins „Araba- höfðinginn" sem legið var yfír á gelgjuskeiði ennþá í hugskotinu? Imynd byggð á algjörri vanþekk- ingu hlýtur að gjörbreytast við að sjá og reyna. Samt erum við svo háð umhverfí sem við hrær- umst í, að samanburði er alltaf beitt hvort sem okkur líkar betur eða ver. Sólarlandið heilsar með ausandi rigningu og kulda. Ótrúlegt. Helli- skúrir og nístingsvindar fyrsta daginn og skuggahvítir Evr- ópubúar í kapphlaupi inn í sól og undan regni. Síðan kemur vorið eins og hendi sé veifað. Ekki eins og á Islandi þar sem Vetur kon- ungur getur hrellt okkur í miðjum júlí, heldur hvítgul eyðimerkursól með sterkjuhlýjufii vindum. „Nú er vorið komið", segja Túnisbúar, þegar vindurinn blæs að sunnan og við breiðum úr okkur við yndis- lega sundlaug. Allt er hreint og aðstaðan frábær. Brimið ber klett- ana því hafíð er ekki komið í jafnvægi eftir ríkjandi norðan- vinda síðustu dægrin. Næstu daga má sjá hópa af fólki að raka sam- an þarabreiður sem borist hafa á land og á kvöldin loga bálkestir eftir endilangri ströndinni. Túniskir Veitingastaðir Túnisbúar eru stórkostlegir þjónar. Hver máltíð borin fram með lipurð, brosandi kurteisi og þjónustulund sem Austurlandabú- ar einir geta innt af hendi. Túnisbúar vilja standa sig og eru þakklátir fyrir örugga atvinnu til að geta fætt sig og klætt. Ennþá lúrir fátæktin í leyni á bak við hvíta framhlið húsanna, svo mikil fátækt að erfítt er að gera sér hana í hugarlund. Góð veitingahús í London falla í skuggann af matargerðarlist og þjónustu í Túnis. Gúllassúpa borin fram í heitri leirskál, er svo góð að bragðlaukamir fara af stað við tilhugsunina eina saman. Erfítt reynist að líkja eftir þjóðarréttin- um, kjötkássu blandaðri margs- konar grænmeti. Rétta bragðið virðist ekki koma, en þeir blanda kryddtegundum saman af ótrú- legri kostgæfni? Þegar 5—6 rétta máltíð er hálfnuð, kemur þjónninn með tinskál á fæti. Hann dýfír höndum karlmannsins ofan í skál- ina og hellir yfír þær ylvolgu vatni úr silfurkönnu með íbognum stút og þerrar þær síðan með kostgæfni. Konan þarf aftur á móti að biðja um slíkan hand- þvott. AthÖfnin ber trúarlegt jrfírbragð. Múhameðstrú byggir Lystisemdir Bangkok og paradísareyjan Ko Samui. Ferðanýjung ársins! Menn hafa lengi leitað að óspilltum sælureit, þar sem hægt væri að gista á 1. flokks hótelum. Þessi staður er fund- inn - paradísareyjan Ko Samui. Frá Kaupmannahöfn er flogið með DC 10 breiðþotu frá Finnair til Bangkok og dvalið þar í 3 daga. í háborg skemmt- ana- og viðskiptalífs austur- landa er tilvalið að fara í skoð- unarferðir og könnunarleið- angra — af nógu er að taka. Frá Bangkok er haldið til Ko Samui, paradísareyjar í tærum sjó Síamsflóans, þar sem dvalið verður í 10 daga. Á Ko Samui er umhverfið og náttúran óspillt. Strendurnar, fjöllin, frum- skógurinn, fossarnir, kókos- ekrurnar og töfrandi smáþorp- Suðurgötu 7 101 Reykjavík S. 624040 in, heill ævintýraheimur. Á heimleið er síðan dvalið aftur í Bangkok í einn dag. Verð frá 76.690.-á mann í tvíbýli (m/hálfu fæði á Ko Samui). Thailand eftir þínu höfði. Áuk „Ferðanýjungar ársins“ Ko Samui höfum við byggt upp áætlun fýrir viðskiptavini sem vilja gera sína eigin ferðaáætl- un, leita nýrra gististaða — ferðast eftir sínu eigin höfði (Bangkok, Chiang Mai, Pattaya, Hua Hin, Cha Ami og Phuket.) Söguleg ferð til Thailands og þjónusta okkar nær alla leið. FERÐASKRIFSTOFAN scaa 10' 13 V)S/ljUUJðSSð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.