Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Síða 25
Leikélaginu eftir heimildum að dæma. En á
næsta ári 1924 tekur hann heldur betur til
hendinni. Með því hefst blómaskeiðið á list-
ferli Indriða hjá félaginu bæði á gamansömum
og alvarlegum hlutverkum. Hann var jafnvígur
á hvortveggja eftir blaðadómum að ræða.
Indriði lék samtals áttatíu og eitt hlutverk
hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Af hlutverkum hans frá þessum árum, má
nefna þessi helst: Henrik í Spanskflugunni,
Malvólíó í Þrettándakvöldi eftir Shakespeare,
Tom Príor í A útleið eftir Sutton Vane, Galdra-
Loft, í samnefndu leikriti Jóhanns Sigurjóns-
sonar og Gustaf Bergmann í Návígi. Árið 1943
kemur svo eitt af minnisstæðustu hlutverkum
Indriða, en það var dr. Görtler í leikriti Priest-
lys, Ég hef komið hér áður. Þann þekkta breska
höfund mat hann mikils og síðar á ævinni
sviðsetti hann tvö af verkum hans.
Leikstýrdi 6T sýningum
Leikstjóraferill Indriða Waage er ekki síður
merkilegur en túlkun hans á fjölmörgum hlut-
verkum. Hann leikstýrði alls sextíu og sjö leik-
sýningum hjá Leikfélaginu og hefur enginn,
fram til þessa, leikstýrt svo mörgum verkefnum
hjá LR.
í bók sinni, Leikhúsið við tjörnina, færir
Sveinn Einarsson, fyrrverandi leikhússtjóri,
mjög skilmerkileg rök að því. „að Indriði Wa-
age verði kallaður fyrsti leikstjóri Islendinga
í nútímamerkingu þess orðs“ og ennfremur
segir hann þar: „Það fer vart milli mála, að
Þýzkalandsdvöl Indriða hefur haft grundvallar-
áhrif á leikstjóraferil hans, bæði áhrif af sýn-
ingum Max Reinhardts, sem þá var frægastur
þýzkra leikhúsmanna, og eins frá expression-
istum, sem þá bar mikið á. Iðulega sést, að
hann velur sér til meðferðar verk, sem hann
kynnist þarna, og það þótt löngu síðar sé á
ævinni. Og hann hænist að verkefnum, þar
sem rammi realismans er brotinn upp, þar sem
dulúð og veggjaleysa hins óræða umlykur
söguhetjurnar. Þar má nefna leikritin: A út-
leið, Sex verur leita höfundar, Ég hef komið
hér áður og Meðan við bíðum. Það kemur því
ekki á óvart að hann tekur fegins hendi við
verkefnum eins og Sölumaður deyr og Lokað-
ar dyr, á fyrstu árunum, sem hann starfar hjá
Þjóðleikh úsinu “.
Á fyrstu árum leikstarfseminnar á íslandi
voru leikstjórar jafnan nefndir leiðbeinendur í
leikskrám og hélst sú nafngift allt fram að
síðari heimsstyijöld. Það er viðbúið að leik-
stjórn hinna fyrstu frumheija hafi ekki verið
eins víðtæk og síðar varð. Vald leikstjórans
við uppsetningu leikverka er nú miklu meira
og nær til hvers smáatriðis er varðar sýninguna
og alls undirbúnings hennar. Nú á tímum er
það hlutverk leikstjórans að samræma alla hina
ólíku þætti og skapa sanna og trúverðuga heild-
armynd á verkinu. Indriði Waage er talinn fyrst-
ur manna hér á landi, sem tileinkaði sér þess
háttar vinnubrögð við sviðsetningar leikverka.
Indriði hóf leikstjórnarferil sinn hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur haustið 1925 og stjórnaði á
því leikári þremur sýningum. Hann réðist ekki
á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur
var hann djarfur, framsækinn og óragur.
Ferskur blær færðist þá yfir alla starfsemi
félagsins. Hann leikstýrði á þessu ári fyrstu
Shakespeare sýningunni hérlendis, Þrettánda-
kvöldi. Á næsti ári setti hann upp Vetrarævin-
týri eftir sama höfund. Bæði þessi leikrit voru
þýdd af afa hans og nafna Indriða Einarssyni.
Þá hafði hann opin augun fyrir nýjum stefnum
og straumum í leikhúsheiminum og var hvergi
smeykur við að velja verk eftir nýtískulega
höfunda þeirra tíma. Þá virðist hann snemma
hafa gert sér grein fyrir því, að nauðsynlegt
var að efla íslenska leikritun og koma verkum
innlendra höfunda á framfæri.
Samvinna þeirra frænda, Indriða og Emils
Thoroddsen, reyndist mjög heilladijúg á þess-
um árum. Þeir gerðu í félagi leikgerð af Manni
og konu, hinni vinsælu skálsögu Jóns Thorodd-
sen. Sú leikgerð var frumsýnd árið 1933 og
hefur síðan farið sigurför hjá hejstu leikfélög-
um landsins í nokkra áratugi. Ári síðar svið-
setti Indriði svo söguna Pilt og stúlku, eftir
sama höfund, í leikgerð Emils, sem einnig
samdi hina vinsælu tónlist við verkið, en mörg
sönglaganna í Pilti og stúlku eru hreinar perl-
ur í Islenskri lagasmíð.
Á þessum árum og allt fram yfir síðari
heimsstyijöld bjó þjóðin við mikla einangrun
í samgöngumálum. Fáir áttu þess kost að
bregða sér út fyrir landsteinana og kynnast
því helsta sem fram fór í leikhúsum nærliggj-
andi landa. Þrátt fyrir þessa einangrun, tókst
Indriða furðu vel að fylgjast með því sem var
að gerast í hinum erlenda leikhúsheimi. Hann
var ágætur málamaður og tókst jafnan að afla
sér fræðibóka um leiklist og einnig nýrra leik-
verka. Með árunum kom hann sér upp ágætu
safni leikbókmennta. Nú er öldin önnur sem
betur fer og ekkert þykir sjálfsagðara en að
listafólk kynni sér leikmenningu annarra þjóða.
Indriði tók við formennsku Leikfélags
Reykjavíkur af Kristjáni Albertssyni 1926 og
gegndi því embætti næstu þijú árin. Nánir
samstarfsmenn hans telja, að hann hafi ekki
kunnað vel við sig í því starfi. Fundarsetur
og daglegt félagslegt þras átti ekki við hann.
Hann var mjög viðkvæmur og mikill skapmað-
ur og tók hlutina nærri sér. Allir örðugleikar
og andstreymi komu honum úr jafnvægi sem
listamanni. Á þeim árum og reyndar oft síðar
voru miklir flokkadrættir innan félagsins og
stundum hörð átök milli ákveðinna manna.
Fjárhagur félagsins var yfirleitt alltaf mjög
þröngur, en versnaði þó að mun þegar heims-
kreppan skall á í byijun fjórða áratugarins.
Þá varð oft að slá af listrænum kröfum og
taka þau leikrit til flutnings, sem vænleg þóttu
til að gefa aura í kassann.
í þeim tilgangi innleiddi Indriði farsana,
eftir Arnold og Bach, sem voru lengi síðan
með vinsælustu verkefnum Leikfélagsins. Þessi
leikrit troðfylltu leikhúsið kvöld eftir kvöld.
Margir gagnrýndu harðlega þessa ráðstöfun
forráðamanna Leikfélags Reykjavíkur að bjóða
upp á slíkt léttmeti. En þessir gamanleikir björg-
uðu oft fjárhag félagsins og gerðu því kleift
að fást við metnaðarfyllri viðfangsefni. Farsar
Arnolds og Bach voru flestir þýddir af Emil
Thoroddsen og suma þeirra staðfærði hann.
Fjalakötturinn 1943
Árið 1943 stofnaði Indriði, ásamt Emil og
Haraldi Á. Sigurðssyni, leikfélagið Fjalaköttinn.
Félagið sýndi aðallega revíur og gamanleiki
næstu árin og voru þeir Emil og Haraldur jafn-
an höfundar handrits, en Indriði var leikstjóri.
Sýningar Fjalakattarins nutu mikilla vinsælda
á sínum tíma og aðsókn var oftast í samræmi
við það. Þá skal þess getið að árið 1948 minnt-
ist Fjalakötturinn 25 ára leikafmælis lndriða
með sýningu á leikritinu Meðan við bíðum eftir
Jóhann Borgen. Þessari uppfærslu stjómaði
Indriði sjálfur og lék einnig aðalhlutverkið og
hlaut hann frábæra dóma fyrir túlkun sína.
Brynjólfur Jóhannesson leikari var náinn
samstarfsmaður Indriða Waage í nær fjóra
áratugi. Hann lýsir kynnum sínum af honum
í æviminningum sínum á eftirfarandi hátt:
„Indriði Waage gerðist leiðbeinandi Leikfé-
lags Reykjavíkur haustið 1925. Og það er
ekki ofsagt að við komu hans hafi ný vinnu-
brögð, nýtt líf og andi tekið við í félaginu. Það
var einstaklega gaman að starfa með Indriða
á þessum árum. Hann var fullur af dirfsku
og áhuga, stöðugt opinn fyrir nýjum hugmynd-
um, öldungis óhræddur, að fást við ný og ný-
stárleg verkefni- hvort heldur það voru verk
tískuhöfunda eins og Pirandellos, Shakespeare
sjálfur eða farsarnir eftir Arnold og Bach.
Indriði var fyrst og frerhst leikhúsmaður, og
hann var mjög alhliða listamaður í leikhúsinu.
Hann var snjall leikstjóri, líklega sá mikilhæ-
fasti, sem við höfum eignast. Sjálfur var hann
mjög fjölhæfur leikari, jafnvígur á gaman og
alvöru . . . Indriði hneigðist að leikritum þar
sem gætti hins yfirskilvitlega, mystíska; og
hafði mikinn áhuga á sálarfræði og jafnframt
var hann skygn á hið hversdagslega og mann-
lega ... Hann var einkar natinn leikstjóri,
nærgætinn og hjálpsamur viðvaningum og
öðrum, sem áttu í erfiðleikum með hlutverk
sín. Og Indriði hafði þann meginkost, að ævin-
lega mátti ræða við hann það sem milli bar
um skilning eða aðferðir í leiknum, einstök
túlkunaratriði, raddblæ eða látbragð, og hann
féllst hiklaust á sjónarmið leikarans, ef honum
fanst þau réttmæt ... En Indriði gat líka
verið ákveðinn og hlífðarlaus, ef honum þótti
nokkuð í húfi. Honum var ævinlega efst í
huga ákveðinn heildarsvipur leiksins, sem hann
miðaði staðfastlega að, og frá þeirri stefnu
varð ekki vikið.“
Fram að því að Þjóðleikhúsið tók til starfa
árið 1950 urðu leikarar hér á landi að vinna
fyrir sínu daglega lífsviðurværi við hin ólík-
ustu störf. Það varð hlutskipti Indriða, að
starfa í banka. Laun fyrir sýningar á þessum
árum voru mjög lítil og stundum engin. Þetta
voru þau kjör, sem íslenskt leiklistarfólk varð
að sætta sig við á frumbýlingsárunum. Æfing-
ar fóru fram á kvöldin og nóttunni eftir lang-
an og strangan vinnudag, en þrátt fyrir það
tókst oft að vinna stórbrotna listræna sigra.
Leiklistin á Islandi mun ávallt standa í óbættri
þakkarskuld við þessa merku brautryðjendur.
Listferill Indriða í Þjóðleikhúsinu var ekki
síður markverður og þar vann hann marga
leiksigra og ber hlutverk hans sem Willy Lo-
man í Sölumaður deyr þar einna hæst.
Hann leikstýrði alls 23 leiksýningum hjá
íjóðleikhúsinu og lék þar 36 hlutverk. Síðasta
hlutverk hans á leiksviði var, Ókunnur far-
þegi, í Pétri Gaut eftir Ibsen, en þar kom hann
fram í gervi dauðans. Hann lést 17. júní 1963.
Allmargar upptökur eru varðveittar í segul-
bandasafni Ríkisútvarpsins með Indriða Wa-
age. Þar sýnir hann blæbrigðaríka túlkun í
mörgum ólíkum hlutverkum. Það féll oft í
hans hlut að leika menn, þar sem viðkvæmir
strengir höfði brostið í sálarlífi þeirra, vegna
andstreymis í lífinu. I túlkun sinni á þeim, var
leikur hans djúpur og ríkur. Þar var rödd hans
kliðmjúk og seiðmögnuð og líður þeim seint
úr minni er á hlýddu.
Höfundur er leikari.
Gripiö niður í ævisögu Eufemiu Waage,
Lifað og leikið, sem út kom 1949.
Úr fórum Árna Eiríkssonar.
HJÓNIN Eufemia Indriðadóttir Waage og Jens Waage.
LEIKTJOLDIN
FENGIN FRÁ
DANMÖRKU
ENNAN vetur- 1903-04
- var Jón Aðils leiðbein-
andi hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, eins og ég
hefi sagt áður frá. Þá var
leikið „En Fallit“ eftir
Björnstjerne Björnson og
kom þar fram nýr leik-
andi á sjónarsviðið, Guðmundur T. Hall-
grímsson, sem seinna varð læknir. Hann
var eitt bezta leikaraefni, sem hér hafði
komið fram um margra ára skeið, en
hans naut ekki lengi við, því að hann
ætlaði að leggja annað fyrir sig. Samt
hefir hann líklega leikið um tveggja eða
þriggja ára skeið með Leikfélaginu.
Þennan vetur var einnig tekið til með-
ferðar leikritið „Apinn" eftir frú Heiberg
og lék Guðrún systir mín þá með í fyrsta
sinn eftir að hún kom heim úr vesturför-
inni. Þetta var einþáttungur, en mátti
raunar skipta honum í tvennt. Hefir mér
alltaf þótt „Apinn“ furðu skemmtilegt
leikrit. Þennan vetur lék Árni með, þótt
heimilisástæður væru erfiðari hjá hon-
um, því að hann missti móður sína um
haustið og eitt af börnum sínum rétt
eftir jólin. Kona hans sté ekki í fæturnar
eftir það og andaðist föstudaginn langa
vorið 1904.
Sumarið eftir lék Stúdentafélagið
„Alt Heidelberg". Tóku ýmsir eldri stúd-
entar í bænum þátt í því. Var sýning
þeirra haldin til ágóða fyrir líkneski Jón-
asar Hallgrímssonar og má ég segja, að
það hafi verið keypt fyrir ágóðann af
sýningum þessa leiks. Guðmundur T.
Plallgrímssonar lék Lutz ágæta vel.
Maðurinn minn og Guðrún systir mín
léku prinsinn og Kátliie. Leiktjöld voru
fengin frá Danmörku og þóttu þau með
afbrigðum falleg því að þá höfðu aldrei
sézt gagnsæ leiktjöld og þótti mönnum
mikið til koma. En eftir þetta aflaði
Leikfélagið nokkrum sinnum leiktjalda
frá sama málara. Hann var Carl Lund
og mun hann hafa málað leiktjöld fyrir
mörg leikhús í Danmörku.
Pabbi og Halldór Jónsson bankagjald-
keri tóku báðir þátt í þessum leiksýning-
um og ýmsir yngri stúdentar, svo sem
Bogi Benediktsson, sem þótti gott leik-
araefni. Jón Kristjánsson nuddlæknir var
og í þessum stúdentahópi. Léku þeir
báðir, Bogi og Jón, með Leikfélaginu
nokkur ár eftir þetta.
Vorið, sem kona Árna andaðist, kaus
Leikfélagið hann fyrir formann sinn, en
Þorvarður Þorvarðarson hafði verið það
áður. Hafði ævinlega verið ágæt sam-
vinna með honum og manninum mínum
og þótti mér alltaf leiðinlegt, að maður-
inn minn skyldi hafa átt þátt í því að
fella hann frá formennsku. Þar kom til
einkamál, sem ég hirði ekki um að segja
frá hér. Um vorið fór Árni til Danmerk-
ur og var þar um sumarið, kom ekki
heim aftur fyrr en um haustið, en þá
var félagið byijað að æfa leikrit það, sem
það hafði fengið frá Hall Caine og nefnt
var „John Storm“ hjá okkur. Léku þau
Guðrún og maðurinn minn aðalhlutverk-
in þar og þótti takast ágætlega. Fyrir
þetta leikrit voru einnig fengin leiktjöld
frá Danmörku. Stefanía Guðmundsdóttir
var líka utanlands þetta sumar, hafði
farið utan fyrr um veturinn en Árni og
voru þau því bæði fjarverandi fram á
haust. Þegar Árni var nýbúinn að taka
við formennsku, fann hann upp eins
konar höfðatölureglu. Vildi hann þá láta
velja leikritin með tilliti til þeirra þriggja
kvenna, sem voru aðalleikendurnir hér,
Gunnþórunnar, Stefaníu og Guðrúnar,
og áttu þær sjálfar að fá að velja leik-
rit, sem þær hefðu svo aðalhlutverkin í,
en þetta fór nú hvorki betur né verr en
svo, að þegar Gunnþórunni var boðin
þátttaka í þessu, móðgaðist hún eitt-
hvað, líklega við Árna, þótt ég viti það
ekki, og lék ekki með Leikfélaginu í
mörg ár eftir það.
Þegar Gunnþórunn var yngri, fannst
mér hún vera mjög skemmtileg leik-
kona. Hún gat tekið á sig mörg gervi,
og maður gat oft búizt við að sjá ýmis-
legt nýtt hjá henni. Var skaði fyrir félag-
ið að missa hana svona fljótlega. Hún
hafði þá um nokkurt skeið sitt eigið leik-
félag, en fór svo á síðari árum að leika
aftur með félaginu og var alltaf afburða-
leg leikkona og þótti ýmsum hún mjög
skemmtileg, þó að mér fyndist hún ekki
geta farið í eins marga hami á seinni
árum. F'annst mér það mikið afrek, þegar
hún lék Ástu í „Pétri Gaut“, því að þá
hún var hún orðin töluvert öldruð kona.
Nú voru þær Stefanía og Guðrún aðal-
leikkonurnar um langt tímabil, þegar
Gunnþórunn var farin og Þóra, kona
Árna, sem hafði verið ein aðalleikonan
um nokkur ár, látin. Þóra heitin var
mikil fríðleikskona og held ég, að hún
hafi haft mikla leikhæfileika, en leiklist-
in var nú ekki á eins háu stigi hjá okkur
þá og núna.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997 25