Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Qupperneq 3
B B H Hl IBgHfg BSHSEHSESESICDImIS] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvln Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsídan Myndimar eru frá Liibeck í tilefni greinar um borgina. Efri röð: Borgarhliðið Hol- steintor og Maríukirkjan, sem hrundi í stríðinu. Að neðan: dæmigert hús úr gamla bænum og veitingahúsið Schabbelhaus. Hansaborgin Liibeck er bæði sérstæð og fögur og að sumu leyti er það eins og heimsókn aftur í tímann að koma þangað. Frá því segir Gísli Sigurðsson í grein. Samtíðin fyrir 20 árum kunni ekki að meta framúr- stefnubílinn NSU Ro 80, en nú lítur hann út eins og sumir þeir nýjustu. Auk þess var hann með Wankel-vél, sem var nýjung, en frá henni og bílnum segir Jón Baldur Þor- björnsson bílaverkfræðingur. BALDUR ÓSKARSSON Til þín, María Lúðurhljómur um hánótt. — Er það höfuðengillinn Gabríel að básúna? Bregða norðurljósin á leik? María! Nú logar miðhiminn. Lúðurhljómurinn bylgjast ofan í djúpið. Á dökkum botni lifnar logasíli. Myndin sem Ijóðinu fylgir að ósk skáldsins er um Gabríel höfuðengil og boðunina. Hún er eftir Wassily Kandinsky, málara af rúss- neskum uppruna og einn af brautryðjendum abstrakt myndlistar á þessari öld. 25. marz er boðunardagur Maríu. Spegill þjóðfélagsins Fátt gefur gleggri mynd af átökum markaðarins og innra lífi þjóðarinnar en auglýsingar. Það er meira að segja ekki ofmælt, að auglýsingar séu spegill þjóðfélagsins þar sem fram fer mat á afstöðu fólks til umheimsins og gæða hans, jafnframt því, að barist er um að hnika þessum gildum til, ýta undir nýjar þarfir og skapa fyrir- myndir. Þegar hinum glitrandi einkamála- blöðum, sem þotið hafa upp hér á landi að undanförnu, er flett ber mest á auglýsingum um snyrtivörur, fatnað og húsgögn af því tagi sem gefíð er í skyn að henti „uppunum‘‘ (en þeir eru að hverfa í Bandaríkjunum). í þessum blöðum er aðeins eitt sem er bann- að, eitt sem aldrei verður fyrirgefið, eitt sem forðast ber eins og pestina. Það er hin ófyr- irgefanlega synd að „vera púkó“. En svo haganlega er þessi litskrúðugi heimur inn- réttaður, að það er öruggt ráð við því að vera ekki púkó. Þetta ráð er einfalt og hent- ar öllum, sem skilja hvert er inntak lífsins og tilverunnar. Ráðið er einfaldlega „að vera hress“. Það er svosem sama hvernig allt veltist. Það skiptir engu þótt fyrirtækið sé á hvínandi hausnum, kaupleigugræjurnar hirtar upp í skuld, hjónabandið í þúsund pörtum og nýjustu tískufötin greidd í þeirri veiku von, að eitthvað verði til þess að bjarga krítarkortareikningunum um næstu mánaðarmót, maður verður að vera hress og tilbúinn að lýsa öllu þessu eins og skemmtilegum útreiðartúr. Stundum hvarfl- ar þó að manni að þeim útreiðartúr svipi til þeirrar ferðar sem svo er lýst í vísu Þórð- ar gamla á Stijúgi: Þó slípist hestur og slitni gjörð slettunum ekki kvíddu, hugsaðu hvorki um himinn né jörð, haltu þér fast og riddu. Auglýsingarnar í slíkum ritum tjalla allar um fyrirmyndir þeirra, sem hata að vera púkó, og velja sér þann lífstilgang að vera hressir. Og er allt gott um það að segja. Auglýsingarnar eru menning, meira að segja kostnaðarsöm menning. En víð blásum á þann óhressa hugsunarhátt að telja eftir peninga til menningar. Létt í skapi greiðum við þá milljarða, sem þessi menningarstarf- semi kostar og það hvarflar ekki að okkur að sú skattheimta sé ekki réttlát, ef við á annað borð leiðum hugann að því að hér sé um annað að ræða en gjafir viðskipta- jöfra og þjónustustofnana til okkar. Sjónvarpsauglýsingarnar eru ekki síður spegill þjóðarsálarinnar en auglýsingarnar í hinum hressu myndablöðum. Um þessar mundir eru tvenns konar atriði, sem virðast skipta þjóðinna mestu: annars vegar að fara til sólarlanda og baða sig og drekka bjór, hins vegar að baða sig og drekka sykurvatn með ýmsu bragði. A þeim dögum er Ung- mennafélagshreyfingin var að ala upp þjóð- ina var mikil áhersla lögð á tvennt: að kunna að tala á fundum, og að þvo sér vel og vandlega um allan kroppinn. Uppburðar- leysi og heimóttarháttur var eitur í beinum þeirra hugsjónamanna, sem vildu gera Is- land að nútímaríki, og óþrifnaður og subbu skapur var blettur á þjóð, sem vildi teljast til menningarþjóða. Svo vel hefir til tekist, að þessum mark- miðum Ungmennafélagshreyfingarinnar hefur nú verið náð. Þjóðin er ekki einast í baði heima hjá sér, heldur stundar hún böð af mikilli ástríðu í öðrum löndum og jafnvel öðrum heimsálfum. Og svo vel hefir lukkast að kenna ungu fólki að tala á mannfundum, að margt fjölmiðlafólk talar svo hratt og áreynslulítið, að helst verður jafnað til bræðra Hans klaufa, en eins og kunnugt er drukku þeir lýsi til þess að gera radd- böndin liðugri. Sumir eru meira að segja orðnir svo liðugir, að það er varla fyrir aðra en jafn hressa að heyra hvað þeir eru að segja, og til að vera enn fljótari sleppa þeir áherslunum, sem óneitanlega tefja fyrir þegar ræðumaður rennir sér fótskriðu á “ástkæra ylhýra" málinu. Auglýsingamar á sjónvarpsrásunum sýna svo ekki verður um villst, að fátt er eftir- sóknarverðara og æskilegra en að baða sig í útlöndum og þamba litað sykurvatn „með bragði“. Og ekki bara að teyga það heldur líka að láta það gusast yfir sig svo maður þurfi strax að drífa sig í bað til þess að losna við sykurleðjuna af skrokknum. En auk þessara tveggja helstu auglýs- ingafyrirbæra er hin þriðja að verða æ fyrir- ferðarmeiri og heillandi. Það eru peninga- auglýsingarnar. Á hvetju einasta kvöldi keppast bankar, fjárfestarfélög, ríkissjóður og alls konar happdrætti við að kynna vöru sína og má ekki á milli sjá hver býður best. Ef til vill er þarna fundin skýringin á því hve vel flestir virðast komast' af þrátt fyrir einhver lægstu laun í nokkru landi á norður- hveli jarðar. Happdrætti og fjárfestingarfé- lög sjá um sína viðskiptamenn og greiða þeim að því er auglýsingarnar segja stórar fúlgur nær daglega. Þessir peningar hljóta að koma af himnum ofan því aldrei er get- ið um hver borgar mismuninn á því, sem borgað er inn og því sem greitt er út. Kannski er þetta einhver óttalegur leyndar- dómur, eins og hvaðan fúlgurnar koma sem fara til greiðslu á auglýsingakostnaði, Þetta er ef til vill ekki svo dularfullt. Milton Friedman varð átrúnaðargoð íslensku þjóðarinnar þegar hann lét sér um munn fara þau skarplegu orð, að „einhver“ borg- aði fyrir allt sem gert er. Þessi speki er góð svo langt sem hún nær, en ýmsir vildu gjarn- an vita hver það er sem borgar í hveiju til- viki. Ekki man ég glöggt eftir svipnum á þeim góða Friedman þegar hann mælti þessi spakvitru orð, en einhvern veginn fínnst mér að vottað hafi fyrir brosviprum við annað munnvikið eins og hann langaði til að bæta við: „Það eru þið, elskurnar mínar, sem borgið". Það erum við öll, sem erum að borga fyrir allar þessar auglýsingar og alla þessa peninga, sem sí og æ er verið að lofa okk- ur. Við erum að borga fyrir drauma og ímyndir, föt og vellyktandi, sem á að losa okkur undan þeirri hræðilegu raun að vera óhress og púkó. í hléunum milli íjórða flokks lögreglumynda og eldhúsreyfara í óteljandi 55 mínútna þáttum er verið að höfða til dagdrauma okkar, ístöðuleysis og sljóleika. Og til þess að önnur menning en sú sem auglýsingarnar tjá gleymist ekki alveg, er við og við hóað saman nokkrum hressum menningarvitum og þeir látnir rabba létti- lega saman í nokkrar mínútur um tilgang lífsins, eðli listarinnar og annað það sem afgreitt verður á stuttum tíma og ekki held- ur vöku fyrir neinum. Auglýsinganlar eru vissulega spegill þjóðfélagsins og þeirra afla, sem þar virka jafnt og þétt að því að móta hugmyndir okkar, og um leið að rýna í óskir okkar og þrár. Við eru í senn leikendur og áhorfend- ur í samfélagsdramanu, undarlega grunlaus og auðtrúa. Oft trúumn við því, að við séum höfundar leiksins, að við ráðum einhveiju um framvindu hans, en því miður er það ósjaldan blekking. Leikurinn ræður yfír okkur, leggur okkur orð í munn, þrýstir að okkur skoðunum, sem við ímyndum okkur að við höfum sjálf myndað okkur með íhug- un og rökhugsun. Og þótt það hljómi eins og þverstæða þá er fátt sem veitir okkur betra tækifæri til þess að skilja samfélag okkar en auglýs- ingar og áróður af hvaða tagi sem er. Aug- lýsingarnar eru spegill sem getur opnað augu okkar fyrir þeim kalda veruleika, sem við höfum gengist á hönd. Að horfa í þann spegil er hollt þeim, sem vill öðlast brot af frelsi til að vera hann sjálfur. Og það er ekkert sem segir að við eigum alltaf að vera hress. Haraldur ólafsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.