Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Page 17
L.R./Borgarskjalasafn. sn, 1957. Helga Valtýsdóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen. Hann hlaut Silfurlampann fyrir hlut- ékk Þorsteinn Silfurlampann fyrir hlutverk pressarans í Dúfnaveizlunni eftir Halldór Laxness. L.R./Borgarskjalasafn. ÞJÓFAR lík og fagrar konur eftir Dario Fo á sviðinu 1965. Á myndinni eru Gfsli Halldórs- son og Margrét Ólafsdóttir. Gísli hlaut Silfurlampann fyrir leik sinn í þessu verki. alfundur og Einar Pálsson kosinn formaður, en Haukur Óskarsson ritari og Wilhelm Norð- §örð gjaldkeri. Það var mikill hugur í mönn- um að byija starfið, en það vantaði leik- stjóra; þeir voru allir ráðnir við Þjóðleikhúsið. Fjalakötturinn var þá að filma Leynimel 13 í Rúgbrauðsgerðinni og víðar, en því mið- ur var tekið á filmur sem reyndust ónýtar. En þessi ógæfa Fjalakattarins varð gæfa Leikfélagsins. Gunnar R. Hansen, leikstjóri og gamall vinur Leikfélagsins, varð verkefna- laus á örlagastund og gekk þá í þjónustu félagsins; gerðist leikstjóri og leiðbeinandi. Ég fullyrði að listræn forusta hans á þessum fyrstu árum skipti sköpum fyrir okkur. Hann leikstýrði öllum sýningum fyrsta leikársins og það gekk vel. Og Magnús Pálsson kom fljótt til liðs við okkur sem leikmyndahönnuð- ur. Hann var nýkominn frá námi í Englandi og reyndist betri en enginn. Steinþór Sigurðs- son fór að gera leikmyndir um 1960 og Jón Þórisson 1965. Þeir tveir eru nú fastráðnir hjá leikhúsinu og auk þeirra gera margir fleiri listamenn leikmyndir og búninga. Ég lék í báðum leikhúsunum á fyrstu tveim- ur árunum. Það var gott að vinna í Þjóðleik- húsinu; ég fékk góð hlutverk og var boðinn samningur þar efra og þar fann ég konuefn- ið, Margréti Ólafsdóttur, sem hafði lokið námi við nýja Þjóðleikhússkólann. Við bollalögðum að fara utan til náms saman, en þá varð það okkur til gæfu að Ragnheiður dóttir okkar vildi komast í heiminn. Árið 1953 var ég kosinn í stjórn Leikfélags- ins sem ritari og framtíðin var ráðin. F'yrsti formaðurinn sem ég vann með var Brynjólfur Jóhannesson og þarnæst Lárus Sigurbjörns- son. Hann var merkilegur leikhúsmaður og ég verð Sveini Einarssyni ævinlega þakklátur fyrir að tileinka honum hið merka rit sitt um íslenzka leiklist. Við Jón Sigurbjörnsson og Guðmundur Pálsson áttum svo síðar góða tíma í stjórn félagsins. Auðvitað voru mörg árin erfið eins og títt er í leikhúsum, en stundum gekk allt eins og í sögu. Leikfélaginu stjórnuðu þrír menn; formaður, sem var þá nokkurskonar leikhússtjóri í mjög náinni samvinnu við rit- ara og gjaldkera. Auk þess var kjörin tveggja manna leikritavalsnefnd, en vald hennar og verksvið var aldrei nægilega skilgreint. Það voru oft deilur um það í félaginu hve miklu hún skyldi ráða og að lokum var hún lögð niður á aðalfundi 1958 með nánast öllum greiddum atkvæðum." Persónuleg ábyrgó á rekstrinum Getur hver sem er gengið í Leikfélag Reykjavíkur, eða má líta svo á að félagið sé lokaður klúbbur? Um það sagði Steindór: „Leikfélagið er sjálfseignarstofnun og í ► Myndasatn L.R. i Múla, 1959. Kristín Anna Þórarinsdóttir, gurðsson í hlutverkum sínum. Myndasafn L.R. HÚS Bernörðu Alba var flutt hjá Leikfélaginu 1965-66: Inga Þórðadóttirtil vinstri og Regína Þórðardóttir í hlutverkum sínum. KVIKSANDUR1962: Gfsli Halldórsson og Steindór Hjörleifsson sem hlaut Silfurlampann fyrir hlutverkið. 4- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.