Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Side 11
ÚR Nýársnóttinni 1907.
ÞURÍÐUR Sigurðardóttir og Friðfinnur Guðjónsson í Nýársnóttinni 1907.
í fjárskorti sínum fyndi hjá sjer freistingu til
að láta sveigjast á þann bóginn. En jeg vildi
að það stæðist þá freistingu.
Ekki finst mjer sanngjarnt að ámæla fjelag-
inu fyrir það, þó að sæti fyrir áhorfendur og
annar aðbúnaður sjeu ekki svo þægileg, sem
æskilegt væri. Mjer þykir fjelagið hafa gert
alveg ijett í því, að veija heldur öllu til þess
að gera leikina svo vel úr garði, sem framast
eru föng til. Á hvorutveggja hefur það engin
efni. Og heldur kýs jeg að sitja á hörðu sæti,
og heyra og sjá það, sem mjer þykir eitthvað
í varið, heldur en að sitja í mjúku sæti og
horfa á einhvern hjegóma, eða annað verra,
t.d. skjálfandi skrípamyndir eða listaverk höf-
uðsnillinga alla vega undin úr liði, og afbökuð
til óbóta.
Jeg skoða ekki leikfjelagið fyrst og fremst
sem skemtifjelag, eða dægrastyttingar, og því
síður sem atvinnufjelag. Mjer finst því ekki
ijett að leggja skatt á sýningar þess. Engum
manni dettur í hug að leggja skatt á alþýðufyr-
irlestra þá, sem stúdentafjelagið lætur halda,
og verðskuldar mikla þökk fyrir. Almenningur
hefur átt þar kost á margri ágætri fræðslu.
En er þá ekki sama að segja um Ieikfjelagið?
Er minna varið í að koma almenningi í kynni
við innlendar og erlendar bókmentir, listaverk
höfuðskálda, vekja íhugun og glæða skilning
á mannshug og mannlífí með þeim vandráðnu
gátum, sem þar er að geta? Ekki finst mjer
það. Því vil jeg ekki heldur leggja neinn skatt
á það fjelag, sem það hlutverk hefur kosið
sjer.“ . . .
Gegn því, að leikfjelagið ljeki 5 sinnum á
vetri fyrir hálfvirði og fleiri ættu aðgang að
leikhúsinu en nú, hækkaði bæjarstjórnin, í
samráði við leikijelagið, styrkinn úr bæjar-
sjóði. Þá er komið inn á ijetta braut. Hefði
leikfjelagið hús, sem tæki t.d. 750 manns, og
um minna leikhús er ekki til neins að tala úr
þessu.þá yrði þríðjungur sætanna seldur á 50
aura eða þaðan af minna,_ til þess að draga
almenning að leikhúsinu. Án þess að töluvert
af almenningi sæki leikina, væri ekki hægt
að tala um þjóðleikhús.
HVERT gott leikhús er töf-
rasproti í hendi leikskáld-
anna miklu, og í hendi
mikilla leikenda. Það vek-
ur sorg og ótta, það vekur
hrylling og aðdáun, það
vekur unað og gleði hjá
áhorfendunum, alt eftir
því hvert töfrasprotinn bendir. Oidipous harð-
stjóri, eftir Sófókles, var leikinn fyrir 2-3 árum
bæði í París og Lundúnum. Það var 23 öldum
eftir að leikritið var fyrst leikið í Aþenuborg
með Forngrikkjum. Frakkar troðfyltu leikhúsið
kvöld eftir kvöld. Lundúnamenn gerðu slíkt
hið sama, og þar var sagt í tímaritum, að
áhrifin af því á áhorfendurna, sem mestmegn-
is voru verkamenn, hefðu verið afskapleg
(tremendous). í list Sófóklesar er svo mikið
ódauðlegt, að hún grípur og hrífur alla enn
þá, þegar hún er kölluð fram. Af Shakespeare
höfum við þýtt töluvert hjer á landi, en aldrei
leikið; kostnaðurinn hefur bannað það meðal
annars. Hann er þó annar meistarinn frá.
í íslenskum leikritaskáldskap hefur mjer
tvisvar fundist þessum áhrifum, sem Bretar
kalla „tremendous" bregða fyrir. Það var af
Skuggasveini sjálfum í Utilegumönnum Matth.
Jochumssonar, þegar jeg sá hann í fyrsta sinni,
og í Pjalla-Eyvindi, eins og hann var leikinn
hjer, þegar Halla kastar barninu í gjána fyrir
allra augum. Áhrifin af listinni eru hvergi
sterkari en í leikhúsinu.
Til þess að fá upp reglulegt leikhús hjer, -
þjóðleikhús - þarf húsið, og miklu meira fje
til að standast allan kostnað, en leikfjelagið
hefur nokkur efni til. I stærra húsi yrði sjaldn-
ar leikið sama í fyrstu, og þar þyrfti þess vegna
að koma upp á leiksviðið á hveijum vetri fleiri
leikritum en nú tíðkast. Til þess þarf fleiri leik-
endur en nú eru. Þjóðleikhús þyrfti að hafa
12 fasta leikendur, bæði karla og konur, sem
aðallega fengjust ekki við önnur störf. Það er
því nær ómögulegt að vera leikandi á parti,
og annað þess utan. Þess utan væru nauðsyn-
legir ýmsir aukaleikendur, sem leikhúsið festi
sjer fyrir ákveðna borgun, sem væri minni en
hinna eiginlegu leikenda, en hjeldi þeim að i
leikhúsinu. Árlega upphæðin, sem veitt væri
til leikhússins (fyrir utan ókeypis hús), þyrfti
að vera 24,000 kr. til 30,000 kr. á ári. Jeg
veit, að nú verður gripið fram í fyrir mjer, og
sagt að þetta sje alveg ómögulegt fjárhags og
annara ástæðna vegna.
1914 voru veittar til þriggja heilsuhæla og
nokkurra sjúkraskýla, til að ljetta lífið þeim,
sem sjúkir voru á lund eða líkama, 104,000
kr. Samskonar útgjöld voru tuttugu árum áður
1800 kr. 1913 reyndust allartekjur landssjóðs-
ins 2,250,000 kr. Tuttugu árum áður reyndust
þær 534,000 kr. Í tekjuaukningunni liggur,
að nú er margfalt fleira fært en áður var. Það
er enginn efi á þvi, að landið getur veitt 24-
30,000 kr. til leikhússins. Það getur veitt fjór-
um sinnum meira en það, ef þess þyrfti. Að
veita heilu leikhúsi sama styrkinn, sem veittur
er einum einasta manni til ritstarfa eða skáld-
skapar, nær engri átt. Til þess að það, sem
er styrkur, eða stuðningur fyrir einn mann,
geri leikhúsi sama gagn, þarf að tólf eða fimt-
ánfalda styrkinn, og það er það, sem hjer er
farið fram á.
Þetta mál er að síðustu komið undir því,
hverskonar takmörkum þjóðin, eða helstu
menn hennar ætla henni að ná, og hveijar
hugsjónir hún hefur. Ef ekkert ætti að gera,
nema það eitt, sem gæfí í aðra hönd minst 1
kr. 10 a. fyrir hveija 1 krónu, sem gefin er
út, þá getum við orðið búmenn í sveit, eða
setið undir fiskihlaða föður vors við sjó. - Það
er ekki neitt andans líf, en undirstaðan undir
því. í ítrustu örbirgð iifa engar listir, ef hið
opinbera er fátækt jafnframt. Landsmenn
vöktu einir á miðöldunum og hjeldu uppi bók-
mentum meðan öll Norðurálfan svaf dauða-
svefni að því leyti. Með fyrri öld vaknar þjóðin
aftur; menn fara að skrifa og pijedika um is-
lenska tungu, um íslenskt verslunarfrelsi, og
íslenskt stjórnfrelsi, og tungan er endurvakin,
verslunarfrelsi og stjórnfrelsi er heimt aftur
heim, og bókmenptir og listir eru að komast
á blómaskeiðið. Islendingar hafa fleiri tak-
mörkum að ná, en að verða búmenn og sjó-
menn, og þeir hafa fleiri hugsjónir að gera
að holdi og blóði á dögunum, sem fram undan
okkur eru nú. Það var bent á það í ritgerð í
ísafold, að saltfiskur, smjör og ull, mundu
seint verða til þess að vekja velvild, eða eftir-
tekt annara þjóða á landsmönnum, það, sem
mundi best vekja hvorttveggja, væri skáldskap-
ur og listir. Þótt efnaframfarir sjeu undirstað-
an undir andlegum framförum, þá eru þær
aldrei nema grunnurinn undir húsinu, en ekki
húsið sjálft. íslendingum mun kippa í kynið
enn þá, og þeirra hugsjón hlýtur að vera', að
ná aftur því, sem þeir voru áður, rithöfundar,
sagnaritarar og skáld, sem gátu verið hirð-
skáld konunganna þar sem norræn tunga var
töluð. Ef ekkert þess háttar hefur vakað fyrir,
því eru þá stofnaðir bamaskólar, alþýðuskólar,
gagnvísindaskólar og nú síðast háskóli, ef
menn hafa engan tilgang haft með því? - Því
styrkir þingið nokkur skáld og listamenn? Því
eru yfir höfuð til aðrir skólar en búnaðarskól-
arnir og stýrimannaskólinn?
íslenska þjóðin stefnir efalaust hærra en á
efnaframfarir einar. Leikhúsið er mænirinn á
menningunni hjer; ungu leikritaskáldin hafa
lagt undir sig Danmörku sýnist mjer, og eru
að byija að leggja undir sig heiminn. Löngu
vetrarkvöldin hafa gert leikhúsið kært mörgum
manni. Leiktilraunir menta þá sjálfa, sem við
þær fást. Flestar þjóðir styðja leikhús sín eitt
eða fleiri. Rússar styðja leikhús út um alt rík-
ið til þess að vega upp á móti drykkjuskapn-
um. Vjer ættum að styðja leikhúsið, af því að
við höfum tekið vinföngin af fólki, og gefa því
betri skemtun í staðinn. Að landið geti ekki
veitt 24-30,000 kr. á ári til þess, er ekki til
neins að segja mjer, því jeg veit, að það gæti
veitt hveija upphæðina fyrir sig ferfalda, ef
svo mikils þyrfti með. Þjóðin hefur auðgast,
þroskast svo og vaxið síðustu 40 árin, sem
hún hefur átt með sig sjálf, að þeir, sem þektu
hana vel þá, þekkja hana naumast aftur nú
af öðru en útliti í sjón og málinu, sem hún talar.
Indriði Einarsson, 1851-1939, var rithöfundur
og leikritaskáld og lauk fyrstur íslendinga há-
skólaprófi í hagfræði. Meðal leikrita hans"éru
Nýársnóttin, Sverð og bagall, og Dansinn í
Hruna.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1 1. JANÚAR 1997 1 1