Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Qupperneq 8
Úr fórum Árna Eiríkssonar. ÁLFHÓLL, jólaleikrit Leikfélagsins 1912. Meðal leikara eru: Helgi Helgason, Árni Eiríksson, Ingibjörg Indriðadóttir Thors, Stefanía Guðmundsdóttir, Andrés Björnsson, Ásmund ur Árnason, Þóra Magnúsdóttir, Behrens Stefánsson, Dagný Árnadóttir og Anna Borg. féll frá 1904, en Sigurður Magnús- son braut reglur og varð að hætta. I fáein ár voru íinnsta hring Jón J. Aðils, síðar sagnfræðiprófess- or, og Guðmundur T. Hallgrímsson læknir. Helgi E. Helgason var þar einnig og sama máli gegnir um Jens Waage og Guðrúnu Indriðadóttur. Næstu árin varð furðu lítil breyting á verkefnavali og nú á dögum mundi hinn almenni leikhúsgestur alls ekki kannast við þessi leikrit. Veturinn 1897-98 eru verkefn- in aðeins færri, eða 5 talsins. Þar á meðal var Drengurínn minn, sem fékk mesta að- sókn, 8 sýningar. Leikárið 1899-1900 var aukið við framboðið; 9 verkefni á skránni. Þar á meðal var Ævintýrí á gönguför og SkríII (Pak), sem var nú flutt í annað sinn í Reykjavík. Fimm þessara leikrita voru aðeins flutt einu sinni. Ibsen á svió 1902 Leikárið 1900-01 er Skríll aftur á skránni, (2 sýningar), en Heimkoman er sýnd 8 sinnum og GuIIdrósimar 5 sinnum. Leikárið 1901-02 gátu leikhúsgestir valið um 7 stykki. Bezt gekk Heimilið (5 sýning- ar) en fjögur verkanna voru aðeins sýnd 1-3 sinnum. Það er síðan leikárið 1902-03 að Ibsen kemst í fyrsta sinn á íslenzkt leiksvið með sýningu Leikfélagsins á Víkingunum á Há- logalandi. Sýningar á því urðu þó ekki nema 5. Næstu árin eru ekki leikrit á skránni sem fólk mundi almennt kannast við núna; þó má nefna Gjaldþrotið eftir Björnstjerne Björnsson, Afturgöngur Ibsens 1904-05 og Jeppa á Fjalli sama ár. Kamelíufrúin virðist hafa slegið að- sóknarmet 1906-07 með 10 sýningum, en Þjóðníðingur Ibsens er færður upp 1907-08. Á 12. leikári félagsins 1908-09 er röðin komin að Skugga-Sveini (8 sýningar) og þá einnig fluttur Bóndinn á Hrauni eftir Jóhann Sigurjónsson og fær eitthvað meiri aðsókn; sýningar urðu 9. ímyndunarveikin eftir Moliére er á skránni 1909-10 (8 sýningar) og aftur var verkið flutt árið eftir. Þá var Nýársnóttin einnig flutt, en Kinnarhvolssystur urðu vin- sælli, sýndar 14 sinnum sem þá var met. Það met stóð þó ekki lengi, því á 15. leik- ári félagsins, 1911-12, var fluttur Fjalla- Eyvindur Jóhanns Siguijónssonar, alls 23 '1897 Leikfélag Reykjavíkur 1®® úra - ll.janúur 1997_i \ r Úr fórum Árna Eiríkssonar. Úr fórum Árna Eiríkssonar. STEFANÍA Guðmundsdóttir í hlutverki sínu í Kamelíufrúnni 1906. BORGÞÓR Jósefsson, eiginmaður Stefaníu, var stofnfélagi L.R. Úr fórum Árna Eiríkssonar. BEINT samband við Kaupmannahöfn skipti miklu máli. Hér eru þau Stefanía Guðmunds- dóttir og Árni Eiríksson í heimsókn hjá fjölskyldunni Ache, sem var áhugafólk um leiklist. Úr fórum Árna Eiríkssonar. DAGNÝ Kr. Árnadóttir lék fyrst í Fjalla- Eyvindi 1910, hér í ókunnu hlutverki. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR ll. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.