Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 16
VERÐLAUNALJÓÐ LISTAHÁTÍÐAR
Fyrstu verdlaun
Onnur verólaun
Þrióju verólaun
GUNNAR HARÐARSON
ÞÓRÐUR HELGASON
RAGNARINGIAÐALSTEINSSON
Blánótt
- Brot -
Hugleiðing
I.
Út ífínmalað kaffið
bættirðu kardimommum
og settir í eirlitan ketilinn
hinkraðirþangað til vatnið fór aftur að sjóða
helltir ísmáa bollana freyðandi vökvanum.
Og í dauflýstri stofunni
sveif kliðurinn líkt ogreykur,
leið út um opinn gluggann, útágötu
þar sem léttklæddir skuggar flöktu á mildum veggjum
oghlátrar og vélhjól brutu upp samhljóma torgsins.
Með sykurhúðuðum kökum
sýndirðu okkur landsvæði andstæðra fylkinga
útskýrðir staðhætti og aðstæður
hvernigþorpin breyttust ílínur
talaðir við okkur kvöldið allt með leiftur íaugum
við gný af fjarlægum þrumum.
Svo fórum við út
undir þungbúið hvolfþak næturinnar
og regndropar rifuðu mynstur úr deplum á stéttina
og fótatakið hljómaði í þröngri götunni
eins og áleitnar hugsanir.
Svo steyptist niður úrskýjunum blindhvítt haglél
sem buldi á bílum ogþökum.
Éggreip íhönd þína þéttingsfast
og við tókum á rás yfir torgið
í átt að kirkjunni
komum þá auga á strætisvagnaskýli
hlupum þangað
og hlustuðum þar og biðum.
Stjörnur
Nú stjörnuljósum litlu börnin hampa
íléttum höndum sínum - ogþau fagna
en harma þegar blysin upp til agna
á örskotshraða brenna leifturglampa.
Og elskendurnir ástardrauma skapa
en innan stundar neyðast til að vakna.
Þeir einlægt ljúfra sæludrauma sakna
er sjá af himni ástarstjörnu hrapa.
En hæst á víðu hvolfi ávallt brenna
hægum loga á traustum, fomum arni
himinljós sem allirmunu erfa.
Ogmeðan örstutt æviskeiðin renna
þau alltafverða hverju sorgarbarni
stjörnuljós sem aldrei, aldrei hverfa.
Krossar og
staðreyndir
Rammbyggð og sterk
eru rökþín, frændi,
þau hefja sigyfir
hversdagslegt skvaldur
staðreyndir þínar
standa traustar
íkaldri reisn
eins og krossar úr tré
sem rísa við sjónhringinn
reistir og háir
og orð þín skella
á andlitimínu.
Þú hittir naglann
á höfuðið, frændi.
En óljós grunur minn
um að annað sé rétt
íföluljósinu
fellur tiljarðar
eins og seytli blóð
úrsærðum höndum
og blandist að lokum
blessaðri moldinni.
DJASSHUÓMSVEIT Carls Möllers leikur á Ijóðakvöldi Listahátíðar í Loftkastalanum
annað kvöld undir upplestri nokkurra Ijóðskálda.
Ljóðskáld og djass-
leikarar á Listahátíð
LJÓÐ OG DJASS nefnist dagskrá á Lista-
hátíð sem fram fer í Loftkastalanum á
morgun, sunnudag kl. 21. Samvinna á
milli Ijóðskálda og djasslistamanna hefur
tíðkast lengi, bæði í Bandaríkjunum og á
Norðurlöndunum. Fyrir rúmum tuttugu
árum vann hópur íslenskra skálda og tón-
listarmanna saman að flutningi ljóða og
djass í Norræna húsinu og víðar. Arið
1994 kom þessi hópur saman að nýju
ásamt yngra fólki og stóð fyrir nokkrum
dagskrám við góðar undirtektir áheyr-
enda. Síðastliðið ár hefur þessi hópur
einnig heimsótt nokkra skóla til að kynna
æsku iandsins ljóð og djass, hefur það
sömuleiðis mælst vel fyrir. Höfundur tón-
listarinnar er Carl Möller og skilgreinir
hann stefin sem ljóðrænan djass eða
stefjadjass. Tónlistin er unnin I samvinnu
við skáldin og tekur mið af hugblæ ljóð-
anna.
Hljóðfæraleikarar sem fram koma eru
Carl Möller, pianó, Róbert Þórhallsson,
bassa og Guðmundur Steingrímsson,
trommur. Ljóðskáldin sem koma fram eru
Ari Gísli Bragason, Didda, Jón Óskar,
Matthías Johannessen, Nína Björk Árna-
dóttir og Þorri Jóhannsson.
Ljóó úr Ijóóasamkeppni
Ljóðakvöld verður haldið í Loftkastal-
anum á mánudagskvöld kl. 21 í tengslum
við ljóðasamkeppnina sem framkvæmda-
stjórn Listahátíðar efndi til. Þar munu
nokkur þau skáld sem sendu inn Ijóð í
keppnina lesa upp verk sín. Alls bárust
525 ljóð í keppnina frá um 200 skáldum.
Fyrstu verðlaun í keppninni hlaut Gunnar
Harðarsson fyrir Ijóðið Blánótt, önnur
verðlaun hlaut Þórður Helgason fyrir ljóð-
ið Stjörnur og þriðju verðlaun hlaut Ragn-
ar Ingi Aðalsteinsson fyrir Ijóðið Krossar
og staðreyndir. Verðlaunaljóðin ásamt 52
öðrum ljóðum úr samkeppninni hafa verið
gefin út á ljóðabók í samvinnu Listahátíð-
ar og Máls og menningar.
Fílharmóníukvartett
Berlínar í óperunni
FÍLHARMÓNÍUKVARTETT Berlínar
(Philharmonia Quartett Berlin) heldur
tónleika í íslensku óperunni sunnudaginn
9.júní kl. 16.
Fílharmóníukvartett Berlínar var stofn-
aður árið 1980 og er skipaður hljóðfæra-
leikurum úr Fílharmóníusveit Berlínar.
Fílharmóníukvartett Berlínar kemur
reglulega fram á listahátíðum víða um
heim og er fastur gestur á árlegum lista-
hátíðum í Berlín, Salzburg og Bath á
Englandi. Auk þess kemur kvartettinn á
hverju ári fram á tónleikaröð sem haldin
er í Eigmore Hall í London, leikur fyrir
þýska þjóðþingið og ferðast um Japan. í
nóvember 1992 hélt kvartettinn sína
fyrstu tónleika í Norður-Ameríku og var
hápunktur þeirrar ferðar fádæmagóðar
viðtökur í „Yale“ háskóla og í „Kennedy
Center“ í Washington.
Eftir kvartettinn liggur fjöldi hljóðrit-
ana m.a. eru nýlegar hljóðritanir á verk-
um eftir Beethoven, Mendelssohn og Reg-
er fyrir „Thorofon Classies" útgáfufyrir-
tækið.
Hljóðfæraleikarar Fílharmóníukvart-
ettsins eru Daníel Srabawa 1. fiðla, Christ-
ian Stadelmann 2. fiðla, Neithard Resa
víóla og Jan Diesselhorst selló.
Á tónleikunum í íslensku óperunni mun
Fílharmóníukvartett Berlínar leika
Haydn: op. 74,3 „Reiterquartett", Bartok:
Strengjakvartett nr. 6, Beethoven:
Strengjakvartett op. 130.
FÍLHARMÓNÍUKVARTETT Berlínar.
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 8. JÚNÍ 1996