Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Side 16
NÚ ÞEGAR aldarafmæli Leikfélags Reykjavíkur er hátíðlegt haldið, er vert að minnast þeirra tímamóta hjá félaginu sem urðu við stofnun Þjóðleikhússins 1950. Nú er það mestan part gleymt og grafið nema í hinni skráðu sögu, svo og í minningu elztu leikaranna, sem voru einmitt að hefja leikferil sinn um sama leyti. Einn þeirra er Steindór Hjörleifsson, sem á mikið og gott starf að baki með Leikfélaginu. Ástæða þess að hann var valinn til þess að fræða lesendur um „upprisu" Leikfélagsins eftir 1950 er sú, að hann varð sjötugur á síðasta ári og lét þá af störfum sem fastráð- inn leikari. Því má segja, að Steindór hafi góða yfírsýn yfir það sem gerst hefur hjá Leikfélaginu síðari 50 árin á ferli þess. Steindór er Vestfirðingur að uppruna; fæddur og uppalinn í Hnífsdal, en hóf nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1946 og lauk prófi þaðan 1949, þegar undirbúningur- inn að stofnun Þjóðleikhússins stóð sem hæst. Nemendur skólans voru strax settir í statista- hlutverk eða smáhlutverk í Iðnó og fyrst sté Steindór á svið í hlutverki klukkusveinsins í Skálholti eftir Guðmund Kamban; það var veturinn 1947. „Á þessum tímamótum þegar Leikfélag Reykjavíkur var 50 ára, var ný kynslóð leik- ara að koma úr námi og hefja leikferil sinn“, segir Steindór. „Samtímis mér í skólanum voru til dæmis þau Árni Tryggvason, Rúrik Haraldsson, Soffía Karlsdóttir og Bryndís Pétursdóttir og Ragnhildur Steingrímsdóttir en á eftir okkur voru Gísli Halldórsson og Margrét Ólafsdóttir. En eftir 1950 var Leik- listarskóli Þjóðleikhússins settur á laggirnar og þá hætti Lárus með sinn skóla. Hann var geysilega góður kennari og mikils metinn“. Rœtl um aó leggja Leikfélagió nióur „Ákveðið var að gera hlé á starfsemi Leik- félagsins vegna undirbúningsins að opnun Þjóðleikhússins. Leikárið 1949-50 voru bara tvö verk á skránni: Hringurínn eftir Somerset Maugham og óperettan Bláa Kápan. Sýningar voru fram að áramótum og kannski örfáar síðar, en eftir þessi áramót var ekkert nýtt leikrit tekið til æfínga. Allir sem vettlingi gátu valdið fóru upp í Þjóðleikhús til þess að taka þátt í hátíðasýningunum þremur í tilefni af vígslu hússins. Ég var var með í öllum sýningunum og það var mikið ævintýri." Steindór segir að um þetta leyti hafi átt sér stað umræður innan Leikfélagsins um að leggja það niður. Starfið þar og löng reynsla sem leikarar höfðu áunnið sér, hafði í raun- inni skapað grundvöll fyrir Þjóðleikhúsið og þá fannst sumum að eðlilegst væri að setja punktinn aftan við starfsemina í Iðnó. Þjóðleikhúsið hafði nú tekið við hiutverki Leikfélagsins og alls ekki þörf fyrir tvö leikhús í borginni. Nú höfðu ráðizt til Þjóðleikhússins 14 af helztu leikurum félagsins og þar á með- al voru allir þrír leikstjóramir, þeir Haraldur Bjömsson, Lárus Pálsson og Indriði Waage; einnig aðal leikmyndateiknarinn, Lárus Ing- ólfsson, Hallgrímur Bachmann Ijósameistari og flestir helztu starfsmenn Leikfélagsins. Þann 28. ágúst var átakafundur í félaginu; þar var þá flutt tillaga um að leggja skyldi niður Leikfélag Reykjavíkur. En góðu heilli var hún felld með 22 atkvæðum gegn 11. Fomstan var í höndum Þorsteins Ö. Stephen- sen, Lárusar Sigurbjömssonar, Wilhelms Norðfjörð og Brynj- ólfs Jóhannessonar, í lok fundarins gengu síðan í félagið 14 ungir leikarar. Steindór var einn af þeim og segir svo um þennan atburð: „Við sem höfðum beðið frammi í lang- an tíma, spenntir mjög, fengum nú að koma inn á fundinn. Um haustið var svo haldinn frmhaldsað- 1897 Leikfélag Reykjavíkur 1§® úra - ll.janúar I99i; OG ÁRATUGIRNIR ÞAR Á EFTIR Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa vildu sumir í Leikfé- lagi Reykjavíkur leggja það niður og að starfsemin flyttist í Þjóóleikhúsið. Sú skoðun varð þó undir. A þessum tímamótum hóf hópur ungra leikara feril sinn í lónó. STEINDÓR HJÖRLEIFSSON var einn gf þeim. GISLI SIGURÐSSON hitti hann að móli. l.R./Borgarskjalasafn SKÓLI fyrir skattgreiðendur eftir Verneuil og Berr var sýndur 1953. Alfreð Andrésson er hér í síðasta hlutverki sínu. Hann er hér með Brynjólfi Jóhannessyni. , \ , ■ X : S ,■•:: ÚR BROWNING-þýðingunni eftir Terence Rattig; verk Crocker-Harris í þessari sýningu og aftur f Myndasafn L.R. MARGRÉT Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson og Sofffa Jakobsdóttir í Atómstöðinni 1972. DELERIUM búbónis eftir Jónas Árnason og Jói Brynjólfur Jóhannesson og Karl Sii 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.