Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Síða 18
Reisuklúbburinn:
Sumarleyfisvenjur
íslendinga kannaðar
„disco" eða hljómborðs-kynslóðin,
sækir mikið til Spánar og fyrir-
bærið „íslandsbar" er víðast til
staðar þar sem íslendingar venja
komur sínar í sumarfríum. Og
Spánveijar á „íslandsbörunum"
tala oft hrafl í íslensku, sem marg-
ir kunna vel að meta. Bamaijöl-
skyldur vilja líka fá leikfélaga
fyrir bömin sín. Margir kynnast
á ströndinni eða við laugina og-
fara út og skemmta sér saman.
Góð vináttubönd geta skapast sem
em mikilvæg fyrir mannleg sam-
skipti á dögum myndbandaveldis-
ms.
íslendingar ferðast mikið, flakka trúlega meira út fyrir iand-
steinana en flestar aðrar þjóðir miðað við fólksfjölda. „Að ferð-
ast er ein leiðin til að finna sjálfan sig og rjúfa einhæfni hvers-
dagsleikans," segir í inngangi kynningarrits ferðaskrifstofunnar
Sögu. Kannski er flökkueðli í blóðinu hjá eyþjóðum eins og okk-
ur — að komast yfir sollinn sæ, yfir á fast meginland — kannski
víkingablóðið sem svellur í æðum — eða áhrif frá umhverfinu,
að kynnast nánar þeim þjóðum sem sækja okkur heim og þeim
fjarlægu löndum sem birtast í töfraljóma á sjónvarpsskjáum.
Kannski þetta allt saman undir harðri stjórn blessaðrar peninga-
skjóðunnar.
Ferðatilboð stjómast af eftir-
spum eða öfugt. Ferðablaðið er
búið að fletta í gegnum ferðatil-
boð þriggja_ stærstu ferðaskrif-
stofanna á íslandi og hefur ekki
komist hjá því að veita eftirtekt
ákveðnu ferðamunstri. Við skul-
um virða fyrir okkur þetta ferða-
munstur með því að blaða í kynn-
ingarritum Reisuklúbbsins hjá
þeim fjóram ferðaskrifstofum sem
bundist hafa samtökum til að
gera sólarlandaferðir íslendinga á
Spánarslóðir ódýrari með sameig-
inlegu leiguflugi. Þær era Atlan-
tik, Ferðamiðstöðin, Pólaris og
Saga.
Sól blönduð sjávar-
seltu og sandi
Hvít. sólbökuð sandströnd sem
teygir sig út á lognkyrrt haf virð-
ist vera það umhverfi sem íslend-
ingar kjósa sér helst í sumarfn'-
inu. Vöðvabólgan, landlægur
sjúkdómur íslendinga, líður vel
úr í sólinni og sjávarseltan gerir
brúnkuna miklu varanlegri en
sólarlampinn. Margir Spánveijar
undrast það að íslendingar skuli
sækja svona mikið á Spánarslóðir
yfír heitasta tímann. En Spánar-
ferðir hafa verið á boðstólum hér
um 20 ár og era alltaf jafnvinsæl-
ar. Odýra spönsku vínin heilla
líka. Ferðamiðstöðin býður sínar
hefðbundnu ferðir til Benidorm
14. árið í röð. Atlantik og Pólaris
bjóða báðar upp á Mallorca, Pólar-
is með ferðir til Ibiza að auki, en
Saga er aðallega með Costa del
Sol.
Kvöld- og næturlíf á götum
spánskra borga heillar líka. Að
ganga léttklæddur úti þegar
rökkrið færist yfir og sólarhitinn
situr notalega í líkamanum eftir
strandlíf dagsins, er nokkuð sem
margir íslendingar láta sig
dreyma um á köldum, hryssings-
legum vetrardögum. Kvöldgang-
an leiðir margt fyrir augu og eyra,
götumálarana, freistingar versl-
ananna og litskrúðugt mannlíf
götunnar, meðan setið er á útiveit-
ingahúsi yfir kvöldmáltíð.
Spánn býr líka yfir fomri menn-
ingu sem gaman er að skoða, en
þeir sem fara ár eftir ár til Spán-
ar era sjálfsagt búnir að skoða
þá hella og garða sem era kennd-
ir við dreka og ljón, kirkjur og
kastala. Það er eitthvað annað
sem heillar.
íslendingar era samheldnir og
vilja yfirleitt skemmta sér saman
í sumarfríinu. Unga kynslóðin,
Pjakkaklúbbur,
krakkaklúbbur og
litU sólklúbburinn
íslendingar taka bömin gjarn-
an með í sólarlandafrí. Börnin
þurfa líka á sól og útivera að
halda, eftir innivera skammdegis.
En foreldramir vilja kannski hvíla
sig á meðan krakkamir era hald-
in óstöðvandi ævintýraþrá. Til að
mæta kröfum bamafólksins hefur
Pólaris undanfarin ár verið með
svokallaðan Pjakkaklúbb. For-
sprakki Pjakkaklúbbsins (nöfnin
era dálítið hrekkjaleg) sér um að
leiða krakkana í fjöragar ævin-
týraferðir. Ferðamiðstöðin kynnir
nú sambærilega nýjung og er með
sérstakan „krakkaklúbb" og svo-
kallaðar „fjörferðir". Og Saga er
Hvar á
að lenda?
hæst. í Evrópu era lendingarleyf-
in enn að mestu háð pólitík.
Breska fréttablaðið segir, að
„Bananaflugfélagið" eigi til dæm-
is auðvelt með að fá lendingar-
leyfí á Heathrow-flugvelli af því
að British Airways vilji fá að lenda
í „Bananaborg", sem sé vinsæll
sumarleyfísstaður hjá Bretum. Að
sjálfsögðu er hvorki „Bananaflug-
félagið" né „Bananaborg" til á
landakortinu.
Forréttindi að lenda
á Heathrow
Það verður mikið áfall fyrir
flugfélög ef þau verða knúin til
að lenda á minni flugvöllum sem
era ekki eins miðsvæðis. En ef
lendingarleyfí verða seld hæst-
bjóðanda munu flugfélög og far-
• þegar þeirra hugsa sig tvisvar um
áður en lent væri á stærstu, eftir-
sóttustu og þá um leið á dýrastu
flugvöllunum. Það gætu orðið for-
réttindi farþega sem ferðast í við-
skiptaerindum og borga hæstu
flugfargjöld að lenda á Heathrow
og víðar. Ef lausnin verður að
bjóða lendingarleyfí til hæstbjóð-
Eins gott að hafa stjórn á hlutunum.
anda má segja að alþjóðlegir flug-
vellir verði háðir kvótakerfí, sem
íslendingar þekkja vel. Það er að
segja, eitt flugfélag má lenda
héma og annað aðeins þama,
gegn ákveðinni greiðslu.
Hvar á að byggja
nýja flugvelli?
Rætt er um fjölgun flugbrauta,
hraðlestir til og frá flugvöllum,
hagkvæmari uppbyggingu á flug-
völlunum sjálfum til þess að þjón-
ustan gangi hraðar. Slíkar breyt-
ingar myndu að sjálfsögðu hjálpa
mikið, en þeir flugvellir sem fyrir
era gætu samt engan veginn tek-
ið við tvöföldum farþegafjölda.
Það verður að byggja fleiri flug-
velli — en hvar á að byggja þá?
Lausnin gæti verið að byggja
upp flugvelli á minni, fátækari
stöðum, þar sem íbúamir myndu
taka hávaðasömum atvinnumögu-
leikum fegins hendi. í Bretlandi
er rætt um að stækka flugvöllinn
í Manchester, þar sem flugumferð
um Gatwick og Heathrow má
ekki verða öllu meiri. Fáar ríkis-
stjómir væra á móti því að taka
við himinháum fjárhæðum fyrir
lendingarleyfí. Þær fjárhæðir
yrðu eflaust notaðar til að byggja
upp flugvelli sem era lítið notaðir,
gera þjónustuna þar skemmtilegri
og umfram allt byggja upp þægi-
legt og hraðvirkt samgöngukerfi
til þeirra.
Öryggisþátturinn
Af öryggisástæðum era stóra
flugvellimar betur staðsettir
lengra frá þéttri byggð. Tækni-
búnaður flugvéla til að forðast
árekstra í lofti er ekki mikið þró-
aður og fréttir um að rétt hafi
tekist að forða árekstri berast æ
oftar. Hættan á árekstrum er
mest þegar flugvélar bíða eftir
lendingarleyfi á mesta annatíma
og sveima margar yfír fjölförnum
flugvöllum. Flugvélunum er
stjómað inn til lendingar eftir því
sem flugvöllurinn getur tekið við,
en á meðan verða þær að halda
sér á flugi og reyna að forðast
hvor aðra á hættulegum hraða.
Flugfélögin munu beijast á
móti öllum áætlunum um að
byggja upp flugvelli langt frá
núverandi flugvöllum sem eru
staðsettir miðsvæðis. Oft er sagt
að það þurfi stórslys til að breyta
hugsunarhætti og mikið flugslys
yfír þéttri byggð myndi trúlega
hafa jafnmikil áhrif og Cherno-
byl-slysið. Kannski er það lausnin
að selja eftirsóttustu lendingar-
leyfin til hæstbjóðanda til að auð-
velda flugumferðarstjórn. Þeir
sem borga dýrustu flugfargjöldin
hefðu þá ákveðin forréttindi. En
í beinu framhaldi verða þáð
líklega forréttindi að fá að lenda
á minni, öraggari og ódýrari flug-
völlum og taka hraðlestir inn í
borgimar.
The Economist, 27.febrúar
18