Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Side 28
FYRSTA leikhúsráð Leikfélags Reykjavíkur 1963. Frá vinstri: Sveinn Einarsson leikhússtjóri, Steindór Hjörleifsson leikari, Helgi Skúlason leikari og formaður ráðsins,
Guðmundur Pálsson leikari og Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri.
VETURINN áður en ég kom
til starfa hafði að mörgu
leyti verið gott ár hjá
Leikfélaginu, bæði listrænt
séð og aðsóknarlega. Þetta
fer nefnilega oft saman,
góðu heilli. Dró þar lengst
sigurganga þess leikrits Jökuls Jakobsson-
ar, Hart í bak, sem oft hefur verið haft til
marks um þá nýöld íslenskrar leikritunar,
/er síðan hefur óslitið staðið, en fáa óraði
fyrir þá. Hart í bak kynntist ég í handriti
Helgu Valtýsdóttur að mig minnir sumarið
1962 og var það þá ekki fullsmíðað. Náin
samvinna var milli Jökuls og Gísla Halldórs-
sonar meðan á tilurð verksins stóð og átti
Gísli ekki lítinn þátt í þessari sigurgöngu,
ekki aðeins á sviðinu heldur og við skrif-
borðið. Jökull var erlendis þetta sumar og
því fékk ég lánað hlutverkahefti Helgu, en
æfingar skiist mér að hafi hafist um vorið.
Hart í bak gekk svo allan þann vetur og
ekkert iát á, þannig að ég var mjög hepp-
inn að hafa slík spil á hendi, þegar við
byrjuðum um haustið. Þá hafði verið sýndur
Ástarhringurinn eftir Schnitzler, sem ekki
dró að sér mjög marga áhorfendur en gaf
10 ungum leikurum góð tækifæri, og hafði
ég verið með í ráðum um það val. Sömuleið-
is benti ég Leikfélagsstjórninni á leikrit
Durrenmatts, Eðlisfræðingana, sem þá var
alveg nýtt af nálinni og fór eins og eldur
í sinu um leikhús Evrópu og varð það til
þess, að sá öndvegishöfundur var þá kynnt-
ur hér. En Þjóðleikhúsið kynnti annan Sviss-
lendinginn til og annan höfðingjann í þýsk-
um leikbókmenntum þessara ára, Marx
Frisch, með Andorra einmitt þetta sama
vor. Hafði Helgi Skúlason leikstýrt Schnitzl-
er en Lárus Pálsson kom sem gestur og
stýrði Eðlisfræðingunum og varð það hans
síðasta uppfærsla hjá Leikfélaginu.
Leikstjórarnir voru í rauninni aðeins
tveir, Gísli Halldórsson og Helgi Skúlason.
Helgi hafði tiltölulega nýlega hafið sinn
'' leikstjóraferil og var auk þess í erfiðri að-
stöðu sem formaður, en í ótvíræðri sókn.
Gísli mátti heita lengra kominn á þessu
sviði og var eftirsóttur víðar en í Iðnó í
krafti nokkurra
rómaðra og áhrifa-
mikilla sýninga. Það
flækti svo málið
enn, að báðir voru í
hópi bestu leikara
félagsins, þannig að
oft var illmögulegt
að manna vanda-
söm leikrit án
þeirra. Einkum var
staða Gísla sterk,
þar sem hann gat
valið og hafnað að
vild (hann hefur
1897
Leikfélag Reykjavíkur
li®
ára ~ 11. jantiar
1997 i
LEIKHÚSSTJÓR-
INN TEKURTIL
HENDINNI
Sveinn Einarsson var ráóinn leikhússtjóri hjá
Leikfélagi Reykjavíkur 1963 og var sá fyrsti sem
bar þann titil. Hér segir hann frá aókomunni í Iðnó,
leikurunum og hugmynd um sínum í kafla sem
fenginn er úr bók Sveins, Níu ár í neóra.
SAMLESTUR í Iðnó á Dúfnaveislunni eftir Halldór Laxness,
sem þarna er mættur til skrafs og ráðagerða.
aldrei látið efnalegt gæðakapphlaup segja
sér fyrir verkum); satt að segja fannst
mörgum, að þeir og félagið þyrftu að sitja
og standa sem hann vildi. Helgi hafði ekki
sama fijálsræðið, þar sem hin félagslega
skylda hvíldi á honum, að bera sáttarorð
og miðla málum, finna nýja útvegi, án þess
að láta sitt hæfi sitja í fyrirrúmi.
Gísli er mikill gáfumaður og handgenginn
hinum bestu bókmenntum, en styrkleiki
hans fólst ekki síður í persónuleikanum, sem
er býsna sérkennilega samsettur og getur
verið æði fyrirferðarmikill. Gísli er skap-
maður mikill og getur tekið upp þunga
þykkju og stundum lengi, en svo getur
hann verið allra manna spaugsamastur,
léttur og hlýr, bóngóður með afbrigðum og
hrókur alls fagnaðar. Á þessum árum voru
mjög við lýði svokallaðir Iðnó-brandarar;
voru margir sleipir í þeirri íþrótt en fæstir
þó leiknari Gísla: verður vikið síðar að þess-
ari sérstæðu tegund kímnigáfu.
Mér var ljóst, að lífsnauðsyn var fyrir
leikhúsið, að gott samstarf tækist með okk-
ur Gísla. Við hófum þreifingar og gengum
marga hringi kringum Tjörnina. Þessi samt-
öl okkar urðu mörg áður varði og bárust
leikar meðal annars í Plantasíuna í Þórs-
höfn í Færeyjum þar sem við greindum og
spáðum í íslenska leiklist eina sögufræga
Jónsmessunótt. Af þessum samtölum spratt
margt það, sem síðan hefur þróast í ís-
lenskri leiklist, af þeim spratt líka vinátta
sem stendur enn; það kann að vera við
sjáumst varla misserum saman, en við tök-
um upp þráðinn eins og við höfum síðast
hist fyrir nokkrum mínútum.
En þarna við Tjörnina haustið 1963,
beindust orð mín í ákveðna átt: Ég vildi,
að leikrit Sartres, Fangarnir í Altona, yrði
fyrsta verk, sem heyrði undir mitt val í
leikhúsinu, og ég vildi, að Gísli stjórnaði
því. Eftir nokkra eftirgangsmuni varð þetta
ofan á.
Nokkur metnaður fólst í þessu vaii, það
skal viðurkennt. Leikurinn var eitt helsta
stórvirki, sem fram hafði komið í nýrri
bókmenntum um nokkurt skeið, svipmikið
uppgjör við nýliðna hildarsögu, sem ýmsir
virtust þó tilbúnir að gleyma við fyrstu
hentugleika. Ég rek hér ekki efnið, en þar
segir sögu þýskrar fjölskyldu, auðkýfings,
sonar hans, sem hefur lokað sig uppi á
háalofti, systurinnar, sem hefur aðgang að
honum, bróðurins, sem er kominn á kaf í
hið þýska wirtschaftswunder, og svo mág-
konunnar, sem tekst að fá kauða niður;
hann hafði aldrei viljað trúa því, að stríðið
væri á enda. Ég hafði séð þetta leikrit í
Stokkhólmi ári eða tveimur áður, og hrifist
mjög af rómaðri sýningu Alfs Sjöbergs á
Dramaten; hann hafði á að skipa einvalal-
iði, þeirra á meðal Max von Sydow í hlut-
verki Franz þess sem lokar sig inni, Lars
28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11.JANÚAR1997