Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Page 10
ÍSLENSKT
LEIKHÚS
EFTIR INDRIÐA EINARSSON
Greinin er birt í tímaritinu Oðni 1915. Þar segir
meóal annars svo: „Vió veróum aó byggja leikhús
fyrir opinbert fje. Aætlanir um kostnaóinn við þaó
eru ekki á hraðbergi, en þaó má fyrirfram komast
að líklegri niðurstöðu. Leikhús úr steini - úr öðrum
efnum byggjum við ekki nú - sem væri nægilegt
fyrir þetta land næstu 100-200 ár væri hús á stæró
við Landsbókasafnið".
egar Sighvatur Sturluson vissi
fyrirætlanir Sturlu sonar síns,
um að koma landinu undir
konung, líkti hann fyrirtækinu
við ábúð á öllu landinu, og tók
hvað eftir annað upp, eins og
viðkvæði í miðaldaljóðum:
„Margs þarf við, frændi.“
Þeir menn, sem 1875 byrjuðu að búa á þessu
afar forsómaða stórbúi, urðu að byggja alt upp
frá grunni, rækta alt frá byrjun, sem ræktað
hefur verið til þessa dags, og koma á fót
næstum öllum þeim stofnunum, sem nú eru til
í þjóðfjelaginu. Þeir hafa hvorki mátt horfa í
að taka á sig kostnað nje framkvæmdir, og
ekki má staðar nema, því þá kemur afturför-
in, og á eftir henni kemur að líkindum doði
og dauði. Þeir hafa mátt segja hver við annan
með Sighvati: „Margs þarf búið með, frændi.“
Þeir tóku til starfa með kappi og forsjá, og
komu fjöldamörgu í framkvæmd, sem áður var
ómögulegt. Þeir settu upp gufuskipaferðir
kringum land. Fyrir 35 árum höfðu íslenskir
mentamenn álitið óhugsandi að gufuskip kæmi
nokkumtíma til íslands. Þeir reistu litia en
bjargfasta höll yfír elsta löggjafarþing í Evr-
ópu, sem í þúsund ár aldrei hafði haft ólek-
andi þak yfír höfuðið; slíkt þak var ómögulegt
að gera. Þeir leiddu símann hingað frá útlönd-
um. Allir höfðu óskað að hann kæmi, en eng-
inn trúað því að svo yrði. Nú eru símamir
spentir víða yfír landið og borga sig. Þeir bygðu
hafnarbryggjur, hafnir, vegi og brýr. Þeir settu
á fót skóla, og greiddu mikið fje til þeirra.
Þeir bám kostnað af 3 sjúkrahúsum. Þeir
styrktu listir og þekkingu, og stofnuðu há-
skóla, þótt mennirnir, sem Iengst þóttust sjá
fram, álitu að enginn væri hæfur til að vera
kennari við hann. Að minnsta kosti þrír af
prófessorunum eru þegar þektir vísindamenn
hver í sinni grein erlendis, og vonandi stendur
ekki lengi við það. Þeim fjölgar.-
En „margs þarf búið með, frændi," og mik-
ið er eftir enn. Það, sem gert hefur verið til
að styðja listir og vísindi, er ekki alt, sem
þarf til að halda við íslenskri tungu og ís-
lensku þjóðemi. Mænirinn á bygginguna er
ókominn, en hann er leikhúsið. Leikhúsið sam-
einar í sjer allar listir í einu, ef það er fullkomn-
ara en við höfum átt að venjast. Það er efsta
loft menningarinnar í hvetju landi.
Við verðum að byggja leikhús fyrir opinbert
fje. Áætlanir um
kostnaðinn við það
em ekki á hraðbergi,
en það má fyrirfram
komast að líklegri
niðurstöðu. Leikhús
úr steini, úr öðram
efnum byggjum við
ekki nú, sem væri
nægilegt fyrir þetta
land næstu 100-200
ár væri .hús á stærð
við landsbókasafns-
húsið. Það hús kost-
aði c. 190,000 kr.,
fyrir utan innan-
stokksmuni. Leikhús þarf þess utan rafljósa-
stöð og raflýsingu, sem mundi kosta 30,000
kr., og útbúnað á Ieiksviðinu c. 750 kr., og
sæti, sem kostuðu líklega alt að 30,000 kr.
Allur kostnaður við bygginguna væri þá
250,000 kr.
Margur mun nú segja, að þetta sje ómögu-
legt. En við höfum í 30-40 ár framkvæmt svo
margt og margt, sem var álitið ómögulegt og
óhugsandi hjer á landi, og þegar út í það hef-
ur verið komið, hefur það reynst bæði kleift
og mögulegt. Þetta kemur af því hve mjög
þjóðin hefur vaxið, en almenningur veit ekki
af því, eða forðast að kannast við það, af
hræðslu við auknar álögur. Það er kostnaður
við að vera sjerstök þjóð, með sjerstökum bók-
menntum og sjerstakri menningu. Yfir bækur,
handrit og skjöl byggjum við safnhúsið fyrir
210,000 kr., og veitum c. 25 þúsund kr. til
árlegra útgjalda við það.
Leikhúsið væri bygt yfír leikrit, sönglist og
leikritaskáldin, og listimar yfir höfuð. Era nú
leikritaskáldin svo mikils virði? Ef leikrita-
skáldskapurinn er góður, lyftir hann menningu
bókmenta þessa lands á þriðja og æðsta stig.
Fommenn komust þangað aldrei, en komu
nærri því. Af leikritaskáldum má nefna fyrst
og fremst Sigurð Pjetursson; hann er okkar
Holberg. Matthías Jochumsson vakti huga
manna um land alt á leikskáldskap, og sýningu
á honum með Útilegumönnum sínum, Skugga-
sveini, og fleiri ritum síðar; hann hefur einnig
þýtt leikrit Shakespeares, og Stgr. Thorsteins-
son Lear konung. Jeg hef fengist við leikrita-
smíð, sem mörgum er kunnugt, og hef verið
svo heppinn að eitt af leikritum mínum hefur
komið út á dönsku, þýsku og ensku, og annað
á þýsku. Hefðu þessi leikrit staðið lágt í sinni
grein, hefðu þau líklegast ekki verið þýdd og
gefin út. Margir íslendingar hafa, eins og við
vitum, skrifað leikrit, sem hafa tekist vel á
leiksviði að dómi áhorfenda. En leikritaskáldin
okkar vaxa með þjóðinni, sem hefur framleitt
þau. Með þriðja leikritinu, „Fjalla-Eyvindi“,
sem Jóhann Sigurjónsson skrifar, leggur hann
undir sig heiminn, og er líkt við, eða tekinn
fram yfir, Bjömsson og Ibsen af einstöku rit-
dómuram. Þessa dagana hefur Guðm. Kamban
fengið Höddu-Pöddu leikna á konunglega leik-
húsinu í Höfn. Fögnuður áhorfendanna sýnist
hafa verið eins og jarðskjálfti, sem hristi hús-
ið frá granni til mænis, en danskir höfundar
segja með eðlilegri afbrýði: „Nú mega öll hand-
ritin okkar fara í eldinn.“
í nafni listarinnar, vegna íslensks þjóðernis,
og vegna heiðurs þjóðarinnar, krefst jeg þess,
að hjer verði reist sæmilegt leikhús, og það
gert svo úr garði, að leikrit þessara manna
verði leikin fyr hjer á Iandi en nokkurstaðar
annarstaðar. Annars er sem við viljum ekki
kannast við þá, og það gleymist að þeir sjeu
íslenskir menn. Utlendingar hugsa, að ritin
hafí verið lögð út á íslensku, en ekki skrifuð
á málinu, ef þau eru leikin hjer seint og síðar
meir, og landið fer á mis við heiðurinn, að
eiga þau.
Sú hugsjón, sem hvert gott leikhús hefur,
og vinnur að, er að leika eingöngu góð leikrit,
'1897
Leikfélag Reykjavíkur
m
úra ~ íl.janúar
1997;
INDRIÐI Einarsson, fyrsti maðurinn með hagfræðimenntun á íslandi
og brautryðjandi í leikritun.
og boðleg. Leikrit eftir innlenda höfunda ganga
fyrir að öðru jöfnu. Boesen, sem hjer hefur
leikið, sagði um íslenska áhorfendur, að þeim
mætti ekkert bjóða, nema það besta; þeir
væru skýrir og skilningsgóðir áhorfendur, og
ljetu hvorki misbjóða sjer með lökum leikritum
nje lökum leik. Til að keppa við okkar eigin
leikendur þyrfti góða erlenda leikendur, sagði
hann. Fólk, sem kemur hjer í leikhúsið, vill
hafa eitthvað það heim með sjer, sem það
getur hugsað um. Þetta á engu síður við marga
alþýðumenn, en hina. Leikhúsið er einasti há-
skóli, sem almenningur getur gengið á; það
er jafnframt almennur háskóli fyrir alt landið.
Hjer koma svo margir að, bæði til náms og
vetrarvistar, og dvelja hjer nokkra daga. Að-
komumenn vilja sjá hjer í bæ tvent öllu öðra
fremur, annað er Forngripasafnið, og hitt er
eitthvert íslenskt leikrit leikið. Auðvitað þurfa
þeir að ljúka erindinu til bæjarins. Ráðstöfun
bæjarstjórnarinnar um daginn, að hækka
styrkinn frá bænum móti því að leikfjelagið
Ijeki 5 kvöld á vetri fyrir hálfan inngöngu-
eyri, fæ jeg ekki nógsamlega lofað. Það er
ekki vegna peninganna, það er ekki beinn
hagur fyrir leikfjelagið að fá þá, en það er
grandvallarreglan, að vilja ljetta almenningi
aðganginn að leikhúsinu með tilstyrk bæjar-
ins. Það er að viðurkenna hugmyndina gömlu,
sem Grikkir og Rómbeijar höfðu, að leikhúsin
væru stofnun fyrir allan almenning. Sú hug-
mynd er svipuð því, sem hjer hefur verið hald-
ið fram, að leikhúsið er alþýðuháskóli, sem
fjöldi manns á að hafa aðgang að. Húsið, sem
nú er Ieikið í, rúmar svo fáa menn, að þótt
leikhúsið sje fult, og alt selt fyrir fult verð,
þá fæst samt ekki kostnaðurinn um kvöldið.
Það, sem á vantar, verður að takast af lands-
sjóðsstyrknum, og þegar hann ekki hrekkur,
þá er leikfjelagið skuldugra eftir en áður. Borg-
unin til leikendanna er vanvirða.
Önnur hugsjónin, sem mjer sýnist að vaka
ætti fyrir þjóðarleikhúsi hjer á landi, kennir
meira þjóðarmetnaðar en hin, en það er erfið-
ara að gera hana raunveralega. Hún er þyngri
byrði að lyfta að öllu leyti. Að hálfu leyti
væri hægt að koma henni í verk. íslenskir leik-
ritahöfundar erlendis eru á leið til að leggja
undir sig heiminn, og til þess skrifa þeir á
öðra máli en sínu eigin. Jeg vildi, til þess að
þjóðin haldi þeim sóma, að geta talið þá íslend-
inga, að leikhúsið hjer ljeki leikrit þeirra fyr
en nokkurt annað leikhús, að við sjeum þar á
undan öllum öðram. Skáldin sjálf mundu ekki
hafa á móti því, ef jeg veit rjett, og hvemig
ættu þá aðrar þjóðir að tileinka sjer mennina,
sem þær væntanlega annars munu gera síðar
meir. Síðara helmingnum af hugsjóninni er
óhægra að koma í verk, enda er meiri metnað-
ur í henni. Hann er sá, að þegar við höfum
komið upp íslensku leikriti, sem aðrar þjóðir
ætla að leika, þá ættu þær að senda hingað
einn eða tvo leikara til að sjá hvemig við för-
um að því. Enginn efi er á því, að við leikum
betur íslensk leikrit en aðrar þjóðir yfirleitt
geta leikið þau; erlend leikhús geta heldur
ekki nema með ærnum tilkostnaði, vitað hvern-
ig búningar og leiktjöld hjeðan eiga að vera.
Þetta er þjóðarmetnaður, en afareðlilegur, að
mjer finst.
AÐ ER ekki nóg að byggja stórt
og veglegt hús, ef ekkert er
til annað, sem til leikhúss heyr-
ir. Leikhús þarf stjórn, leikend-
ur, hljóðfæraflokk, menn til
að skrifa um leiksvið, leiktjöld,
búninga, málara o.s.frv. Leik-
hússtjórinn er altaf að setja
sig í stórkostnað, sem hann aldrei veit hvort
hann fær nokkurn tíma aftur. Svo sagði Sr.
Henry Irving, sem Bretar öðluðu fyrir leikhús-
ið hans. Sum leikhús hafa haft þá trú um tíma,
t.d. Dagmarleikhúsið í Kaupmannahöfn, að
allur kostnaður við útbúning á leikritum, sem
miðaði til þess að hver flík á leikanda, hver
hlutur, sem á að handleikast fyrir augum áhorf-
enda o.s.frv. væri egta, ætti að koma aftur.
Þetta hefur ekki orðið í reyndinni, jafnvei í
stórbæ eins og Khöfn, og væri óhugsandi trúar-
setning hjer í fámennum bæ. Þrátt fyrir það
hefur leikfjelagið sjaldan hikað við að leggja
út í tilkostnað, sem hefur verið um efni fram.
Það leikur ekki svo mjög vegna peninganna,
sem vegna orðstírsins. Þótt það hafi bundnar
hendur, bæði vegna leikendafæðar og fátækt-
ar, þá hefur valdið á leikritum verið göfugt,
og það altaf haft svo mjög fyrir augum, sem
unt var, að bjóða fólki það besta.
Jeg get ekki stilt mig um að setja hjer brot
úr ræðu sjera Magnúsar Helgasonar skóla-
stjóra í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þar urðu
umræður um styrkinn frá bænum til leikfje-
lagsins. Jeg vona að hjer sje rjett sagt frá
þessum kafla úr ræðunni. Hann sagði:
.....Mjer þykir vænt um fjelagið, ekki svo
mjög fyrir fáein kvöld, sem jeg hef haft ánægju
af að horfa á það, heldur miklu fremur fyrir
stefnu þá, sem það hefur haft í leikvali sínu.
Það hefur fyrst og fremst Ieikið íslenska leiki,
og varið mikilli fyrirhöfn og stórfje eftir sínum
efnum til að gera þá svo vel úr garði, sem
framast var kostur. Með þessu hefur það gert
sitt til að hvetja skáldin okkar til starfa, og á
skilið heiður og þökk fyrir hjá öllum, sem
unna íslenskum bókmentum. Utlenda leiki hef-
ur það valið eftir fræga höfunda, sem hafa
eitthvað það að bjóða, sem vert er eftir að
taka. Þetta hefur ekki verið gert í gróða-
skyni. Það er auðvitað, að fjelaginu hefði ver-
ið arðvænlegra, að sýna eitthvert ljettmeti, sem
litla fyrirhöfn og lítinn kostnað hefði þurft til
að sýna. Því það er staðreynt, að Reykvíking-
ar troðfylla hús til að horfa á eftirhermur og
skrípalæti, og hlusta á sungnar vísur af slíku
tægi, og víst væri það vorkunn, þó að fjelagið
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11.JANÚAR1997