Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Page 9
Morgunblaðió/Kristinn GRIÐKVENNAFLOKKUR séra Snorra á Húsafelli leikles Sperðil í Leikhúskjallaranum á mánudagskvöld. Þær eru Rósa Guöný Þórs- dóttir, Ingrid Jónsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Guðrún Gísladóttir. • • I RAGNA ROKKRIA DEGI EINSKIS MÁNAÐAR Speróill heitir elsta varóveitta leikrit ritaó á íslensku og er gleóileikur í einum þætti eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Leikritió veróur leiklesió á sviói í fyrsta skipti í Listaklúbbi Leikhúskiallarans á mánudagskvöld. ÞRÖSTUR HELGASON kynnti sér verkió og ræddi vió Þórunni Valdimarsdóttur sagnfræóing sem er manna fróóust um Snorra og verk hans. ITILEFNI þess að elsta varðveitta leikrit ritað á íslensku verður gefið út í 150 árituðum og tölusettum viðhafnareintökum fyrir jólin af Jóhanni Péturssyni skáldi og fyrr- verandi vitaverði á Horni verður leikritið, sem heitir Sperðill og er eftir séra Snorra Björnsson á Húsa- felli, í fyrsta skipti leiklesið á sviði í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans. Með sýningunni lýkur afmælishaldi Listaklúbbsins vegna 200 ára afmælis íslenskrar leikritunar. Það er Griðkvennaflokkur séra Snorra á Húsa- felli sem leikles verkið. Hér eru það sem sé ekki karlmenn heldur konur sem leika öll hlutverk. Þær eru Guðrún Gísladóttir, Hanna María Karlsdóttir, Ingrid Jónsdótt- ir og Rósa Guðný Þórsdóttir. Persónur verksins eru Sperðill (Enra) póstur, Músikant (Rukeri), flakkari, Strokkur og Endakólfur, þjónar Sperðils, bóndi, Salka kona hans og Úfa vinnukona þeirra. Ennfremur segir eftir persónulist- ann: „Komædia, saman skrifuð af Hrafna- Flóka, en að nýju prentuð af Hrappi í Hrappsey í miðju ragna rökkri á degi einskis mánaðar." í bók sinni um höfund verksins, Snorra á Húsafelli (1989), segir Þórunn Valdi- marsdóttir að leikritið virðist skrifað fyrir fólk sem þekkir fyrirmyndir tveggja helstu persónanna. Nöfn jieirra eru gefin upp öfug, Enra fyrir Arna og Rukere fyrir Eiríkur. Segir Þórunn að fyrirmyndin að Árna Sperðli sé að öllum líkindum póstur nokkur, að nafni Árni, sem Snorri átti einhver viðskipti við og að fyrirmyndin að Eiríki Músikant hafi verið Eiríkur nokkur Helgason sem Snorri minnist á í kvæði um hljóð ýmissa dýra. Hæðst aó grimmilegri kvenfyrirlitningu Hugmyndina að því að láta konur leika hlutverk karlrembusvínanna Sperðils og Músikants og hinna ágætu þénara Sperð- ils, Strokks og Endakólds, á Þórunn Sig- urðardóttir, umsjónarmaður Listaklúbbs- ins, að sögn Þórunnar Valdimarsdóttur. „Rétt eins og leikritið Sperðill hvolfir við gildum síns samfélags snúum við nú þeirri gömlu hefð við að konur þegðu í kirkjum og á öðrum opinberum stöðum. Það kemur fram í leiknum að Sperðill og Músikantinn þola ekki að konur setji sig klofvega á háan hest. Konur máttu ekki lesa né syngja í kirkjunum eftir siðskipti þegar fleiri en prestarnir tóku að syngja fyrir altarinu var að sjálfsögðu aðeins karlkynsverum úthlutað þeim útvíkkaða prestdómi að mega sitja í kórnum og fá að syngja eins og prestar höfðu áður einir gert. Konur tóku ekki að syngja í íslenskum kirkjum fyrr en með kirkjukórum um og upp úr aldamótunum 1900.“ Þórunn segir að það hafi þó verið til að konur hafi sungið heima hjá sér. „En Sperðill, hinn ó-graði spjátrungur, hefur sett þann artikúla í lögbók sína að konur megi ekki syngja né lesa í húsinu ef til sé karl í kör eða læs drengur eða staut- andi vinnumannsdrusla, þá eiga þeir frek- ar að lesa en húsfreyjan. En Snorri var öðruvísi, hann var annað vinsælasta rímnaskáld 18. aldar, eins kon- ar Bubbi eða Megas, náttúrufræðingur og leikritaskáld, hann sjálfur presturinn var nógu fijálslyndur eða upplýstur til að láta persónu í leikriti sínu setja lög um að banna prestum allar lögmálspredikanir, hann hæðist að grimmilegri kvenfyrirlitn- ingu Sperðils eða Árna pósts og hins kjána- lega umreisandi söngvara Eiríks og for- dóma þeirra í garð kvenna. Leikritið sýnir að Snorri hafði ímugust á manngreiningu, kreddum og fordómum, hann leyfði konum örugglega að lesa upphátt í húsinu, enda kvæntur gáfaðri prestsdóttur af fræði- mannaætt og margra dætra faðir.“ Rammíslenskt leikrit í bók sinni um Snorra rekur Þórunn hugsanleg áhrif á Sperðil. „Bent hefur verið á skyldleika Sperðils við leikrit Hol- bergs. Einnig hefur verið minnst á tengsl Skraparotspredikunar skólapilta og leik- rits Snorra, en þau tengsl eru óljós. Gam- anleikurinn Sperðill ber svipmót erlendrar leikritunar á þessum tíma. Hið broslega er laðað fram með því að ýkja og hafa endaskipti 'á gildum samfélagsins, og höf- undur hefur skarpa sýn á samtímann. En einmitt þessi atriði gera leikritið rammís- lenskt." Þórunn segir allar líkur á að Snorri hafi lesið erlend leikrit og haft af þeim spurn. „Þótt tengsl leikrits Snorra við er- lenda leiklist hafi ekki verið rannsökuð má merkja almenn einkenni í stílbrögðum í gleðileik hans. Snorri beitir ýkjum, grófri kímni og skrumskælingum til að skemmta lesanda. Þessi stíll er á útlensku kallaður „búrleskur" og er algengur í farsakennd- um skopleikjum." Þórunn segir ennfremur að leikurinn kalli með málfari og merkingu fram átj- ándu öldina. „Það rifjast upp fyrir lesanda hvernig var að ferðast um héruð á skóm úr skinni og roði sem slitnuðu jafnóðum, troða í þeim for, festast í keldum og skorða andstæðing milli þúfna. Og þar sem leikur- inn rýnir gegn þjóðfélagið vekur hann spurningar: Var verra að lifa á átjándu öldinni en nú? Hefur mannamunur minnk- að?“ Möguleikhúsið frumsýnir „Hvar er Stekkjastaur?“ Á UNDANFÖRNUM árum hefur skapast sú hefð hjá Möguleikhúsinu að bjóða upp á sérstaka jólasýningu fyrir börn í desember. í ár verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, „Hvar er Stekkjastaur?“ Sýningin verður á sunnudaginn kl. 14. í leikritinu segir frá því þegar það gerist eitt sinn fyrir jólin að jóla- sveinninn Stekkjastaur kemur ekki til byggða á tilsettum tíma. Halla fer út af örkinni til að kanna hveiju það sæti og eftir nokkra leit finnur hún Stekkjastaur í helli sínum á Esjunni. Það kemur í Ijós að jólasveinunum er orðið svo illa við allan ysinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin og halda þau þess í stað í hellum sínum. Það verður því verk- efni Höllu að sýna Stekkjastaur fram á nauðsyn þess að jólasveinarnir haldi áfram að koma til byggða. Verkið verður frumsýnt sunnudag- inn 1. desember en siðan verður það sýnt í leikskólum og í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og er nú þegar orðið fullbókað allan desembermán- uð. Önnur opinber sýning verður í Möguleikhúsinu sunnudaginn 8. des- ember, en fleiri verða opinberar sýn- ingar ekki. Höfundur og leiksljóri er Pétur Eggerz, leikarar eru Alda Arnardóttir og Bjarni Ingvarsson og leikmynd og búningar voru í höndum leikhópsins. Morgunbloðið/Arni Sæberg í LEIKRITINU Hvar er Stekkjastaur? segir frá því þegar það gerist eitt sinn fyrir jólin að jólasveinninn Stekkjastaur kemur ekki til byggða á tilsettum tíma. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.