Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Page 18

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Page 18
lögum þess segir að ef ágóði verður- sem því miður hefur sjaldan gerst- skuli hann fyrst og fremst notaður til greiðslu skulda eða kaupa á leikáhöldum. Félag- ar geta orðið í fyrsta lagi þeir listrænir starfsmenn sem fastráðnir eru hjá félaginu, í annan stað þeir listrænir starfsmenn sem lausráðnir hafa verið hjá félaginu í a.m.k. tvö verkefni á undan- gengnum þremur árum, og í þriðja lagi annað starfsfólk, sem verið hefur fastráðið hjá félag- inu samfellt í a.m.k. eitt ár. Það er því greið fyrir listamenn og aðra að komast í félagið og hafa þar áhrif á fundum. Hver félagi ber ~ svo persónulega ábyrgð á allt að 300 þúsund krónum af skuldum félagsins. Það eru ekki allir tilbúnir að axla slíka ijárhagsábyrgð. Í rauninni voru samstarfsörðugleikar milli leikhúsanna ekki eins miklir of af var látið. Það ríkti auðvitað samkeppni, en hún er nú ætíð af hinu góða. Það gerði okkur erfitt fyrir hvað Þjóðleikhúsið gat boðið miklu hærri laun og því misstum við margan góðan leik- ara þangað. En við því var auðvitað ekkert að segja.“ Fyrsta óperan á islenzku „Eins og ég var búinn að nefna var Gunn- ar Hansen leikstjóri hjá okkur í byijun, en fljótlega fór Einar Pálsson að leikstýra; hann setti meðal annars upp óperuna Miðilinn eftir Menotti, en það var fyrsta ópera sem flutt var á íslenzku. Síðan bættust við Gísli Hall- dórsson, Jón Sigurbjörnsson og Helgi Skúla- son sem leikstjórar og meira að segja fengum við Lárus Pálsson íjórum sinnum lánaðan frá Þjóðleikhúsinu og þá gegn greiðslu til þess.“ Aðalleikarar Lejkfélagsins á þessum árum voru Þorsteinn Ö. Stephensen, Brynjólfur Jóhannesson, Alfreð Andrésson, Guðbjörg Þorbjamardóttir, Ema Sigurleifsdóttir, Aur- óra Halldórsdóttir, Nína Sveinsdóttir, Guðrún Stephensen, Haukur Óskarsson, Wilhelm NorðQörð, Guðjón Einarsson, Gunnar Bjarna- son, Ámi Tryggvason, Gísli Halldórsson, . Emelía Borg, Emelía Jónasdóttir, Anna Guð- mundsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Edda Kvaran, Kristína Anna Þórarinsdóttir, Knútur R. Magnússon, Ragn- hildur Steingrímsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Sigríður Hagalín, Jón Sigurbjömsson, Þóra Friðriksdóttir, Helga Valtýsdóttir, Helga Bac- hmann, Karl Guðmundsson, Karl Sigurðsson, Valdimar Lámsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Hólmfríður Pálsdóttir, Bryndís Pétursdóttir og Steindór Hjörleifsson. „Þetta var dálaglegur hópur og síðar komu hinir ungu leikarar úr Leiklistarskóla félags- ins sem starfaði í 10 ár. Má þar nefna Jón Hjartarson, Sigurð Karlsson, Pétur Einarsson, t Kjartan Ragnarsson, Valgerði Dan, Borgar Garðarsson, Soffíu Jakobsdóttur, Eddu Þórar- insdóttur, Þorsteinn Gunnarsson ofl. Nokkrir rokkuðu milli Ieikhúsanna eins og gengur, sumir skiluðu sér ekki aftur. í þessa upptaln- ingu vantar nöfn þeirra mörgu og góðu starfs- manna leiksviðsins, „sem að baki standa, en láta þó lítið yfir sér“ eins og Bóas gamli sagðí í Kjarnorkunni." Nú em þessir leikarar allir þjóðkunnir. En á 6. áratugnum vom þeir allir í einhverri annarri vinnu, segir Steindór. Æfingar vom á kvöldin og um helgar. Þorsteinn var leiklist- arstjóri Ríkisútvarpsins og Brynjólfur vann í Útvegsbankanum. Steindór hafði vinnu í Landsbankanum og síðar í Seðlabankanum, en Árni Tryggvason og Gísli Halldórsson unnu í bókabúð og svo mætti lengi telja. Stein- dór telur að það hafí á vissan hátt verið kost- ur; leikararnir hafi verið í nánu sambandi við fólkið í borginni og fengið álit þess á því sem leikhúsið var að gera. Hann minnist með mikili ánægju áranna með Jóni Sigurbjörns- syni sem formanni og Guðmundi Pálssyni sem gjaldkera og síðar framkvæmdastjóra. Við því starfi tók síðar Tómas Zöéga. Um styrki var lítið að ræða, segir Stein- dór, og meira fór í skemmtanaskattinn en ríkið lét félaginu i té. Hann segir að Geir Hallgrímsson borgarstjóri hafl reynst Leikfé- laginu mjög vel og samkomulag varð um aðstoð til að breyta Iðnó. Alla tíð var Leikfé- lagið leigjandi þar og varð að kosta miklu til vegna breytinga oglagfæringa, en sumt kost- uðu eigendurnir. „Árið 1953 höfðum við átt peninga og - stofnað húsbyggingasjóð“, segir Steindór, „og draumurinn um nýtt leikhús fór að taka á sig mynd. Haustið 1962 gerðum við miklar lagfæringar í húsinu. Leikárið á undan hafði gengið óvenju vel og svo fór Hart í bak að mala gull. Á næsta ári voru gerðar breytir^ 1897 Leikfélag Reykjavikur 1§§ ára - ll.janúar 1997j L.R./Borgarskjalasafn. BIRGIR Sigurðsson lagði Leikfélaginu til nokkur góð verk. Selurinn hefur mannsaugu var eitt þeirra. Hér eru Steindór Hjörleifsson og Guðmundur Pálsson í hlutverkum sínum. JÓN Sigurbjörnsson, Valgerður Dan og Pétur Einarsson í Volpone eftir Ben Johnson og Stefan Zweig, 1973. HART í bak eftir Jökul Jakobsson L.R./Borgarskjalasofn FRÆNKA Charleys eftir Brandon Thomas á fjölunum í Iðnó 1954. Frá vinstri: Þorsteinn Ö. Stephensen, Árni Tryggvason, (liggjandi á gólfinu) Einar Þ. Einarsson, Einar J. Sigurðsson, Kristjana Breiðfjörð, Anna Kristín Þórarinsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Brynj- ólfur Jóhannesson í hlutverkum sínum. 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11.JANÚAR1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.